Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Áberandi lasleiki í síðasta mánuði Skipverjar á Súlunni óánægðir er þeir fengu ekki að landa í Krossanesi TÆPLEGA 200 manns fengu inflúensu á Akureyri í síðasta mán- uði, en þessi inflúensa sem er af B-stofni var staðfest í bænum seinni- hluta janúar. Enn er mikið um að fólk leggist í flensu og talið að hún muni ekki réna í bráð. Magnús Ólafsson yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Akureyri sagði að mikið hefði verið um las- leika í síðasta mánuði. Inflúensan hefði stungið sér niður á svæðinu síðari hluta mánaðarins og væri enn útbreidd. Hann sagði að hún hefði lagst nokkuð þungt á ungl- inga og væri mikið um fjarvistir í skólum af þeim sökum. Um væri að ræða árlega inflúensu, sem bú- ast mætti við að í gangi þó nokk- urn tíma til viðbótar. 520 kvefaðir í skýrslu um smitsjúkdóma kem- ur fram að í liðnum mánuði voru 520 manns skráðir með kvef og ýmsa fylgikvilla þess og þá voru 83 skráðir með streptókokkaháls- bólgu. Magakveisa Iagðist einnig þungt á marga í síðasta mánuði og voru 166 manns skráðir í um- dæmi stöðvarinnar með maga- kveisu. Morgunbíaðið/Svavar B. Magnússon Súlan sigldi burt ÞEGAR verið var að landa loðnu úr Súlunni EA í Ólafsfirði í gær- morgun kom upp bilun í löndunartækjum og áhöfnin þurfti því að sigla á Siglufjörð með aflann. Löndun fékkst ekki í heimahöfn skips- ins, Krossanesi. Svekktir og sárir Ætlunin hafði verið að landa aflanum í Krossanesi og sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súl- unni, að skipið hefði ekki fengið að landa þar. „Menn eru svekktir yfír að hafa ekki fengið að landa í heimahöfn. Það er súrt að fá neitun þegar plássið er nægt,“ sagði Bjarni og bætti við að óvíst væri hvort skipið myndi landa meir í Krossanesi í vetur. Súlan landaði tæplega 8.000 tonnum í Krossanesi á haustvertíð. Jóhann Pétur Anderssen, fram- kvæmdastjóri Krossaness, sagði að verksmiðjan greiddi 4.000 krón- ur fyrir kflóið, eða um 4Ó0 krónum Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson I góðum hópi MATTHILDUR Slguijónsdóttir sem er í forsvari fyrir Verkalýðsfélagið Einingu í Hrísey stóð í ströngu á sunnudaginn þegar gestir streymdu að og fögnuðu með henni 30 ára afmæli félagsins í veitingahúsinu Brekku. Opið hús áfimm stöðum Verkalýðsfélagið Ein- ing hélt upp á 30 ára afmæli félgsins síðasta sunnudag og var opið hús hjá öllum fimm deildum þess í Eyja- firði, á Akureyri, Grenivík, Ólafsfirði, Dalvík og í Hrísey. Gestum var boðið upp á veitingar í tilefni afmæl- isins og hafa Einingar- félgar eflaust haft um margt að spjalla yfir kaffí- sopanum. f Hrísey var tekið á móti gestum í veitinga- húsinu Brekku og þáðu allmargir íbúar eyjarinnar veitingar hjá Hríseyjar- deild Einingar, en þar er Matthildur Siguijónsdótt- ir í forsvari. Atvimiu- lausum fækkar NOKKUR fækkun hefur orðið í skráningu atvinnu- leysis frá því í janúar, en atvinnuleysi er þó enn meira en var um áramót. Um nýliðin mánaðamót voru 522 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri, sem er nokkur fækk- " un frá því sem var er það var mest í janúar. Rétt fyrir miðjan síðasta mánuð voru 570 manns skráðir atvinnulausir, þannig að fækkað hefur um nær 50 manns á síðustu tveimur vik- um. Um áramót var 491 skráð- ur atvinnulaus í bænum. Aukning hjá Iðju Af þeim 522 sem eru á at- vinnuleysisskrá eru 311 karlar og 211 konur. Flestir eru fé- lagsmenn í Einingu eða 210 talsins og þá hefur atvinnu- leysi meðal Iðjufélaga aukist mikið en nú er 91 félagsmaður í Iðju skráður atvinnulaus á móti um 70 um áramót. í Félagi verslunar- og skrif- stofufólks eru 87 félagsmenn atvinnulausir og þá eru 24 tré- smiðir skráðir án atvinnu, 15 jámiðnaðarmenn, 22 bílstjórar og 32 sjómenn. Opið hús fyr- ir atvinnulausa OPIÐ hús verður í miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit í safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, miðvikudag- inn 10. febrúar, frá kl. 15 til 18. Boðið verður upp á kaffíveitingar, fræðsluerindi, veittar verða ýmsar upplýsingar og fyrirspurnum svarað auk almennra umræðna. Þá er boð- ið upp á einkaviðtöl eftir óskum. Símaþjónusta er veitt frá kl. 15 til 17 á þriðjudögum og miðvikudögum í síma safnaðarheimilisins. Húsfriðunarsjóður Akureyrar Umsóknir um lón eða styrki úr Húsfriðunarsjóði Akur- eyrar ó þessu óri þurfa aó berast fyrir 1. mars nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi ó skrifstofu bygg- ingafulltrúa, Geislagötu 9 og ó skrifstofu menningar- móla, Strandgötu Í9b. Á þeim stöóum eru einnig veittar nónari upplýsingar um húsfriðunarsjóóinn. Menningarfulllrúi. Tækin biluðu í Ólafsfirði og þá var siglt á Siglufjöi’ð SÚLAN EA landaði um 800 tonnum af loðnu á Siglufirði í gær, en ætlunin var að landa aflanum í loðnuvinnslu Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar. Þegar verið að landa kom upp bilun í löndunartækjum þannig að skipið varð frá að hverfa. Sig- urður VE kom með fullfermi til Krossaness á mánudagsmorg- un. meira en verksmiðjur á suðursvæð- inu. Allt hráefni væri unnið í gæða- mjöl til að fá sem hæst verð fyrir afurðimar og því væri ekki heppi- legt að geyma hráefnið lengi í tönkum áður en það væri unnið. SigurðurVE landaði 1.390 tonn- um í Krossanesi á mánudagsmorg- un og dugar það til vinnslu fram eftir vikunni og þá liggja fyrir bein sem á að bræða, þannig að hráefni er til staðar fram á laugar- dag. Jóhann sagði að samstarf við Súluna hefði verið með mestu ágætum á haustvertíð, þegar kæmi fram á vertíðina og leiðin norður yrði lengri þá hefði hentað betur fyrir Akureyrarskipin að landa annars staðar. „Ég hef alltaf haft skiling á því að það er ekki hægt að krefjast þess af þeim að þeir komi hingað með farma hvenær sem er,“ sagði Jóhann. Haldið upp á 30 ára afmæli Einingar á sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.