Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Innfj arðarrækj u veiðar: Stefnan hefur veríð við lýði í áratugi — segir Guðmundur A. Hólmgeirs- son, útgerðarmaður á Husavík „ÞAÐ ER ekki verið að taka upp nýja stefnu í sambandi við veiðar á inníjarðarrækju nú. Sú stefna, að leyfa aðeins þeim bátum sem Eyjagörður: Seinni slætti ekki lokið víða MARGIR bændur i Eyjafirði hafa enn ekki lokið seinni slætti, en herslumuninn vantaði upp á að tækist að ná inn öllu heyi áður en rigningatíð síðustu tveggja vikna hófst. Olafur Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði að heyfengur væri góður þeg- ar á heildina væri litið og gæði heysins einnig. Framan Akureyrar þar sem nokkrar kalskemmdir voru var hey- fengur í fyrri slætti minni en í meðallagi, en seinni sláttur bætti hann mjög upp, að sögn Ólafs, en þar var seinni sláttur víða betri en sá fyrri. eiga heimahöfn við þá fírði og flóa þar sem rækja finnst hveiju sinni, hefur verið við lýði í ára- tugi og það hefur verið ágæt sátt um hana,“ segir Guðmundur A. Hólmgeirsson útgerðarmaður á Húsavík, og nefndi sem dæmi rækjuveiðar í _ ísafjarðardjúpi, Öxarfírði og Hunaflóa. Síðastliðinn föstudag var opnað svæði á Skjálfandaflóa, innan línu sem dregin er á milli Flateyjar og Lágeyjar, og var þremur bátum frá Húsavík leyft að veiða þar rækju fram til 10. september næstkom- andi. Valdimar Kjartansson, út- gerðarmaður á Hauganesi, segir eyfirska sjómenn og útgerðarmenn óánægða með þá ákvörðun sjávar- útvegsráðuneytisins að leyfa aðeins Húsvískum bátum rækjuveiðina á Skjálfandaflóa, ekki síst þegar fregnir berast af því að bátarnir séu að fá um eitt tonn í holi af stórri og góðri rækju. Guðmundur segir veiðarnar að- eins á tilraunastigi, og lítið væri vitað um framhaldið. Hins vegar lofaði þetta góðu, og væri rækjan bæði væn og stór. „Au pair'* „Au pair“ óskast til New York. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Yngri en 20 ára kemur ekki til greina. Upplýsingar í síma 96-24339. • • STALFISKIKOR Viljum kaupa notuð stálfiskikör. Upplýsingar í síma 96-61762. SÆFARI ,Hrísey. Veitingahús Til sölu eða leigu er veitingahús í Hafnarstræti 100, Akureyri. Uppl. gefa Rúnar í síma 91-641866 og Baldur í síma 96-24222. Olunn slátrarlaxi Morgunblaðið/Rúnar Þór Unnið var af kappi við laxaslátrun á bryggjunni á Dalvík í fyrradag, en þá var slátrað um 6-7 tonnum af laxi hjá fiskeldisfyrirtækinu Ölunn á Dalvík. Fiskurinn var unninn hjá Blika hf. og seldur á Bandaríkja- markað, en meðalvigtin var um 2,5 kíló. Fjökli ferðamanna í Grímsey í sumar MIKILL ferðamannastraumur hefur verið til Grímseyjar í sum- ar og skiptir þar eflaust mestu að samgöngur á sjó hafa batnað mjög með tilkomu Eyjaíjarðar- ferjunnar Sæfara. Yrma Ingimarsdóttir og Regína Halldórsdóttir frá Dalvík sjá um gistiaðstöðuna og veitingasölu í fé- lagsheimilinu Múla í Grímsey, en kvenfélagið í eynni eru með húsið á leígu. „Það hefur verið mjög mik- ið að gera r sumar og það eru bæði íslendingar og útlendingar sem hafa verið hér á ferðinni," sagði Yrma í samtali við Morgunblaðið. Boðið upp á gistingu í skólastofu sem rúmár um 20 manns og hefur nýtingin verið góð í sumar, en einn- ig