Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.1993, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1993 * A Olafur Armann Sig- valdason — Minning Fæddur 18. maí 1931 Dáinn 1. febrúar 1993 Ólafur fæddist í Reykjavík og 61 þar allan sinn aldur. Foreldrar hans voru Guðmunda Sveinbjörnsdóttir frá Dísukoti í Þykkvabæ og Sig- valdi Guðmundsson, ættaður úr Hafnarfirði. Foreldrar Guðmundu voru Rangæingar, Sveinbjörn Guð- mundsson frá Grímsstöðum í Land- eyjum og Anna Ólafsdóttir frá Bakka í Þykkvabæ. Sigvaldi var sonur Kristbjargar Ólafsdóttur og Guðmundar Sjg- valdasonar, sem bjuggu lengi í As- búð við Hafnarfjörð. Ólafur ólst upp í foreldrahúsum, fyrst að Eskihlíð D, þar sem nú er Miklatorg og síðar á Snorrabraut 69, þar sem hann var heimilisfastur til æviloka. Ólafur átti þijár systur honum eldri og tvær yngri, sem allar lifa bróður sinn. Heimilislífið var glaðlegt og lengi bjuggu þijár kynslóðir í sátt og samlyndi undir sama þaki. Ólafur lauk stúdentsprófi árið 1951 með góðri 1. einkunn. Hann sýndi í skóla sérstaka hæfileika í stærðfræði, hafði gaman af stærð- fræðiþrautum og margir nutu þess hversu sýnt honum var að greiða úr erfiðum talnaþrautum og reikn- ingsdæmum, segja til og auka skiln- ing annarra á þeim sviðum. Hann hafði mjög gott málskyn og lagði áherslu á vandaða meðferð íslenskr- ar tungu. Hann leiðbeindi mörgum á því sviði. Ólafur nam viðskiptafræði í Há- skóla Islands og lauk þar námi 1956. í háskólanum tók hann að um tíma kennslu skólabræðra í stærðfræði. Á lokaprófi hafði hann náð mjög góðum einkunnum, en veiktist áður en prófum lauk. Hann fékk af þeirri ástæðu síðar afhent heimildargögn um lok háskólaprófs en ella hefði orðið. Faðir Ólafs var trésmíðameistari og var um langa tíð umsvifamikill húsasmiður. Ólafur fór þegar á unglingsárum að vinna með föður sínum í húsabyggingum og að smíð- um á verkstæði hans við Snorra- braut. Hann öðlaðist því ungur mikla hæfni sem smiður. Árið 1956 hóf Ólafur störf á Skattstofu Reykjavíkur og var af mörgum vinum hans litið á störf þar sem undirbúning og þjálfun til enn meiri viðfangsefna, sem þekk- ing hans og starfsreynsla mundi nýtast til. Ólafur var fljótur að kynnast flækjum og vandamálum skattakerfis okkar og verða góður liðsmaður á stofnuninni. Hann vann sér hylli og vináttu samstarfsfólks og yfirmanna. Náið samstarf varð milli Ólafs og Hall- dórs Sigfússonar, skattstjóra, svo að um langan aidur mun Halldór hafa íjailað um mikið af þeim álita- málum, sem á hans borð komu, við Ólaf áður en þau hlutu afgreiðslu. Samstarf Ólafs og Halldórs þró- aðist í vináttu og naut Halldór mjög stuðnings Ólafs eftir starfslok vegna aldurs og þegar ellin fór að þrengja að honum. Yfirsýn Ólafs og skilningur á skattamálum varð til þess öðru fremur að hann vann lítið við al- menn úrlausnarefni, heldur sér- verkefni og enginn vandi var lagður fyrir hann sem hann ekki greiddi úr, eins og einn yfirmanna hans hefur sagt mér. Ólafur annaðist á vegum stofn- unar sinnar ritstjórn 1. og 2. út- gáfu handbókar um söluskatt, upp- lýsinga- og uppsláttarriti á sviði skattaréttar. í formála að 2. útgáfu árið 1985 segir skattstjóri, Gestur Steinþórsson, m.a.: „Ritstjóm 2. útgáfu annaðist Ólafur Sigvalda- son, viðskiptafræðingur, og hefur starfsreynsla, þekking og