Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 28. JANUAR 1993 ------------------------- Hádegisverðarhladborðið á Búmannsklukkunni. Dagverður um helgar á Búmannsklukkunni VÍÐA erlendis tíðkast að hótel og veitingastaðir bjóði dagverð í hádeginu. Dagverður er það sem kallast á ensku brunch, úr orðunum breakfast og lunch. Segja má að það sé sameiginleg- ur morgun- og hádegisverður. Þær stöllur sem reka saman Búmannsklukkuna, Steinunn og Anna, tóku nýlega upp á því að bjóða gestum sínum upp á dagverð frá kl. 11 til 15 laugard. og sunnud. Á hlaðborðinu er heit súpa, heimabakað brauð, brauðhringir, þasta og túnfískssalöt, álegg, reykt- ur lax, heit heimalöguð lifrarkæfa, ostar, ferskir ávextir og kaka og svokölluð muffíns með kaffinu. Af heitum réttum geta dagverðargestir valið um mismunandi eggjarétti og amerískar pönnukökur með sírópi eða berjamauki. Kaffí eða djús er innifalið í verði sem er 950 kr. fyr- ir fullorðna og helmingur fyrir böm að 12 ára aldri. Steinunn var beðin að gefa les- endum uppskrifír af bláberjamuff- ins' og gulrótartertu. Blóberjamuffins Steinunn tekur fram að helst þurfi að nota amerísk bollamál í upp- skriftina. Einn amerískur bolli samsvarar um það bil 2.5 desílítr- um.. 2 bollar hveiti 2 tsk. lyftiduft varlega samanvið þegar búið er að velta þeim lauslega úr hveiti. Deigið er sett í bréfform og ofan í muffinsform sem fást í búsáhalda- verslunum og eru fyrir 6-12 muff- ins. Fyllt að %og bakað við 200 gráðu hita í 10-15 mínútur. Borðið heitt með smjöri Gulrótnrkaka 1 1/2 bolli matarolía 2 bollar sykur 4egg 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. kanill 1 1 /2 tsk. sódaduft 1 tsk. salt 2 bolli hveiti 2 bollar rifnar gulrætur (setja þétt í bolla) 1 bolli kurlaður ananas sem búið er að sigta vel 2 tsk. vanilludropar 1 bolli sykur 1 bolli blóber (fryst eða niðursoðin, síuð og þeim velt úr hveiti) 1 /2 bolli appelsínudjús 1/2 bolli matarolía 2egg Hveiti, lyftidufti og sykri blandað í skál og er djúsi og matarolíu bætt við. Síðast er blábeijum bætt bolli saxaðar valhnetur bolli saxaðar rúsínur Hrærið saman olíu, sykri og einu eggi í einu bætt út í. Þurrefnum hrært samanvið og að síðustu gul- rótum, ananas, valhnetum og rúsín- um. Setjið í stórt eldfast form og bakið í vel smurðu formi við 180 gráðu hita í 1 lóklukkustund. Krem á kökuna 50 g rjómaostur 350 g flórsykur sítrónusafi Osti og flórsykri hrært saman og bleytt í með sítrónusafa. Kremið á að vera þykkt. Hjúpið kökuna með kreminu og skreytið með val- hnetum. ■ Oðruvísi hamborgarar VERÐKÖNNUN VIKUNNAR Hvað taka sérfræðingarnir fyrir skattframtalið? Her er um viðmiðunarverð að ræða, það getur orðið ^ ^ hærra eða lægra eftir umfangi skýrslunnar. _ 5 . ^ 'Sb Launþegi á íbúð, skuldar ekkert Launþegi er að byggja, húsbyggingarskýrsla, lánaskýrsla Launþegi á (búð, skuldar lítið, fær ökutækjastyrk Launþegi selur íbúð og kaupir nýja Launþegi á íbúð, með miklar skuldir í vanskilum Launþegi slítur hjúskap, tvö framtöl, eignir og skuldir færðar skv. skilnaðarsamningi ■fe’ -1 #| 15 1 X & I |í* III |fS§ II III IÍJ ■S l| !.# f? ííf #1 JtJ ^ ö (U .«o 1* ll ■Vl Ö 9.000 5.000 8.500 9.500 4.000 4.000 7.000 11.000 15.000 8.500 9.500 7.500 9.000 11.000 10.000 7.000 8.500 9.500 5.500 11.000 10.000 11.000 8.000 8.500 9.500 7.000 17.000 10.000 11.000 12.000 8.500 9.500 7.500 17.000 10.000 11.000 15.000 8.500 9.500 7.500 23.000 15.000 Lítil samkeppni um gerð einstaklingsframtala ÞÓTT flest þjónustufyrirtæki séu í samkeppni um viðskipta- vini virðist ekki gegna sama máli um endurskoðunarskrif- stofur þegar um er að ræða launafólk og skattframtöl þeirra. Flestir endurskoðendur sem Daglegt líf ræddi við sögðust að mestu leyti hafa fyrirtæki á sinni könnu. Þó væri alltaf nokkuð um einstaklingsframtöl í tengslum við fyrirtækin og fyrir vini og venslamenn. Sjaldnast vísuðu þeir einstakl- ingum á dyr, en reyndu ekki sérstaklega að laða þá að. Síðasti skiladagur einstaklings- framtala er 10. febr. og byijað var að bera eyðublöð í hús um helgina. Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar vararíkisskattstjóra er stefnt að því að eftir 2-3 ár verði búið að skrá upplýsingar um laun, fasteignir og bifreiðar í við- eigandi reiti áður en launþegi fær eyðublöðin. Stuðst verður við öku- tækjaskrá, fasteignamatsskrá og ýmsar haldbærar upplýsingar um eignir og skuldir. Fyrsta skrefíð ereyðublað, sem 12 þús. einstakl- ingar fá nú með framtölum til þess að leiðrétta eignaprósentu í fasteignamatsskrá. ViðmlðunarverA Daglegt líf kannaði hvað sér- fróðir aðilar tækju fyrir einstakl- ingsframtöl. Þeir sem gáfu upp verð tóku allir skýrt fram að ein- ungis væri hægt að gefa upp við- miðunarverð, því gögnin væru mismunandi vel búin í hendur þeirra. Stundum kæmi fólk með alla pappíra í megnustu óreiðu; óflokkaða í plastpokum og kom- móðuskúffum, og drægi síðan hina og þessa reikninga, skælda og krumpaða, upp úr vösum og veskjum. Oft væru ýmis gögn glötuð og þyrftu þeir að leggja á sig mikla vinnu til að sannreyna upplýsingar. Slík viðbótarvinna væri yfirleitt verðlögð sérstaklega og oftast miðuð við tímakaup. Verðið á meðfýlgjandi töflu er því miðað við að gögn og upplýsingar liggi fyrir og allt sé nokkrun veg- inn í röð og reglu. Jafnvel þá eru ýmis frávik á verði því viðmælend- ur sögðust oftar en ekki taka til- lit til persónulegra aðstæðna fólks og haga verðlagningu samkvæmt því. Ókeypis aðstoð Samkvæmt 5. málsgrein 91. gr. laga um tekju- og eignaskatt geta þeir einir, sem vegna örorku, fötlunar eða elli, eru ófærir um að útfylla skýrslur sínar sjálfir, fengið þá þjónustu ókeypis hjá skattstofum í sínu byggðarlagi, og einungis við gerð einföldustu framtala. Aðrir einstaklingar geta leitað til starfsfólks á skattstofum um upplýsingar en verða sjálfir að fylla út framtölin. „Gerum ekki út á þennanmarkað" Endurskoðendur og viðskipta- fræðingar taka yfirleitt ekki aukaþóknun fyrir að reikna út skatta, yfirfara álagningarseðla, eða sækja um frest. Þeir töldu flesta launþega vera með tiltölu- lega einföld framtöl og þyrftu ekki að veigra sér við að gera þau sjálfír, enda fylgdu góðar leiðbein- ingar með. Aftur á móti væri al- menningi oft ókunnugt um ýmsa frádráttarbæra liði. Til dæmis gætu þeir sem yrðu fyrir miklum útgjöldum vegna viðhalds íbúðar- húsnæðis eða náms barna, at- vinnulausir og sjúklingar sótt um skattaívilnun á þar til gerðu eyðu- blaði. Margir endurskoðendur neit- uðu alfarið að nefna verð og sögð- ust einfaldlega ekki geta bætt við sig meiri vinnu og ýmsir svöruðu á þá leið að þeir „gerðu ekki út á þennan markað, þetta væri tómt vesen því fólk skilaði seint og illa, stöðugt kvabb og ómögulegt að gefa upp fast verð“. Þeir sem þátt tóku í könnun- inni„gera ekki endilega út á þenn- an markað" en hafa þó framtöl allmargra einstaklinga á sínum snærum. Verðskrána hafa þeir til hliðsjónar. ■ vþj Hvað kostar að bjóða gestum í mat? tfVERNIG værí að breyta aðeins til og klæða buffið eða hamborgarann í skrautlegan og næringarríkan búning? Það sem þarf til er stór gulrót og blaðlaukur. Gulrót er skafin með kartöfluskrælara og græni hluti blaðlauksins skorinn í í langar mjóar ræmur. Þessu er fléttað saman eins og sést á myndinni og sett utan um buffið eða hamborgarann. Ræmurnar verða meðfærilegri sé þeim stungið í soðið vatn smástund. Þegar búið er að klæða buffið er gott að setja það í ofn í smátíma og láta yfír álpappír. ■ DÝRASTI liðurinn í matarinn- kaupum þegar bjóða á gestum heim er líklega kjötið eða fisk- urinn. Það munar hinsvegar miklu hvort bjóða á í svínalund- ir eða ýsurétt því á meðan kíló- ið af svínalundum kostar að meðaltali um 1800 krónur kost- ar kílóið af ýsuflökum um 450 krónur. Við hringdum á nokkra staði og fengum uppgefið verð á eftirtöldum vöruliðum. Verðið hér að neðan er fengið með því að taka meðaltal af því verði sem okkur var gefið upp á mismunandi stöðum. Það var sláandi hversu mikill verðmunurinn var oft, t.d. munaði á fjórða hundr- að krónur á hæsta og lægsta verði á svínalundum og nautasnitzeli. Munurinn á ýsuflökum, rækjum og rauðsprettu var hinsvegar ekki nema um hundrað krónur. 1 kíló Kjúklingar.....620 krónur 1 kíló svínalundir...1800 krónur 1 kíló lambalæri......795 krónur 1 kíló nautasnitzel....l500 krónur lkílóýsuflök.........449 krónur 1 kíló úrvalsrækja....860 krónur 1 kíló rauðspretta....460 krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.