Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 27 Kvikmyndadagar Hvíta tjaldsins Söngvari snýr aftur Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Heyrið minn söng - Hear My Song Leikstjóri Peter Chelson. Hand- rit Chelson og Adrian Dunbar. Aðalleikendur Adrian Dunbar, Ned Beatty, Tara Fitzgerald, Shirley Anne Field, David McCallum. Tónlist John Alt- man. England/írland. 1991. Þessi heldur geðfellda smá- mynd sem gerð er í samvinnu íra og Englendinga er sögð lauslega byggð á sönnum atburðum. Á fímmta áratugnum hvarf af sjón- arsviðinu vinsæll söngvari (Be- atty) og settist í helgan stein á írlandi. Röskum þrem áratugum síðar grípur næturklúbbseigandi í Liverpool (Dunbar) til þess ör- þrifaráðs til að hressa uppá að- sóknina að ráða söngvarann Herra X og láta það kvisast út að hér sé gamli hetjutenórinn kominn aftur til leiks. Þetta gleður tilvonandi tengda- mömmu Dunbars, en hún átti vin- gott við söngvarann í den. En ánægjan er skammvinn því hún sér fljótlega að Herra X siglir undir fölsku flaggi. Til að bjarga andlitinu og kvennamálunum heldur Dunabar til írlands til að hafa uppá Beatty og þvæla honum á sviðið að nýju. Til að hafa gaman að þessari duggunarlitlu mynd verður áhorf- andinn að sýna af sér lítillæti og hógværð og talsverða þolinmæði því leikstjóra og handritshöfund- um hefur einhvemveginn tekist að teygja á efninu í hartnær tvær klukkustundir. Myndin vaknar" aðeins til lífsins er hinn kunni skapgerðarleikari Ned Beatty kemur seint og um síðir til sögunn- ar. Öðrum miðaldra og nú fáséðum kvikmyndastjömum bregður einn- ig fyrir, Shirley Anne Field, sem aldurinn hefur farið um mjúkum höndum og David McCallum sem margir minnast úr þáttunum The Man From UNCLEi kanasjónvarp- inu. Þá fer leikarinn í hlutverki Herra X laglega með sitt en Dun- bar, sem jafnframt er annar hand- ritshöfunda, er ósköp krokulegur í aðalhlutverkinu. Sænsk kvik- myndavika Sunnu- dagsbam Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sunnudagsbarn (Söndagsbarn). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Daniel Bergman. Handrit: Ingmar Bergman. Aðalhlut- verk: Thommy Berggren, Lena Endre, Henrik Limros, Jakob Leygraf, Marlin Ek. íslenskur texti. 1992. Fjölskylda sænska kvikmynda- leikstjórans Ingmars Bergmans er orðin ansi náin kvikmyndaáhorf- endum eftir Fanny og Alexander, sjónvarpsmyndaflokkinn, og bíó- myndina í góðu skyni og núna Sunnudagsbam, sem er opnunar- mynd á sænskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói. í þessum myndum dregur Berg- man úr sjóði minninga sinna sem barn eða fjallar um Bergmanfjöl- skylduna á einn eða annan hátt. Þeirri fyrstnefndu leikstýrði hann auk þess að skrifa handritið en hann skrifaði handritið að hinum tveimur og þeirri síðastnefndu leikstýrir sonur hans, Daniel. í þetta sinn beinir Ingmar fók- usnum að sambandi hans og föður hans, bæði þegar hann er ungur drengur og harðfullorðinn maður. Titilpersóna Sunnudagsbams heitir Ingmar Bergman og er átta ára gutti þegar myndin hefst í sumarhúsi Bergmanfjölskyldunn- ar árið 1926. Þótt allt virðist slétt og fellt á rólegu yfirborðinu í glampandi fallegu sænsku sumar- veðri endurminninganna krauma átök undir og litli, forvitni Pu, eins og