ósérhlífni hans átt drýgstan þátt í framvindu verksins." Verkefni Ólafs við að aðstoða marga framteljendur urðu ærin, því m.a. var honum falið af hálfu Skatt- stofunnar að veita ýmsum borgur- um aðstoð á því sviði. Ólafur lagði mikla vinnu í slík störf og lagði metnað sinn og heið- ur í að sú vinna væri rétt unnin skv. reglum og lögum. Hann vann þá vinnu mikið utan hefðbundins vinnutíma á Skattstofunni. Hann hafnaði með öllu þóknun í hvers konar mynd fyrir. Svaraði oft ef spurt var hví hann legði þá slíka vinnu á sig, að hann héldi sér í þjálfun á þennan hátt við að skilja og framkvæma skattreglur sem væri sífellt verið að breyta. Hann tók heldur aldrei við greiðslu fyrir óunna yfirvinnu, sem nú tíðkast furðu víða að greiða í ríkiskerfinu. Ólafur var á seinni árum gagn- rýninn á ýmsar breytingar skatta- laga, taldi margar þeirra með hin- um margvíslegu frávikum og und- anþágum mjög til þess fallnar að auka kostnað við framkvæmd án þess að skila viðunandi ávinningi og valda því, að stöðugt færri hefðu þekkingu og þor til að ganga frá skattframtölum sínum án sérfræði- aðstoðar. „Framfarir í skattamálum felast í einföldun þeirra en ekki auknum flækjum,“ sagði Ólafur oft. Svo fór, þrátt fýrir starfstilboð á öðrum sviðum, bæði innan ríkis- stofnana og í einkarekstri, að Ólaf- ur starfaði starfsævi sína alla á Skattstofu Reykjavíkur, þar réði mestu vanafesta hans og af skrif- stofu sinni þar var hann nýkominn heim, er hjarta hans hætti svo óvænt að slá. Ólafur öðlaðist starfsheitið full- trúi þegar hann hóf störf og bar það enn þegar hann var allur. Hann var í hópi þeirra embættismanna, sem af stakri trúmennsku nýta hæfni sína og starfsgetu í þágu stofnana sinna, en of sjaldan er munað eftir þegar þakkað er eða krossum og stjörnum úthlutað fýrir störf í opinbera þágu. Slíkur heiður virðist mest fylgja háum starfsheit- um. Auk starfs síns á Skattstofunni vann Ólafur mikið að öðrum við- fangsefnum, mest smíðum, þannig að honum féll vart verk úr hendi. Mikið af þeirri vinnu vann hann í þágu ættmenna og vina. Aldrei þáði hann, svo ég viti, greiðslu eða þóknun fyrir þau verk. Þrátt fyrir lág laun allan starfsferil sinn komst Ólafur í góð efni, því hann var hag- sýnn. Ólafur kvæntist ekki og á ekki afkomendur. Hann hélt heimili með foreldrum sínum og systur, Hrefnu, skóla- stjóra Breiðagerðisskóla. Um- hyggja hans og hjálpsemi við for- eldra átti ekki takmörk. Þegar syst- ur Ólafs stofnuðu heimili urðu eig- inmenn þeirra sjálfkrafa vinir hans, og systkinabörnin öll eignuðust hann að vini um leið og þau uxu úr grasi. Sama varð með mín börn. Ólafur sýndi þeim kærleika og umhyggju, sem þau þakka við leiða- skil. Eftir lát foreldranna héldu systkinin, Hrefna og Ólafur, saman heimili á Snorrabrautinni, sem til þessa dags hefur verið miðpunktur fjölmennrar fjölskyldu hans. Ólafur var umtalsfrómur og naut vel samræðustunda. Raunvísindi, einkum stærðfræði, eðlisfræði, stjarnfræði og byggingatækni voru honum hugleikin viðfangs- og um- ræðuefni, einnig heimspeki og trú- arbrögð. Hann var mikill tórjlistar- unnandj og sótti reglubundið tón- Ieika. Ólafur var fölskvalaus trú- maður sem trúði að líf vort væri undanfari annars og meira á eilífð- arbrautum. Hann sá oft það sem aðrir ekki sáu, sagði fyrir um óorðna hluti. Hann