Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Utvarpsráð: Fulltrúi Borgara- flokksins óháður Er genginn í Sjálfstæðisflokkinn RÚNAR Birgisson, fulltrúi Borgaraflokksins í Útvarpsráði, lýsti því yfir á fundi ráðsins í gær að hann myndi héðan í frá teljast vera óháður á fundum. Segist Birgir hafa sagt sig úr Borgaraflokknum og skráð sig í Sjálfstæðisflokkinn í gær. í bókun sem Rúnar Birgisson lagði fram á fundi Útvarpsráðs í gær segir: „í framhaldi af þróun mála og þar sem kosið er í Út- varpsráð á Alþingi samkvæmt til- nefningum stjórnmálaflokka vill undirritaður að það komi fram að frá og með deginum í dag telst ég, undirritaður, óháður þegar ég sit fundi Útvarpsráðs." Rúnar sagði ástæðu þess að hann lýsti því yfir að hann væri óháður vera að hann hefði verið kosinn af Alþingi í Útvarpsráð sem fulltrúi Borgaraflokksins. Nú ætti hann hins vegar ekki lengur samleið með þeim flokki. Hann sagðist þó enn eiga samleið með mörgum mönnum í þeim flokki sem hann byggist við að myndu einnig fara yfir í Sjálf- stæðisflokkinn eða að minnsta kosti hætta störfum fyrir Borgaraflokk- inn. Það væri enda ekki mikið eftir í Borgaraflokknum til þess að starfa að. Rúnar, sem til skamms tíma var formaður Félags ungra borgara, sagðist alla tíð hafa verið sjálfstæð- ismaður þó að hann hefði um skeið starfað með Borgaraflokknum. „Ég er nú genginn aftur í flokkinn vegna þess að ég tel að þar sé á ný góður vettvangur fyrir mig að starfa að þeim málefnum sem ég hef hvað mestan áhuga á sem er áframhald- andi uppbygging íslensks þjóðlífs í sem víðustu samhengi.“ Davíð Stefánsson, einn af fulltrú- um Sjálfstæðisflokksins í Útvarps- ráði, segist fagna því að Rúnar hafi nú gengið í Sjálfstæðisflokkinn enda hafi hann alla tíð litið á hann sem sjálfstæðismann. „Ég vonast eftir því að eiga áfram gott sam- starf við Rúnar í Útvarpsráði,“ sagði Davíð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Vigdís Finnbogadóttir, /orseti íslands, sem er verndari átaksins um landgræðsluskóga 1990, sat aðal- fund Skógræktarfélags íslands. Hér er hún ásamt Huldu Valtýsdóttur, formanni Skógræktarfélagsins. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1990: 8.000 sjálfboðaliðar tóku þátt í átaki um landgræðsluskóga Samband ungra sjálfstæðismanna: Oánægja með aldurs- samsetningu þing- flokks Sjálfstæðisflokks Flúðum. Frá Kristínu Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags íslands sem haldinn er á Flúðum kom m.a. fram að um átta þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í gróður- setningu vegna átaks um landgræðsluskóga 1990 á vegum skógrækt- arfélaganna í sumar. Efnt var til átaksins i tilefni 60 ára afmælis félagsins á þessu ári. Markmiðið var að gróðursetja um 1,5 milljón- ir plantna í sumar en niðurstaðan er sú að á vegum átaksins verða gróðursettar 2,3 milljónir plantna á árunum 1990-1991. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í júlí hafði safnast rúmlega 41 milljón króna til átaksins, þar af eru gjafir frá einstaklingum og fyrirtækjum 26,5 milljónir króna. TALSVERÐ óánægja með núver- andi þingflokk Sjálfstæðisfiokks- ins kom fram á stjórnarfundi sem Samband ungra sjálfstæðis- manna hélt í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun óánægjan einkum hafa beinst að aldurssamsetningu þingfiokksins og töldu menn að ungir kjósend- ur ættu enga fulltrúa í núverandi þingfiokki. Væri því nauðsyn á breytingu. