Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993 33 Bjami Th. Guðmunds son fv. sjúkrahúsráðs■ maður - Minning til sveita, þau hjón eignuðust 6 börn, var erfiðið ekki síst á herðum húsmóðurinnar. Ásgerður fór heldur ekki var- hluta af sorginni. Hún lifði allan hinn stóra systkinahóp sinn. Hún missti eiginmann sinn hinn 17. október 1967. Tvo syni sína missti hún, báða á besta aldri, Nóa árið 1963, og Kristinn árið 1983. Þessi áföll urðu Ásgerði þungbær raun, sem ég hygg að hún hafí aldrei komist fyllilega yfir, enda þótt hún flíkaði ekki þeim tilfinningum. Eftirlifandi börn Ásgerðar eru: Dóra og Halla, sem báðar eru bú- settar í Reykjavík, Halldís gift í Keflavík og Bergþór kvæntur og búsettur í Kópavogi. Síðustu ár ævinnar dvaldi Ás- gerður að Dvalarheimili aldraðra á Hrafnistu. Fyrstu árin og nokkuð fram eftir naut hún í ríkum mæli félagsskaparins við aðra vistmenn heimilisins, við spilamennsku, söng og föndur og annað það sem gert var til þess að stytta fólki stundir, enda var Ásgerður alla tíð afar fé- lagslynd og tók virkan þátt í félags- starfi á þeim stöðum sem hún bjó, sérstaklega í félagsstarfi kvenna. Ásgerður var mjög trúhneigð og tók virkan þátt í helgihaldi á dvalar- heimilinu á meðan hún mátti því við koma. Síðustu árin var hún bundin hjólastól, en síðasta misserið dró hægt og hægt af henni og kraft- ar þurru. Ætíð þótti henni þó gam- an að heimsóknum og allt fram á það síðasta brosti hún hvað innileg- ast og Ijómaði í andlitinu, þegar komið var með yngstu barnabama- börnin í heimsókn. Þau yngstu þótti henni ávallt fallegust og yndisleg- ust. Hún naut framúrskarandi um- önnunar starfsfólks dvalarheimilis- ins, og fyrir það eru því nú færðar alúðarþakkir bama hennar og skylduliðs. Á engan er þó hallað þótt umhyggja Höllu, dóttur henn- ar, fyrir móður sinni, sé sérstaklega getið, en hún kom til hennar nán- ast á hveijum einasta degi öll þau ár, sem Ásgerður var á Hrafnistu. Þetta verður Höllu seint fullþakkað. Ég þakka Ásgerði að leiðarlokum fyrir áratuga vináttu og góðvild. Hún var hvíldarþurfi og hún kveið ekki umskiptunum. Henni var ekk- ert að vanbúnaði að mæta skapara sínum, og ég veit að hún hlakkaði til endurfunda við ástvinina, sem á undan vora famir. Megi Guð blessa hana í þessari hinstu för hennar. Tómas Tómasson. kennsluefnið í skyndihjálp í fjölda ára. Þá gaf hann út í mörg ár drengjablaðið „Úti“ sem var einnig skátablað, þar sem áhersla var lögð á útiveru og fræðandi greinar um margvísleg málefni. Skátafélagið Hraunbúar í Hafn- arfirði mun ætíð minnast hans með virðingu og þökk. Það var Jón Odd- geir sem hafði forgöngu um stofnun Skátafélags Hafnarfjarðar árið 1925. Hann var þá foringi í Vær- ingjum og lagði á sig ómælt erfiði og kom um langan tíma vikulega til Hafnarfjarðar og hætti ekki fyrr en félagið var formlega stofnað 22. febrúar 1925. Félagið starfaði vel í nokkur ár, en síðan kom mikil lægð og starfið féll í dvala. En Jón Oddgeir kom aftur til skjalana 1938 og átti mik- inn þátt í endurreisn félagsins. Það má því með sanni segja að Hraun- búar eigi honum mest tilveru sína að þakka. Hann fylgdist ávallt vel með félaginu og gladdist yfir vel- gengni þess. Jón Oddgeir hefur örugglega verið