Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Kaldársel Kaffísala í Kaldárseli Bréf Arnarflugs til samgönguráðherra: Arnarflug fullvissað um að allir útístandandi farseðlar verði virtír SUMARSTARFI KFUM og KFUK í Hafnarfírði er að ljúka um þessar mundir en það hefur rekið sumarbúðir fyrir drengi og stúlkur í Kaldárseli í 65 ár. í sumar hafa dvalið þar 250 börn í sex drengjaflokkum og fjórum stúlknaflokkum við hin margvís- legustu störf og leiki. Hveijum degi lýkur með kvöldvöku þar sem margt skemmtilegt gerist og börnin fá að heyra kristilega hugleiðingu út frá orði guðs. Á 65 ára afmælinu í júní var nýbyggingin vígð af séra Jónasi Gíslasyni vígslubiskupi að viðstödd- um bæjarfulltrúum í Hafnarfirði og fleiri gestum. í henni er nýr svefn- salur, leikherbergi, þvottahús, ný .. snyrtiaðstaða, stór og bjartur inn- gangur og íþróttasalur. Auk þess var í fyrsta sinn rafmagn á staðnum sem fékkst frá diesel-rafstöð. Með rafmagninu og nýbyggingunni hef- ur öll aðstaða batnað til mikilla muna og er nú hægt að leigja stað- inn út í vetur til ýmissa félagshópa en um það hefur mikið verið spurt á undanförnum árum. Sunnudaginn 2. september gefst öllum tækifæri á að skoða nýja húsið en þá verður þar samkoma og kaffisala til styrktar starfinu. Samkoman hefst kl. 14.30 og þar talar Benedikt Arnkelsson cand. theol. sem hefur starfað meðal drengjanna í fjöldamörg sumur. Að samkomunni lokinni hefst svo kaffi- salan og stendur hún yfir til kl. 23.30. Félagar í KFUM og KFUK í Hafnarfírði hvetja alla, unga sem waldna, til að koma í Kaldársel nk. sunnudag og njóta þar góðra veit- inga og skemmtilegrar náttúru og styðja félögin í starfi sínu fyrir íslenska æsku og ríki guðs. (Fréttatilkynning) HÉR fer á eftir í heild bréf það, sem Geir Gunnarsson, stjórnar- formaður Arnarflugs, ritaði sam- gönguráðherra fyrir hönd sljórnar félagsins síðastliðið fimmtudagskvöld. “Reykjavík 30.08.90 Samgönguráðherra Steingrímur J. Sigfússon Samgönguráðuneytinu, Hafnar- húsi v. Tryggvagötu. Ég vísa til viðræðna okkar og starfsmanna yðar undanfarna daga, um málefni Arnarflugs hf. Stjóm Arnarflugs hf. hefur fjall- að um málið og komist að þeirri niðurstöðu að óska eftir því við ráðuneytið að Arnarflug verði leyst undan skyldum sínum í áætlunar- flugi til 01.12.90 Þrír af nemendum Dansskóla Hermanns Ragnars. Kynningardagur Dansskóla Her- manns Ragnars KENNSLA í Dansskóla Her- manns Ragnars hefst laugardag- inn 15. september en innritun í skólann er daglega. Kynningar- dagur verður í skólanum sunnu- daginn 9. september og verður opið hús klukkan 13 til 19 en klukkan 15 verður kynnt heið- urspar skólans árið 1990-91. Dansskólinn er að hefja sitt 33. starfsár í Reykjavík en stofnendur skólans, Unnur Arngrímsdóttir og Hermann Ragnar, hófu kennslu í námskeiðsformi í Reykjavík og á Suðurnesjum á árunum 1947-56. Skólinn flytur nú í nýtt húsnæði í Nútíð að Faxafeni 14. Henný Hermannsdóttir er aðalkennari skólans. Ráðstefna danskennara á Norð- urlöndunum var haldin í Danmörku fyrstu daga ágústmánaðar og sóttu kennarar skólans alla tíma þar, bæði í barnadönsum, samkvæmis- dönsum og sérfögum eins og jass- dansi, steppi, rokki og nýjustu tískudönsum, segir í frétt frá Dans- skólanum. GENGISSKRÁNING Nr. 165 31. ágúst 1990 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 56,50000 56,66000 58,05000 Sterlp. 