Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Félagar í trimmklúbbi Seltjarnarness hafa aldrei áður lent í jafn vondri færð Hitað upp fyrir átökin Morgunblaðið/Kristinn Félagarnir í Trimmklúbbi Seltjarnarness eru vanir að byrja á upphitun við sundlaugina áður en lagt er af stað í hvert hlaup. Hlaupa á skaflajárnum ef þurfa þykir TRIMMKLÚBBUR Seltjarnarness lætur ekki ótíðina aftra sér og hefur haldið sínu striki þrátt fyrir ófærð og illviðri. „Þessi hópur hefur verið hlaupandi á áttunda ár og í vor eigum við átta ára afmæli,“ sagði Margrét Jónsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Margrét er í hálfu starfi sem íþróttakennari hjá bæjarfélaginu á Seltjarnaraesi og sinnir almenningsíþróttum. Hún er jafnframt kennari við Mýrarhúsaskóla. Harði kjarninn Margrét sagði að margir heltust úr lestinni í tíðarfari eins og verið hefur að undanfömu en þó væri allstór hópur sem léti veðrið sjaldn- ast aftra sér. Á sumrin er þátttak- an mikið meiri og eru þá oft 70 manns með í hlaupinu. Harði kjaminn lætur hins vegar óveðrið ekki á sig fá. „Þetta er samt fyrsti veturinn sem við lendum í svona erfiðri færð en við setjum bara skaflajám undir skóna og spáum ekki í annað en að mæta,“ sagði Margrét. „Það er ótrúlegt hve fólk er duglegt við að koma og þetta fer frekar vaxandi en hitt.“ Trimmklúbburinn hleypur þrisv- ar í viku, kl. 17.30 á mánudögum og miðvikudögum og kl. 11.30 á laugardögum. Byrjað er á upphitun við Sundlaugina á Seltjamamesi og felst hún í styrkjandi æfíngum fyrir efri hluta líkamans sem síður hefur gagn af hlaupunum. Margrét leggur áherslu á að allir fái sér sundsprett að loknu hlaupinu og segir að með því móti fái fólk mikla þolþjálfur. út úr trimminu. Gönguhópur og vatnsleikfimi Margrét er einnig með göngu- hópa og vatnsleikfimi, sem nýtur vinsælda hjá eldra fólki. Gengið er kl. 7 á mánudögum og á mið- vikudögum en vatnsleikfimi er í Sundlauginni kl. 8. í gönguhópun- um hafa að jafnaði verið um 15 manns í vetur en eru um 30 að sumrinu. Margét segir að það hafí lengi verið áhugamál sitt að virkja al- menning í útivist og hreyfingu. Hún stóð fyrir göngu- og hlaupa- hópunum kauplaust fyrstu sex árin en segir að bæjaryfírvöld hafí tek- ið því vel er hún fór fram á stuðn- ing og er hún nú í hálfu starfí við að sinna þessari starfsemi. Erlendu tilboði í lögreglu- jakkatekið INNKAUPASTOFNUN ríkisins hefur tekið tilboðum í ein- kennisfatnað á ríkisstarfsmenn fyrir um 40 miHjónir króna á ári og áætlar að útgjöld vegna þessa verði um 15 milljónum króna lægri á ári en verið hef- ur. Inni í þessum tilboðum eru kaup á innfluttum lögreglujökk- um fyrir u.þ.b. 2,2 milljónir króna á ári, að sögn Pálma Jóns- sonar, aðstoðarforstjóra Inn- kaupastofnunar. í þá vöru var tekið tilboði heildverslunarinn- ar Hexa hf., sem bauð innflutta jakka, saumaða á vegum sænsks fyrirtækis í Eystrasaltslöndum, fyrir u.þ.b. helming af lægsta innlenda tilboði, eða 5.841 krónu og 2,2 millj. á ári á móti 10.517 kr. frá Sólinni fyrir hveija úlpu, eða alls fjórar millj. á ári. Allur annar einkennisfatnaður sem nú hefur verið ákveðið að kaupa á opinbera starfsmenn verð- ur að sögn Pálma Jónssonar fram- leiddur í innlendum fyrirtækjum. Lögregluúlpur óafgreiddar Þó hefur ekki verið tekin endan- leg ákvörðun um það af hveijum keyptar verða kuldaúlpur fyrir lög- reglumenn. Einnig þar átti Hexa lægsta tilboð, 7.890 krónur, en í samtali Morgunblaðsins við Pálma Jónsson kom fram að flest bendi til að tekið verði tilboði Saumastof- unnar Sólarinnar í þá vöru, en það var lægst íslenskra tilboða og hljóðar upp á 13.450 krónur fyrir hvepa úlpu. Einnig var tekið til- boði Sólarinnar í framleiðslu á ein- kennisjakkafötum lögrelgumanna, þ.e.a.s. hefðbundnum lögreglu- búningi. Últíma saumaði þann fatnað áður. Max