hvíldinni feginn eftir áralang- an heilsubrest. Það er erfitt til þess að hugsa að þessi mikli útivistar- maður og hreystimenni var nær rúmfastur í mörg ár. En orðstír hans mun lifa meðal okkar og Hraunbúar munu ávallt minnast hans sem frumkvöðuls skátastarfs í Hafnarfirði og eins síns besta son- ar. Innilegar samúðarkveðjur era sendar eftirlifandi eiginkonu hans, Fanneyju Jónsdóttur, sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans í erfiðum veikindum í fjölda ára. Skátafélagið Hraunbúar. Fæddur 22. mars 1903 Dáinn 21. janúar 1993 Látinn er í Reykjavík Bjarni Th. Guðmundsson, fyrrv. sjúkrahús- ráðsmaður og bæjarfulltrúi á Akra- nesi. Útför hans verður gerð í dag frá Fossvogskirkju. Bjarni Th. fæddist á Skagaströnd 22. mars 1903. Foreldrar hans voru hjónin María Eiríksdóttir og Guð- mundur Kristjánsson. Hann var fimmta barn foreldra sinna, sem eignuðust alls 10 börn en eitt þeira lést í æsku. Foreldrar hans fluttust síðar að Hvammskoti á Skaga- strönd og þar ólst Bjami upp til 15 ára aldurs í glöðum og fjölmenn- um hópi systkina. Síðan tók hin venjulega lífsbarátta við. Vinna og aftur vinna hvar sem hana var að fá. Bjarni Th. var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Ingibjörgu Sigurðar- dóttur frá Kálfshamarsvík, kvænt- ist hann 1926 og hóf þar búskap. Eftir 7 ára hjónaband eða 1933 andaðist Ingibjörg er hún fæddi þriðja son þeirra. Eftir lát konu sinnar bregður Bjarni búi og flyst á Akranes. Drengirnir þrír voru teknir í fóstur af skyldmennum þeirra hjóna. Tveir létust á æsku- skeiði en sá þriðji er Ingibergur bifvélavirki og bóndi á Rauðanesi í Mýrasýslu. Hann er kvæntur Sigur- björgu Viggósdóttur bónda í Rauða- nesi og eru börn þeirra þrjú. Bjami Th. kvæntist öðru sinni 1937 Þuríði Guðnadóttur ljósmóður á Akranesi. Þuríður var í rúm 30 ár ljósmóðir á Akranesi við mikinn og góðan orðstír, enda frábær ágætiskona að allri gerð. Sonur þeirra er Páll, cand. mag., menntaskólakennari í Reykjavík. Hann er kvæntur Álf- heiði Sigurgeirsdóttur kennara frá Granastöðum í Köldukinn S-Þing. Þau eiga fjögur börn. Þuríður and- aðist 12. desember 1987. Áður en Bjami Th. gerðist bóndi vann hann löngum á sumrin á Siglu- firði og oft sem beykir á síldarplön- um. Á vetrarvertríðinni fór hann til Keflavíkur og vann þar hjá ýmsum útgerðarfyrirtækjum. Hann var eft- irsóttur til starfa, vinnufús og lag- virkur og hinn besti félagi að hveiju sem hann gekk. Eftir að hann flutt- ist á Akranes réðst hann fljótlega til Haralds Böðvarssonar útgerðar- manns og starfaði þar m.a. við af- greiðslu- og innheimtustörf til 1949. Þá tók hann að sér umsjón með byggingarframkvæmdum sjúkrahússins, en smíði þess var þá komin á lokastig. Þegar rekstur þeses hófst 1952 var Bjarni Th. ráðinn framkvæmdastjóri þess eða ráðsmaður, eins og starfið var þá nefnt. Því gegndi hann fram á mitt ár 1965 er hann fluttist til Reykja- víkur. Þar gerðist hann gjaldkeri hjá versluninni Víði og starfaði þar til 70 ára aldurs. Öll þau 13 ár sem Bjarni Th. var ráðsmaður sjúkra- hússins sá hann einn um allan rekstur þess í stóra sem smáu. Einnig fjármál og bókhald. Þetta var ákaflega erilssamt og umfangs- mikið starf, sem hann rækti af ein- stakri samviskusemi og