Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 35 Morgunblaðið/Ámi Sæberg FAGNAÐUR Hveijir fengu þann stóra á árinu? Þær mættu I sínu fínasta pússi eins og aðrir árshá- tíðargestir, f.v. Gerður Guðjónsdóttir eiginkona Guðmundar Bang, sem sér um Skógalax, Ásta Sigurð- ardóttir eiginkona Árna ísakssonar veiðimála- stjóra, Margrét H. Hauks- dóttir eiginkona Friðriks Stefánssonar formanns SVFR og Guðrún G. Berg- mann verslunareigandi, eiginkona Guðlaugs Berg- manns stjórnarmanns í SVFR. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra var veislustjóri á árshátíðinni. Hér kemur hann til hófs- ins ásamt eiginkonu sinni Rögnu Bjarnadóttur. Sjúkraþjálfari Héðinn Svavarsson hefur opnað sjúkraþjálfunar- stofu í Mjóddinni, Álfabakka 12. Tímapantanir í síma 870122. Héðinn Svavarson, sjúkraþjálfari, sérgrein: Manuell-meðferð. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 BALDYRING Kennari: Elínbjört Jónsdóttir. 23. feb. - 30. mars þriðjudaga kl. 19.30-22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánud.- fimmtud. kl. 14-16 í síma 17800. A Segja má að árshátíð Stang- veiðifélagsins sé bæði upphaf og endir veiðiársins, því þar hitt- ast félagsmenn, rifja upp afrek liðins árs og láta sig dreyma ný ævintýri við straumharðar ár á komandi sumri. Verðlaun eru af- hent fyrir síðasta veiðitímabil og þeir sem geta ekki sannað afrek sín verða í staðinn að freista þess að ná vinsældum með sögum af þeim stóra sem þeir misstu. Guðrún Bergmann hlaut Af- reksbikar kvenna fyrir stærsta lax á flugu á vatnasvæði SVFR, en hún hlaut einnig Sportstyttuna fyrir að veiða þyngsta laxinn, 15 pund, á vatnasvæði SVFR á leyfi- legt agn. Fjórar konur veiddu 15 punda lax og var nafn Guðrúnar dregið úr þeim potti. Guðlaugur Bergmann hlaut Norðurárflugubikarinn fyrir 19 punda hæng í Kálfhylsbroti. Valur Valgeirsson hlaut Útilífs- bikarinn fyrir þyngsta laxinn á flugu, 11 pund, í Elliðaám. Garðar Sigurðsson veiddi einnig 11 punda lax í sömu á. Jón G. Guðmundsson hlaut Vesturrastarbikarinn fyrir 22 punda hrygnu í Tjaldaklöpp í Hvítá. Ingi E. Árnason hlaut ABU-bik- arinn fyrir þyngsta flugulaxinn á vatnsvæði SVFR, 21 punda hæng í Landaklöpp í Syðri-Brú í Sogi. Hann hlaut einnig Veiðivonar- bikarinn fyrir þyngsta laxinn á flugu í Soginu. Og þriðju verðlaun- in, Gull- og silfurfluguna, hlaut hann til eignar fyrir þyngsta flugulaxinn á vatnsvæði SVFR. Helgi Magnússon tannlæknir ásamt eiginkonu sinni Guð- laugu Guðjónsdóttur. Hjónin Tómas Guðmundsson og Sigurbjörg Magnúsdóttir voru meðal gesta á árshátíð- inni. 17.júníí 50 ár s A vegum Reykjavíkurborgar er hafmn undirbúningur að ritun sögu 17. júni hátíðarhaldanna í Reykjavík í 50 ár. Leitað er til almennings eftir ljósmyndum, stuttum kvikmyndum og öðru því er tengist hátíðarhöldunum þennan dag. Eigir þú í fórum þínum efni sem hugsanlega væri áhugavert í þessu tilliti, þá vinsamlegast hafið samband við Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar í síma 632530 eða Klemenz Jónsson í síma 625480. íþrótta- og tómstundaráð ■HBBBBHBi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.