Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 27 Bolungarvík: Pétur Gtuinarsson rithöfundur íheimsókn Bolungarvik. PÉTUR Gunnarsson rithöfundur las í vikunni upp fyrir nemendur í grunnskólanum og almenning úr bókum sínum og verkum þeim, sem hann vinnnr nú aö. Það voru menningarráð Bolung- arvíkur og kennarar við grunnskól- ann sem höfðu veg og vanda af komu rithöfundarins til Bolung- arvíkur. Pétur Gunnarsson kom hingað í tengslum við svokallaða þemadaga, er nú standa yfír í grunnskólanum í Bolungarvík. Nemendur taka fyrir hin fjölbreytt- ustu viðfangsefni á þessum þema- dögum og hafa til dæmis kynnt sér sérstaklega ritverk Péturs Gunn- arssonar. — Gunnar Lokaprófsnemendur frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Talið frá vinstri: Hildigunnur Rúnarsdóttir, Eiríkur Árni Sigtiyggsson, Rosemary Kajioka, íris Erlingsdóttir, Eyþór Araalds, Þorvaldur B. Þorvalds- son og Katarina Oladóttir. Tónlistarskólinn í Reykjavík og Sínfóníuhljómsveit íslands: Tónleikar í Langholtskirkju TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveit íslands halda tónleika í Lang- Sverrir Kjartans- son — Kveðjuorð Mig langar til að minnast vinar míns, Sverris Bartanssonar, með örfáum orðum. Eg hitti Sverri fyrst meðan við vorum báðir í Öldusels- skóla og byijaði kunningsskapur okkar útfrá áhuga okkar á tölvum. Við endasentumst út um allan bæ við að reyna að útvega okkur forrit á tölvuna og reyndum einu sinni að gera okkar eigin leik, sem því miður fór forgörðum. Seinasta hálfa árið vorum við saman í því að læra tölvumálið „C“, en því miður er Sverrir ekki hér til að ljúka því verki. Vinátta er hlutur sem dauðinn getur ekki sigrað, og ég vona að Sverrir viti að hans er minnst og hans er saknað. Árai Steingrímur Sigurðsson Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem heiðr- uðu mig og glöddu meÖ heimsóknum, símtölum, símskeytum, rœÖum og gjöfum á 70 ára afmœli mínu 15. febrúar sl. Sérstakar þakkir færi ég Kirkjukór Akraness fyrir ógleym- anlega heimsókn og söng. GuÖ blessi ykkur öll. Ragnheiður Guðbjartsdóttir. holtskirkju í dag, laugardag, kl. 14.30. Tónleikarnir eru hlutí af lokaprófi nokkurra nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík. Á tónleikunum verða meðal ann- ars frumflutt nokkur verk eftir nemendur úr tónfræðadeild skól- ans, þau Eirík Áma Sigtryggsson, Eyþór Amalds, Hildigunni Rúnars- dóttur og Þorvald B. Þorvaldsson. Jafnframt koma fram á tónleikun- um Iris Erlingsdóttir, sópransöng- kona, sem syngur aríur eftir We- ber, Puccini, og Donizetti, Rosem- ary Kajioka, flautuleikari, sem leik- ur Halil eftir Bemstein og Katarína Óladóttir, fíðluleikari, en hún leikur Fiðlukonsert eftir Stravinsky. Stjómandi Sinfóníhljómsveitar íslands á tónleikunum verður Tu- omas Pirilá frá Finnlandi. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir við innganginn. Kaupmannahöfii: Hafsteinn Austmann sýnir í SCAG-galleríinu K anpmannahRfti. FYRSTA einkasýning i nýstofn- uðu SCAG-galleriinu er sýning Hafsteins Austmann. Hann sýnir 8 vatnslitamyndir og 14 oliu- málverk i veglegum húsakynnum i Amaliegade 6. Mikilvægt er að byija með dug- lega og góða listamenn, segir eig- andi gallerísins, en hann hyggst eingöngu sýna íslensk listaverk, allt þetta ár. Hafetein Austmann er auðvitað óþarft að kynna fyrir lesendum, en nefna má, að hann dvaldi i Árósum 1968-1969 og tók þátt í sýningum með Guirlander- hópnum, en áður höfðu verk hans verið á norrænni sýningu í Óðinsvé- um. Þetta er fyrsta einkasýning hans í Danmörku, sýning nýrra mál- verka, íslenskri málaralist til verð- ugs sóma. í sýningarskrá eru þessi ummæli Ibs Sinding: „í óhlutlægum verkum sínum, rytmiskum og §aðr- Morgunblaðið/G.L. Ásg. Hafeteinn Austmann andi, fellir Hafsteinn Austmann hvort að öðru, franska listhefð og norrænt lithorf." Sýningin er aðeins opin í viku. - G.L. Sigluflðrður: Krakkavika endurtekin Svokölluð Krakkavika er hefet á Siglufirði á morgun, sunnudag, og stendur tíl nsesta laugardags. Þetta er annað árið í röð sem slík vika er haldin á Siglufirði og þótti sú fyrri takast afar vel. A meðan að vika þessi