Ingmar er kallaður, verður vitni að þeim. Foreldrar hans eiga í erfíðleikum í hjónabandi, dóm- hörðum prestinum föður hans finnst hann útilokaður og jafnvel auðmýktur af konu sinni og ekki síst móður hennar þótt við verðum aldrei vitni að því og hann hefur sennilega rangt fyrir sér. En drengurinn fínnur vanlíðan hans og bönd þeirra tveggja verða sterkari. Stráksi er heilmikill áhorfandi að lífínu og drekkur í sig sögurnar úr sveitinni þar sem dauðinn leik- ur stórt hlutverk, draugasögur og hindurvitni, en drengur á að vera sérstaklega næmur fyrir slíku, fæddur á sunnudegi. Er að finna í myndinni ansi magnaða sviðsetn- ingu í svart/hvítu á spennandi draugasögu, sem hefur mikil áhrif á drenginn. En Sunnudagsbam er fyrst og fremst uppgjör sonarins við föður sinn, sáttargjörð og tilraun til skilnings. Hluti hennar gerist árið 1968 þegar faðirinn liggur fyrir dauðanum og myndast hefur gjá á milli þeirra sem ekki verður brú- uð. Þetta er sannarlega athyglis- vert efni fært í hlýlegan, kómískan og fallegan búning af Daniel, sem er með sögu föður síns og afa í höndunum. Kvikmyndataka Tonys Forsbergs er afburðagóð. Sagan er sögð í bland við upplifun stráksa á sveitalífinu og lýsir kyrrlátu fjöl- skyldulífí. Hér er ekki stómm átökum fyrir að fara eða mikilli dramatík, áherslan er öll á lág- stemmda, afslappaða frásögn og milda skoðun. Fyrir þá sem enn vilja opna myndaalbúm Bergmanfjölskyld- unnar og skoða innviði hennar er myndin sjálfsagt ómissandi. Lífvörður og leigu- morðingi Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson VerndarengiIIinn — Skyddsangeln Leikstjóri Suzanne Osten. Að- alleikendur Philip Zandén, Etienne Glaser, Malin Ek.Gerð 1990. Sögusvið Verndarengilsins er ónefnt Evrópuríki við upphaf tutt- ugustu aldarinnar. Þar ríkir óöld vegna harðskeyttra átaka á milli námsmanna og yfirvalda og hefur forsprakki stúdentaóeirðanna ver- ið fangelsaður. Innanríkisráðherr- ann, hataðasti maður uppreisnar- seggjanna, lokar háskólanum og hyggst taka foringja þeirra af lífí. Stúdentar fá ungan menntamann, Jacob, sem ráðinn hefur verið líf- vörður og hægri hönd ráðherrans, til að stytta honum aldur. Dvelur Jacob sumarlangt á sveitasetri ráðherrafjölskyldunnar og tengist henni nánar en hann átti von á. Sængar hjá dætrum hans báðum, verður persónulegur vinur sonar- ins og nýtur yfír höfuð óvæntrar ástúðar svo hann hryllir við verk- efninu. Dulítið athyglisverð mynd um ófyrirsjáanleg tilfinningabönd sem geta myndast á milli andstæðra afla í þjóðfélaginu; þá hremmingu er flokkslínur eru í hættu vegna mannlega þáttarins. Og ósveigjan- leika þeirra sem halda í endana. Tilgangsleysið og tómarúmið sem skapast er misvitrum markmiðum er náð. Verndarengillinn er tekin í svart/hvítu í anda frétta- og heimildarmynda frá öndverðri öld- inni og laðar hún fram hugblæ löngu liðinna tíma ásamt vand- virknislegu umhverfínu á sveita- setrinu og búningum. Heimilislífið er litríkt, kúltíverað í aðra röndina en í hina spegill þjóðfélagas- ástandsins úti fyrir. Ráðherrann er á margan hátt heillandi heimil- isfaðir en grunnt á harðstjóranum. Samræðumar eru oftar en ekki vitsmunalegar, einn kaflinn minn- isstæður, uppgjör yngri dótturinn- ar við föður sinn. Hinsvegar er