Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 Minning Magnús B. Finnboga- son trésmíðameistari Fæddur 21. júlí 1911 Dáinn 2. febrúar 1993 Elsku afi. Nú siglir þú seglum þöndum á „svartri skútu“ yfir móðuna miklu. A ströndinni hinumegin bíða for- eldrar, systkini, frændur og vinir. Tvær örlitlar afastelpur vilja toga í skeggið. Tengdasonurinn tilbúinn með taflið. Alengdar Þórlindur veifandi veiðistönginni. Jafnvel „Káin“ fagnandi hús- bónda sínum og vini. Hérna megin, hjá ömmu, stendur hópurinn þinn hnípinn og þakkar fyrir samveruna, fyrir umhyggjuna, fyrir vináttuna og virðinguna, sem þú sýndir okkur öllum. Við viljum halda áfram að vera eins og þú hefðir viljað. Vera vinir og bera umhyggju hvert fyrir öðru. Við höfum öll hvert og eitt misst okkar besta vin. Orð lítils afadrengs geta verið okkar allra: „Ég nefnilega elska hann afa.“ Hafðu þökk. Edda. Það var nánast fyrir tilviljun fyr- ir áratug rúmum, að mér skolaði upp á flörur Gijótaþorpsins, nánar til tekið tvær húslengdir undan Hóli, bústað þess heiðursmanns og nthöfundar sem er jarðsettur í dag. Eg legg sérstaka áherslu á orðið rithöfundur í þessu samhengi, því að það er atriði sem menn þyrftu að vita betur af almennt. Þar er hlutfallið á milli gæða og magns hærra en gerist hjá íslenskum skáldum. Að því kem ég síðar. Ég vissi nánast ekki hvar ég hafði lent, ófróður um Reykjavík, hafði átt heima á norðlenskum út- nesjum og í útlöndum, en þar eftir í kanínubúri Austurbæjarins í nokk- ur ár. Ég var neikvæður gagnvart Reykjavík, þessari milligerð sveita- mennskunnar annarsvegar og stór- borgalífs hins vegar. Ég vissi ekki af mörgu góðu á suðvesturhomi þessa lands, þar sem ég þurfti að búa. Kynni mín af Gijótaþorpi komu mér þeim mun meira á óvart, sem þar í þeirri átta dagsláttu vin fast við miðbæinn var að finna mannlíf sem ég hafði til þess dags saknað í Reykjavík. Menn kynntust fljótt innan þessa þorps, umgengust hver annan eins og þeir kæmu hver öðr- um við. Bragurinn var ekki ósvipað- ur því að Magnús hefði flutt hann með sér úr þeim austfírsku byggð- um sem hann kom úr í upphafí, aðeins var dynur stórborgar allt í kring ístað dyns brimrasta og bylja í bergstálum. Við hjónin komum hér með ung böm eða ómálga. Án þess við viss- Fædd 7. júlí 1909 Dáin 15. janúar 1993 Mig langar í þessum orðum að minnst móðursystur minnar Guð^ rúnar Jónatansdóttur sem andaðist lö.Janúar sl. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni náið í barnæsku, því að sex ára gömul kom ég fyrst til hennar og var hjá henni öll sum- ur síðan fram að fermingu. Hún og Erlendur maður hennar, sem líka er látinn, reyndust mér yndislega góð. Og ég minnist þess, þegar hún tók á móti mér á vorin. Þá yljaði það mér um hjartarætur um það fyrir, höfðum við lent með þau á æskilegri stað hvað varðar uppeldi en ég held að algengt sé í Reykjavík. Bæði af því að menn komu hver öðmm við, af því að aðalgötumar fjórar mynduðu eins konar múra sem bömin fóm aldrei út fyrir, og af því að svæðin opnu innan þorpsins vom þá sæmilega mörg og rúmgóð til leiks. Aðalleik- svæðið var alltaf fyrir neðan stofu