Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 15
15 í bakkann hér og þar. Rekstrar- kostnað ríkisins verður að lækka. Við getum ekki unnið fyrir honum lengur, hversu miklar kröfur sem þrýstihóparnir innan og utan þinga gera. Eina færa meginleiðin í þessari viðleitni er að færa verkefni frá ríkinu til sveitarfélaganna. Ef fólkið tekur virkan þátt í stjórn- málum í sínu sveitarfélagi, munum við sjá skjótan árangur. Því sá er eldurinn jafnan heitastur er á sjálf- um brennur. Almennt aðhald í ríkisrekstrin- um, svo sem aðhald í ferðakostn- aði ríkisstarfsmanna og fleira þess háttar, er auðvitað sjálfsagt. En það er þó léttvægt miðað við þann heildarárangur, sem fyrrnefnd skipulagsbreyting mun gefa af sér. Ef tekjumar minnka verður rekstrarkostnaður að minnka. Þetta veit hver húsmóðir og svona einfalt er það. Nýtni og sparsemi eru þær dyggðir, sem hveiju heim- ili hafa verið farsælastar í gegnum aldirnar. Það hefur ekkert breyst. Opinber rekstur er ekki hætis- hót öðruvísi. Spyrjum okkur þeirr- ar spurningar hvað við myndum gera, ef hér yrði alvöru kreppa með tveggja stafa atvinnuleysi. En þjóðargjaldþrot myndi einmitt færa okkur slíka niðurstöðu. Og við höfum ekki Dani til að bjarga okkur eins og Færeyingar. Það er búið að tala um aðhald og sparnað of lengi án þess að eitthvað sé gert. Við þurfum at- hafnir í stað orða. Báknið situr á herðum okkar sem fastast. Við verðum að koma því ofan áður en fætur okkar kikna og við sökkvum í fenið. Báknið burt! Höfundur er verkfræðingur. —..-..♦-♦■.4--- Garður Mikið at- vinnuleysi Garði. Atvinnulausum hefir fjölgað mjög í bænum frá því um áramót- in og eru nú um 25 manns á at- vinnuleysisskrá en um og fyrir áramótin voru 10-15 manns á skrá. Helztu fyrirsjáanleg . verkefni framundan er nýi vegurinn sem leggja á sem aðalbraut niður á Garðveg af veginum upp í Flug- stöð. Óvíst er hvort eða hve margir Garðmenn fá vinnu við þetta verk. Bygging íþróttahússins er nokkuð á eftir áætlun þessa dagana en húsið og sundlaugin verða tekin i gagnið í haust. Fjallháir skaflar eru í bænum og vissara að aka um bæinn með gát. Arnór. -----» ♦ ♦ Prestsembætti auglýst laus BISKUP íslands hefur auglýst eftirtalin embætti laus til um- sóknar. Desjamýrarprestakall í Múla- prófastsdæmi, stöðu fangaprests, stöðu aðstoðarprests í Keflavíkur- prestakalli, stöðu aðstoðarprests í Vestmannaeyjaprestakalli og stöðu farprests í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 1993. TZutcuzcv Hcílsuvörur nútímafólks _______L______ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993 Hólmavík Sr. Sigríður hlaut bindandi kosningu Á FUNDI sóknarnefnda og varasóknarnefnda í Hólmavíkurkirkju sl. föstudag var kosið til prestsembættis á Hólmavík. f kjöri var sr. Sigríður Óladóttir og hlaut hún öll atkvæði fundarins. Fundurinn var fjölsóttur þrátt fyrir langvarandi ótíð og erfiða færð. Þurftu fundarmenn að sætta lagi þegar vegir voru opnaðir til að komast til fundar úr nærliggj- andi sóknum. Sr. Sigríður