107,85900 108,16400 106,90200 Kan. dollari 49.13300 49,27200 50,41900 Dönsk kr. 9,43320 9,45990 9,43900 Norsk kr. 9,32340 9,34980 9,33880 Sænsk kr. 9,81410 9,83419 9,87500 Fi. mark 15,33303 15,37380 15,34700 Fr. franki 10,77420 10,80470 10,73230 Belg. franki 1,75960 1,76460 1,74770 Sv. franki 43.57890 43,70230 42,53680 Holl. gyllini 32.08130 32,17220 31,90610 Þýskt mark 36.14500 36.24730 35,97210 li. líra 0,04869 0,04883 0,04912 Austurr. sch. 5,13750 5,15210 5,11160 Port. escudo 0,41030 0,41150 0,40920 Sp. pesetr 0,58000 0,58160 0,58440 Jap. yen 0,39148 0.39259 0,39061 irskl pund 96,99600 97,27100 96,48200 SOR (Sérst.) 78,28300 78,50470 78,73550 ECU, evr.m. 74,91900 75,13120 74,60300 Tollgengi fyrir ágúst er sölugengi 30. júlf. Sjálfvirkur s.'msvari gengisskráningar er 62 32 70. Þessi ákvörðun er tekin eftir að ráðuneyti yðar fullvissaði forsvars- menn Arnarflugs um að allir úti- standandi farseðlar yrðu virtir. Jafnframt förum við þess á leit að gerðir samningar um útgáfu far- seðla (hluthafafarseðla) verði einnig virtir. Eins og yður er kunnugt hefur stjórn félagsins leitað leiða til þess að þetta hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir viðskiptavini og starfsfólk félagsins. Því beinir stjórnin þeim tilmælum til ráðu- neytis yðar að það geri allt sem í TÍU ár eru í dag frá því Náms- gagnastofnun var sett á fót, en hún varð til er Ríkisútgáfa náms- bóka og Fræðslumyndasafn rikisins sameinuðust 1. septem- ber 1980. Af þessu tilefni opnar Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sýningu í Kennslumið- stöðinni á Laugavegi 166 í dag klukkan 10 á því lielsta sem Námsgagnastofnun hefur gefið út. Hlutverk Námsgagnastofnunar er að sjá nemendum grunnskóla landsins fyrir námsefni án endur- gjalds. Árlega koma út um 250 titl- ar hjá stofnuninni af ýmiss konar náms- og kennslugögnum. Þar af eru um 70 titlar sem koma út í fyrsta skipti. Samtals er um 600 þúsund eintökum dreift í grunn- skóla landsins árlega. Þá kaupir stofnunin og framleiðir kennslufor- rit og fræðsluefni á myndböndum HALLDÓR Jónsson bæjarstjóri á Akureyri segir að ekki liggi fyrir endanleg ákvörðun um staðarval álvers á Islandi. Eyfirðingar vinni enn að framgangi þess að álveri verði valinn staður þar og hafi ekki fengið aðrar upplýsingar en þær að ákvörðun um staðsetning- una verði tekin í lok þessa mánað- ar. Sé hinsvegar búið að ákvarða staðsetninguna án þess að láta Eyfirðinga vita sé verið að spila með þá í þessu máli. Halldór segir að þær fréttir að búið sé að taka ákvörðun um að álve- rið verði á Keilisnesi séu ekki í neinu samræmi við þær heimildir sem Ey- firðingar hafi og því hljóti hann að telja fréttaflutning þar um villandi og rangan. „Það hefur verið talað um að ákvörðun um staðarvalið verði tekin í september og því komu þess- ar fréttir okkur mjög á óvart,“ sagði Halldór. „Ef þetta er reyndin og ákvörðun liggur fyrir, er verið að spila með okkur Eyfirðinga, því enn Leiðrétting í viðtali við Eyjólf Konráð Jóns- son, alþingismann, í Morgunblaðinu í gær vegna yfirlýsingar Francois Mitterrand, forseta Frakklands, var ranglega sagt að EB-nefndin væri að fara í hálfsmánaðarferðalag til Evrópu. Hið rétta er að nefndin fer eftir hálfan mánuð. Eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. þess valdi er til að tryggja sér- menntuðu starfsfólki félagsins störf og starfsréttindi hjá þeim aðila sem mun annast flugið þann tíma sem Arnarflug sinnir því ekki. Ákvörðun þessi er tekin í trausti þess að þér veitið Arnarflugi hf. áðurnefnd sérleyfi þann 01.12.90, að lokinni fjárhagslegri endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Fh. stjórnar Arnarflugs hf. Geir Gunnarsson stjórnarformaður." fyrir grunn- og framhaldsskóla og eru um 550 titlar til á fræðslu- myndadeildinni og voru útlánin um 15 þúsund á síðasta ári. Einnig starfrækir stofnunin kennslumið- stöð og skólavörubúð. Hjá Náms- gagnastofnun starfa um 50 manns. Sýningin verður opin í dag til klukkan 16, en lokað á morgun. Síðan verður sýningin opin 3.