og smíðakompuglugga þeirra Hóls- hjóna, og þau fylgdust með, hafa áreiðanlega heyrt hitt og þetta inn til sín. En í heild var þessi vera og leikur bamanna innan þorpsins dá- litlu jákvæðari en þessi eilífí nagla- spýtuballett og moldhaugapolki sem börnum nýlegra hverfa í þess- ari Klondyke suðvesturhornsins hefur verið boðið upp á í áratugi. Gijótaþorpið var enn í mótun, og fráleitt búið að koma öllum málum áleiðis, hvað varðar varð- veislu húsa og umhverfís. Nú ellefu áram síðar getum við öll glaðst jrfír að málið er í meginatriðum í höfn, þótt ekki hafi allt farið eins og á var kosið. í því hafði gengið hvað skeleggast fram Laufey Jak- obsdóttir, ekkja þess sem vér kveðj- um nú, drengilega studd Magnúsi og góðum nágrönnum. Líklega hef- ur þyngsti róðurinn verið afstaðinn. En baráttan hélt áfram, ég varð þátttakandi í henni ásamt þeim, og málum þokaði áleiðis. Ekki vom alltaf allir sammála um smáatriði, en gagnvart borgaryfírvöldum vor- um við í flestu sem einn maður. Bæði var það fyrir samskiptin við Laufeyju og eins fyrir að maður- inn höfðaði til mín, að það tókust góð kynni. Ég dróst að þessari hlýju kímni, sem minnti mig á horfna eða fjarlæga frændur af Norðurlandi. Enda hefur mér fundist sem aust- fírsk og norðlensk útnes séu sem eitt, þótt fólk þaðan tali ekki alveg sömu mállýsku. Hann gekk hjá húsi okkar og viðraði hund sinn. Ég ávarpaði þá feðga og þeir tóku því vel báðir. Ég komst að því hvers konar ævi hann hafði átt, byggt upp þetta land með vinnu og uppeldi stórs hóps afkomenda. Kvika þjóðlífs hafði verið um áratug ofan í áratug þar sem hann var. Við ræddum handverk, handiðn, smíðar, áhöld og efni, og orð yfír slíkt, og hann miðlaði mér af fróðleik sínum, og ég bar saman við það sem ég kunni elst af Norðurlandi um það. Hann var þess konar arfberi smíðahefðar sem gat þefað langt að hvaða smíðaviður var nærri. Hann stund- aði smíðar sér til ánægju en öðmm til gagns allt fram undir dauðadag. Hann vann fyrir okkur vandaverk við viðhald fomhúsgagna af þeirri smekkvísi og kunnáttu, að fáir þegar ég sá hana standa í forstof- unni með tárin í augunum og stijúk- andi sér í framan, breiða síðan móti mér faðminn og faðma mig og kyssa. Upphaf þess að ég var hjá þeim var að pabbi minn dó og mamma stóð uppi með okkur fimm systkin- in. Hún leitaði til Gunnu og Ella, því að þar var alltaf hægt að leita hjálpar. í kjölfarið tóku Gunna og Elli yngstu systur mína sem var og ættleiddu hana. Vegna mikilla anna hjá þeim Gunna og Ella, því þá var síldaræv- intýrið í algleymingi á Siglufírði, varð það úr að ég færi sem bama- hefðu gert betur, en margir yngri heldur eyðilagt, hefðu þeir komið nærri. Það var þó í samræðunum, um þjóðlíf og málfar og um atvinnu- hætti landsbyggðar, að ég græddi mest á áratugs samfylgd við hann. Ótrúlegt eftir á að hyggja að árin hafí ekki verið nema ellefu. Mér fínnst við hafa fylgst að hálfan mannsaldur. Það er vegna þess að ég skynjaði í honum minn eigin upprana. Þó kom það mér á óvart, þegar í ljós kom, eins og upp úr þurra, að hann hefði verið að semja, og gefa út skáldsögu. En hafí mig rek- ið í