sá framgangsmáti umdeilanlegur hér að láta framvinduna fara af og til fram í hugarheimi Jacobs. Stöku sinnum reynist óglöggt að sjá hvað er raunveruleiki og hvað ekki. Leikhópurinn er einkar fram- bærilegur, það er helst að Zandén í hlutverki Jacobs nái ekki að fanga mann. Þó margt sé ágæt- lega gert þá er Verndarengillinn lengst af í óheppilegri flarlægð frá áhorfandanum. Og alveg víst að hún höfðar til fárra. Hjákon- ur inní myndinni Kvikmyndir Amaldur Indriðason Handritahöfundur og hjákonur („Mistress"). Sýnd í Regnbogan- um. Leiksljóri: Barry Primus. Handrit: Primus og J. F. Law- ton. Aðalhlutverk: Robert Wuhl, Robert De Niro, Danny Aiello, Martin Landau, Eli Wallach, Christopher Walken, Emest Borgnine. Gamanmyndin Handritahöf- undur og hjákonur eða „Mistress", sem TriBeCa framleiðslufyrirtæki leikarans Roberts De Niro gerir, er meinhæðin lýsing á því hvemig kaupin gerast í Holljrwood líkt og Leikmaðurinn eftir Robert Altman en er mun minni um sig og létt- vægari. Það má hafa gaman að henni því leikaraliðið sem kemur fram í henni er ómótstæðilegt og leikar- amir hafa greinilega unun af að leika þær gölluðu persónur sem þeir túlka. Myndin segir frá hand- ritshöfundi sem fær tækifæri í gegnum aflóga framleiðanda til að sjá eitt handrit sitt verða að bíómynd. Vandinn er bara að fínna peninga í framleiðsluna og laga handritið aðeins að nútímanum því það er gamalt. Aðalvandamálið verður þó að koma hjásvæfum peningamannanna inní myndina og það kostar átök. Myndin er um listamanninn sem selur sálu sína markaðsöflunum en þó ekki andstöðulaust því upp- runalegt verkið á sér djúpar rætur v í fortíð hans. Og hún er um þá sem taka þátt í Hollywoodleikn- um. Þar fer Robert De Niro á kostum í litlu hlutverki milljóna- mærings sem setja vill pening í myndina ef hjásvæfan hans fær nógu stórt hlutverk. Besta atriði myndarinnar er þegar hann tekur framleiðandann, handritshöfund- inn og veiklyndan aðstoðarmann þeirra, en allir hafa þeir orðið undir í lífínu, og lýsir því hvaða lítilmenni þeir raunverulega eru með sínum sjálfsöruggu milljóna- töktum. Aðrir góðir sem grínast með liðið í kvikmyndaborginni eru Eli Wallach, Danny Aiello, Martin Landau er óborganlegur og. Christopher Walken og Emest Borgnine bregður fyrir. „Mistress" er skondin lítil mynd, sem nær aldrei neinni þungavikt en er samkvæm sjálfri sér í sögu af litla manninum, sem heldur áfram að vera lítill og verð- ur það eitthvað enn. Afmæliskveðja Margrét Arnheiður Arnadóttir sjötug Tíminn er fugl sem flýgur hratt. Það virðist örstutt síðan ég stóð á dyrapallinum á Laugavegi 35 á Siglufirði og hitti í fyrsta skipti fyöl- skyldu konunnar yndislegu sem hafði sigrað hjarta mitt. Ég var auðvitað bæði feiminn og óstyrkur, en hlýtt viðmót og eðlileg og mann- eskjuleg framkoma húsráðanda vék þegar á brott öllum slíkum tilfinn- ingum. Ég held raunar og fínnst að ég hafí reynt það á þeim tæplega þijátíu árum sem liðin em frá þess- um fyrstu fundum, að allir þeir sem átt hafa erindi á þetta heimili hafi fundist þeir vera að koma heim, svo elskulegar eru allar móttökur. Áður en varir er húsmóðirin búin að töfra fram kræsingar á eldhúsborðið og smitandi hlátur og gleði fyllir húsið. Þórður og Gréta hafa