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst var samþykkt á fundin- um að skora á stjómir kjördæmis- ráða Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að ungir frambjóðendur nái góðum árangri í komandi próf- kjörum og við uppstillingu á fram- boðslista. SUS mun í áskoruninni hafa bent á að kjósendur á aldrinum 18-35 ára ættu engan fulltrúa í núverandi þingflokki þrátt fyrir að þarna væri um mjög stóran hluta kjósenda að ræða. í bréfinu mun einnig vera bent á að þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins sé sá elsti á Norðurlöndum. í umræðunni um átak um land- græðsluskóga 1990 sagði Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógrækt- arfélags íslands, að um 20 milljón- um króna hefði verið varið til plöntukaupa, þar af hafa verið greiddar 7 milljónir vegna plantna til gróðursetningar árið 1991. „Tek- ist hefur að halda öllum kostnaði við framkvæmdir í lágmarki og ber þar auðvitað fyrst og fremst að þakka því að skógræktarfólk hvar sem það er að finna var reiðubúið að leggja á sig ómælda vinnu undir merki sjálfboðaliða til að styrkja og styðja málstað skógræktar og gróðurverndar í landinu. Það er bókstaflega undirstaða þess að svo vel tókst til. Hér mun sennilega vera um einstakt fyrirbæri að ræða sem á eftir að vekja athygli utan- lands,“ sagði Hulda. „Sjálfboðaliða- starfið er sigurtákn þessa átaks, ótvíræð skilaboð til ráðamanna þessarar þjóðar og segir allt um hug íslendinga til landsins síns.“ Hulda sagði að nauðsynlegt væri að skipuleggja framkvæmdir næsta árs en augljóst væri að ráða yrði tvo ráðunauta til félagsins, for- svarsmönnum félaganna til halds og trausts. Sagði hún að hvarvetna væri farið lofsamlegum orðum um starf félaganna. „Gróðursetning hefur gengið vel, plöntunum vegnar yfirleitt vel og menn virðast í það stóra og heila reiðubúnir að takast á við álíka verkefni á næsta ári.“ Umræðum um hvernig að átak- inu verði staðið á næáta ári verður framhaldið í dag. Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Leyfð verði sala fullvirðis- réttar í mjólkurframleiðslu Reykjum í Hrútafirði. Frá Halli Þorsteinssyni blaðamanni Morgunblaðsins. Á AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda, sem lauk í gær, var sam- þykkt tillaga um að leyfð verði sala fullvirðisréttar í mjólkurfram- leiðslu með ákveðnum takmörkunum. Þá telur fundurinn að ef gert verði ráð fyrir því í nýjum búvörusamningi að fullvirðisréttur til sauð- fjárframleiðslu verði að minnka vegna markaðstengingar framleiðsl- unnar, þá komi flöt skerðing hans ekki til greina, enda gangi það þvert gegn markmiðum um aukna hagkvæmni. Fram kom á fundinum að verði af markaðstengingu samningsins muni sauðfjárbændum fækka um 600-800 á 3-5 árum. Skákþing íslands: Margeir efstur með 3 vinninga MARGEIR Pétursson er efst- ur með þijá vinninga á Skák- þingi Islands á Höfn í Horna- firði eftir að hafa unnið Jón L. Ámason í þriðju umferð mótsins í gær. Þeir tefidu svo- kallað maroczy-afbrigði í Sik- ileyjarvöm, sem þeir hafa oft teflt áður. Jón L. lék hins veg- ar gróflega af sér og tapaði því skákinni. í þriðju umferðinni vann Björgvin Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson vann Sigurð Daða Sigfússon og Halldór G. Einarsson vann Þröst Árnason. Jafntefli varð í skákum þeirra Héðins Steingrímssonar og Áma Á. Ámasonar, svo og Snorra Bergssonar og Tómasar Bjömssonar. í öðm sæti á mótinu er Héð- inn Steingrímsson með 2,5 vinn- inga en í 3.