Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Samvinnustarf í hlutafélögum eftirJón Sigurðsson í grundvallarreglum Alþjóðsam- vinnusambandsins, sem rætur eiga að rekja til frumhetjanna í Roch- dale á Englandi, er miðað við að samvinnufélög geti m.a. verið skipulögð sem almenningshlutafé- lög. í sumum löndum eru samvinnu- félög einmitt sérstök tegund hluta- félaga og dæmi eru þess að sam- vinnumenn geti valið um mismun- andi réttarform eftir atvikum í sama landi. Samvinnufélag í réttarformi hlutafélags verður að fullnægja þessum skilyrðum: 1) að það sé opið inngöngu öllum þeim sem nýta sér starfsemi þess með viðskiptum, vinnuframlagi o.s.frv.; 2) að það lúti lýðræðislegri stjórn, t.d. að tak- mörk séu á atkvæðamagni eins og sama aðila í félaginu þrátt fyrir misjafnan eignarhlut; 3) að ávöxtun hlutafjár umfram verðtryggingu sé mjög takmörkuð, a.m.k. að enginn aðili geti haft félagið að féþúfu; 4) að ráðstöfun arðs sé sameiginleg og með þeim hætti að enginn einn félagsaðili hljóti arð af viðskiptum annars þrátt fyrir mismunandi eign- arhlut. Þessi skilyrði eru í dálítið breyttri mynd ef um samvinnusam- band eða samstarfsfélag samvinnu- félaga og annarra er að ræða. íslenskir samvinnumenn hverfa mjög að því ráði um þessar mundir að skipuleggja rekstur sinn í réttar- formi hlutafélaga. Þekktust eru dæmi úr Dalasýslu, N-Þingeyjar- sýslu, af Fljótsdalshéraði og úr höf- uðborginni þar sem bæði KRON og Sambandið gangast nú fyrir mikl- um_ skipulagsbreytingum. Á þessum tímamótum er mikil- vægt að samvinnumenn hafi grund- vallarsjónarmið í huga. Samvinnu- Vertu ákmum hjá sjálfum þér -fiárfestu í Tekjubréfum! TEKJUBRÉF - 20% ársávöxtun miðað við 6 fyrstu mánuði ársins. TEMERÉF - 9% raunávöxtun miðað við 6 fyrstu mánuði ársins. TEKJUBRÉF - vextir eru greiddir út á3mánaðafresti. TEKJUBRÉF - örugg reynsla í 4 ár. <n> VERÐBREFAMARKAÐU R FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF - Löggilt verðbréfafyrirtæki - HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKURHYR111100 starf helgast af félagslegum og efnahagslegum þörfum og nauðsyn, aðallega þeirra hópa sem standa höllum fæti að einhveiju leyti. En engin sérstök rök mæla gegn því út af fyrir sig að samvinnustarf sé stundað í réttarformi hlutafélags. Samvinna er ekki takmörkuð við sérstaka kafla íslenska lagasafnsins og margt bendir til þess að núver- andi lög um samvinnufélög eigi fyrst og fremst við um svæðisbund- in kaupfélög með margþættan rekstur. í núgildandi lögum eru t.d. alltof miklar hömlur settar á stofn- sjóði og ráðstöfun þeirra til þess að almenningur telji slíkt aðgengi- legj: nú orðið, og einnig hefur of- vöxtur hlaupið í svonefnda óskipti- lega sameignarsjóði sem félags- menn telja sér of fjarlæga þegar á þarf að halda; í lögunum eru enn fremur sérstök ákvæði um svæðis- bindingu, aðeins einstaklingar geta verið félagsaðilar, og fleira mætti telja. Eðlilegur áfangi Því fer fjarri að skipulagning samvinnustarfs í réttarformi hluta- félags sé eitthvert fráhvarf eða Jón Sigurðsson „Samvinnustarf í rétt- arformi hlutafélags getur átt glæsilega framtíð fyrir sér í landinu.