Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 45
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS f‘■a'fö í Þessir hringdu . . . Undarlegur samanburður Jóhann Guðmundsson hringdi: „Hann vekur undrun, saman- hurður sá er Þórólfur Matthías- son gerir á launum flugumferða- stjóra og háskólakennara í grein sem birtist í Morgunblaðinu hinn 29. ágúst. Flugumferðarstjórar vinna á vöktum alla vinnuævi sína, jól páskar og aðrari frídag- ar gera engan mun þar á. Sumar- leyfi þessara stétta þyrftu einnig að koma inn í málið, eðli staf- anna er svo gerólíkt að ekki þarf um að íjalla. Það er ótrú- legt að háskólakennari skuli sýna slíkt skilningsleysi eins fram kemur í þessum samnaburði hans.“ íslensk músík Kona hringdi: „Ég sakna þess að heyra ekki lengur íslenska músík í útvarpi og virðist það gilda um allar útvarpsstöðvarnar að íslensk músík verður útundan. Vil ég hvetja útvarpsmenn til að flytja meira af íslenskri músík.“ Gott lainbakjöt Viðskiptavinur hringdi: „Ég vil vekja athygli á því hversu sérstaklega vel útlítandi og gott lambakjöt fæst í Kjötbúð- inni við Laugaveg. Margir eru með aðkenningu að kvefi núna °g þyngsli fyrir bijósti. Þeim ráðlegg ég að elda sér lambakjöt og kjötsúpu og tel víst að fólk hressist af að snæða svo ágætan mat.“ Myndavél Myndavél tapaðist í Græn- landsferð 13. ágúst. Finnandi hafi vinsamlegast samband í síma 36174. Frakki Sá sem tók ljósan karlmanns- frakka í misgripum í Aflagranda 40, Félagsmiðstöð aldraðra, föstudaginn 24. ágúst er vinsam- legst beðinn að hafi samband í síma 622571. Myndavél Hinn 10. ágúst tapaðist lítil sjálfvirk Olympus myndavél í gráu hulstri á leið frá Hrafnistu í Reykjavík um Vesturbrún og til Hafnaríjarðar með vikomu í Fjarðarkaupum. Filmunar sem í vélinni var er sérstaklega sakn- að. Vinsamlegast hafið samband við Björgvin i síma 94-7674 ef myndavélin hefur komið í leitirn- ar.“ Lélagar kvikmyndir Berglind hringdi: „Ég er orðin þreytt á því hversu lélegar kvikmyndir eru sýndar í Ríkissjónvarpinu. Þær tvær kvikmyndir sem sýndar voru sl. laugardagskvöld voru báðar lélegar. Væri ekki hægt að sýna a.m.k. eina góða kvik- mynd á laugardagskvöldum?" Hjól Blátt Peugeut hjól hvarf 18. ágúst frá Mosgerði 12. Það var með álbrettum, böglabera og gli- tauga á armi. Ef einhver veit hvar það er niður komið vinsam- legast hringið í síma 31254. Bindisnæla Silfurbindsnæla tapaðist, líklega við Laugaveg. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 666515. Veski Svart seðlaveski tapaðist sl. föstudag í Hafnarfjarðarstrætó. I því voru skilríki og ávísana- hefti. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Arngrím í síma 53603. Myndir 17 slædsmyndir frá Vík og nágrenni, þar á meðal myndir af sólarlagi við Reynisdragna, lentu á flækingi og er þeirra sárt saknað af eiganda. Vinsam- legast hafið samband við Þórir í síma 98-71250 ef þær hafa einhvers staðar komið í leitirnar. Köttur Grár fressköttur hefur verið á þvælingi við Seilugranda sl. þijá daga. Hann er ómerktur en með bláa hálsól. Eigandi hans er vin- samlegst beðinn að hringja í síma 627227. Góð þjónusta Kona hringdi: „Ég vil þakka fyrir góða þjón- ustu hjá Bílandi við Fossháls 1 en þeir gerðu við bíl fyrir mig fyrir skömmu. Verðinu- af stillt í hóf og þar var góðu viðmóti að mæta.“ Þakklætið í hávegum haft Til Velvakanda. I æsku minni þótti alveg sjálf- sagt að rétta hver öðrum hjálpar- hönd, jafnvel þótt menn hefðu þá stundina annað fyrir stafni. Greiðslan var að jafnaði: Bestu þakkir fyrir. Þessi greiðsla var inn- sigluð með hlýju handtaki. Ég man líka eftir að ef við börnin fórum í önnur hús og okkur var gefið eitt- hvað sagði mamma alltaf þegar við komum til baka. „Þið hafið munað eftir að þakka fyrir ykkur." Þakklætið var í hávegum haft. Ríkharður myndhöggvari lýsir greiðaseminni einna best í minn- ingum um föður sinn sem kom út í bókinni: Faðir minn. Hún kom út 1950 og ráðlegg ég fólki að lesa þær. Mér finnst í dag við vera .