Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993 — KNATTSPYRNA FOLK ■ CHUCK Daly, þjálfari New Jersey Nets, náði þeim áfanga á þriðjudagskvöld að stjóma NBA-liði til sigur í 500. sinn er Nets vann L.A. Lakers, 106:91. Hann er fimmtándi þjálfarinn í NBA sem nær 500 leikja markinu. Hann þjálf- aði áður Detroit Pistons og Cleve- land Cavaliers. ■ PATRICK Ewing gerði 26 stig og tók 21 frákast fyrir New York Knicks er Iiðið vann Philadelphiu 98:90. Þetta var fjórði sigur New York í röð. ■ PAT Riley, þjálfari New York, vann þar með 609. leik sinn í NBA og er nú í 12. sæti yfir sigursæl- ustu þjálfarana í NBA-deildinni frá upphafi. ■ PORTLAND hélt sigurgöngu sinni áfram í fyrrakvöld er liðið vann sjötta leik sinn í röð, gegn Golden State í miklum stigaleik, 143:133. ■ CLYDE Drexler var sigahæst- ur í liði Portlands með 31 stig og Cliff Robinson kom næstur með 26. Chris Mullin gerði 31 stig og Latrell Sprewell 27 fyrir Golden State, sem tapaði sjöunda leiknum af síðustu átta. & CHICAGO Bulls átti ekki í neinum vandræðum með lánlaust lið Dallas Mavericks og sigraði með 35 stiga mun, 123:88, eftir að stað- an í hálfleik hafði verið 64:37. ■ SCOTTIE Pippen var stiga- hæstur í liði meistaranna með 19 stig og tók jafnfram 11 fráköst. Tracy Moore var atkvæðamestur í liði Dallas með 13 stig. Dallas hef- ur ekki riðið feitum hesti frá deildar- keppninni — hefur tapað 19 af síð- ustu 20 leikjum. *. SHAQUILLE O’Neal, nýliðinn efnilegi í liði Orlando, gerði 27 stig er lið hans vann Atlanta Hawks, 120:106. Dominique Wilkins gerði 27 stig og Kevin Willis 23 fyrir Atlanta. ■ AÐALSTEINN Víglundsson, knattspymumaður sem lék með IA fyrir þremur árum, hefur ákveðið að ganga til liðs við 1, deildariið Fylkis fyrir komandi keppnistíma- bil. Hann hefur dvalið í Danmörku síðustu árin og leikið þar með B- 1909 frá Óðinsvéum. ■ MIROSLA V Mikovich, Serbinn sem var í herbúðum Fylkis í fyrra en fékk lítið að spreyta sig, hefur skipt yfir í Fjölni og mun leika með Jið.inu í sumar. í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Strandgata: Haukar - ÍBK . kl. 20 ■Leik Skallagríms og Vals hefur verið frestað þar sem margir leikmenn Vals eru veikir. Handknattleikur 2. deild karla: Seltj’nes: Grótta-Ögri kl. 20 Austurberg: Fylkir-HKN.. kl. 20 Fjölnishús: Fjölnir - Armann kl. 20.30 Blak 1. deild kvenna: Hagaskóli: ÍS-HK kl. 20 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS-HK .kl. 21.15 Víkingar hafa misst átta menn GEYSILEGAR mannabreyting- ar hafa orðið á íslandsmeist- araliði Víkings í knattspyrnu frá 1991. Átta leikmenn sem léku með Víkingum sl. keppn- istímabil og sjö af þeim leik- mönnum sem urðu meistarar eru hættir eða farnir frá félag- inu. orsteinn Þorsteinsson hefur ákveðið að leggja knatt- spymuskóna á hilluna og tveir er- lendir leikmenn eru farnir til heima- haga; Slóveninn Janni Zilnik og Bosníumaðurinn Tomislav Bosjnak. Aðalsteinn Aðalsteinsson, sem lék með Víkingum sl. keppnistímabil, er orðinn þjálfari Völsungs á Húsa- vík. Eftir að þjálfarinn Logi Ólafsson var látinn taka poka sinn á dögun- um, hafa fjórir leikmenn tilkynnt að þeir leiki ekki með Víkingum. Guðmundur Ingi Magnússon verður í Svíþjóð, Helgi Bjarnason er geng- inn til