“ uppgjöf samvinnumanna. Hlutafé- lagsformið er í sjálfu sér alveg „hlutlaust" réttarfornm eins og önnur slík. Það er ákaflega fjöl- breytilegt og þjált tæki atvinnulífs- ins. En það veldur hver á heldur og hvernig málum er stýrt. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á þeim skilyrðum sem við samvinnustarf eiga sérstaklega. Að öðru leyti er hér um eðlilegan áfanga að ræða í sögu samvinnustarfsins. Ýmsir hafa minnt á þetta beint eða óbeint fýrir margt löngu og eru ef til vill þekkt- a^stir hérlendis þeir Árni Benedikts- son, Þröstur Ólafsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og dr. Vilhjámur Egilsson. Mála sannast er að íslenskir samvinnumenn voru allof lengi hugfangnir af gildandi laga- bókstaf og sáu ekki aðarar greið- færar leiðir. Nú hafa erfíðleikarnir kennt þeim að um fleiri kosti er að velja enda þótt ekki sé vikið af leið samvinnunnar. Um þessar mundir eiga sér stað talsverðar umræður í Evrópubanda- laginu um sameiginlegar og sam- ræmdar heildarreglur um sam: vinnustarf innan bandalagsins. I þeim drögum sem fyrir liggja er að talsverðu leyti miðað við réttar- form sem hérlendis svipar til hluta- félags með þeim skilmálum sem ofar eru nefndir. íslendingar eiga að fylgjast vel með framgangi þess- ara mála á meginlandinu því að margt er áf nágrönnum okkar að læra. Samvinnustarf á íslandi getur með engu móti beðið eftir ákvörð- unum Alþingis um breytingar á núgildandi lögum um samvinnufé- lög. Það er reyndar engin ástæða til þess að menn bindi hendur sínar við einn tiltekinn kafla í lagasafninu þegar fyrir liggur að viðurkennt er að menn leiti þeirra leiða sem best þjóna markmiðum og eðli sam- vinnustarfsins í hveiju einstöku at- viki. Og þarfír og aðstæður verða Meimingíirhlut- verk ríkisgónvarps eftir Svein Einarsson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins sl. sunnudag eru athyglisverðar og íhugunarverðar vangaveltur um stöðu Ijölmiðla, einkum útvarps- og sjónvarpsstöðva. Þar segir m.a.: „Fyrsta krafan, sem gera verður til ríkisins, sem á og rekur RÚV, er auðvitað sú, að fyrirtækið verði rekið taplaust og fjáraustur til þess úr ríkissjóði stöðvaður". Það hljóta allir að vera sammála um að fyrirtæki líkt og RÚV sem og önnur sambærileg fyrirtæki ber að reka hallalaust. Þetta gildir um allar þær menning- arstofnanir, sem eru hornsteinn í nútíma samfélagi íslendinga, Há- skólinn, Þjóðleikhúsið, Þjóðminja- safnið, Listasafn Islands o.s.frv. Kannski er Sjónvarpið einna áhrifa- mest á okkar tímum, eins konar háskóli alþýðunnar, eins og Indriði Einarsson komst einu sinni að orði um Þjóðleikhúsið. Það er því mikið í húfi, að vel sé að þessari stofnun búið og rödd íslands heyrist í ósam- stilltum kór ijölmiðlanna, a.m.k. á íslandi og a.m.k. meðan við látum okkur annt um það, sem íslenskt er. Fjáraustur úr ríkissjóði? Því mið- ur er það öðru nær. í fyrsta lagi hefur RÚV ekki haft tekjur af inn- flutningi viðtækja undanfarin ár, líkt og lög sögðu til um. í öðru lagi hefur ríkisvaldið/eða Tryggingastofnun ekki bætt tekju- missi vegna niðurfellingar afnota- gjalda