Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 barna hans, móður og systkina. Megi góður Guð sem öllu ræður veita þeim sinn styrk. Þess bið ég um leið og ég kveð minn vin og velunnara. Hvíli hann í friði Drottins. Níels Árni Lund Það er kvöldfagurt snemmsum- ars í Lundi í Öxarfirði, er sólin sígur á bak við Núpinn eftir heitan dag, gullnum roða slær á himininn, en Þverárhyma og Sandfell skarta djúpbláum faldi undan birtu hnígandi sólar. Lyngbrekkur prýða Hafrafellið og minna á möttul í kvöldskininu. Það gufar upp af Brunnánni, Smjörhólsáin sytrar og skógurinn ilmar. Mófuglarnir hafa lokið vegferð dagsins; gæsir og svanir hafa fundið sér næturstað niðri í Sandinum milli Jökulsár og Bakkahlaups. Aðalbjörn Gunnlaugsson, mágur minn, kennari og fyrrum skólastjóri í Lundi hefur lokið vegferð sinni í þessu lífi langt um aldur fram, að- eins 54 ára að aldri. Hann kaus sér starfsvettvang á æskuslóðum í skini norðlenzkrar sólar, og skal það eng- an undra, sem ann fegurð náttú- runnar. Hann kunni vel við sig á slóðum mófugla og svana og mann- fólksins, sem hann þekkti og sem þekkti hann. Hann unni heima- byggð sinni og vildi veg hennar sem mestan. Hann var maður fólksins, driffjöður í félagsmálum og frum- kvöðull framfara í héraðinu, mann- ræktarmaður og laginn kennari, skólastjóri og samverkamaður á sviði ijölmargra málefna. Hann var hugsjónamaður og bjartsýnismað- ur, sem aldrei lét bugast, jafnan glaðvær, velviljaður og jákvæður. Hann var einlægur vinur íslands en umfram allt var hann hvers manns hugljúfi og einn bezti dreng- ur, sem ég hef átt því láni að fagna að kynnast. Mér hefur jafnan fundizt það eftirtektar- og aðdáunarvert, hversu allur bariómur, beizkja og öfund í annarra garð var Aðalbirni víðs fjarri. Hann hvatti menn til dáða og veitti öflugan stuðning öll- um góðum málum og lét líkamlega fötlun ekki vera sér meiri Ijötur um fót en ástæða var til. Hann fékk lömunarveiki 19 ára að aldri og var bundinn við spelkur allar götur síðan. Ég er nokkuð viss um, að Aðal- björn hefur ekkert verið að hugsa út í það, hversu gott fordæmi hann setti öðrum með vammlausu og farsælu lífi sínu og starfi. Ekki sízt þeim, sem kvarta þeim mun hærra sem tilefnið er minna. Hann var jafnan hress í tali, hafði ríka kímnigáfu, var góður sögumaður og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann varekki siðaprédikunar- maður en engu að síður fastur á sannfæringu sinni um hvað teldist til góðra hátta og hvað ekki. Hann kvartaði aldrei sjálfs sín vegna, en honum þótti miður, er illa gekk hjá öðrum, og jafnan búinn til hjálpar. Hann sigraði fötlun sína með vilja- styrk og einbeitni og skilaði dags- verki, sem hver og einn má vera stoltur af. Það er einn af lífssigrum þessa ágæta vinar míns. Aðalbjörn Gunnlaugsson var ekki auðugur maður á fé og dýra málma. Hins vegar var hann þeim mun auðugri að velvild, mannkærleik og öðrum kostum andans, sem gera hina dýrari málmana að dufti og salla í samanburði. Líf hans minnir mig á þingeysku kvöldfegurðina, og fagurt fjölskyldulíf prýðir enn frekar mynd mína af vegferð þessa heiðursmanns. Mannlífíð í Öxarfírði verður að sönnu fátæklegra að afloknum svanasöng athafnasams bónda. En árnar halda áfram að niða, fjöllin að skarta bláma sínum og smávin- irnir, mófuglarnir, halda fram tísti sínu og kvaki, þó að einn þeirra hafi verið kallaður á braut. Það er lífsins gangur. Aðalbjörn Gunnlaugsson fæddist 26. febrúar 1936 að Grund á Langa- nesi en fluttist á ungum aldri að Bakka í Kelduhverfí, þar sem hann ólst upp. Hann lézt í Reykjavík 25. ágúst 1990 og verður jarðsettur að Skinnastað í Öxarfirði. _ Sverrir Ólafsson Olafur Onundar- son - Kveðjuorð Fæddur 21. september 1915 Dáinn 27. júlí 1990 Hið innra með mér ljóma minn- ingar um gleði, kjark, og blíðu eins manns, Ólafs Önundarsonar. Blíðu, gleði og kjark, sem hefðu nægt heilli þjóð til að skara fram úr á vegi siðgæðis og manngæsku. Hvílík stund! Nú þegar sólin skín hæst á lofti og fuglar hafsins kalla á hann og litlu trilluna hans, og sólarlagið, gullrauða við Faxafló- ann saknar hans. Hann sefur í ró sinni eftir að hafa skilað margföldu ævistarfí á akri lífsins — akri frels- arans. Brátt