-7. september frá klukkan 13-18. ■ SPARISJÓÐUR Norðfjarðar mun á laugardag halda upp á 70 ára starfsafmæli sitt. Sparisjóður- inn var stofnaður þann 2. maí 1920, en hóf starfsemi sína 1. september sama ár. í frétt frá sparisjóðnum kemur fram, að hann er eini aust- firski sparisjóðurinn sem enn star- far, þar sem aðrir sparisjóðir í fjórð- ungnum hafa ýmist verið lagðir niður, eða sameinaðir bankaútibú- er verið að vinna í þessu máli af fullum krafti.“ Halldór sagði að enn skorti viðbót- arupplýsingar svo endanlegt mat gæti farið fram á þeim stöðum sem til greina koma undir álver og á meðan svo væri vildi hann ekki trúa því að búið væri að taka ákvörðun um staðarvalið. „Égteldi migóhæfan til að vinna að þessu máli ef ég héldi að ákvörðunin lægi fyrir. Við höldum áfram að vinna að framgangi máls- ins, enda erum við sannfærðir um að ekki sé búið að taka þessa stóru ákvörðun," sagði Halldór. Arnarflug: Engin áhrif á innan- landsflug MÁLEFNI Arnarflugs hf. hafa engin áhrif á innanlandsflug Arnarflugs innanlands hf., sem heldur uppi áætlunarfiugi til átta staða á landinu, að sögn Magnús- ar Bjarnasonar framkvæmda- stjóra félagsins. Arnarflug innanlands hf. hefur verið sjálfstætt félag síðan 1987. „Arnarflug innanlands hf. er sjálf- stætt félag og algjörlega fjárhags- lega óháð Arnarflugi og mun halda áfram rekstri eins og ekkert hafi í skorist," segir Magnús Bjarnason. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 31. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verS verð verð (léstir) verð (kr.) Þorskur 93,00 50,00 86,30 13,054 1.126.567 Smáþorskur 73,00 61,00 71,35 3,895 277.885 Ýsa 91,00 40,00 75,24 4,386 330.009 Karfi 42,00 26,00 41,74 1,956 81.640 Ufsi 45,00 39,00 43,87 21,881 959.842 Steinbítur 50,00 50,00 50,00 1,586 79.300 Langa 30,00 30,00 30,00 0,434 13.035 Lúða 260,00 160,00 227,71 0,111 25.390 Koli 35,00 35,00 35,00 0,579 20.283 Keila 20,00 20,00 20,00 0,059 1.180 Skötuseiur 100,00 100,00 100,00 0,002 250 Blandaður 10,00 10,00 10,00 0,028 280 Samtals 60,78 47,973 2.915.661 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur sl. 99,00 48,00 83,60 25,822 2.158.657 Þorskursmár 84,00 84,00 84,00 6,915 580.907 Ýsa sl. 102,00 40,00 91,91 12,361 1.134.918 Karfi 47,00 20,00 40,75 11,294 460.248 Ufsi 49,00 20,00 45,02 14,883 570.074 Steinbítur 86,00 55,00 63,01 2,638 166.228 Langa 62,00 47,00 54,92 1,810 99.400 Lúða 380,00 195,00 259,42 0,258 66.930 Skarkoli 93,00 50,00 54,84 0,748 41.023 Keila 32,00 32,00 32,00 0,153 4.896 Skata 70,00 70,00 70,00 0,013 910 Skötuselur 180,00 180,00 180,00 • 0,014 2.520 Lýsa 5,00 5,00 5,00 0,238 1.190 Gellur 315,00 315,00 315,00 0,036 11.340 Undirmál 70,00 6,00 67,89 1,032 70.064 Blandað 40,00 11,00 35,22 1,199 42.229 Samtals 380,00 5,00 69,40 79.415 5.511.534 Olíuverö á Rotterdam-markaði 1.-30. ágúst, dollarar hvert tonn BENSÍN GASOLÍA 475 450 375 42b buper f 1 276/ Jf T 300 * 0 7r ... : a yj ^ ?I5 / \ 340/ ° /V Vi 300 330 275 1 / ^ Blýlaust 20°/ 229 250 # — — ~ ' 3. ág. 10. 17. 24. 3. ág. 10. 17. 24. ÞOTUELDSNEYTI SVARTOLÍA 425 375 350 325 / V 300 W ^ 275 ^ 291/ 287 225 -f— 7 _ . „ _108/ 75 107 175 50 150 25 3. ág. 10. 17. 24. 3. ág. 10. 17. 24. Námsgagnastofnun 10 ára: Um sjötíu nýir titl- ar gefnir út árlega um. Akvörðun um staðsetningu álvers: Spilað með okkur ef bú- ið er að taka ákvörðun - segir Halldór Jónsson bæjarstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.