Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Flugleiðir gengu í gær frá samstarfsamningi sínum við SAS Togarinil Flogið verður milli sökk í togi Kaupmaiinahafn- ar og Hamborgar FLUGLEIÐIR og SAS undirrituðu í gær í aðalstöðvum SAS í Stokk- hólmi samkomulag um víðtækt markaðssamstarf. í því er gert ráð fyrir að Flugleiðir hefji áætlunarflug tvisvar í viku á flugleiðinni milli Kaupmannahafnar og Hamborgar 1. júní nk. Jafnframt hefur verið ákveðið að ferðum mili Islands og Kaupmannahafnar verði fjölgað í tvær á dag þannig að samtals verði 13 ferðir á viku en stefnt er að því að auka þær í 14 í viku. Samkomulag SAS og Flugleiða er valda til Hamborgarflugsins og getur liður í undirbúningi á starfsemi Flug- leiða innan Evrópska efnahagssvæð- isins og hefur undirbúningur að þess- um áfanga staðið frá því í haust að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra félagsins. Flugleiðir hafa fengið heimild viðkomandi flugmálayfir- það hafist enda þótt EES-samning- urinn sé ekki genginn í gildi. Er jafn- framt gert ráð fyrir að Flugíeiðir geti aukið framhaídsflug innan Evr- ópu frá Kaupmannahöfn. Af hálfu Flugleiða er iögð áhersla á að félag- ið geti með samningnum ræktað Byggðastofnun samþykk nauðasamniiigi E.G. Veðlaus lán lækka um 109 milljónir Samningi fagnað Kjell Fredheim, framkvæmdastjóri flugrekstrar SAS, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, fögnuðu nýundirrituðum samstarfs- samningi í Stokkhólmi í gær. Samningurinn kveður á um nær tvö- földun ferða á vegum Flugleiða til Kaupmannahafnar auk þess sem félagið mun hefja flug milli Kaupmannahafnar og Hamborgar. STJÓRN Byggðastofnunar sam- þykkti á fundi sínum í gær að stofnunin fyrir sitt leyti tæki þátt í nauðasamningi við Einar Guð- finnsson hf. í Bolungarvík, á þann veg að veðlán tryggð í skipum verði fyrir utan nauðasamning, enda eru þau að fullu tryggð, en kröfur vegna veðlána í frystihúsi verði flokkaðar sem almennar kröfur og lækki í sama hlutfalli og þær kröfur, en rætt er um að almennar kröfur verði færðar niður um 75%. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggða- stofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að afstaða Byggðastofnunar væri háð því að aðrir kröfuhafar tækju þátt í nauðasamningum með sambæri- legum hætti og að hlutafé yrði aukið í fyrirtækinu. „Við tökum það jafnframt fram, í afgreiðslu okkar, að Byggðastofn- un leggst ekki gegn því, fyrir sitt leyti, að fyrirtækið fái framlengingu greiðslustöðvunar. Þessi afstaða hvað varðar kröfur Atvinnutrygg- ingasjóðs útflutningsgreina er að sjálfsögðu háð samþykki forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra,“sagði Guðmundur. Engin eftirgjöf Guðmundur sagði að þessi afstaða Byggðastofnunar þýddi að stofnunin væri með þessum hætti reiðubúin að flokka lán sem hvíldu á frysti- húsi EG að uppgreiðsluvirði um 145 milljónir króna sem almennar kröf- ur, og miðað við að fallið yrði frá 75% þeirra krafna, þá jafngilti það því að eftir stæðu sem áhvílandi lán á frystihúsi EG frá Byggðastofnun og Atvinnutryggingasjóði um 36 milljónir króna. „Þessi samþykkt er meðal annars gerð til þess að taka af öll tvímæli um það, að það er ekki meiningin að gefa neitt eftir í sambandi við kröfur, sem tryggðar eru með veði í skipunum,“ sagði Guðmundur. betur ýmsa markaði á EES-svæðinu. Með betri tímasetningu á fluginu til Kaupmannahafnar og nánast tvö- faldri tíðni falla brottfarir og komur Flugleiðavélanna beint inn í tengiflug SAS til meira en 30 staða í Evrópu, Skandinavíu og Austurlöndum fjær. Einnig styrkist félagið á Þýskalands- markaðnum en honum hefur hingað til einungis verið þjónað með sumar- flugi. Loks er gert ráð fyrir að með samningi við SAS styrki Flugleiðir stöðu sína vegna viðræðna stóru evr- ópsku flugfélaganna. SAS flýgur áfram SAS hyggst halda áfram að fljúga milli íslands og Kaupmannahafnar þrisvar í viku eins og verið hefur en mun samræma flugáætlun sína við áætlun Flugleiða. Kjell Fredheim, framkvæmdastjóri flugrekstrar SAS, sagði í samtali við Morgunblaðið að SAS teldi mjög mikilvægt að styrkja Kaupmannahafnarflugvöll í evr- ópsku farþegaflugi og þetta sam- komulag væri liður í því. NORSKI togarinn Björgvin Senior kom með 14 skipverja af öðrum norskum togara, Svinay, til ísafjarðar á tólfta tímanum í gærkvöldi. Svinoy rakst á ísjaka vestan við miðlínu á sunnudag. Björgvin Senior tók Sviney I tog en skipið sökk um 150 sjómílur vestur af ísafirði í fyrrinótt. .....