Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Auglýsingar eru mengun eftirHelga Kristbjarnarson Mengun er allt það sem hefur skaðleg áhrif á fólk þegar því er komið fyrir á stöðum þar sem fólk getur ekki forðast það. Málmurinn blý er t.d. ekki mengun, en þegar blýi er blásið út í andrúmsloftið, þannig að fólk getur ekki forðast að anda því að sér, er blý mengun. Magn hins skaðlega efnis skiptir hér oft höfuðmáli. Örlítið magn af flúor í drykkjarvatni hefur engin skaðleg áhrif og jafnvel bætandi áhrif á tennur, en meira magn get- ur sýkt dýr og menn. Það er óumdeilt að mengun er slæm, en tvö matsatriði gera það að verkum að endalaust er hægt að rífast um mengun: Hvað er skaðlegt? Hvenær er ekki með góðu móti hægt að forðast eitthvað? Dæmi um hvernig hægt er að hártoga skaðsemishugtakið er t.d. að halda því fram að flúormengun frá álveri sé góð fyrir tennur fólks. Dæmi um hártogun á undankomu- hugtakinu er að halda því fram að fólk geti vel forðast blýmengun í andrúmslofti frá bílum með því að setjast að í sveitum fjarri byggð eða með því að ganga með gasgrímu. Mengun er þannig sjaldnast algjör- lega ósamræmanleg lífinu heldur veldur fólki óhagræði og ljárútlát- um og gengur á rétt fólks til óspillts umhverfis. Auglýsingar Auglýsingar er það þegar ein- hveijum upplýsingum er komið á framfæri við fólk án þess að það hafi óskað eftir, í því skyni að upp- lýsa það eða sefja. Auglýsing hefur þannig tvenns konar gildi, annars vegar upplýsingagildi og hins vegar sefjunargildi. Allar svokallaðar „góðar“ auglýsingar hafa það sam- eiginlegt að þær ryðjast inn í vitund margra einstaklinga, hvort sem þeir vilja það eða ekki, og breyta hegðun þeirra þannig að þeir gera það sem auglýsandinn vill, hvort sem það er að kaupa framleiðslu hans, mæta á tiltekinn fund eða bara að aka varlega. Góð auglýsing er þannig hvorki góð né vond, en hún er valdbeiting, og sumir draga í efa að valdbeiting geti gert fólki gott til Iengdar. Þótt það sé óum- deilanlegt að fólk á að fá ráða sjálft yfír eigin hugsunum án skað- legra seljana er endalaust hægt að réttlæta auglýsingar vegna tveggja matsatriða: Hvað er skaðlegt? Hvenær er ekki með góðu móti hægt að forðast eitthvað? Það er lengi hægt að rökstyðja að það að lokka mann til að kaupa eitthvað sé honum til góðs. Það er líka hægt að hártoga undankomu- hugtakið hér með því að halda því fram að þeir sem vilji ekki láta sefja sig geti bara hætt að lesa dagblöð- in, slökkt á sjónvarpinu þegar aug- lýsingar eru sýndar, og litið í aðra átt en auglýsingaskiltin eru. Þannig er valdbeiting auglýsandans ekki algjör heldur afstæð og gerir þol- andanum dýrt og erfitt, en ekki ómögulegt, að sleppa. Helgi Kristbjarnarson „Góð auglýsing er þannig hvorki góð né vond, en hún er vald- beiting.“ Auglýsingar hafa þannig öll ein- kenni mengunar og eru mengun í víðasta skilningi. Að draga úr mengun Eitthvert mikilvægasta pólitíska markmið mannkyns nú að loknu kalda stríðinu er að drága úr meng- un. Algengustu aðferðir til að tak- marka mengun fram til þessa hafa verið boð og bönn sett af stjómvöld- um eða samtökum, en þau hafa fyrst og fremst beinst gegn allra verstu menguninni og ekki haft veruleg heildaráhrif. Dæmi um þetta eru hámarksmörk á hljóð- mengun frá einstökum fiugvélum en ekki fækkun flugvéla eða flutn- ingur flugvalla. Um auglýsinga- mengun hafa einnig verið settar ákveðnar reglur sem banna notkun hæsta stigs lýsingarorða, banna örstuttar auglýsingar blandaðar í myndferil sjónvarpsmynda sem fólk getur með engu móti varast, og banna sannanlega ósannar fullyrð- ingar