liðs Fylki og Helgi Björgvins- son og Helgi Sigurðsson em gengn- ir til liðs við Fram. Víkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku, því að leikmennirnir sem eru hættir eða famir vom flestir í byijunarliði Víkings. Fjórir léku í öftustu vörn, þrír léku sem miðvall- arspilarar og einn lék sem sóknar- leikmaður — Helgi Sigurðsson, sem var markahæsti leikmaður Víkings sl. keppnistímabil. Hér á kortinu til hliðar má sjá breytingarnar sem hafa orðið á Víkingsliðinu. Víkingar hafa fengið tvo nýja leikmenn til sín - Guð- mund Þ. Guðmundsson frá Breiða- blik og Arnar Amarson frá KR, en þeir em báðir miðvallarspilarar. Þá hafa tveir fyrrum Víkingar snúið heim; Trausti Ómarsson frá Sel- fossi og Sigurður Sighvatsson frá ísafirði. ÍA gegn meisturum Dana Islandsmeistarar ÍA í knattspymu mæta Danmerkurmeisturum Lyngby í fyrsta leik átta liða mótsins, sem hefst í Kaupmannahöfn 28. febrúar. 2. mars leika Skagamenn við Bröndby og 5. mars við Örebro. Í hinum riðiinum em Næstved, Malmö, OB og Finnair og leika efstu lið riðlanna til úrsiita í mótinu 7. mars. Ef ÍA og Næstved spila ekki úrslitaleikinn hafa félögin komist að samkomulagi um leik sín á milli. BreytSngar hjá Víksngi Víkingar hafa misst átta leikmenn, þar af sjö íslandsmeistara frá 1991 0 Leikir 1992 Leikir meistara- árið 1991 Þorsteinn Þorsteinsson 014 Var frá um tíma vegna meiðsla Helgi Björgvinsson 0,4 TENNIS / OPNA ASTRALSKA Couríer sýndi klæmar Courier mætir Stich og Edberg gegn Sampras í undanúrslitum JIM Courier frá Bandaríkjunum sendi hinum þremur sem eftir eru í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu ákveðin skilaboð er hann hreinlega rúllaði yfir Tékkann Petr Korda f 8-liða úrslitum í gær og hefur enn ekki tapað setti á mótinu. Michael Stich, Stefan Edberg og Pete Sampras eru einnig komnir í undanúrslit. Courier mætir Þjóðveijanum Michael Stich í undanúrslitum og Sampras og Edberg eigast við í hinum undanúrslitaleiknum og fara þeir fram á morgun. Courier sýndi ótrúlega yfirburði gegn Korda, sem hugðist bæta fyrir tapið gegn Couri- er á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári. En allt kom fyrir ekki — Korda tapaði 13 lotum í röð og leikurinn var sem martröð fyrir hann. „Mér líður mjög vel og er mjög ánægður. Þegar ég er í slíku formi andlega og líkamlega þarf andstæðingurinn að spila frábærlega til að vinna mig,“ sagði Courier. „Það hefur enginn leikið svona vel gegn mér síðustu tvö árin. Ef Jim Reuter Skilaboð Bandaríkjamaðurinn Jim Co- urier sýndi ótrúlega yfirburði gegn Tékkanum Korda í gær, og þótti senda ákveðin skila- boð til væntanlegra mót- heija. leikur eins og í þessum leik á hann mikla möguleika á að sigra í mótinu annað árið í röð,“ sagði Korda. Stich, sem vann Guy Forget frá Frakklandi nokkuð auðveldlega í þremur settum, leikur nú í fyrsta sinn í undanúrslitum á stórmóti, „Slemmumóti", síðan hann sigraði á Wimbledonmótinu 1991. „Hann er kannski ekki eins öruggur og Couri- er en þegar hann leikur svona vel gefur hann þeim bandaríska lítið eftir,“ sagði Forget. Edberg virðist koma sterkur til leiks á nýju ári og landi hans, Christ- ian Bergstrom, var engin hindrum fyrir hann á leið í undanúrslitin þó svo eymsli í baki hafi hijáð