dugnaði, þótt aðstæður væra erfiðar á þess- um frumbýlisárum sjúkrahússins. Hann naut álits og tiltrúar allra þeirra sem til starfa hans þekktu og vináttu lækna og hjúkrunarliðs. Haraldur Böðvarsson var stjórnar- formaður sjúkrahússins og valdi Bjarna Th. til ráðsmennsku þar. Hann hafði reynslu fyrir þvi að honum mátti treysta. í félagsmálum kom Bjarni Th. víða við, enda fórnfús og samvinnu- þýður. Hann var í 8 ár bæjarfull- trúi á Akranesi fyrir Framsóknar- flokkinn, eða 1954-1962. Lengst af þann tíma var hann jafnframt ritari bæjarstjórnarinnar. Lagði hann mikla vinnu í það starf og leysti það frábærlega vel af hendi, eins og öll önnur störf, sem hann tók að sér. Hann átti löngum sæti í bæjarráði. Var í mörg ár í stjórn Sjúkrasamlags Akraness. Hann átti einnig sæti í ýmsum nefndum á vegum bæjarins. Gjaldkeri Fram- sóknarfélags Akraness var hann um langt skeið. Það var almanna- rómur að hveiju því máli væri vel borgið sem Bjarni Th. tæki að sér. Hann naut trausts manna vegna einstakrar samviskusemi, heiðar- leika og skyldurækni í öllum störf- um. Hann vildi aldrei bregðast þeim trúnaði, sem honum var sýndur og hafði löngun til að gera heldur bet- ur en ætlast var til. í starfi sínu sem bæjarfulltrúi var Bjami Th. mjög virkur. Fylgdist vel með framkvæmdum bæjarins og rekstri og lét í sér heyra þætti hon- um eitthvað fara úrskeiðis. Þegar vel gekk leyndi hann heldur ekki gleði sinni. Hann lagði ríka áherslu á góða fjármálastjórn og reglusemi í öllum rekstri bæjarins. Þar yrðu allir starfsmenn að gera skyldu sína. Hann hafði gott samband við fólkið í bænum og næmt eyra fyrir skoðunum þess á stjórn bæjarins. Hann var einlægur og hjartahlýr. Fólk átti því auðvelt með að ræða vandamál sín við hann. í öllu sam- starfi var Bjarni Th. drengilegur og undirhyggjulaus og gerði kröfu til þess að aðrir beittu svipuðum leikreglum. Hann brást hinn versti við, ef út af þessu var brugðið. Refskák var honum andstæð og ógeðfelld, en drengilegt tafl var honum að skapi, enda lengi mjög virkur og áhugasamur skákmaður. Lífsbraut Bjarna Th. er dæmi- gerð fyrir svo marga á fyrstu ára- tugum aldarinnar, sem ekki áttu kost á námi, en urðu að læra af bók lífsins það sem nauðsynlegt var hveiju sinni. Skiluðu síðan verkefn- um sínum með ágætum. Ævi Bjama Th. er ljóst dæmi um menn, sem vaxa með hvetju starfi. Þannig tekst til þegar saman fara mann- kostir, góð greind, einbeittur vilji og sá ásetningur að láta jafnan gott af sér leiða öðram til heilla. í einkalífi var Bjarni Th. ham- ingjusamur, enda þótt nístandi sorgin vitjaði hans af og til. i fyrsta lagi þegar fyrri kona hans lést á besta aldri frá þremur ungum drengjum. Og aftur er hann missti tvo þeirra á æskuskeiði. Slíkt skilur eftir sig viðkvæm sár, sem aldrei gróa að fullu. Bjarni Th. var maður glaðsinna, góður heim að sækja og hafði einstaka frásagnargáfu. Hann mundi löngu liðna atburði fram á síðustu ár og gat haft eftir samræð- ur manna um hin ólíkustu efni eins og þær væru nýjar. Eitthvað átti hann í fórum sínum af þáttum sem hann tók saman. í mörg ár höfðu þau Bjarni og Þuríður þann sið að ferðast um landið í sumarleyfum sínum ef kostur var á. Heimsóttu þá gjarnan æskustöðvar sínar, frændur og