vegna augljósrar skaðsemi þeirra. Þessi bönn hafa hins vegar sáralítil heildaráhrif á magn auglýs- ingamengunar, heldur hafa fyrst og fremst þau áhrif að sætta al- menning betur við auglýsingasíbylj- una. í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega benti Þorvaldur Gylfason, prófessor á það að skattlagning á mengun er bæði sanngjöm og þjóð- hagslega hagkvæm skattlagning. Með slíkri skattlagningu eru mark- aðsöflin nýtt til að gera þeim sem lítið menga eða eiga auðvelt með að draga úr mengun auðveldara að selja vöru sína. Sömu markaðsöfl er hægt að nýta til að draga úr auglýsingamengun. Með því að skattleggja auglýs- ingar eftir seíjunarmætti er hægt að gera þeim sem selja góða vöru sem lítið þarf að auglýsa hlutfalls- lega auðveldara fyrir meðan gos- drykkur, sem enginn vill drekka nema honum sé sagt að drykkurinn sé alveg einstök tilfinning, mundi eiga erfiðara updráttar. Mengunarskattur Til að skattlagning á mengun nái tilgangi sínum þarf skatturinn að leggjast réttlátlega á og til þess þarf að mæla hin skaðlegu áhrif mengunarinnar. Við efnamengun, hávaðamengun og geislamengun er hægt að beita ýmsum eðlisfræðileg- um aðferðum til mælinga, en hvern- ig er hægt að mæla seijunarmeng- un af völdum auglýsinga? Sem bet- ur fer er það ekki einungis hægt, heldur fara slíkar mælingar stöðugt fram. Fyrirtæki eru stöðugt að mæla með einum eða öðrum hætti áhrifa- mátt auglýsinga sinna og velja jafn- an þá auglýsingaleið sem þau telja áhrifaríkasta, þannig að markaðs- verð þeirrar auglýsingaleiðar sem áhrifaríkust er hækkar mest. Með því að leggja á mengunarskatt, sem væri skattlagning á kostnað auglýs- enda af auglýsingunni, væru þol- andanum, þ.e. almenningi, greiddar réttlátar skaðabætur fyrir að þurfa að þola þessa mengun. Slíkt gjald þarf að leggjast á allar auglýsingar í hvaða formi sem þær eru. Nú er því oft haldið fram að þetta skaða- bótagjald sé þegar greitt, að því er varðar auglýsingar í fjölmiðlum, þar sem ágóði af auglýsingum lækki áskriftarverðið. Þetta eru sömu rök og beitt er þegar menn réttlæta mengun frá iðnaði með því að hún lækki vöruverð þar sem hreinsibún- aður sé dýr. Sá auglýsingamengun- arskattur sem nú er lagður á og felst í 10% gjaldi í menningarsjóð útvarpsstöðva er allt of takmarkað- ur og auk þess er innheimta hans í molum. Við íslendingar stöndum vissu- lega mörgum þjóðum langtum framar í að halda landinu hreinu af þessari mengun og annarri, en þróunin hefur því miður verið niður á við síðastliðin ár. Við erum að fá yfir okkur auglýsingaskilti á um- ferðaræðum borgarinnar sem var nær óþekkt fyrir nokkrum árum og ijölmiðlabyltingin hefur fært okkur mikla aukningu á auglýsinga- magni, þar sem upplýsingaþáttur- inn víkur æ meira fyrir seijunar- þættinum. Það væri verðugt verkefni um- hverfisráðuneytis að koma þessu máli í viðunandi horf því það er sanngimiskrafa að við fáum ein- hveija vernd fyrir því auglýsinga- skrumi sem nú er að hellast yfir okkur. Höfundur er læknir og lífeðlisfræðingur og áhugamaður um núttúruvernd. Esjuþolganga undirbúin Píanótónleikar verða í Dillonshúsi á sunnudag. Dillonshús: Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Apple-umboðið og Radíóbúðin standa fyrir þol- göngu á Esju 9. september nk., en gengið verður frá Mógilsá í Kollafírði upp á Esjubrúnir á Þverfellshorni í um 760 metra hæð yfir sjávarmáli. Keppnin er háð í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá þvi að Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík og Radíóbúðin voru stofnaðar og 10 ár eru liðin frá því að Apple-tölvur komu