Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 48
Islendingar í Kúvæt: LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Boði um .fararleyfi hafnað ÍSLENSKU fjölskyldurnar tvær í Kúvæt hafa afráðið að sinna ekki boði stjórnvalda í írak um farar- leyfi til handa vestrænum konum og börnurn í írak og Kúvæt. Fyrr í vikunni lýsti Saddam Huss- ein, forseti íraks, því óvænt yfir að öllum vestrænum konum og börnum þeirra yrði leyft_ að halda frá Irak og Kúvæt, sem írakar hafa nú inn- limað. Fréttir í gær hermdu að nokkrir tugir kvenna og barna hefðu fengið tilskilin fararleyfi í Bagdad, höfuðborg íraks. » Þau boð bárust frá sendiráði Dan- merkur í Kúvæt-borg í gær að íslensku fjölskyldurnar, Gísli H. Sig- urðsson læknir og eiginkona hans, Birna G. Hjaltadóttir, og Kristín Kjartansdóttir, eiginmaður hennar og fjögur börn, hefðu ákveðið að halda kyrru fyrir í Kúvæt. Jafnframt bárust þau skilaboð frá íslendingun- um að ekkert amaði að þeim. Gætum verið stórirroð- ftrniúeiðendur - segirfram- kvæmdastjóri SIF „ERLENDIS framleiða menn til dæmis seðlaveski, skó og töskur úr steinbíts- og laxaroði en það er miklu seigara en þorskroð. Það er umhugsunarefni hvort við get- um sjálfir unnið fiskroð og vörur úr því og mér finnst sjálfsagt að skoða það ítarlega, því Islending- ar gætu verið stórir framleiðend- ur á roði,“ segir Magnús Gunnars- son framkvæmdastjóri Sölusam- ‘ —tjands íslenskra fiskframleiðenda. Morgunblaðið greindi frá því á þriðjudag að ýmsir kunnir tískuhönn- uðir gæfu nú fiskroði vaxandi gaum og teldu það líklegt hráefni í hátísku- varning, ekki síður en krókódíla- og slönguskinn, eðluskinn og álaroð. Úr fiskroði eru til dæmis framleidd kúrekastígvél, axlabönd og úraarm- bönd. „Við seldum ítölsku fyrirtæki salt- að þorskroð fyrir nokkrum árum en fyrirtækinu tókst ekki að súta roðið og það hætti svo starfsemi," segir Magnús Gunnarsson. Nemum fagnað með rauðum rósum iviurguuuia.uiu/ l'uikuu Nýnemar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla mættu í fyrsta sinn í skólann í gær. Var þeim fagnað með rauðum rósum og að því búnu var þeim sýndur skóiinn. Skólastarf hefst í flestum skólum landsins í næstu viku. Ágreiningur um viðtöku á farseðlum Arnarflugs * Flugleiðir sögðust taka við öllum farseðlum Arnarflugs, segir Arni Þór Sigurðsson AGREININGUR er milli Flug- leiða annars vegar og samgöngu- ráðuneytis og Arnarflugs hins vegar um hve langt Flugleiðir eigi að ganga í að taka við far- seðlum Arnarflugs. Flugleiðir til- kynntu í gær, að félagið tæki við farseðlum Arnarflugs til 5. sept- ember, en skilningur Arnarflugs og ráðuneytisins er, að Flugleiðir hafi skuldbundið sig til að taka fortakslaust við öllum farseðlun- um, öðrum en frímiðum, þegar félagið tók við áætlunarleiðum Arnarflugs í fyrrakvöld. „Það er alveg ljóst að þeir sögðu að þeir mundu taka við öllum farseðlum Arnarflugs, að undanskildum þessum augljósu frímiðum og um það var enginn ágreiningur," sagði Arni Þór Sigurðsson, deild- arstjóri í samgönguráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- Bílastæðagjöld í Reykjavík hækka um allt að 50% í dag í DAG, 1. september, breytist; gjaldskrá vegna leigu á bílastæðum borgarinnar og nemur hækkun allt að 50%. Þá hækka stöðubrota- sektir, aðrar en stöðumælasektir, um 100%. Að sögn Inga Ú. Magnús- sonar gatnamálastjóra er ástæða hækkunarinnar sú að gjöld þessi hafa verið óbreytt frá 1. mars 1988. Hann segir það þó skoðun sína að með tilliti til þjóðarsáttar hafi þessum hækkunum verið valinn óheppilegur tími en um ákvörðun borgarstjórnar sé að ræða. Verð- lagsstofnun hafði ekki borist vitneskja um þessa hækkun þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða Guðmundar Sigurðssonar yfirvið- skiptafræðings stofnunarinnar. Hann sagði að málið yrði kannáð og sagði að sjálfsagt yrðu gerðar athugasemdir ef í ljós kæmi að