vildi að þeim, sem á refilstigum lentu, væri sýnd vægð í dómum, eins og frekast var unnt. Hann veitti með trúarvissu sinni og umhyggju mörgum styrk á erfiðum stundum og hann var alltaf reiðubúinn að standa frammi fyrir guði sínum. - Hann var ein- stakur öðlingsmaður. Að ytri gerð var Ólafur vel á sig kominn, vöðvastæltur og skarp- holda, léttur í hreyfingum, skrefa- stór á göngu, hárið ljósgult og hrokkið, bláeygur undir háu hvelfdu enni, andlitsfríður. Svipurinn var bjartur, góðvild skein úr augum og hveijum andlitsdrætti. Samferð okkar frænda var náin ævi Ólafs alla. Hann var mér ætíð sem besti bróðir. Fyrir okkur, ætt- menni hans og marga fleiri, verður tómið eftir hann djúpt, en þar mun lengi bjarma af bliki þeirra stjarna sem hann er krýndur í hugum okk- ar sem áttum hann að nánum sam- ferðamanni og fengum að njóta alls þess góða sem hann gaf. Megi trú hans rætast, Óla mínum greiðast vel för inn á lönd heiðríkj- unnar og þau vera hans heimur. En handan við ijöllin og handan við áttimar og nóttina ris turn ljóssins. Þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Sveinbjörn Dagfinnsson. Mér barst fyrir nokkrum dögum sú sorgarfregn að Ólafur Sigvalda- son, fulltrúi á Skattstofu Reykjavík- ur, væri látinn á besta aldri eftir bráð veikindi. Kynni mín af Ólafí Sigvaldasyni eru næstum því eins gömul og fyrstu endurminningar mínar sem lítils snáða í Auðarstrætinu. Aldurs- munur var að vísu meiri en svo að við lékjum okkur saman. En við litlu strákarnir glettumst stundum við Óla og hina stóru strákana enda ekki mikil hætta á ferðum. Þeir tóku þessu með jafnaðargeði hins þroskaða manns. Ekki síst var það Óli sem var þolinmóður um smábrek okkar pollana. Raunar var allt hans fólk, fjölskyldan á efri hæðinni á Snorrabraut 69 — þar sem Ólafur bjó til æviloka, skilningsrík og hlý við krakkana sem voru nágrannar þeirra. Er margs að minnast í þeim efnum, enda fór það auðvitað svo að svæðið í kringum húsið var löng- um vinsæll átroðsluvettvangur ann- arra manna barna. Kynni okkar Ólafs hófust aftur eftir að ég kom heim til íslands frá háskólanámi erlendis fyrir liðlegum 27 árum. Tengdist það því að ég og fleiri aðilar í minni fjölskyidu leituðum oft til hans um ráð og aðstoðað á aðskiljanlegum sviðum. Slíka hjálp lét hann jafnan í té af kurteisi, elskusemi og einstakri greiðvikni. Litum við öll á hann sem traustan fjölskylduvin. Ósjaldan var skrafað um eitt og annað fleira en beint tilefni fundar þegar við hittumst í þessu skyni. Ymis hugðarefni beggja voru svipuð þó að ekki værum við endilega sam- mála um alla hluti. Má nefna hér sem dæmi ákveðna þætti sálarfræði (ekki hvað síst um nám og náms- áhuga) og þjóðfélagsþróunar. Urð- um við á margan hátt hinir bestu mátar og höfðum oft samband. Þau ár sem ég hef dvalist erlendis hringdi ég iðulega í hann þegar ég kom við á Fróni. Og nú þegar Ólafur Sigvaldson er allur, vil ég þakka honum skemmtileg kynni, vináttu og góð ráð. Það verður erfítt að vera án alls þessa. Ég mun lengi minnast hans og mér detta hann í hug þeg- ar ég heyri góðs manns getið. Ættingjum Ólafs votta ég hug- heila samúð mína, systkina minna og fjölskyldna okkar, með bestu óskum. París, 8. febrúar 1993. Andri Isaksson. En bjart er ávallt um besta vininn og blítt er nafns hans á vörum