Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 27 Hörkukeppni á Islandsþingi: Björgvin lagði Jón L. að velli ___________Skák______________ Bragi Kristjánsson Önnur umferð á íslandsmótinu var tefld á Hótel Höfn á fimmtu- dagskvöld. Árni Ármann Árnason og Snorri Bergsson sömdu stutt jafntefli, en á öðrum borðum var barist til síðasta blóðdropa. Björgvin Jónsson vann Jón L. Árnason, Margeir Pétursson vann Þröst Þórhallsson, Þröstur Árna- son vann Hannes Hlífar Stefáns- son, Tómas Björnsson vann Hall- dór Grétar Einarsson og Héðinn Steingrímsson vann Sigurð Daða Sigfússon. Margeir og Tómas unnu örugg- iega, en í öðrum skákum gekk á ýmsu. Jón L. byggði upp vinnings- sókn gegn Björgvini, en virtist gleyma klukkunni. Þegar komnir voru 30 leikir átti Jón rakið mát í fimm leikjum, en missti af því og féll á tíma þrem leikjum síðar, og átti þá eftir að leika 8 leiki til að ná tímamörkunum. Sannarlega óvenjulegt hjá jafn reyndum tíma- hraksmanni og Jóni! Hannes Hlífar missti þráðinn í góðri stöðu gegn Þresti Árnasyni og tapaði og Sig- urður Daði stóð lengi vel gegn Héðni, en tapaði í lokin. Margeir og Héðinn hafa þannig tekið forystuna með 2 vinninga hvor, Snorri Bergsson hefur l'/s vinning, en Jón L., Hannes Hlífar, Björgvin, Tómas, Halldór Grétar og Þröstur Árnason hafa 1 vinning hver. Hvítt: Björgvin Jónsson Svart: Jón L. Árnason Sikileyjar-vörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Bg5 - Rc6, 7. Dd2 - e6, 8. 0-0-0 - Bd7, 9. f4 - Be7, 10. Rf3 - b5, 11. Bxfö - gxf6, 12. Bd3 - Da5, 13. Kbl - b4, 14. Re2 - Dc5, 15. f5 - a5, 16. Rf4 - a4, 17. Hcl Fram að þessu hafa keppendur fylgt 18. einvígisskák Fischers og Spasskíjs 1972, en í næsta leik bregður Jón L. út af uppskrift Spasskíjs, 17. - Hb8. 17. - Hg8,18. g3 - Re5,19. Be2 Líklega hefði verið betra að leika 19. fxe6, því svörtu biskupamir fá hættulega mikið svigrúm eftir peðsránið í næsta leik. 19. - exf5!?, 20. exf5 - Bxf5, 21. Rd4 - Bd7, 22. Hhel?! Nú virðist 22. cc3 vera besti leikurinn, til að reyna að loka drottningarvængnum: 22. - b3, 23. a3 ó.s.frv. Ef svartur á ekki betri leið en rakin er hér að fram- an, þá lendir hann í vandræðum með veikt miðborð (d5, f5) og veika kóngsstöðu. 22. - Hb8, 23. Bfl - Hg5, 24. Bd2?! - Kf8, 25. c3 - Rc4!, 26. Dd3 - bxc3, 27. b3 Svartur hótaði að drepa á b2. Þegar hér var komið átti Jón að- eins eftir nokkrar sekúndur til að ná 40 leikja markinu. 27. - Hb8, 28. Kc2 - axb3+, 29. axb3 - Rxb3!, 30. Rxb3 - Da3, 31. Hbl a b c d e ( 9 h Síðustu leikir hafa verið þving- aðir, en nú missir Jón tökin á stöð- unni, enda umhugsunartíminn á þrotum. 31. - Da2+, 32. Kxc3 - Hgb5?? Eftir 32. - Hc8+ verður hvítur mát: 33. Kd4 (33. Kb4 - Da4 mát), Da7+, 34. Ke4 - Bf5+, 35. Kf3 - Bg4+, 36. Ke4 - He5+. 33. Bd5 og Jón féll á tíma um leið og hann lék 33. - f5. Málverka- sýning í Vatnsrúmum HULDA Halldórsdóttir heldur málverkasýningu í versluninni Vatnsrúmum, Skeifunni 11. Þetta er fjórða einkasýning Huldu en hún hefur áður haldið sýningar í Nýja galleríinu, Ásmundarsal og á Mokka. Sýningin stendur í þijár vikur og er opin á verslunartímum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hulda Halldórsdóttir við eitt verka sinna. BYKO I BREIDD UJ Œ m OPIÐIDAG VERSLUNIBREIDDINNI.. 10.00-14.00 VERSLUN V/ REYKJANESBRAUT HAFNARFIRUI__9.00-13.00 BYKO O o S I M I 4 10 0 0 —-——— -, '"«11 ltJARIIK TÍMAR fyrir bókaþjóðina frá 1. september VIRtHSAIIiA Sli VI TI R fellur af öllum bókum á íslensku. Kauptu þér bók í tilefni dagsins FÉLAG BÓKAÚTGEFENDA Allt safnið kostar nú kr. 14.000,- Kostaði áður kr. 17.430,- Hvert bindi nú aðeins kr. 3.500,- Saga lands og þjóðar birtist lesandanum Ijóslif- andi í skýru máli og myndum. Ritverkinu var hleypt af stokkunum að tilhlutan Þjóðhátíðar- nefndar 1974 og höfundar þess eru allir kunnir fræðimenn. Saga íslands er afar yfirgripsmikið verk. Þar eru meðal annars gerð skil: Jarðsögu landsins, landnámi, fornminjum, stjórnskipun og stjórnmálum, lögum, trúarlífi og kirkjusókn, bók- menntum, listum og fræðaiðkan, atvinnuvegum og daglegu lífi manna og störfum, mataræði, klæðnaði, skemmtunum auk margs annars. Saga íslands er sígilt, fróðlegt og aðgengilegt ritverk, sem á erindi við alla Islendinga. Vantar e.t.v. 4. bindi, sögu 14. og 15. aidar í safnið þitt? Til hamingju meö 1. september 1990! BÓKMENNTAFÉLAGIÐ, Síðumúla 21, sími 679060 Opið laugardag frá kl. 10.00-14.00 P&Ó/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.