stendur yfír, verður sýning á myndum og verkum barna í ráðhússaln- um og af öðrum uppákomum má nefna bamakórsöng, leik- sýningar og bamatónleika. Krakkavikunni lýkur laugar- daginn 4. mars með sögustund fyrir bömin. Ástráður Þór Proppé með verðlaun. Meistaramót í Svarta Pétri á Sólheimum í Grímsnesi íslandsmeistaramót i spil- inu, Svarta Pétri verður hald- ið laugardaginn 18. mars nk. á Sólheimum í Grimsnesi. Keppnin átti að fera fram 25. febrúar en hefiir verið fre- stað. Mótið er fyrst og fremst hugsað sem mót fyrir þroska- hefta, en vegna eðli leiksins er jafnræði með þroskaheftum og öðmm í keppninni. Keppnin er því öllum opin. Skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi kunni og geti spilað Svarta Pétur, eins og hann er spilaður á Svarta Péturs-spil. í keppninni verða notuð spil með dýramyndum eftir Otto Pech framleidd af þýska fyrirtækinu Altenburg-Stralsunder, en í þeim spilum er Stígvélaði kött- urinn Svarti Pétur. Frestur til skráningar í keppnina er til mánudagsins 13. mars. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keramikverkstæði til leigu, 50-60 fm. Öll helstu tæki fylgja, gæti einnig hentað fyrir aðra starfsemi t.d. vinnu- stofa myndlistamanns. Sími 18235. □ GIMLI 59892727 = 6 □ MlMIR 59892727 - 1 Frl. Aðalfundur Skotfélags Reykjavíkur verður haldinn laugardaginn 4. mars 1989 kl. 14.00 í fundarherbergi ÍBR, Iþróttamiðstöðinni Laugardal. Dagskrá samkvæmt lögum fé- lagsins. Stjórnin. utivist j Grólinm 1 Sunnudagsferðir 26. febr. 1. Kl. 10.30 Gullfoss f klaka- böndum - Geysir. Loksins kem- ur hin langþráöa Gullfossferð. Fleiri áhugaverðir staðir skoðað- ir í leiðinni, t.d. Brúarhlöö og fossinn Faxi. Eftir frostakafla undanfarið er góður klaki á Gull- fossi. Verð 1.350,- kr. 2. Kl. 13.00 Landnámsgangan 6. ferð, Álftanes - Saltvfk. Strandganga meðfram Kolla- firði. Skoðuð merk náttúru- og sögufyrirbæri, t.d. lábarið grjót, sannkölluð listaverk og Leyni- vogur, þar sem skip leyndust að fornu. Nú er tækifæri til að vera með í þessari skemmtilegu ferðasyrpu næstum frá byrjun. Viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku. 3. Kl. 13.00 Skfðaganga á Mos- fellsheiði. Gengið frá Leirvogs- vatni um létt og gott skfða- gönguland. fyrir alla. Verð 600,- kr., fritt f. börn m. fullorönum. Brottför í ferðimar frá BSf, bensínsölu. Nú viðrar vel til úti- vistar. Gerist Útivistarfélagar. Sjáumst! Útivist, feröafélag. Aðalfundir Farfugladeildar Reykjavikur og Bandalags Islenskra farfugla verða haldnir í dag kl. 14.00 á Sundlaugavegi 34 (nýja Far- fuglaheimilið). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Stjórnirnar VEGURINN Krístið samfélag Þarahakka3 Almenn samkoma verður á morgun sunnudag kl. 11.00. Predikun: Halldór Lárusson, for- stööumaður Trú og líf. Barna- kirkja á meöan predikun stendur. Almenn samkoma annað kvöld kl. 20.30. Predikun: Björn Ingi Stefánsson. Verið velkomin. Samkvæmi fyrir Her-fjölskyld- una í dag kl. 17.00 og almenn vakningasamkoma kl. 20.30. Ofursti Fred Byhlin fagnaðar- boði syngur og talar. SuNnudag veröur sunnudaga- skóli kl. 14.00. Hermannasam- koma kl. 17.00 og vakningasam- koma kl. 20.30. Verið velkomin. Auðbnkku 2.200 Kúpavogur ■ Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Róbert Hunt frá U.S.A. prédikar og blæs í trompet. Allir velkomnir; FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 26. febrúar. Kl. 13. Skíðagönguferð á Hellisheiði Ekið að Skíöaskálanum í Hvera- dölum og gengiö þaðan. Létt skiðaganga viö allra hæfi. Geng- iö I um það bil 3 klst. Brottför frá Umferöarmiöstööinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Verð kr. 600. Munlð aðalfund Ferðafélagsins i Sóknarsalnum, Skfpholti 50a, fimmtudaginn 2. mars nk. Sýn- Ið fólagi ykkar áhuga og mætið á aðalfundinn. Ferðafélag íslands. Hvrtasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. -----7 / KruwaKruKKw-ew 90 Ar fyrfr «eshu lihintli KFUM og KFUK Almenn samkoma á morgun kl. 16.30 á Amtmannsstíg 2b. Yfir- skrift: Eftirbreytendur Guðs (Efesus 5,1-9). Barnasamkoma verður á sama tíma. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.