saumaði áður fyrmefnda einkennisjakka og kuldaúlpur. Glasafrjóvganir á Landspítala tókust mjög vel í fyrra Þungnnarhlutfallið er komið yfir 50% Á bilinu 80 til 90 börn hafa fæðst eða munu fæðast á þessu ári eftir glasafijóvgunarmeðferð mæðra sinna á kvennadeild Land- spítalans árið 1992. Af hundrað og níutíu konum, sem hófu með- ferðina á árinu, heltust 37 úr lestinni á fyrri stigum en 153 fóru í eggheimtu. Hlutfall þungana var með því hæsta sem gerist ann- ars staðar í heiminum eða yfir 50%. Jón Hilmar Alfreðsson, yfir- læknir á kvennadeild, sagði að enn væri ekki hægt að gera árið endan- lega upp því hluti þeirra kvenna sem fengið hefði glasafijóvgunar- meðferð í fyrra ætti eftir að ala börn sín. Hins vegar væri ljóst að 45 böm hefðu þegar fæðst eftir glasaftjóvgun á árinu og áætlað væri að um 40 börn væru á leið- inni. Því mætti ætla að 80 til 90 böm hefðu fæðst eða myndu fæð- ast á þessu ári eftir glasafijóvgun mæðra sinna árið 1992. Á þeim 2 mánuðum sem boðið var upp á glasafrjóvgunarmeðferð árið 1991 hófu 25 konur meðferð, 11 urðu þungaðar en 9 eignuðust börn, eitt eða fleiri. Góður árangur Aðspurður sagði Jón að um 190 konur hefðu hafíð glasafijóvgun- armeðferð á árinu 1992, 37 hefðu helst úr lestinni á fyrri stigum og 153 hefðu farið í eggheimtu, þ.e. glasafijóvgun. Hann sagði að hlut- fall þungana í þessum hópi væri rúmlega 50% og því með því besta sem gerðist á viðlíka stofnunum erlendis. Þess má geta að ef meðaltalsár- angur sjúkrastofnana á Norður- löndunum í glasafijóvgun árið 1991 er borinn saman við árangur kvennadeildar Landspítalans í glasafijóvgun árið 1992 er árang- ur þeirra síðarnefndu rúmlega 50% betri. Fleiri tvíburar Náttúruleg tíðni tvíburafæðinga er um ein á móti áttatíu en Jón sagði að tíðni þeirra væri töluvert hærri eftir glasafijóvgun þar sem tveir fósturvísar væru gjaman settir upp í leg konunnar. Stundum væri jafnvel um að ræða þijá en það væri ekki gert nema í nánu samráði við konurnar því slíkar meðgöngur væru afar erfíðar. Hingað til hafa engir þríburar fæðst eftir glasafijóvgun kvenna á Landspítalanum. Þess má geta að um eins og hálfs árs biðlisti, um 300 konur, er eftir að komast í glasafijóvgun- armeðferð á kvennadeildinni. Fámennur, harðsnúinn hópur Hvað góðan árangur varðaði sagði Jón afar ánægjulegt að sá góði árangur sem fengist hefði í upphafi héldi áfram og lagði áherslu á að það væri engum ein- um að þakka heldur hveijum og einum í þeim fámenna og harðsn- úna hópi sem kæmi að meðferð- inni. Aðallega er um að ræða 5 starfsmenn, 1 lækni, 2 fósturlíf- fræðinga og 2 ljós'mæður, sem skipta með sér einu starfí, en hóp- urinn vinnur í samstarfi við rann- sóknarstofu kvennadeildar í ófijó- semi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Til í slaginn Mikil þátttaka var í Ljósmyndamaraþoni Stúdentaráðs Háskóla ís- lands á laugardag. Ráðið hefur ekki áður efnt til maraþons af þessu tagi en hugmyndin var sótt til ljósmyndamaraþons sem haldið var á Akureyri fyrir nokkru. Mjög mikil þátttaka í ljósmyndamaraþoni AFAR góð þátttaka var í Ljós- myndamaraþoni Stúdentaráðs Háskóla Islands síðastliðinn laug- ardag. Milli 70 og 80 manns tóku þátt í maraþoninu að sögn Pét- urs Óskarssonar formanns ráðs- ins. Þátttakendur fengu afhenda 12 mynda fílmu og lista yfír þemu maraþonsins í býtið á laugardags- morguninn. „Síðan var farið út að mynda og fílmunum skilað aftur á milli klukkan níu og ellefu um kvöldið. Dómnefnd tók þá við fílm- unum og vinnur nú hörðum höndum við að meta myndimar. Úrslit verða svo kynnt í Stúdentakjallaranum á fimmtudagskvöldið," sagði Pétur þegar hann var inntur eftir skipu- lagi keppninnar. Dómnefnd mara- þonsins er skipuð fulltrúum frá Stúdentaráði, Morgunblaðinu og Hans Petersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.