lífeyrisþega. í þriðja lagi gekk til baka almenn hækkun á afnotagjöldum, svo sem alþjóð mun vera í fersku minni. Afleiðing þessa er augljós. Þrátt fyrir það að allir í landinu meini það einlæglega, að efling innlendrar dagskrárgerðar í sjónvarpi er þjóð- ernisleg nauðsyn á þessum fjöl- miðlabyltingartímum, er það ekkert launungarmál, að það eru aðeins innan við 200 milljónir sem fara í alla innlenda dagskrárgerð í Sjón- varpinu. Hér við bættist að sjálf- Þriggja milljóna króna tjón á Höfn Höfn. AMMÓNÍAKRÖR sprakk I Fiskiðjuveri Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga á Höfn fyrir skömmu. Að sögn Hermanns Hanssonar kaup- félagsstjóra urðu skemmdir ekki miklar því menn urðu mjög fljótt varir við óhappið. Skemmdir á afurðum eru metn- ar á um 2 milljónir króna og kostn- aður vegna viðgerða og lagfæringa er á bilinu ‘A til 1 milljón króna. Þá kom eldur upp í íbúðarhúsinu nr. 17 við Bogaslóð á Höfn sunnu- dagskvöldið 26. ágúst. Eldurinn varð laus í anddyri og komst þar í símaborð og fatnað. Varð af mik- ill hiti, en menn í nálægum húsum urðu eldsins strax varir og gerðu slökkviliði og lögreglu viðvart. Ekki breiddist eldurinn út úr forstofunni en skemmdir eru mikl- ar af sóti og reyk. íbúðin var mann- laus er elds varð vart. - JGG sögu kostnaður tæknideildar og sameiginlegur kostnaður, sem er umtalsverður. Og fréttir og íþróttir eru sérstakar deildir. Eg skýrði frá þessu á fundi með erlendum starfs- bræðrum nýlega. Þá setti hljóða, litu hver á annan og fluttu mér síðan innilegar samúðarkveðjur. Þetta er nefnilega 1/25-1/50 af því sem minni ríkisstöðvarnar á Norð- urlöndum hafa í höndum - Svíar eru þar langt á undan og reka nú mjög ákveðna menningarpólitík. En fyrir þetta er okkur ætlað að halda úti dagskrá sem nemur allt að 15 innlendum þáttum á viku. Þeir sem vita, hvað gerð sjónvarpsþátta og kvikmynda kostar, geta nú auðveld- lega reiknað dæmið. Að undanfömu hefur verið bók- staflega farin herferð gegn Ríkis- sjónvarpinu á þeim forsendum að Sjónvarpið standi svo vel, en Stöð 2 eigi svo bágt. Víst er um það, að draumar Stöðvar 2 um að reka íslenska sjónvarpsstöð hafa aldrei ræst nógu vel og að fjárhagsstaðan er með ólíkindum. Því miður hefur samkeppnin ekki fært okkur meiri fjölbreytni né gæði heldur fyrst og fremst meira magn af afþreyingarefni. En ég get fullvissað alla landsmenn um, að það er langt frá því að Ríkissjón- varpið standi nógu vel og sé t.d. nógu vel í stakk búið að sinna lög- bundinni menningarskyldu sinni. Sú litla hækkun, sem ekki kom á afnotagjöldin, varð m.a. til þess, að ýmsir vinsælir þættir, sem vera áttu á dagskrá í haust, verða að bíða áramóta. Má þar nefna Tón- stofuna, Neytandann, sjónvarps- pistla, umræðuþætti, Ungmennfé- lagið, Gestagang og íþróttaspegil- inn. Framleiðsla leikins efnis er í lágmarki og fresta varð t.d. upptök- um á sjónvarpskvikmyndinni Mar- ías, sem byggð er á einni frægustu smásögu Einars H. Kvarans. Og fleiri verk úrvalshöfunda hafa þurft að bíða árum saman. Sárast er þó að geta ekki lagt af stað með gerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.