rogastans við fréttina, var það þó enn frekar við lesturinn á sög- unni, Svarta skútan. Hráefnið er sótt í æsku hans fyrir austan. Þem- að má segja í upphafi að sé hin eilífa sögn um mannlausa skipið sem siglir um heimshöfín. Hjá Magnúsi verður skútan ekki mann- laus lengi, heldur vettvangur ótrú- legs mannlífs. Sagan hlaut snotra og allt upp í mjög góða dóma hjá smekkvísum ritdómurum, en hefði mátt ávinna sér meiri útbreiðslu. Þessari þjóð er ekki alltaf kunnugt um eigin gersemar, fyrr en óratími er liðinn. Þessi saga er sögð af þeirri frásagnargleði, kímni, orð- gnótt og hlýju, að fáir þeirra ná sem vinna við þær smíðar ævina alla. Hann sló mörgum þeim við sem rembst hafa við í hinum íslenska bókmenntaheimi lengi. Þessi af- bragðsbók varð að nokkra fómar- lamb þess að hvert verk er ekki metið eftir því hvað í því stendur, heldur er spurt um hve frægur sé sá fyrir sem það hafi ritað. Ef til er réttlátur dómari slíkra verka, er það tíminn einn. Því verða slík verk í besta falli metin að verðleikum eftir óratíma. Ég hafði verið að vona að hann bætti við. En hann var að vinna að margskonar hugðarefnum öðr- um, fræðagrúski og uppfinningum, sem áttu hug hans. Sá sem gefur út afbragðsverk hálfáttræður, bætir ekki endilega við. En mér varð hugsað: Ó að hann hefði tekið upp þessar smíðar fyrr. Brauðstrit smiðsins sem framfleytti ómegð mun ekki hafa leyft það. Á meðan koma svona menn, líkt og undirbúnings- og áreynslulaust, og skila svona afbragðsverkum, þá er íslenska þjóðin ekki enn orðin síbyljumenningunni að bráð. Sjálfur varð hann á Hóli vitni að og þátttakandi í smáævintýram með börnunum, okkar og annarra, sömu tegundar sem hann lýsir svo ríkulega í Skútunni. Hér gat gerst, andspænis húsi hans, að börn höfðu reist lágreistan timburkofa, sem var höll í þeirra augum, en þyrnir í augum hreinsunardeildar bogarinn- ar. Þegar yfírvöld ætluðu að fjar- lægja „lýtin“ tók sex ára snáði sig til, hljóp með hamar á lofti niður í Kvos, um Austurvöll þveran, fram- hjá kóngi og presti, inn á skrifstofu borgarstjóra, og bar sig upp við hann, og - bjargaði höllinni frá niðurrifí. Nú er þessi timburhöll horfín, en hliðstæð atvik ungmenna pía til að passa systur mína. Nokkram áram seinna tóku þau bróður minn, sem var um eins árs, og ættleiddu hann einnig. Ég hélt því áfram að vera í vistinni. Þetta urðu mín bestu ár. Enda leið mér eins og ég væri hjá foreldr- um mínum. Elli var góður, rólegur og öraggur, hvers manns hugljúfi. En Gunna var glaðvær og góð, nægjusöm og gjafmild. Hún mátti ekkert aumt sjá, enda var hún meir, því að hún hafði hlotið þá Guðs gjöf að geta þjáðst með öðr- um. Ég minnist þess Iíka að þegar Elli tók utan um Gunnu þá tróð ég mér á milli og sagði: „Ég má vera hér, því að ég er höfuðið ykkar.