Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 33 LAUGAVEGI 71 TIZKAN 2. HÆÐ 10770 Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Ólöf K. Harðardóttir óperusöngkona, Jónas Sen píanóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari. • / Glóandi haustlitir, mjúk og glæsileg efni og spennandi snið eru einkenni á nýju haustvörunum frá Escada, Louis Féraud o.fl. Sýningarstúlka kynnir nýjasta haustfatnaðinn til kl. 16:00 í dag. Verið velkomin. 11. Organisti Gyða Halldórsdótt- Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ðvikudag 5. september: Sam- ma kl. 8.30. Sönghópurinn „Án ilyrða", stjórnandi Þorvaldur Hall- irsson. HÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- ánusta kl. 14. Organisti Jónas >rir. Kaffi eftir messu. Kirkjubæ. irsteinn Ragnarsson safnaðar- estur. tÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- ónusta kl. 14.00. Miðvikudag 5. ptember kl. 7.30, morgunandakt. . Cecil Haraldsson. h/ÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: menn samkoma kl. 20. Ræðu- aður Hafliði Kristinsson. Barna- sesla. RISTSKIRKJA Landakoti: Lág- essa kl. 8.30, stundum lesin á ísku. Hámessa kl. 10.30. Lág- essa kl. 14. Rúmhelga daga lág- essa kl. 18, nema á laugardögum . 14. Á laugardögum er ensk essa kl. 20.00. IARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- essa kl. 11. Rúmhelga daga lág- essa kl. 18 nema á fimmtudögum, á kl. 19.30. FUM & KFUK: Almenn samkoma . 20.30 í Kristniboðssalnum Háa- itisbraut 58. Ræðumaður Þórar- n Björnsson. IOSFELLSPRESTAKALL: Messa Lágafellskirkju kl. 11. Organisti uðmundur Ómar Óskarsson. Sr. in Þorsteinsson. ARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 1. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. ESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- sta kl. 11. Álftanesskóli settur. Iftaneskórinn syngur, stjórnandi )hn Speight. Organisti Þorvaldur Björnsson. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14, fyrsta að loknu sumarfríi starfsmanna. Ath. breytt- an messutíma. Guðsþjónusta á Sólvangi mánudagskvöld kl. 20. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 11. Kaffi í safnaðar- heimilinu eftir messu. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR. Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 8. Nk. miðvikudag kveðjuguðsþjón- usta fyrir þær systur sem fara til Tromsö í Noregi og stofna þar nýtt Karmelklaustur. KAÞÓLSKA kapellan, Hafnargötu 71, Keflavík: Á sunnudögum mess- að kl. 16. NLFÍ, Hveragerði: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 14. Axel Árnason guðfræðinemi prédik- ar. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sóknarnefnd. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Jón Einarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN. Útisam- koma kl. 16 og hjálpræðissam- koma kl. 20.30. Ingibjörg og Óskar stjórna og tala. Flygill vígður á Kirkjubæj- arklaustri Kirkjubæjarklaustur. EDDA Erlendsdóttir píanóleik- ari vígði flygil í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjar- klaustri laugardaginn 25. ágúst. Við vígsluna lék Edda sónötu í C moll eftir Bach og einnig „Sjö ljóðræn smálög“ eftir Grieg. Þá lék einnig Jónas Sen píanó- leikari „Tvær rapsódíur op 79“ eft- ir Brahms og Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir óperusöngkona söng lög eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda S. Kald- alóns, Schubert og aríu úr óperunni Faust eftir Gounod, við undirleik Eddu. í tvö ár hefur staðið yfir söfnun til kaupa á flygli þessum, að frum- kvæði Eddu, en hugmyndin er að framvegis verði komið á árlegum tónlistardögum á Kirkjubæjar- klaustri þar sem innlendir og er- lendir listamenn komi fram. Nefnd hefui- staðið fyrir söfnun- inni og fékk hún mjög góða aðstoð einstaklinga, fyrirtækja og alls kyns félaga sem hafa lagt málinu lið. Á vígsluhátíðinni afhenti nefndin sveitarstjórn Skaftárhrepps flygil- inn að gjöf í félagsheimilið Kirkju- hvol. Flygillinn er af gerðinni Yamaha C7, hljómfagur og stór (227 sm). Kom fram í máli manna að með tilkomu flygilsins muni tónlistarlíf í héraðinu eflast og dafna og fjöl- breytni aukast í menningarmálum. Horblaðka í garðtjörn. Horblaðka Blóm vikunnar Agnarlngólfsson þáttur 180 HORBLAÐKAN (menyanthes tri- foliata) er að margra mati skraut- legasta jurt íslensks votlendis. Hún er mjög algeng og vex í renn- blautum mýrum og flóum, grunn- um tjörnum og við vatns- og ár- bakka, oft í miklum breiðum. Upp úr blaðbreiðunni standa blóm- stönglar með mörgum fremur smáum bleikum blómum í klasa. Krónublöð blómanna eru hærð, og setur það sérkennilegan og fagran svip á plöntuna í blóma. Hún skríður um með sterklegum grænleitum jarðstönglum, sem blöð og blóm vaxa á. Fáar ís- lenskar plöntur ganga undir jafn- mörgum nöfnum og þessi vatna- planta. Reiðingsgras er algengt nafn, en önnur eru t.d. álftakólfur og mýrakólfur, sem eiga sérstak- lega við hina gildu jarðstöngla; Orsök þessarar nafnamergðar má að nokkru rekja til þeirra fjöl- mörgu nota sem menn höfðu af plöntunni á fyrri tíð, ekki síst til lækninga. Horblaðkan er ein þeirra plantna, sem víða erlendis eru taldar eftirsóknarverðar til rækt- unar á blautum blettum í görðum eða í garðtjörnum. Hér á landi er plantan hins vegar vart nokk- urs staðar í notkun sem garð- planta. Skýringin er eflaust að hluta til sú að hér eru garðtjarnir sem notaðar eru til ræktunar plantna fátíðar. Nú orðið er það hinsvegar tiltölulega lítið mál að útbúa garðtjörn með tilkomu sérs- Ljósmynd/Agnar lngólfsson taks tjarnagúmmídúks eða tjarnaplasts, einsog rætt hefur verið um áður í þessum þáttum. Vilji menn reyna við ræktun tjarnaplantna er tilvalið að byrja á horblöðkunni. I tjörn er auðveld- ast að eiga við hana ef hún er höfð í allstórum potti, sem settur er beint á dúkinn. Horblaðkan væri fljót að leggja undir sig tjörn, þar sem hún fengi að vaxa óheft í jarðvegi á botni hennar. Hún er viðráðanlegri í blautum jarðvegi, t.d. á tjarnarbakka, þar sem vætu frá tjörninni gætir. I potti verður horblaðkan einnig allumfangs- mikil því jarðstönglarnir teygja sig langt út fyrir pottinn. Grannar og langar vatnsrætur vaxa út frá jarðstönglunum í stórum stíl, en ekki sýnist saka mikið að klippa nokkuð af þeim brott ef menn telja þær vera til lýta. Ekki geta menn búist við miklu blóma- skrúði, en planta í 20 sm potti ætti þó að framleiða 3-4 blóm- stöngla á sumri. Ráðlegt er að skipta um mold í pottinum á nokk- urra ára fresti. Heldur virðast plöntur í blautum jarðvegi tregari til að blómstra en þær sem vaxa á tjarnarbotni. HtR4:N(j:^ÚStfS<NÖSIÍ>fA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.