hefur þjónað á Hólmavík síðan í maí, en hlýtur með þessu bindandi kosningu til prestakallsins. Þar eru utan Hólmavíkurkirkju fjórar sóknir; á Dranganesi, Kaldrananesi, Stað í Steingrímsfirði og í Kollafjarðar- nesi. Þríggja daga lokaútsala Kaupió vandaðan, franskan og ítalskan herrafatnað á gjafverði. Gjafavörur á stórlækkuðu verði. boqis LAUGAVEGI66 - SÍMI24494. SKATTFRAMTÖL - ÁRSUPPGJÖR Tek að mér að gera skattframtöl og ársuppgjör fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Annast einnig kærumál og alhliða bókhaldsþjónustu. Siguróur Páll Hauksson viðskiptafræðingur, sími 91-624756. V_________________________________/ Tegund N P2O5 k2o Ca s Verð í jan/júní Verð í júlí Verð í ágúst Verð í sept. Kjarni 33 0 0 2 0 25.320 25.620 25.920 26.200 Magni 1 26 0 0 9 0 21.080 21.320 21.560 21.820 Magni 2 20 0 0 15 0 17.440 17.640 17.840 18.040 Móði 1 26 14 0 2 0 28.840 29.160 29.500 29.820 Móði 2 23 23 0 1 0 30.880 31.240 31.580 31.940 Áburðarkalk 5 0 0 30 0 9.580 9.700 9.800 9.920 Blákorn 12 12 17 2,6 7,7 36.660 37.080 37.500 37.920 Græðir 1a 12 12 19 0 6 31.820 32.180 32.560 32.920 Græðir 1 14 18 18 0 6 32.440 32.820 33.200 33.560 Græðir 3 20 14 14 0 0 28.740 29.080 29.400 29.740 Græðir 5 15 15 15 1 2 27.700 28.020 28.340 28.660 Græðir 6 20 10 10 4 2 26.960 27.280 27.580 27.900 Græðir 7 20 12 8 4 2 27.300 27.600 27.920 28.240 Græðir 8 18 9 14 4 2 26.320 26.620 26.940 27.240 Græðir 9 24 9 8 1,5 2 28.440 28.780 29.100 29.440 Þrífosfat 0 45 0 0 0 25.820 26.120 26.420 26.720 Kalíklóríð 0 0 60 0 0 23.140 23.400 23.660 23.920 Kalisúlfat 0 0 50 0 17,5 34.020 34.420 34.800 35.200 í ofangreindu veröi er viröisaukaskattur 24,5% innifalinn. Veröiö gildir á öllum höfnum landsins. í Gufunesi er veittur afsláttur kr. 500.- pr. tonn, afgreitt á bíla. a) Staðgreiðsla með staðgreiðsluafslætti sem er 5,6% í febrúar, 4,4% í mars og 3,2% f apríl og síðan 2,0% afsláttur. b) Kaupandi greiði með 10 jöfnum mánaðarlegum greiðslum og hefjist greiðslurnar í febrúar og Ijúki í nóvember. c) Kaupandi greiði með 8 jöfnum mánaðarlegum greiðslum og hefjist greiðslurnar í mars o gljúki í október. d) Kaupandi greiði með 6 jöfnum mánaðarlegum greiðslum og hefjist greiðslurnar í apríl og ljúki í september. e) Kaupandi greiði með 4 jöfnum mánaðarlegum greiðslum og heQast greiðslurnar í maí og ljúki í ágúst. Gjalddagi samkvæmt liðum b) til e) er 25. hvers mánaðar. Gerður skal samningur um lánsviðskipti Vextir reiknast frá og með 1. júlí 1993. Vextir reiknast síðan á höfúðstól skuldar eins og hún er á hverjum tíma fram til síðasta greiðsludags. Vextir skulu vera þeir sömu og afúrðalánavextir auglýstir af Landsbanka íslands. Vextir greiðast eftirá á sömu gjalddögum og afborganir. Fyrir þeim hluta viðskiptanna sem eru lánsviðskipti skal leggja fram fúllnægjandi tryggingu að mati Áburðarverksmiðjunnar, t.d. í formi bankaábyrgðar. ABURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS Síml 91-67 32 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.