♦--------- Amiir í loðnufrystingu Granda vant- ar starfsfólk Útgerðarfélagið Grandi hf. hefur auglýst eftir starfsfólki til loðnufrystingar. Jón Rúnar Kristjónsson, fjármálastjóri fyr- irtækisins, segir að verið sé að auglýsa eftir 50 til 60 manns til tímabundinna starfa, sennilega u.þ.b. tveggja vikna. Aðspurður sagði Jón Rúnar að loðnufrystingin hæfíst væntanlega á fimmtudag og yrði unnið á tveimur vöktum. Áætlað væri að um 32 starfsmenn yrðu á hvorri þeirra. Hann sagði að byijað hefði verið að auglýsa eftir starfsfólki í gær og því væri fyrstu viðbragða að vænta í dag. „Það má reikna með að margir hringi, eins og at- vinnuástandið er,“ sagði Jón Rún- ar. ASÍ kynnti ríkisstjóm og viðsemjendum kröfugerð sína í kjarasamningum í gær Áhersla á skjóta niðurstöðu og beina aðild ríkisstíórnar BENEDIKT Davíðsson forseti ASí segir að fyrstu viðtökur forystu- manna ríkisstjórnarinnar og VSÍ við kröfugerð ASÍ í komandi samning- um, sem kynnt var í gær, hafi verið jákvæðar. Kröfugerðin miðar að því að fá bætta 5% kjaraskerðingu vegna aðgerða ríkisstjórnar í haust. Lögð er áhersla á að hraða samningaviðræðum og að ríkissljórnin eigi aðild að þeim frá upphafi en ekki aðeins á lokastigi. Davíð Odds- son forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina tilbúna til að vinna hratt og vel að málinu þótt ekki væri að svo stöddu tekin afstaða til einstakra atriða í kröfugerðinni, en henni er að miklu leyti beint að ríkisstjórninni. ASÍ vill fá stjómvöld til viðræðna á samningar takist fljótt, samið verði um grundvöll kjarasamningsins, þ.e.a.s. tafarlausar aðgerðir gegn þeim vanda í atvinnumálum sem er til staðar og einnig t.d. afturköllun ýmissa aðgerða í heilbrigðismálum. Kröfugerð ASÍ miðar að því að bætt verði sú 5% kjaraskerðing sem varð vegna aðgerða ríkisins í haust. Krafist er skattkerfísbreytinga með lækkun vsk. af matvælum, hærri persónuafslætti og lægri tekjuskatti. Efnahagslegar forsendur kjarasamn- ings verði stöðugt gengi, aðhald í verðlagsmálum og veruleg lækkun raunvaxta. Benedikt leggur áherslu til langs tíma, með kaupmáttartrygg- ingum, sem m.a. taki til aðgerða eins og þeirra sem ríkisstjórnin hefur nýlega gengist fyrir í heilbrigðis- og tryggingamálum. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSí, kvaðst fagna þeirri áherslu sem í kröfugerð ASÍ væri lögð á aðgerðir í atvinnumálum. Samninganefnd BSRB hitti ný- skipaða samninganefnd ríkisins und- ir forystu Þorsteins Geirssonar ráðu- neytisstjóra á fyrsta fundi aðilanna í gær. Sjá nánar á bls. 19. Morgunblaðið/Þorkell í dag Veitur og veitingar Helgi Hálídanarson skrífar 13 Clinton hrasar um þúfurnar Aðdáendur nýja Bandaríkjaforset- ans ókyrrast 21 Færri ættleiðingar hérlendis Um 30 hjón bíða ættleiddra barna frá Tælandi og Indlandi 23 Leiðari Erlendar lántökur - fölsk lífskjör 22 % Úr verínu ► íslensk skip fá veðurspár frá frönsku veðurstofunni - Ríkið ver um milljarði kr. til hafna- framkvæmda í ár - Suður-Þjóð- veijar vilja fisk beint frá íslandi Myndasögur Drátthagi blýanturinn - Myndasögur - Flauta - Blöðrur - Myndir ungra listamanna - Búktalari - Punktaspil - fimm villur - Ferðataska Tilefni til bjartsýni DAVIÐ Oddsson sagðist í gær vonast til að aðgerðir sljórnarinnar færu að bera ávöxt á síðari hluta kjörtímabilsins. Forsætisráðherra um efnahagsmálin Ýmistilefnitil meiri bjartsýni DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra segir að þrátt fyrir mikla erfiðleika í efnahags- og atvinnulífi landsmanna gefi nú ýmislegt ástæðu til auk- innar bjartsýni. Þetta kom fram í ræðu hans á fundi Sjálfstæðisflokks- ins á Hótel Sögu í gærkvöldi. Þar sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra einnig að meiri möguleikar hefðu nú skapast til vaxtalækkana en um margra ára skeið. Forsætisráðherra gerði á fund- inum grein fyrir ýmsum þeim atrið- um, sem aukið gætu bjartsýni manna í efnahagsmálunum. Meðal annars nefndi hann að verðbólga á síðasta ári hefði verið minni en gert hefði verið ráð fyrir, hallinn á ríkissjóði minni en búist var við og ríkisstjórn- in væri að ná tökum á eyðslu ríkis- ins, bankamir væru að taka til hjá sér og fyrirtæki að hagræða. Hann nefndi einnig að viðskiptahalli við útlönd færi minnkandi og EES- samnmgurinn myndi væntanlega gefa Islendingum ný tækifæri. Forsætisráðherra ræddi ekki um kröfugerð Alþýðusambandsins í komandi kjarasamningum á fund- inum en sagðist telja fullvíst að af hálfu samtakanna væri fullur vilji til að eiga samstarf við aðra aðila í ábyrgri baráttu við atvinnuleysið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.