mér. (D. St.) í dag þegar ég kveð minn besta vin og vinnufélaga síðustu 16 árin koma mér þessar ljóðlínur Davíðs Stfánssonar, okkar ástkæra skálds í hug, því að þær segja allt sem ég hefði viljað kveðja Ólaf með. Góðleiki, heiðarleiki og drengskap- ur voru hans aðalsmerki gagnvart öllum sem hann mætti á lífsleið- inni, hvort sem það voru skyld- menni eða með öllu óskyldir. Ég ætla ekki að rekja ættir Ölafs hér, það læt ég öðrum kunnugri um að gera, en ég veit að allt hans skyld- fólk sem ég kynntist er gott og vel gefið fólk. Hann talaði ósjaldan um það hversu vænt honum þætti um systur sínar og þeirra börn og var ávallt boðinn og búinn að aðstoða þau eftir föngum. Sérstaklega hefur Hrefna systir hans misst mikið þar sem þau bjuggu saman á Snorra- brautinni eftir fráfall foreldra þeirra. Við Ólafur kynntumst sérstak- lega vel árið 1979 þegar hann kenndi mér skattamál er ég var á námskeiði hjá Ríkisskattstjóra sem byijandi í því fagi, en öðru máli gegndi um Ölaf. Hann var sérfræð- ingur í öllu sem við kom skattamál- um. Ég veit að núna þegar Ólafur er kominn yfír móðuna miklu hittir hann alla sína gömlu vini og þar á meðal móðurbróðir minn, Halldór Sigfússon. Ólafur var hans besti vinur og reyndist hann Halldóri heitnum einstakur vinur og segja má að hann hafi verið hans hægri hönd. Við Ólafur ræddum oft um eilífð- armálin og lífið og tilveruna og hann trúði statt og stöðugt á eilíft líf og þess vegna veit ég að tekið verður á móti honum opnum örmum hinum megin. Ég vil að lokum þakka Ólafí fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjöldkyldu. Eg veit að Agnar Bragi sonur minn á honum mikið að þakka fyrir allt sem hann kenndi honum og einnig Drífa dóttir mín, Bragi maðurinn minn ásamt foreldrum mínum. Öll- um okkur reyndist hann eins og besti vinur og ég verð að segja að hann var okkur faðir, bróðir og vin- ur allt í senn jafnt í blíðu sem stríðu, því að ófáar voru erfiðleikastundim- ar sem Ólafur reyndi að leysa og gerði svo vel. Það er mikil gæfa og forréttindi að hafa átt slíkan vin á lífsleiðinni. Elsku Hrefna mín, ég votta þér, systrum þínum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð og megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur. Ó, hve heitt ég unni þér allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson.) Bjarney Þuríður Runólfsdóttir. Mánudaginn 1. febrúar lést í Reykjavík móðurbróðir minn Ólafur Ármann Sigvaldason eftir stutt en erfið veikindi. Þó að á engan sé hallað tel ég hann einhvern albesta mann sem ég hef þekkt á lífsleið- inni. Kynni okkar Óla, eins og allir kölluðu hann, hófust þegar ég fæddist fyrir röskum 43 árum og hafa staðið með miklum ágætum síðan. Fyrstu bernskuminningar mínar eru tengdar honum, enda var hann hálfgerður fósturfaðir minn fyrstu ár ævi minnar því að faðir minn var þá við nám erlendis. Þann- ig urðu tengsl okkar sterkari en skyldleikinn, þótt mikill væri, gaf til kynna. Seinna meir sá ég að góðmennska hans til mín var ekki eingöngu vegna sérstaks sambands okkar, heldur var honum eðlislægt að vera góður við börn og hafa börn hænst að honum alla tíð. Fjögurra ára gamall kvaddi ég ísland og dvaldist vestan hafs með foreldrum mínum og bróður í sex ár. Þegar við fluttumst svo aftur til íslands endurnýjaðist vinátta okkar