“ Þá var ég að meina að ég héti í höfuðið á þeim. Þetta vakti oft kátínu hjá þeim eftir á og minnti Gunna mig oft á það og hló dátt. Annað atvik er mér ofarlega í huga, en það var þegar þau kvöddu mig á haustin. Þá tók hún pening- ana, sem þau gáfu mér eftir sumar- ið, og saumaði þá inn á jakkann Svörtu skútunnar lifa, og verða vonandi þekktari með þjóðinni er á líður. Sjálfur gat hann fundið upp á, börnum þorpsins til ánægju, að spenna sterka hundinn sinn, Káinn, fyrir snjóþotu og bjóða bömunum í ökuferð. Aftur er Svarta skútan eins og stokkin af sögusviði sínu sextíu ár aftur í tímann og óraleið í suðvestur. Þannig flutti hann með sér hið verðmæta í íslenskri þjóð- menningu, til annarra kynslóða og landshluta. Laufeyju og afkomend- um og venslamönnum vottum við hjónin innilega hluttekningu okkar. Magnús, hafðu eilífa þökk. Egill Egilsson Nú er afí floginn á vit nýrra ævintýra. Það er erfítt að sleppa honum, það var eins og hann ætti alltaf að vera fyrir okkur, okkur sem nú sakna hans. Hann var eins og allir afar eiga að vera. Nú flýg- ur hann frjáls um nýja veröld, hann á það skilið. Hann lifir í hjörtum okkar meðan við lifum, sem yljar og veitir okkur vellíðan. Afí gerði heiminn betri en hann var. Gráar hærur eru heiðurskóróna, á vegi réttlætis öðlast menn hana. Sá sem seinn er til reiði, er betri en kappi, og sá sem stjómar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir. (Orðskviðimir 16, 31-31.) Magnús, Sólveig og Laufey. Magnús var Austfírðingur langt fram í ættir, sonur hjónanna Finn- boga Erlendssonar og Maríu Þor- leifsdóttur. Hann ólst upp á Eskifírði ásamt fjóram bræðram sínum, þeim Er- lendi, sem látinn er, Boga, Gústafi og Guðmundi. Einnig átti hann eina systur, Ólenu, sem lést á bamsaldri. Þá voru leikvellirnir í fjöram og bátum. Þar var vettvangur ævin- týra og bernskubreka þess tíma. Raunar er tæpast hægt að segja að þeir bræður hafí hætt að leika sér, því að hveiju sinni sem þeir hittust mátti sjá í fasi þeirra prakkaraskap, glettni og smá- stríðni. Enn era ljóslifandi meðal minn, svo að engin hætta væri á því, að ég týndi þeim á leiðinni heim. Mér þótti þetta skiýtið í upp- hafi. En þetta sýnir hve Gunna var pössunarsöm og mótaði það líka alltaf hennar líf. Mættum við mikið af því læra. En hún var líka sérlega gjafmild, og minnist ég margra gjafa hennar og Ella þann tíma sem ég dvaldist hjá þeim á Siglufirði. Þar á meðal vora reiðhjól og armbandsúr, sem ekki var algengt að böm fengju á þeim tíma. Þegar ég lít til baka og skoða þennan tíma í heild sinni, þá fyllist hjarta mitt af þakklæti í garð Gunnu og Ella. Allt var mér opið. Hús þeirra, hugsanir og hendur. Ég kveð frænku mína með sökn- uði og þakka henni fyrir öll blessun- arríku árin, um leið og ég votta öllum aðstandendum hennar samúð mína. Bið ég að þessi orð megi rætast á þeim. Drottinn styður alla þá, er ætla að hníga, og reisir upp alla niðurbeigða. Gunnella Jóhannsdóttir. kunnugra sögur um grátbrosleg uppátæki þeirra frá uppvaxtaráran- um. Á bemskuárum Magnúsar tengd- ist hann jafnöldram og leikfélögnm vina- og frændböndum, ,sem áttu eftir að endast ævina alla. Má þar meðal annars nefna bræður tvo, skipstjórana Sigurð og Þórlind Magnússyni, sem síðar urðu lands- þekktir sjósóknarar. Samband Magnúsar og Þórlinds var alla tíð einstaklega náið eins og á milli bestu bræðra, enda vora þeir systkinasynir í báðar ættir bræðumir og Magnús. Og starfsvettvangurinn varð eins og