vini. Bæði voru þau með afbrigðum trygglynd. Þannig kynntust þau landinu og komu end- urnærð til starfa á ný. Gott var að heimsækja þau hjónin á fallega heimilinu þeirra í Reykjavík. Það gerðum við hjónin af og til okkur til mikillar ánægju. Þar ríkti ætíð gleði og hjartahlýja, ásamt mikilli velvild til allra samferðamanna á lífsleiðinni. Bjami Th. var heilsu- hraustur fram undir áttrætt er fæt- urnir tóku að gefa sig. Fyrir þrem- ur árum fór skynjun hans á lífinu að þverra. Eftir það dvaldi hann á öldranardeild Borgarspítalans. í lífi mínu var Bjarni Th. mikill örlagavaldur. Það var mest fyrir atbeina hans að ég tók að mér starf bæjarstjóra á Akranesi vorið 1954, þótt margir aðrir kæmu þar við sögu. Þar hef ég síðan eytt hálfri ævinni. Heimili hans tók á móti mér og fjölskyldu minni af mikilli vináttu og umhyggjusemi, sem ent- ist alla tíð meðan það stóð á Akra- nesi. Samstarf okkar Bjarna Th. var mikið og gott. Þar bar aldrei neinn skugga á. Þegar leiðir skilja vil ég þakka honum samstarfið, vin- áttu og drengskap, sem aldrei brást. Framsóknarmenn á Akranesi eiga honum mikið að þakka fyrir langt og fórnfúst starf í þágu flokksins, þegar þörfín var mest. Allir sem með honum unnu eða höfðu af hon- um einhver kynni í sambandi við fjölþætti störf hans á Akranesi í 30 ár munu minnast hans með þakktæti og virðingu. Blessuð sé minning mikils sómamanns. Dan. Ágústínusson. Þegar svo stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna sem missir afa er, rifjast upp gamlar minning- ar um hann og Þuríði Guðnadóttur ömmu okkar sem lést fyrir rúmum fimm áram. Afi og amma fluttust til Reykja- víkur 1965 í Sólheimana þar sem við eigum okkar fyrstu minningar um þau. Það var gott að koma til þeirra. Amma lumaði alltaf á ein- hveiju góðu handa „blessuðum börnunum" og afí lagaði leikföngin okkar eða smíðaði ný því hann var mjög laginn í höndum. Ófáar stund- irnar sátum við börnin við eldhús- gluggann á 11. hæðinni, horfðum niður á iðandi borgarlífíð, sem virt- ist ævintýralega smátt, og ræddum við afa og ömmu um lífið og tilver- una. Þegar við urðum eldri kenndi afí okkur að tefla og spila vist og var spilað hvenær sem tækifæri gafst. Afi og amma höfðu yndi af að ferðast. Á góðviðrisdögum var oft lagt upp með nesti í tveggja bíla samfloti í styttri og lengri ferðir, svo sem til Þingvalla eða upp í Rauðanes. Þegar afi og amma voru komin fast að áttræðu óku þau á bíl sínum með okkur á æskustöðvar sínar á Skagaströnd og Vestfjörð- um. Var þá sem þau yrðu ung í annað sinn. í þessum ferðum var alltaf vinsælast að vera í afabíl, en þar varð allt ennþá meira spenn- andi. Þessar ferðir skilja eftir dýr- mætar minningar. Árið 1975 fluttust afí og amma Fædd 8. maí 1898 Dáin 15. janúar 1993 í dag kveð ég Iangömmu hinsta sinni. Margs er að minnast. Lang- amma var mikil kona, sterk, ákveð- in og jafnvel eilítið stjórnsöm. Hún var sem drottning í ríki sínu meðan hún bjó á Laugaveginum, sérstak- lega á jólunum. Jólin voru tími langömmu, það fannst mér alltaf. Þá safnaðist öll fjölskyldan saman á Laugaveginum og mikið var um dýrðir. Langamma var svo gestris- in, alltaf var til nóg af kökum og öðru góðgæti á heimili hennar. Ég man ekki eftir að hafa komið