búið allan sinn búskap á Siglufirði og notið þar mikillar virðingar samborgara sinna fyrir framgöngu sína alla, dugnað í störfum og hjálpsemi og vináttu í allra garð. Sjö börnum hafa þau komið til manns, — sem bera föður- garði fagurt vitni, — öll glæsilegt og vel gert fólk sem með hvatningu og stuðningi foreldra sinna hafa unnið vel úr sínu og þegar skilað samfélaginu dijúgu og góðu lífs- starfí. Þórður andaðist í nóvembermán- uði á síðasta ári og var útför hans gerð frá Siglufjarðarkirkju að við- stöddu miklu fjölmenni. Siglufjörður skartaði sínu fegursta, alhvít jörð frá hæstu fjallatindum. Spegilsléttur særinn að gjálfra mjúklega við bryggjurnar, — himinninn hlýr með dimman bláma úti við hafsins rönd. Siglunesið í fjarðarmynni, átthagar náttúrubarnsins, — hljótt og stillt að kveðja drenginn sinn góða. Gréta, sterk af einlægri trú sinni, með greind og visku í sálinni, brosir við barnahópnum stóra, — og þakk- ar liðnar stundir. Hún erþessi dugm- ikla og sterka kona, ósérhlífín og kann ekki að kvarta. Vinnusöm og samviskusöm svo einstakt er. Á Dalvík, þar sem æskustöðvar hennar eru, stóðst henn( enginn snúning við beitningamar. Á Siglufírði saltaði hún í tunnurnar á planinu hjá bónda sínum af slfku kappi og lagni að frægt er. Hún hefur síðan unnið við fiskvinnslustörf af sama krafti og dug. Heimili sitt hefur hún rekið af rausn og myndarskap, saumað og pijónað af slíkri list að einstakt er og börnin hennar, tengdabömin og bamabömin ganga nú flest um í hvers kyns ullarplöggum til prýði og gagns. Hvenær hún finnur sér tíma til slíkrar iðju með öllu öðm sem hún afkastar veit enginn, en staðreyndirnar tala sínu máli um manneskju sem aldrei fellur verk úr hendi. Hún er líka vakin og sofín í að liðsinna þeim sem eru hjálpar- þurfi, víkja að þeim gagni og gjöfum í hljóðri hógværð og ekki kann hún að liggja á liði sínu þar sem eftir er leitað um félagsstörf, samfélagi hennar til gagns og blessunar. Af mörgu slíku hefur starfíð í kirkju- kórnum vísast verið henni til mestr- ar gleði, en þar hefur hún verið trúr félagi í marga áratugi. Og svo er það eitt af aðalsmerkj- um Grétu tengdamömmu hve hún er bamgóð kona. Hún hefur næman skilning á framgöngu hinna ungu, leiðbeinir af sanngirni og umhyggju, syngur og leikur við hvem sinn fing- ur, spilar og gantast. Og svo á hún alltaf eitthvert góðgæti í frystikist- unni sinni eða búrinu til að gleðja með bragðlaukana. Hún er ævintýri þessi kona og það er alltaf bjart í kringum hana. Ég hef séð bömin mín breytast í fullorðið fólk og sjálfur fundið árin færast yfír, en hún virðist vera „stikk-fri“ í þeim efnum. Hún heldur áfram að glettast og hlæja svo að bergmálar um húsið, segja af því spaugilega 5 framvindunni, herma eftir því skrítna og skemmtilega og leggur ætíð til bjartsýni, kjark og vonir í alla umræðu. Dætur mínar hafa sagt í gegnum tíðina, þegar talið berst að Grétu á Laugavegin- um. „Amma sko, — hún er nú alveg æðisleg." Það eru orð að sönnu. Frá þeim og okkur hjónakornunum berast innilegar hamingjuóskir í tilefni af þessum góðu og gleðiríku 70 árum og við biðjum góðan Guð um blessun og farsæld til handa afmælisbarninu allar ókomnar stundir. , Jón Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.