hækkanirnar styddust ekki við heimildir í sérlögum. Hann kvaðst telja ljóst að hækkanir af þessu tagi væru óheppilegar á tímum þjóðarsáttar. Ekki hækka öll bílastæðagjöld, því tímagjald í almenna stöðumæla verður óbreytt 50 krónur og fyrir fyrstu klukkustund í bílastæðahúsi og Bakkastæði lækkar gjaldið úr 40 krónum í 30 krónur. Eftir fyrsta klukkutímann verður gjaldið 50 krónur í stað 40 króna áður. í Tollbrú, á þaki Tollstöðvarinnar, hækka gjöldin um 25%, heill dagur úr 150 krónum í 200 og hálfur dagur úr 75 krónum í 100. Mánaðargjald á Bakkastæði hækkar úr 3.000 krónum í 4.500 krónur, um 50%, en fyrir 3.000 krónur verður nú hægt að kaupa mánaðarkort fyrir hálfan daginn. Slíkt er nýlunda. I bílastæðahúsum borgarinnar: Kolaporti, Vesturgötu 7 og Bergs- húsi, hækkar mánaðargjaldið úr 4.000 krónum í 5.500 krónur, eða um 38%. í Kolaporti verða seld framvegis mánaðarkort á hálfs- dagsstæði fyrir 3.000 krónur. Stöðumælasektir breytast ekki, verða áfram 500 krónur og 300 krónur sé greitt innan þriggja daga en gjöld vegna annarra stöðvunar- brota tvöfaldast; hækka úr 500 krónum í 1.000, en úr 300 í 600 sé greitt innan þriggja daga. stjóri markaðssviðs Flugleiða, segir að tekið verði við öllum farseðlum þeirra einstaklinga eða hópa sem eru að enda ferð sína. Því eigi eng- ir að verða strandaglópar í miðri ferð af þeim sökum. Hann segir að til og með næsta miðvikudegi, 5. september, verði tekið við öllum farseðlum þeirra sem eru að hefja ferð, Flugleiðir vilji beina þeim til- mælum til væntanlegra farþega, með Arnarflugsmiða, að þeir snúi sér til söluaðila og reyni að fá mið- ana endurgreidda og fá Flugleiða- miða í staðinn. „Við munum að sjálfsögðu hafa hagsmuni farþeg- ans að leiðarljósi, við stefnum að því að fólk lendi ekki í vandræðum og ætlum að búa þannig um hnút- ana,“ segir Pétur. Hann segir að Flugleiðir taki einnig við vöru- og póstflutningum á flugleiðum Arnarflugs. Pétur segir það vera ótvírætt, að leyfi Flugleiða á flugleiðum Arn- arflugs sé tímabundið í tvo mánuði. Árni Þór Sigurðsson segir að á fundi ráðherra með fulltrúum Arn- arflugs og Flugleiða í fyrrakvöld, hafi verið gengið frá því, að Flug- leiðir skuldbyndu sig til að taka við öllum farseðlum Arnarflugs, að undanteknum hluthafamiðum og öðrum frímiðum. „Hins vegar er kominn upp ágreiningur um túlkun á þessu. Það kemur í ljós að Flug- leiðir geta ekki með þessu móti tryggt að þeir fái greiðslu fyrir flug- ið sem þeir sinna.f Hann segir að þær skýringar sem Flugleiðir hefðu gefið í gær teldi hann ekki vera fullnægjandi. Samgönguráðherra hefur til- nefnt Magnús Oddsson ferðamála- stjóra fulltrúa sinn og oddamann f nefnd sem fer yfir samkomulagið, þar á meðal ágreiningsmál eins og um farseðlana. Nefndin hóf störf í gær og vinnur um helgina og er að vænta frá henni yfirlýsingar á sunnudag eða mánudag. Geir Gunnarsson, stjórnarfor- maður Arnarflugs, segir að sam- gönguráðherra hafi sett það skil- yrði fyrir því, að félagið fái áætlun- arleyfi á ný, að enduruppbygging Arnarflugs takist og að það verði á stöðugri fótum en það er í dag. Hann segir skilyrðið vera, að eig- infjárstaða félagsins verði jákvæð um ákveðna upphæð, en hver sú upphæð er vill Geir ekki upplýsa. Hann segir áætlanir nú sýna að eiginfjárstaðan sé neikvæð um ná- iægt 500 milljónir króna. Hann seg- ir það koma í ljós fyrri hluta næstu viku, hvort tekst að ná þessari fjár- mögnun. í bréfi Arnarflugs til ráðherra ei' farið fram á að Arnarflugi verði veitt áætlunarleyfin á ný 1. desem- ber næstkomandi, en Geir segir að sá tími hafi verið styttur í tvo mán- uði að kröfu Flugleiða. Geir var spurður hvort Arnarflug gæti treyst því að fá flugleyfin aft- ur, ef endurskipulagning tekst. „Já, ef maður á að trúa orðum ráð- herra,“ sagði hann. Sjá bréf Geirs Gunnarssonar til samgönguráðherra bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.