Óla um leið. Hann var þá orðinn viðskiptafræðingur og starf- aði á Skattstofu Reykjavíkur. Ekki get ég nú sagt að ég hafi gefið mikið fyrir það á þeim árum. Hins vegar þótti mér meira til um að hann var listasmiður. Ekki þurfti Óli að sækja það langt, hvorki hvað varðaði hæfileika né tilsögn, því faðir hans og afi minn var Sigvaldi Guðmundsson húsasmíðameistari. Óli hafði unnið með honum við húsbyggingar öll sumur allt frá því að hann var ungur strákur þar til háskólanámi hans lauk. Það litla sem ég kann í smíði í dag á ég þessum tveimur heiðursmönnum að þakka. Unglingsár mín eru nú löngu lið- in og ég lærði seinna að meta hinn nákvæma viðskiptafræðing sem í Óla bjó því að 26 sinnum gerði hann skattframtalið mitt. Auk þess aðstoðaði hann mig oft á heimili mínu við ýmis smíðaverkefni. Það sem ef til vill merkilegast er að mjög stór hópur fólks getur sagt nákvæmlega sömu sögu því Óli var alhjálpsamasti maður sem ég hef kynnst. Það komst enginn með tærnar þangað sem Óli hafði hæl- ana. Hann sagði aldrei nei, svo að ég vissi til, heldur að hann skyldi athuga það. Það jafngilti því að verkið væri framkvæmt og mörg voru verkin. Endurgjald í peningum eða öðru kom aldrei til greina af hans hálfu. Hins vegar snerist dæmið við ef Óli var þiggjandinn. Þá sjaldan sem ég gat aðstoðað hann í mínu fagi var veski hans óðara komið á loft og þurfti ég að beita hann fortölum til að hann setti það í vasann aftur. Það gefur auga leið að maður eins og Óli var sístarfandi og tók sér aldrei frí. Eftir á sér maður að hann hefði átt að hvílast meira en hann gerði. En hann var þessi manngerð sem þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Gott dæmi um þetta var sumarbústaðurinn sem hann átti við Þingvallavatn ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum. Þang- að fór hann helst ekki nema hann hefði næg verkefni við endurbætur og viðhald þann tíma sem hann ætlaði að dveljast þar. Hann lét aðra um að slappa af í sumarbú- staðnum. í gegnum árum höfum við Óli ræðst mikið við eins og gefur að skilja, enda maðurinn óvenju vel gefinn og skemmtilegur. Hann vildi þó aldrei ræða illa um fólk og hneykslast á því, sem er hálfgerður þjóðarlöstur hjá okkur íslendingum. Uppbyggjandi samræður voru hon- um hins vegar mjög að skapi og reyndi hann að hafa góð áhrif á mig þó að ekki hafí endilega tekist sem skyldi. Að lokum, kæri frændi, þú hefur lagt út á þá braut sem okkur öllum er ætluð. Þú hefur skilað dagsverki þínu betur en flestir aðrir og kemur til Drottins hlaðinn góðverkum og vitnisburði um fagurt líf. Ég þakka þér samfylgdina. Björn Ragnarsson. Með Ólafi Sigvaldasyni er geng- inn óvenjulegur og sérstæður mað- ur sem helgaði allt sitt líf fyrir- greiðslu og úrlausnum fyrir aðra. Gerði hann í því sambandi ekki endilega greinarmun á því hvort hann verði frítíma sínum í þágu samborgaranna almennt með starfi á vinnustað eða fyrir vini og ætt- ingja. Ólafur vandist við það fyrr á árum að unnið væri á skrifstofu hans á laugardögum og þeim vanda hélt hann til æviloka ef verkefnin kölluðu, jafnvel þó að yfirgreiðslur þæði hann engar fyrir vikið. Hann var einmitt að koma úr einni slíkri helgarferð á skifstofuna þegar hjartaáfall reið yfír sem dró hann síðar til dauða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.