hefur þeim sem tjalda á tjald- stæðinu íjölgað í sumar. Að sögn Yrmu ganga ferðamenn gjarnan norður fyrir heimskautsbaug og fara í gönguferðir út að vitanum á meðan þeir stansa, en ferjan hefur viðdvöl í eynni í þrjár klukkustundir. Veitingasalan hefur gengið vel, en um 85 manns rúmast í salnum. Yrma sagði að þegar væri farið að spyijast fyrir um aðstöðu fyrir fundahöld í eynni næsta sumar. Hún sagði að unnt væri að taka á móti um 40 manna hópi í einu. Félagslíf hefur verið með öflug- asta móti, ball var haldið í eynni sl. laugardagskvöld, en þá voru kraftlyftingamenn með mót í Grímsey. Um næstu helgi verður einnig dansleikur og þá er Bubbi Mortens væntanlegur til tónleika- halds í næstu viku. * Arsfundur samtaka forystumanna í raforkuiðnaði á Norðurlöndum: Rætt var um tengsl Nordel við raforku- kerfí EB-ríkjanna ARSFUNDUR NORDEL, sam- taka forystumanna í raforkuiðn- aði á Norðurlöndum, var haldinn á Akureyri á dögunum. Samtökin voru stofnuð árið 1963 og silja VETRARSTARF Skákfélags Akureyrar hefst á sunnudag, 2. september, með starfsmóti, en það byrjar kl. 14.00. Að því loknu rekur hvert hraðskákmó- tið annað. fslandsmðtið Hörpudeild - Akureyrarvöllur í í deg kl. 14.00 ÞOR Allir á völlinn! Skálafell sf. Vetrarstarf Skákfélag’sins Starfsemi félagsins hefur verið blómleg síðustu ár og vænta félag- ar þess að svo verði einnig í vet- ur. Haustmót Skákfélags Akur- eyrar hefst 16. september og stendur það í um það bil þijár vik- ur, en að því loknu hefst deildar- keppni Skáksambands íslands í 1. deild og Norðurlandsriðill. Teflt verður dagana 12.-14. október. Þijú lið úr Eyjafirði eiga sæti í fyrstu deild, tvö frá Skákfélagi Akureyrar og lið Eyfirðinga. Alls eru^ átta lið í 1. deild. A laugardögum í vetur verða haldnar æfingar fyrir börn og unglinga í húsakynnum Skákfé- lagsins við Þingvallastræti, en þær heijast að líkindum síðari hluta septembermánaðar. Aðalfundur félagsins verður haldinn 23. sept- ember, en formaður er Páll Hlöð- vesson. • v IA fjórir fulltrúar frá hveiju landi, eða 20 manns í samtökunum. Á ársfundinum á Akureyri voru m.a. rædd þau mál sem efst eru á baugi í raforkuiðnaði allra landanna fimm. Flutningskerfín fyrir raforku á Norðurlöndum, öðrum en íslandi, eru samtengd og má þannig flytja raforku á milli landanna eftir þörf- um, en á fundinum var rætt um raforkujöfnuð á næstu árum í lönd- unum ijórum. Fjallað var um tengsl Nordel við raforkukerfi Evrópu- bandalagsríkjanna en Nordelkerfið er tengt kerfi Vestur-Evrópu um Danmörku. Þá er kerfið einnig tengt kerfi Sovétríkjanna um Finn- land og var á ársfundinum rætt um tengsl við Austur-Evrópu, einkum Eystrasaltslöndin í ljósi breytinga sem þar hafa orðið. í fréttatilkynningu um ársfund- inn segir að sökum fjarlægðar borgi sig ekki að tengja íslenska raforku- kerfið beint við hin Norðurlöndin, en það geti orðið álitlegur kostur að tengja ísland við raforkukerfi Skotlands. Þátttaka Islands í Nord- el er því með öðrum hætti en hinna landanna, en landið hefur þó haft gagn af þátttökunni, m.a. hefur það aðgang að upplýsingum sem nýtast við gerð og rekstur raforkukerfisins hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.