á góðri leið ef við gleymum þessu, að rétta náunganum hjálparhönd, og taka ekkert fyrir greiða. Um leið og maður hættir þessu, missir maður eitthvað af sál sinni. Það sem engin greiðsla getur endur- goldið. Eg man þegar menn urðu fyrir miklum búsiíjum, misstu ijölda fjár, þá var það víða að svei- tungarnir hjálpuðust að og færðu þeim ijárstofninn að nýju, þ.e. hver bóndi gaf, jafnvel af sinni fátækt. Ef til vill þarf þetta ekki núna, því allir eru orðnir svo ríkir, jafn- vel þeir sem eiga ekki það sem þeir fara með. 1 dag erum við rík þjóð í öllum erlendu skuldunum. Menn geta veitt sér það sem þeir girnast og alltaf er keppnin harðari við ná- ungann sem er á horninu hinum niegin. Lífsgæðakapphlaupið minnir mig stundum á þegar bílar á þjóð- veginum á ofsa hraða reyna að komast framúr þeim sem er á und- an. Er ekki mikið til í þessu? Og í allri þessari keppni gleym- ast sönnustu og bestu verðmætin sem nokkur dauðlegur maður get- ur hlotið, gæfa guðs og sálarfriður. Skömmu eftir að ég kom hingað á Snæfellsnes, hlotnaðist mér það að verða ijárhaldsmaður nokkurra einstaklinga, eldri borgara sem þá áttu ekki í mörg hús að venda. Ég kunni ekki að meta þetta þá, og jafnvel fannst þetta kvöð. En ég var ekki lengi búinn að fylgja þessum einstakiingum þegar ég sá hve gífurleg auðæfi ég hafði komist yfir og nú sé ég að ég verð aldrei borgunarmaður fyrir þessu. Ég reyni að orna mér við minnin- garnar og er að rita upp brot aí því sem mér var þarna fært á „gull- fati“. Og þakklætið sem var í hveiju fótmáli gleymist aldrei. Hvernig trúin á algóðan Guð lyfti þessum sálum í veldi ánægju og þakklætis var stórkostlegt. Á þetta minnist ég nú, ef það skyldi verða einhveijum til um- hugsunar — að staldra við. Hver er ávinningurinn af öllum lífsgæð- um, ef þau eyðileggja hinn andlega gróður. Handleiðslan var mikil. Og á henni hefi ég fengið að þreifa um dagana. Mér þykir sárt að sjá vini mína og samferðamenn farast í elfu vímuefna hvern af öðrum, líf sem hefðu orðið landi og þjóð blessun og styrkar stoðir, enda á sorphaugum mannlífsins. Hvernig skyldi þeim líða sem framleiða allt þetta eitur og eins þeim sem dreifa og selja? í trúaijátningunni okkar standa þessi orð: Mun koma aftur- í dýrð sinni og dæma lifendur og dauða. Hvaða dómur? Svari nú hver fyrir sig. Árni Helgason Success GUARANTEED ^ PERFECTIN 8MINUTES Cfiicften Aímondme CfítcRcH Hivcrtvf R/.v wí/i Pastá & Almrndi Framandi og ógleymanlegur hrísgrjónaréttur. Löng hrísgrjón blönduð með ses- am, möndlum og núðlum og kryddað á afar sérstæðan hátt. Svo sannarlega öðruvísi kjúktingaréttur. Fyrir 4 - suóutími 8 mín. Heildsölubirgðin KARL K. KAKLSSON&CO. Skúlalúni 4, Reykjavík, sími.62.32 32 TILBOÐ FRYSTIKISTUR MÁL H X B X D STÆRÐ GERÐ STAÐGR. VERÐ 90x73x65 1851 B 20 31.950 90x98x65 2751 B 30 35.730 90x128x65 3801 B40 39.960 90x150x65 4601 ■ B 50 43.470 ÁRATUCAREYNSLA DÖNSK CÆÐATÆKI Á GÓÐU VERÐI ■■■ -— VISA Jjjjj Samkort HHH1 8MH§B @ SAMBANDSINS VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50 - 6812 66 a SIGUNGASKOUNN Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA hefst 3. september. Kennt mánudags og miövikudags- kvöld kl. 7-11. Próf í lok október Námskeið TIL HAFSIGUNGA (Yachtmaster Offshore) hefst 4. september. Kennt þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 7-11. Próf í lok október. Innritun og upplýsingar í dag og næstu daga í símum 689885 og 985-33232. Öll kennslugögn fáanleg í skólanum. SICUNCASKÓUNN - medlimur i Atþjódasambandi siglingaskóla, ISSA. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.