Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANUAR 1993 19 Ekkert lát virðist á borgarastyrj oldinni í Angóla Litlar líkur taldar á friðarsamkomulagi Luanda. Reuter. SAMNINGAMENN stjórnarinnar og UNITA-hreyfingarinn- ar í Angóla komu í gær til Addis Ababa til að freista þess að semja um frið í landinu en ólíklegt er talið að það takist í bráð. Að sögn fjölmiðla í Angóla var enn hart barist í miðhluta landsins í fyrradag, einkum í grennd við borgina Huambo, höfuðvígi UNITA. í fjölmiðlum sagði að tvær mikil- vægar brýr hefðu verið sprengdar í loft upp í Cuanza Sul-héraði í vestur- hiuta landsins, þar sem UNITA-hreyfingin hefur náð tals- verðum landsvæðum af stjórnar- hemum að undanförnu. Stjórnarerindrekar í Luanda sögð- ust efast um að viðræðurnar í Addis Ababa leiddu til friðar í Angóla í bráð. Þetta er í fyrsta sinn sem hátt- settir embættismenn stjórnarinnar ræða við fulltrúa UNITA frá því bardagarnir í landinu hófust fyrir alvöru í byijun mánaðarins. Stjórnarerindrekarnir sögðu að Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, neit- aði enn að sætta sig við úrslitin í kosningunum í landinu í september. Erlendir eftirlitsmenn segja að ekki sé hæft í staðhæfingum Savimbis um að stjórnin hafi tryggt sér sigur í kosningunum með stórfelldu svindli. Búist er við að viðræðurnar standi í tvo til þrjá daga og fjallað verði um ýmis ágreiningsmál fylkinganna um herinn og stjórnarhætti í land- inu. Stjórnarerindrekarnir í Luanda sögðu að stjórnin væri nú líklega fúsari en áður til að friðmælast við UNITA þar sem stjórnarherinn hefði farið halloka í bardögunum að und- anförnu. Hann beið meðal annars ósigur í bardögum um olíuborgina Soyo og honum tókst ekki að endur- heimta Huambo þrátt fyrir rúmlega tveggja vikna loft- og stórskotaárás- ir. UNITA-hreyfingin hefur einnig eyðilagt mannvirki vatnsveitu í grennd við Luanda þannig að vatns- laust hefur verið í höfuðborginni. Bardagarnir í Angóla hafa kostað þúsundir manna lífið og valdið miklu tjóni í nokkrum borgum. Boutros- Boutros Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt til að eftirlitsmenn samtakanna í land- inu verði kallaðir heim ef ekki verð- ur samið um vopnahlé fyrir 1. júní. Sex metra hátt kerti Sex metra háu kerti hefur verið komið fyrir í kirkju serbnesku rétttrún- aðarkirkjunnar í Belgrad til minningar um öll börnin sem hafa beðið bana í stríðinu í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu undanfarin tvö ár. Á myndinni virða kirkjugestir kertið fyrir sér. -----■*-------- Slóvakía Hvorugnr náði for- setakjöri Bratislava. Reuter. EKKI tókst að kjósa forseta Slóv- akíu á þingi landsins í gær og er þetta í annað sinn á tveimur dögum sem frambjóðendur til embættisins fá ekki tilskilinn meirihluta. Vladimir Meciar forsætisráð- herra varð fyrir miklu áfalli þegar frambjóðandinn, sem hann hafði tilnefnt, Roman Kovac aðstoðarfor- sætisráðherra, fékk aðeins 78 at- kvæði í forsetakjörinu í gær, en þurfti 90. Milan Ftachnik, fram- bjóðandi fyrrverandi kommúnista, fékk 31 atkvæði. Talið er að a.m.k. tíu þingmenn Lýðræðishreyfmgar Slóvakíu, flokks Meciars, hafi ekki greitt atkvæði með Kovac, heldur setið hjá. Efnt verður til nýs forsetakjörs 15. og 16. febrúar og þá verða nýir menn í framboði. Talið er að frambjóðandi Lýðræðishreyfingar- innar verði þá hagfræðingurinn Michal Kovac, fyrrverandi forseti þings Tékkóslóvakíu, sem leið undir lok um áramótin og skiptist í tvö ríki, Tékkneska lýðveldið og Slóv- akíu. ALMENNINGSVAGNAR VIÐ HÖFUM ENDURSKOÐAÐ LEIÐAKERFIÐ Ný leiðabók tekur gildi laugardaginn 30. janúar 1993 'm rW Flýtt um 4 mínútur Akstri á stofnleið kerfisins, leið og öllum tengdum leiðum, hefur verið flýtt um fjórar mínútur. Þetta er gert til að ná betri tengingu á Laugavegi við eftirtaldar leiðir SVR sem fara í austurhluta borgarinnar: Leið 4 um Sæbraut^v (tengist atvinnusvæði Sundahafnar og Elliðavogs) Leið 10 um Árbæ Leið 12 um Breiðholt Leið 15 um Höfðabakka og Grafarvog Leiö 141 ekur nú um Listabraut og tengist þannig Kringlunni. Leiðum í Mosfellsbæ hefur verið breytt þannig að virka daga á veturna ekur innanbæjarvagn, sem tengist leið 170 við Háholt. “ Leiö 142 ekur nú um Álfaskeið í Hafnarfirði og um Dalveg í Kópavogi. Innanbæjarleið í Garðabæ, leið 51, hefur verið endurbætt og liggur nú um Hæðahverfi. Til hamingju, ágætu farþegar! Tilraunin með næturakstur, leið 149, hefur tekist vonum framar og verður fram haldið. DIOR VORLITIRNIR ’93 KOMNIR Di íor Almenningsvagnar bs. hófu akstur í ágúst 1992. Fargjöld hafa ekki hækkað frá upphafi. Á sama tíma hefur bensínverð hækkað um 15 %. Það borgar sig að taka strætó - það er engin spurning Nýja leiðabókin fæst á miðasölustöðum AV Laugardaginn 30. janúar gefum við öllum farþegum með AV leiðabók til kynningar ALMENNINGSVAGNAR -brú milli byggða NÝR DAGUR..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.