hann undanfarna daga. „Þetta var líklega einn besti leikurinn minn frá upp- hafi,“ sagði Edberg. Sampras hafði sömu yfirburði og hinir þrír í viðureign sinni gegn Brett Steven frá Nýja-Sjálandi. „Hann hafði of mörg vopn á hendi til að ég næði að veita honum einhveija keppni," sagði Steven, sem var að taka þátt í fyrsta stórmótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem allir leikirnir í 8-manna úrslitum á Opna ástralska vinnast í aðeins þremur settum. ■ VANDA Sigurgeirsdóttir hef- ur verið endurráðin þjálfari unglingalandsliðs kvenna, skipað stúlkun 16 ára og jmgri. Vanda þjálfaði liðið ásamt Ornu Steinsen sl. keppnistímabil. Aðalverkefni liðsins í ár er NM-mót, sem fer fram í Hollandi í júní/júlí. ■ HELGA Sigurðardóttir, sund- kona úr Vestra, varð þriðja í 100 jarda skriðsundi á skólamóti í Bandaríkjunum um sl. helgi - syndi á 53,03 sek. í 25 m laug og varð fjórða í 200 jarda sundi á 1:53,27 mín. ■ DIDIER Auriol, ökuþór frá Frakklandi, sigraði i Monte Carlo rallinu sem lauk í gær. Þetta var þriðji sigur Frakkans á síðustu fjórum árum. „Ég gaf allt í keppn- ina og jafnvel meira til,“ sagði Auriol, sem ekur Toyota Celica. ■ AURIOL var í þriðja sæti, 1,11 sek. á eftir Francois Delecour sem ekur Ford Escort, fyrir síðustu sérleiðina í gær og vann það upp og gott betur — var 15 sek. á und- an Deleeour sem varð annar. ítal- inn Massimo Biasio á Ford Esc- ort varð þriðji. KNATTSPYRNA Þeir bestu á ÓL? Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, sagði í gær að sam- komulag hefði náðst við FIFA sem tryggði að sumir af bestu knattspyrnumönnum heims yrðu með á Ólympíuleikum. FIFA óttaðist að keppni á Ólympíuleikjum myndi skyggja á HM og ákvað því að leikmenn á Ólympíuleikum mættu ekki vera eldri en 23 ára. Þetta kom niður á keppninni á Spáni, en Samaranch sagði að samið hefði verið um að þrír eldri leikmenn mættu vera í hveiju liði og væri þar gert ráð fyrir bestu mönnum viðkom- andi þjóðar. Samaranch Innköstin heyra brátt sögunni til Sepp Blatter, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) sagði í gær að innköst yrðu lögð niður eftir HM 1994, en óbeinar aukaspymur kæmu í staðinn. Blatter sagðist telja að í raun væri um breytingu á reglunum að ræða heidur aðlögun að breytingum, sem hefðu átt sér stað á leiknum undanfama tvo áratugi. Hann sagði að nýja fyrirkomulagið yrði reynt á HM 17 ára og yngri í Japan í ágúst n.k. og ef það heppnaðist vel væri hugsanlegt að aðlögunin tæki gildi fljótlega eftir keppnina, en annars væri hugmyndin að miða við 25. júlf 1994. ■ BERLÍN í Þýskalandi hefur formlega sótt um það til IOC að halda Ólympíuleikana árið 2000. Berlín hélt leikana 1936 er Hitler var við völd. Áður höfðu Sydney, Istanbul, Milanó, Manchester og Brasilía sótt um að halda leikana árið2000. Alþj óðaÓlympíunefndin (IOC) mun ákveða það í september hver hlýtur hnossið. ■ NORSKI landsliðsmaðurinn Kare Ingebrigsen, sem lék með Rosenborg, hefur verið keyptur til Manchester City á 600 þús. pund. Ingebrigsen er miðvallarspilari. ■ ANNAR norskur landsliðs- maður er genginn til liðs við Black- burn. Það er Henning Berg frá Lillerström, en kaupverð hans var 400 þús. pund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.