- 5. sæti eru Björg- vin Jónsson, Halldór G. Einars- son og Snorri Bergsson með 2 vinninga. Aðalfundurinn telur að vegna þess jafnvægis sem nú ríkir milli fram- boðs og eftirspumar í mjólkurfram- leiðslu verði leyfð sala fullvirðisréttar með þeim takmörkunum að öll slík viðskipti fari fram fyrir milligöngu búnaðarsambanda eða Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Framleiðsluráð ákveði síðan lágmarksverð hins selda fullvirðisréttar, en 20% af þeim rétti sem losnar í heild vegna sölu fari til ráðstöfunar samkvæmt ákveðnum reglum, til dæmis til nýliða í landbún- aði og ættliðaskipta á því svæði sem salan fer fram. Reynist réttur sem kemur til sölu á ákveðnu svæði vera seljanlegur þar á skráðu lágmarks- verði verði ekki um flutning réttarins milli svæða að ræða. í ályktun aðalfundar Stéttarsam- bandsins um efnisatriði nýs búvöru- samnings er ítrekuð ályktun síðasta aðalfundar um að forsenda markaðs- tengds samnings sé að samkeppnis- aðstöðu búvara á innlendum markaði sé á engan hátt spillt með stjóm- valdsaðgerðum eða aðgerðaleysi. Fundurinn telur ekki rétt að taka upp svæðaskiptingu búgreina sem byggir eingöngu á heilum landshlut- um, heldur verði hver einstök jörð metin með tilliti til þess hvað þar er hagkvæmast að framleiða, en í því mati verði meðal annars tekið tillit til ástands gróðurfars, ræktunar, bygginga og þess búskapar, sem rekinn er á jörðinni. Þar sem gert sé ráð fyrir markaðs- tengingu sauðfjárframleiðslunnar í drögum nýs búvörusamnings, bendir fundurinn á að það muni hafa í för með sér 30-40% fækkun sauðfjár- bænda, eða á bilinu 600-800 manns á 3-5 árum, auk fækkunar í þjón- ustustörfum tengdum framleiðsl- unni. Því telur fundurinn brýnt að nú þegar verði óskað eftir mati Byggðastofnunar á þessu og hvaða afleiðingar það hefði fyrir íslenskt þjóðfélag. Komi til þess við endanlega samn- ingsgerð að fullvirðisréttur til sauð- fjárframleiðslu verði að minnka, telur fundurinn að flöt skerðing hans komi ekki til greina, enda gangi slíkt þvert gegn markmiðum um aukna hag- kvæmni. Einnig mundi það verða algjörlega ofviða einstökum bændum og heilum byggðarlögum, og því verði að leita annarra leiða til að ná settum markmiðum. í því sambandi bendir fundurinn á að takmarka eigi sauðfjárframleiðslu utan lögbýla svo sem tök eru á, uppkaup verði á full- virðisrétti, samið verði um frystingu réttar án greiðslu, og réttur verði frystur hjá bændum yfir ákveðnum aldursmörkum, enda verði þeim tryggður fullnægjandi lífeyrir. Þá leggur fundurinn til að þeir bændur sem gert hafa samning um fjárskipti vegna riðu hafi í öllu sama rétt og aðrir sauðfjárbændur varðandi fram- leiðslu eða ráðstöfun fullvirðisréttar. Hluti þess fullvirðisréttar, sem ekki verður nýttur með framleiðslu á við- komandi býlum falli til viðkomandi búmarkssvæðis, en standi þeim bændum, sem ekki taka fé að nýju, til boða að selja réttinn vegna upp- kaupa á fullvirðisrétti, verði þeim tryggð samsvarandi greiðsla fyrir þann rétt sem virkur verður með sölu innan svæðis. Fundurinn tekur sérstaklega undir þá hugmynd í drögum að búvöru- samningi að verulegur hluti launalið- ar sauðfjárbænda verði greiddur beint til framleiðenda, en nánara fyrirkomulag slíkra greiðslna verði ákveðið með sérstöku samkomulagi milli landbúnaðarráðherra og Stétt- arsambands bænda. Fundurinn varar við rýmkun á heimild til innflutnings matvæla og leggur þunga áherslu á að hvergi verði slakað á banni við innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum. Þá verði ekki gerðar minni kröfur til matvara sem fluttar eru til landsins varðandi aðbúnað á framleiðslustigi, sem og notkun lyfja, hormóna og eiturefna, og jafnframt verði tryggt með töku jöfnunargjalds að sam- keppni við innflutning búvara verði fyrst og fremst á grundvelli gæða. Varðandi viðræður EB og EFTA leggur aðalfundurinn ríka áherslu á að tryggt verði að erlendir aðilar nái ekki eignarhaldi á auðlindum lands- ins, fiskimiðum, landi og orkulindum, og réttur útlendinga til þess að kaupa fasteignir hér á landi verði takmark- aður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.