Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 19 Moskvubúar fá brátt að kyimast ljós- ritunarvél Hoskvu. Daily Telegraph. NÚ líður brátt að því, að óbreyttir Moskvubúar geti bara gengið inn af götunni og borgað fyrir afnot af ljósritunarvélum. Það er bandaríska fyrirtækið Rank Xerox, sem ætlar að annast þessa þjónustu í samvinnu við bókaútgáfufyrirtækið Vneshtorgízdat, en það er þó ekki sama hvað fjölritað er. „Andsovéskur áróður" og annað „ögrandi" efni verður bannað. Tæknileg vanþekking og þó umfram allt áhugi yfírvalda á að hafa alla upplýsingamiðlun í hendi sér hefur valdið því, að ljósritunarvélar þekkja flestir Sovétmenn aðeins af afspum og notkun þeirra fáu, sem til em, er afar takmörk- uð. í nýlegum lögum um strangara eftirlit með sam- vinnufélögum, sem hefur fjölgað mjög að undanfömu, segir til dæmis, að einkafyrir- tæki megi ekki annast ljósrit- unarþjónustu og með innflutn- ingi þessara tækja er ná- kvæmlega fylgst. Á mörgum ritstjómarskrif- stofum, opinberum skrifstof- um og háskólastofnunum er ekki til ein einasta ljósritunar- vél. Talið er til dæmis, að Lenínbókasafnið sé meðal fárra stofnana, ef ekki sú eina, þar sem venjulegir fræðimenn geta ljósritað úrdrátt úr bók- um og skjölum. Þeir þurfa þó að fá sérstakt leyfí til að fara á safnið og það er skráð, sem þeir ljósrita. Neðanjarðartímaritin, sem andófsmenn gefa út, eru yfír- leitt fjölrituð upp á gamla móðinn en þó fínnast þess dæmi, að menn hafí með ein- hveijum hætti komist jrfir ljós- ritunarvél. Ewa Przemioslo, markaðs- sljóri Xerox í Austur-Evrópu, segir, að sovésku starfsmenn- imir fjórir á ljósritunarstof- unni, sem verður opnuð 9. mars, muni meta það sjálfír hvort frumritin, sem fólk vill fá ljósrituð, geti talist „andso- vésk eða ögrandi". Á.\knttíirsinunn er 83033 Bandarískur skipsljóri sakfelldur á Filippseyjum: Aðstoðaði ekki nauðstatt bátafólk Subic-flóa & Filippseyjum. Reuter. HERRÉTTUR á Filippseyjum dæmdi skipstjóra bandarfsks herskips sekan um vanrækslu i Reuter Alexander Balian, skipstjóri í bandariska sjóhemum, hefur verið dæmdur sekur um van- rækslu f starfí fyrir að hafa ekki liðsinnt víetnömskum flótta- mönnum á báti. starfí fyrir að hafa ekki veitt nauðstöddum flóttamönnum frá Vfetnam nægilega aðstoð á Suð- ur-Kfnahafí. Fékk skipstjórinn, Alexander Balian, vægasta dóm, eða áminningarbréf. Bal- ian hélt því fram að yfirmenn hans hefðu haft hann að blóra- böggli. Balian hafði einnig verið ákærð- ur fyrir að hafa ekki aðstoðað einn af flóttamönnunum er hann synti að herskipinu úr báti Vfetnamana 9. júní á liðnu ári, en rétturinn sýknaði hann af þeirri ákæru. Aðeins 52 af þeim 110 sem fóru á bátnum frá Víetnam björguðust eftir 37 daga á hafinu. Þeir sem komust lífs af sögðust hafa satt hungur sitt með því að bana félög- um sfnum og eta þá. Stórsýningar um helgina Yeitum styrkþegum Tryggingastofnunar ríkisins sérstakan afslátt. Við aukum styrk þeirra um 10% með aukaafslætti m.a. á Nissan Sunny ’89, sjálfskiptum. Einnig sýningar hjá umboðsmönn- um okkar á Sauðárkróki og á Akureyri. Opið laugardag og siuiitiidag kl. 14-17. Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöageröi Simi: 91 -3 35 60 • Allt að 7 sæti. • Aflmikil 12 ventla véi . • Framdrif. • Rafmagnsrúður og læsingar og annar lúxusbúnaður • Vökvastýri og sjálfskipting m/overdrive • Hagstætt verð og greiðslukjör BÍLABORG HF FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.