fyrst hingað til lands. Tónlist frá stríðsárunum I TILEFNI sýningarinnar um mannlif á stríðsárunum í prófessorsbú- staðnum frá Kleppi verður efnt til pínnótónleikn íDillonshúsiá sunnu- daginn kl. 14.30-16.00. Hafliði Jónsson mun leika hina vinsælu og skemmtilegu píanótónlist stríðsáranna. Gestum er síðan bent á að skoða sýninguna „Og svo kom blessað stríðið" þar sem greint er frá mannlífi stríðsáranna, litið inn í bragga um 1950 og sagt frá tilurð lífsgæðakapphlaups íslendinga, sem hófst einmitt á þessum árum. Á sýningunni er til sýnis kaffihús frá stríðsárunum og eldhús íslenskrar konu í Bretaþvotti. í Árbænum verður unnið við tó- vinnu og bakaðar grautarlummur, sem gestum verður boðið að smakka á. í safnkirkjunni messar sr. Krístinn Ágúst Friðfinnsson kl. 14.00. í Dillonshúsi verða veitingar á boðstólum að vanda og því tilval- ið að bregða sér í kirkjukaffi eftir messu. Krambúðin verður opin og þar er til sölu kandís, þurrkaðir ávext- ir, nýmalað Þingholtskaffi og fleira góðgæti. Prentsmiðja aldamóta- handverksmannanna verður starf- andi um helgina og munu fagmenn sýna handverk forfeðranna þar. Síðast en ekki síst mun hinn lands- þekkti harmóníkuleikari Karl Jón- atansson leika á nikkuna safngest- um til skemmtunar. í september verður safnið opið allar helgar frá kl. 10-18, en lokað virka daga. Dill- onshús verður opið á sama tíma. Messað verður í safnkirkjunni alla sunnudaga kl. 14.00. Keppni þessi, sem er nýjung hér á landi, er ætluð fyrir alla þá er hafa gaman af gönguferðum og skemmtilegri keppni. Hún er því alls ekki sniðin eingöngu fyrir keppnismenn, heldur einnig al- menning. Keppni af þessu tagi er haldin víða erlendis við miklar vin- sældir. Aðstæður til keppni eru góðar, en slóði er allt frá rótum ijallsins og upp á efstu brúnir og ekki er um neitt fjallaklifur að ræða. Það er því auðvelt að taka þátt í keppninni á íþróttaskóm og í íþróttafatnaði. Ekki er þörf á sér- stökum fjallgönguskóm eða öðrum búnaði fyrir fjallgöngumenn. Apple-umboðið og Radíóbúðin munu veita vinninga fyrir þá sem verða í þremur fyrstu sætum keppn- innar. I fyrstu verðlaun verður Macintosh tölva af gerðinni SE með ir.nra minni upp á 40MB. Sá sem verður í 2. sæti fær að laun gæða- myndabandstæki frá Nordmende og sá sem hreppir 3. sætið hlýtur að launum útvarps- og kasettutæki frá Goldstar. Auk þess fá allir kepp- endur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna, þar sem skráður verður tími viðkomandi. Félagar í Flugbjörgunarsveitinni munu sjá um framkvæmd keppn- innar. Þeir verða með gæslu á svæð- inu og munu sinna þeim vandamál- um er kunna að koma upp. Jafn- framt mun sveitin verða með kynn- ingu á starfsemi sinni á staðnum. Skráning keppenda fer fram hjá Apple-umboðinu og Radíóbúðinni í Skipholti 19. Skráningu lýkur mið- vikudaginn 5. september nk. Fréttatilkynning) Bæna- og kyrrð- ardagar kvenna BÆNA- og kyrrðardagar kvenna verða í Reykholti í Borgarfirði dagana 7.-9. september nk. Námskeiðið er hugsað fyrir þær konur sem bera hag íslensku kirkj- unnar fyrir bijósti og vilja gjaman leggja sitt af mörkum til að efla hana, m.a. með bæn og fyrirbæn. Umsjón námskeiðsins og skrán- ingu annast Margrét Hróbjartsdótt- ir, Rauðalæk 53 í Reykjavík, Rann- veig Sigurbjömsdóttir, Hlíðarvegi 6 í Kópavogi, og Sigríður Halldórs- dóttir, Drápuhlíð 48 í Reykjavík. laugardaginn 1. sept. 1990 amsJieiJkiuir í ÁríáiM' í kvöld frá kl. 22.00 -03.00 Hljómsveitin KOMPÁS leikur gömlu og nýju dansana Söngkona: Kristbjðrg Löve Dmsluúiú er í írtúm I VEITtNQAHUS Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.