Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 3 Hugmyndir um iðnviðar- framleiðslu á Suðurlandi STARFSMENN Rannsókna- stöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá hafa lagt til að hafin verði stórfelld framleiðsla á iðn- viði með ræktun á ösp. Járn- blendiverksmiðjan á Grundar- tanga notar mikið af innfluttu kurli, sem starfsmenn rann- sóknastöðvarinnar telja að mögulegt og hagkvæmt sé að framleiða hér á landi. Hugmynd- in er að taka 5—6 þúsund hekt- ara af framræstum mýrum á Suðurlandi, aðallega í uppsveit- um Árnessýslu, undir ræktunin. Jón Gunnar Ottósson líffræðing- ur segir að með þessu sé hægt að sameina þær tvær meginstefnur sem uppi hafi verið í skógrækt á íslandi. Annars vegar nytjaskóg- rækt með barrtijám að skandinaví- skri fyrirmynd og hins vegar hug- myndir um ræktun víðis á ökrum til iðnviðarframleiðslu sem fyrir- huguð var fyrir Kísilmálmvinnslu á Reyðarfirði. Þessi möguleiki hefði skapast þegar Jámblendiverksmiðj- an fór að nota innflutt kurl í ofnana í staðinn fyrir kol og koks með góðum árangri. Jón Gunnar sagði að kosturinn við þessa framleiðslu væri að stofn- kostnaður væri minni en í nytja- skógrækt og fullar afurðir kæmu eftir 35—40 ár í staðinn fyrir 80—90 ár, auk þess sem framleiðsl- an skapaði verðmæti og vinnu á ræktunartímabilinu með grisjun skóganna. Öspin hefur verið skoðuð í rann- sóknastöðinni, aspir valdar til rækt- unar og er nú verið að hraðrækta úr þeim í samvinnu við garðyrkju- mann á Flúðum. Valdar voru tvær aspir og er verið að reyna að búa til úr þeim 400 þúsund plöntur á nokkrum mánuðum. Ef það tekst, segir Jón Gunnar, að búið sé að leysa vandamálið með að fá efnivið- inn í iðnviðarframleiðsluna. Hann segir að hægt sé að byija að planta út 1990 og fá fyrstu afurðir um aldamót. Hugmyndin er að planta út tijám í 1.000 hektara á ári í 5 ár og þyrfti að ná samningum við nokkra tugi bænda. Kostnaður er áætlaður 50—60 milljónir kr. á ári. Segja sig úr Leik- stjórafélaginu HELGI Skúlason og Helga Bach- mann sögðu sig úr Leikstjórafé- laginu í gær, en í fyrrakvöld samþykkti félagsfundur Leik- stjórafélagsins að senda Helga áminningarbréf vegna ummæla hans í Qölmiðlum um Ingu Bjamason leikstjóra. Helgi sagði í samtali við Morgun- blaðið að honum hefði ekki borist áminningarbréf það sem félags- fundur Leiksljórafélagsins ákvað að senda honum. „Mér hefur heldur ekki borist fyrsta bréfíð með svívirðingunum, heldur einungis lesið þá kafla úr því sem birst hafa í dagblöðum. Mér skilst að til þessa félagsfundar hafí verið boðað beinlfnis til þess að vísa mér úr félaginu, en einhverra hluta vegna virðist hafa skort þor til að leggja þá tillögu fram. Við Helga fengum lögmann okkar til að skrifa inn úrsögn okkar úr þessu, og það sem endanlega varð til þess að við ákváðum það var hið langa nef sem félagið hefur nú sent Helga Hálf- danarsyni. Okkur hjónunum hafa verið að berast skeyti og hringingar frá fjölda fólks innan leikarastéttarinn- ar, sem segir að viðbrögð mín hafí ekki verið deginum of fljót við því ástandi sem leikarar hafa orðið að búa við í sívaxandi mæli varðandi Leikstjórafélagið, en margir með vangetu hafa flotið innan þess í lqolfar samtryggingar hinna óhæfu," sagði Helgi Skúlason. Peníngakassa með 250 þús. krónum stolið PENINGAKASSA með um 250 þúsund krónum, aðallega f ávis- nnnm, var stolið úr Tonmennta- skólanum við Lindargötu á mið- vikudag. Þjófnaðurinn var tilkynntur RLR um miðjan dag og er talið að hann hafí verið framinn að degi til. Unn- ið er að rannsókn málsins. Síðdegis sama dag var brotist inn í mannlausa íbúð við Sólvallagötu, stolið þaðan tveimur myndavélum, pennasetti og fleiri munum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sigurður Sigurðsson við vélsleðann sem er nánast ónýtur. Mannlaus vélsleði á fiillri ferð á hósvegg Seifo8si. MANNLAUS vélsleði frá Árvél- um á Laugarvatni hentíst fyrír nokkru á fullri ferð 8-900 metra eftir gangsetningu og hafnaði á fbúðarhúsi. Enginn óhöpp urðu á fólki en vélsleðinn er nánast ónýtur. Óhappið varð með þeim hætti að Sigurður Sigurðsson eigandi Árvéla sf. á Laugarvatni var að gangsetja sleðann utan við verk- stæði fyrirtækisins og fékk mann til liðs við sig til að halda við bensíngjöfína. Þegar sleðinn hrökk í gang sat bensfngjöfín föst og sleðinn þaut af stað. Maðurinn sem hélt við bensíngjöfína áttaði sig ekki á því að drepa á vélinni með neyðarrofa um leið og hann stökk frá. Sleðinn hentist áfram í sveig upp fyrir verkstæðið, sem er vest- an vegarins að Laugarvatni, gegnt Menntaskólanum, fór fram- hjá öllum hindrunum, yfír veginn og hafnaði á íbúðarhúsi. Minnstu munaði að sleðinn færi inn um glugga á húsinu. Gera má ráð fyrir að sleðinn hafí náð um 70 kílómetra hraða á ferð sinni. Sigurður Sigurðsson sagði að það hefði verið líkt og sleðanum væri stýrt svo listilega hefði hann sveigt fram hjá öllum hindrunum. Mesta mildi hefði verið að ekki fór ver. —Sig. Jóns. T Ó N L E í HÁSKÓLABÍÓI laugardagiim 25. febrúar kl. 5. Undirleikari Lára Rafnsdóttir. íslensk, skandinavísk og ítölsk lög og aríur. K A R Aögönguiniöasala í Háskólabíói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.