munu himnarnir bifast og kóróna lífsins krýna höfuð þessarar fráföllnu hetju, sem klæddur var einlægni og gæsku, barðist fyrir málstað kærleikans, Iét aldrei und- an, brynjaður kristilegum dyggðum og orði Guðs. Sjúkleiki þessa heims náði að særa hann, en helsærður barðist hann sína síðustu orrustu eins og Kristur sjálfur gerði hér á jörð. Fáni Jesú Krists, frelsara okkar allra, blaktir yfír gröf hans. En von bráðar mun hinn glaði, hlýi og síbrosandi Óli upp rísa á ný, magn- aður kærleika Krists, standa í ljóma frá honum, sem mun faðma hann að sér í fögnuði. Hvílíkir endurfund- ir! Óli og afi báðir hittast á ný og allir hinir sem hafa verið í minnum hafðir. Já, hann Óli var svo sannarlega líkur þeim, sem hann elskaði mest. En nú er hann farinn. Ég vona, að ég fái að kynnast fleiri mönnum slíkum sem hann var. Ég vildi að ég væri eins og hann. Blessuð sé minning hans. Kæra Bergþóra og fjölskylda, frá Frakklandi sendum við ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa. Maggi og Nadeg Hin dýrmætasta eign sérhverrar þjóðar og hvers mannlegs samfé- lags eru dyggir synir og dyggðugar dætur. A kostum þeirra, sem ein- staklinga og heildar, byggist far- sæld hlutaðeigandi samfélags. Því hreinni og sannari sem innri kost- irnir eru, því meiri blessun til já- kvæðra áhrifa. Allt á sína uppsprettu og rætur. Mannleg hugmyndafræði á víðfeðmi, reisn, dýpt og fegurð. Sannlega hefur hún veitt mikla blessun, þar sem hún hefur verið útfærð jákvætt. Þó er hún sem vængstýfð, svo lengi sem hún er skoðuð og iðkuð einungis sem mannleg. Sem slík nær hún aldrei þeirri hæð, dýpt né því víðfeðmi, sem henni er áskapað. Rætur henn- ar og uppspretta liggja langt utan við miklu dýpra og hátt ofar ramma mannlegra takmarkana. Þá erum við ekki að ræða mann- lega tilviljunarþanka og hagsmuna- hyggju. Nei. Þá ræðum við hátign- ina sjálfa, almættið, alviskuna, Guð eins og hann er birtur í Guðsorðinu og var staðfestur í lífí Krists, þar sem Kristur rís ofar öllu, sem þessi mannheimur hefur séð — í sam- skiptum sínum við Guð og menn, voldugu lítillæti sínu, algjörri fyrir- gefningu, lýtalausum hreinleik, flekklausri dyggð, bjargföstum óhagganleik, fölskvalausum sann- leik, himinborinni göfgi, heilögum kærleika, veldi máttarverk sinna, lífsfegurð, sem á engan sinn líka í sögu manna. Hugmyndafræði hans reis svo hátt ofan mannhyggjunni, átti sér slíkar víddir og kafaði þvílík djúp í speglandi tærleik speki hans og allt sjáandi visku, að hugmynda- fræðingar samtíðarinnar og múgur- inn stóðu í orðvana, undrunar- þrunginni þögn. Þar sem hann lauk máli, átti enginn nokkru við að bæta. Ýmsum reyndist flugið þó of hátt, djúpin of ógnandi og víðfeðm- ið óhöndlanlegt .. . því réðu þeir honum bana. Með Ólafí Önundarsyni sér ísland á bak einum dyggra sona sinna. Manni, sem á ungum aldri vígði Guði lif sitt. Manni, sem heillaðist af hugmyndafræði Krists, lýst hér að ofan, og lagði hana til grundvall- ar lífi sínu. Manni, sem iðkaði hana og einkenndist af henni, í hugsun, orðum og gjörðum. Manni, sem bar djúpa virðingu fyrir lífínu — lífí sjálfs sín og allra manna. Virðing fyrir landi sínu og þjóð, fyrir mann- legu jfirvaldi, virðing fyrir Almætt- inu. I þeirri virðingu á sönn og hrein göfgi rætur sínar. í þeirri virðingu liggja leiðir mannlegs lífs til full- komnunar. Manni, sem kom fram kornungur sem athafnamaður í þjóðfélaginu. Aðeins 18 ára var hann orðinn formaður og var lengi yngstur manna í eigin áhöfn. Slíkt vakti athygli. Augu almennings hvíldu á honum. Hvernig skyldi slíku ungmenni farnast vandaverk skipstjómar og sjósóknar? Fylginn sér, gætinn og glöggur var hann. Loftur Guðmundsson kennari og rithöfundur kom áliti almennings til skila á eftirfarandi hátt — þá stýrði Ólafur bát, sem Haukur hét: „Ungur á Hauk við Ægis dyn/ Ólaf- ur miðin rækir. / í vestfirskt kappa og víkings kyn/ veiðigæfu sækir.