eðlilegt framhald á bemskuleikj- unum, við sjómennsku og veiðiskap, um leið og aldur og líkamsburðir leyfðu. Magnús hneigðist snemma til smíða, enda vann hann allt af hag- leik og smekkvísi, sem hann fór höndum um. Um tvítugsaldurinn hélt hann til Reykjavíkur í húsasmíðanám. Þar lágu saman leiðir þeirra Magnúsar og Laufeyjar Jakobsdóttur, ættaðri frá Borgarfírði eystra, og reyndist sú samleið þeirra verða órofa allt til þess að leiðir skilja nú að sinni. Þau eignuðust átta börn, sem öll era á lífi og hinir mætustu þjóðfé- lagsþegnar, sem í ríkum mæli hafa erft listhneigð og hagleik. Þau era: Edda, sem er gift undir- rituðum, og eigum við sex böm og bamabömin orðin tíu; Inga, gift Birgi Bjömssyni, eiga þau þijú börn og tvö bamabörn; Erlendur, kvænt- ur Sigurdísi Sveinsdóttur, eiga þau fímm böm; Elín, ekkja Gísla Bjöms- sonar, eignuðust þau tvö börn og þijú bamabörn; Sigurbjörg, á sex börn og fímm bamabörn; Helga, gift Hinriki Einarssyni, þau eiga þijú börn og eitt barnabarn; Jakob, og á hann þijár dætur; og Þorleif- ur, er í sambúð með Guðlaugu Steinsdóttur og eiga þau einn son, en áður átti hann soninn Baldur, sem var augasteinn afa síns. Af þessari upptalningu má sjá að afkomendahópurinn er orðinn stór. Öllum þessum afkomendum er það sameiginlegt að hafa ein- hverntíma átt öraggt og eftirsótt skjól í fangi Magnúsar og eiga síð- an dýrmætar bernskuminningar þaðan. Þar hefir margur tárvotur vangi þornað og angur breyst í bros og gleði. Eitt af einkennum hans var hlýja glaðværðin, sem börnin hændust svo að. Þau áttu vísa hjá honum ótæmandi námu af sögum og frá- sögnum, sem féllu ávallt að þeim aldursflokki, sem í fangi hans var hveiju sinni. Og sögurnar vora svo undur skemmtilegar að endalaust varð að endurtaka þær eða segja nýjar. Eina sögu gaf Magnús út í bók, sem heitir Svarta skútan. Hún á upprana sinn á bernskuslóðum heimabyggðar hans í austfirsku sjávarþorpi og styðst við gamla sögn. Auk þess mun hann hafa átt í skúffum sínum mikinn fróðleik um margvísleg efni frá fyrri tímum. Fyrstu kynni okkar Magnúsar urðu árið 1954, þegar ég varð tengdasonur hans. Þá bjuggu þau Magnús og Laufey á Akranesi. Við fluttum til Akraness í ágúst það ár og fengum risíbúð á leigu í sama húsi og þau bjuggu í með barnahópinn sinn. Ekki leið langur tími áður en ég fór að leita hófanna hjá tengdaföð- ur mínum um hvort hann væri ekki fáanlegur til þess að taka mig á námssamning í húsasmíði. Ég var búinn að fá eiginorð elstu dóttur hans staðfest fyrir guðs og manna lögum, svo að ég sá mig í þeirri sterku stöðu að vonlaust væri fyrir hann að losna við mig, enda var námssamningur auðsótt- ur. Þar með lagði hann grann að ólifuðum ævidögum minum í tvenn- um skilningi. Fyrir það er ég í ævilangri þakkarskuld við hann. Mörg vora þau vandamálin í sam- bandi við smíðarnar, sem reynslulít- ill sveitastrákur kunni ekki skil á. Magnúsi var einstaklega lagið að gera þá hluti einfalda í fram- kvæmd, sem ekki virtust auðleystir. Raunar var það eitt af höfuðein- Minning Guðrún Jónatans- dóttirfrá Siglufirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.