til hennar án þess að fá kökur og mjólk. Og langamma bakaði af hjartans list þar til hún var komin á 91. aldursár. Ég minnist þess að fyrir nokkrum áram var talið að langamma færi að kveðja. En hún ein vissi, að svo upp í Breiðholt svo að auðveldara væri fyrir okkur að viðhalda tíðum heimsóknum og í ársbyijun 1987 voru þau svo heppin að fá íbúð í Seljahlíð sem er í næsta nágrenni okkar. Amma lést eftir tæplega ársdvöl þar og naut þá afi mikils styrks frá starfsfólki og nágrönn- um. Hann bjó þar í tvö ár til viðbót--^ ar, en síðustu þijú ár ævinnar dvaldist hann á Borgarspítalanum þar sem hann naut mjög góðrar aðhlynningar sem starfsfólk á B-5 á þakkir skilið fyrir. í mörg ár hrakaði heilsu afa smám saman, hann varð máttfarinn og gat vart lengur tjáð sig né lesið. En hugsunin var skýr, alltaf ljóm- aði hann þegar við komum í heim- sókn og hann hélt furðuvel færni sinni í að spila vist þótt hann gæti ekki lengur haldið á spilum. Vegna þessa heilsubrests einangraðist'«^r hann frá umheiminum, en hann sýndi mikla þrautseigju og undi sér löngum við útvarp og hljóðbækur frá Blindrabókasafninu. Við kveðjum ástkæran afa með þakklæti fyrir allar samverustund- imar. Það var okkur ómetanlegt að eiga svo góðan afa og ömmu, þau kenndu okkur margt sem við munum alltaf búa að. Blessuð sé minning þeirra. Kristín, Heiðrún, Bjarni og Þuríður Anna. Kæri tengdafaðir. Nú þegar þú ert horfinn okkur get ég ekki stillt mig um að taka mér penna í hönd og minnast þín í fáum orðum. Ég minnist þess ætíð að þegar við Ingi voram nýtrú- lofuð segir kona ein við mig: „Ég ætla að óska þér til hamingju með hvað þú eignast góðan tengda- pabba.“ Og það reyndust orð að sönnu. Seinna þegar barnabömin komu urðu þau strax hænd að afa og vora það mestu gleðistundir á bænum þegar afi og amma í Reykjavík komu í heimsókn í sveit- ina. Og eins var það mikið tilhlökk- unarefni hjá börnunum að fara til Reykjavíkur að heimsækja afa og ömmu. Fáa veit ég um sem afmælis- dagastjörnuspá á jafn vel við en þar segir 22. mars: „Hin sterka persónugerð þín gerir það að verk- um að þú gerir allt af heilum hug, vinnur af alhug og skemmtir þér af alhug, þú eignast marga og trygga vini sakir hins alúðlega og drengilega lundarfars." Og er þetta síst ofmælt. Við fundum sárt til með þér síð- ustu árin þegar heilsan fór að bila og söknuðum þess að geta ekki spjallað eðlilega saman eins og áður því hugsun og skilningur voru í • fullkomnu lagi til dauðadags. Með þér yfir landamærin fylgja innileg- ustu kveðjur og þakkir frá okkur syni þínum, sonarbörnum og fjöl- skyldum þeirra. Vertu svo Guði falinn. Þín tengdadóttir, Sigurbjörg Viggósdóttir. var ekki. Hún var einfaldlega ekki' reiðubúin að kveðja þennan heim. Hún átti meira eftir. Þá vissi ég að langamma færi ekki fyrr en hún sjálf væri tilbúin. Þannig var lang- amma, sterk og baráttuglöð. Og þannig mun ég minnast hennar. En í dag er langamma tilbúin, hún kveður í sátt og knýr dyra í hinu eilífa ríki Guðs. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Ég bið þig, Guð, að láta þitt ei- lífa ljós vaka yfir langömmu. Megi minning hennar lifa að eilífu. Hrafnhildur S. Mooney. Minning María Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.