“ Hér fór maður sem verksnilli var svo í blóð borin, að allt lék honum í höndum, hvað svo sem um var að ræða. Hann var einn þeirra, sem telja má brautryðjendur í lagningu og viðhaldi „parketgólfa" hér á landi. I því starfí lágu leiðir hans um allt Stór-Reykjavíkursvæðið, svo og víða um land. Þar bar allt einnig að sama brunni; Verksnilld- in, vandvirknin og innri alúðin í starfinu og virðingin við þann, sem unnið var fyrir. Nú eru 50 ár frá því ég leit hann fyrsta sinn, alókunnugan, alókunn- ugur og framandi sjálfur. Hægum skrefum kom hann á vit við mig, + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Garðbraut 25, Garði, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni 30. ágúst. Börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR. Margrét Erlendsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. hiklaust og ákveðið þó. Bjart yfírlit hans vakti strax athygli mína og tærleikinn yfir svipmótinu. Hlýtt brosið, hlýr glampi augnanna og bassaröddin buðu mig velkominn með vandlega völdum orðum. Hann fór svo varlega að mér. Það minnti mig á, hvemig okkur var kennt að fara að styggum unghestum heima fyrir norðan, enda var ég nýkominn að norðan, og sjálfsagt styggur að sjá. Svo kom handarbandið. Þetta handarband, sem skipar algera sér- stöðu og á engan sinn líka meðal allra handtáka, sem ég hef átt við aðra alla ævi — hef þó þrýst marga höndina. I fyrsta lagi var það hin hæga aðför, í öðru lagi var það fullt, inn í þumalfíngursgreipina, þá ylríkt og mjúkt, karlmannlegur styrkur auðgreindur á bakvið, síðan kom hreyfíngin aðeins slakað til, svo þrýst á ný allnokkrum sinnum, því viðdvöl handarbands hans var löng. Loks lyftist vinstri höndin og tók um hægri upphandlegg minn eins og til að taka mér opnum örm- um, báðum höndum. Það var eins 37 ^ og handarbandið ætti að flytja innri skilaboð, og það gerði það vissu- lega. Handarbönd tala mismunandi tungumál. Sum hlý, sum hörð og meiðandi, en önnur köld og losara- leg. Þannig hafði ég hann fyrir mér- hálfrar aldar skeið og átti við hann harla náið og víðfeðmt samstarf. — í félagsstarfí við gáska og gleði, í kristilegu æskulýðsstarfi, bygg- inga- og framkvæmdastarfí, í kirkju- og safnaðarstarfí sem langtíma safnaðarformann, í söng- málum og í tilbeiðslunni sjálfri. Á þessu víða starfssviði sá ég mann- inn frá öllum hliðum og gjörþekkti hann eins og tveir geta best þekkst. Tvennt var það, sem hann gerði aldrei. Hann lagði aldrei nokkrum manni né málefni illt til. Leitaði. jafnan jákvæðra lausnarleiða. Hann var maður jákvæðninnar. Aldrei talaði hann um dauðann. Við marg- an dánarbeðinn stóðum við þó sam- an. Marga útförina framkvæmdum við saman og mörg er sú gröfín, sem við sungum saman yfír. En um dauðann talaði hann ekki.... Hann var maður lífsins, sem lifði eins konar tvíveldislífi. Bæri dauðann á góma, beindi hann talinu alltaf að eilífðinni, að guðsríkinu. Að eðlisgerð var Ólafur hraustur. Síðustu árin þreytti hann þó fang við þann skæða sjúkdóm, sem varð aldurtili hans. í þeirri viðureign var hann sama trausta kostamennið. Ekkert æðruorð sjálfs sín vegna," heldur öðrum uppörvun. Skýrleik hugans hélt hann allt fram í andlát- ið, uns hann lést hinn 27. júlí í frið- sælum svefni. Hér er langri, far- sælli ævi lokið. Hér er drengur góður genginn. Mætti ísland fóstra marga honum líka. Blessuð sé minning hans. Elsku Bergþóra, Siggi, Þurí, Anna Rakel, Helga Hjördís, Ýrr, Sif og langafabörnin, dýpsta og innilegasta samúð. Guð blessi ykkur öll og styrki. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. + Eiginmaður minn, KJARTAN JÓHANNESSON, Karfavogi 34, andaðist á Vífilsstaðaspítala 30. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra aðstandenda, Valgerður Jónsdóttír. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÚÐVÍK VALDIMARSSON rakarameistari, Hvassaleiti 28, lést á Landspítalanum 31. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Þorgeirsdóttir, Edda H. Lúðvfksdóttir, Sigurður Sigurðsson, Valdimar L. Lúðvíksson, Helga Sveinsdóttir, Þórir Lúðvíksson, Anna Margeirsdóttir, Ólavía St. Lúðvíksdóttir, Gunnlaugur Þór Hauksson. + Hjartkær sambýlismaður minn, TORFI BJÖRN LOFTSSON, Álfaskeiði 78, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum þann 29. ágúst. Anna Kalmansdóttir. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför ÁRNA ÁRNASONAR trésmiðs, Lyngholti 5, Akkureyri. Guðrún Jakobsdóttir, og afkomendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.