Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 26
Lögbannskrafa Bílsljórafélags Akureyrar gegn Glæsibílum: Málið var einfald- lega höfðað of seint — segir héraðsdómari Lögbannskröfu Bílstjórafélags Akureyrar gegn GlæsibUum sf. hefur verið visað frá og eru GlæsibUar sf. þvi ekki lengur i lög- banni á Akureyri. Freyr Ófeigsson, héraðsdómari, kvað upp dóm- inn. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að málinu hefði einfald- lega verið visað frá þar sem lögmaður Bílstjórafélagsins hefði höfðað málið of seint. „í lögum er kveðið á um að málið þurfi að höfða innan viku frá þvi að lögbann er sett á. Annars faili lögbannið sjálfkrafa niður og það var einmitt það sem gerðist. Engin afstaða var þvi tekin tíl efnislegs ágreinings í þessum Iðnaðarmenn vinna nú við að innrétta nýjan veitingastað Hótels Stefaníu. Frá vinstri: Vilhjálmur Örn, Björn Björnsson, Magnús Gíslason, Sigþór Gunnarsson og Stef&n Sigurðsson, eigandi hótels- Steftii á hóflegt verð og huggulegt umhverfi - segir Stefán Signrðsson, sem opnar veitingastað í tengslum við Hótel Stefaníu á næstunni „ÉG STEFNI að þvi að koma hér upp veitingastað, þar sem fidlorð- ið fólk getur borðað á hóflegu verði og í huggulegu umhverfi. Slikan stað vantar tilfinnanlega i bæjarlífið," sagði Stef&n Sigurðs- son, einn aðaleigandi Hótels Stefaniu, i samtali við Morgunblaðið, en hann stendur nú i miklum byggingaframkvæmdum við hótelið. Áætlað er að heildarkostnaður nemi um fimmtán miljjónum króna. Stefnt er að opnun fyrri hluta verður 20 ár. Hótel Stefanía hefur marsmánaðar. Veitingastaðurinn er um 160 fermetrar að flatarmáli og skiptist í matsal og bar. Rými verður fyrir um hundrað manns. Barinn, eldhúsið, borðbúnað, stóla og borð keypti Stefán í Danmörku og sagðist hann fyrst og fremst leggja áherslu á léttar innréttingar og frjálslegt litaval. Aldurstakmark hingað til ekki haft yfir veitinga- stað að ráða. Hinsvegar hefur hót- elið boðið upp á morgunmat fyrir hótelgesti, en á hótelinu er rými fyrir um 60 manns. Opnunartími nýja veitingastaðarins verður frá kl. 11.30 til 14.00 og síðan á kvöld- in frá kl. 18.00 til kl. 1.00 á virkum dögum og til 3.00 um helgar. Kammerhljómsveit Akureyrar: Ahugamannahóp- ur um reksturinn dómi,“ sagði Freyr. Bílstjórafélag Akureyrar telur að dómurinn skeri alls ekki úr um ágreining aðila málsins þrátt fyrir " að lögbannskröfu BA hafí verið FUNDUR trúnaðarmannaráðs verkamannafélagsins Einingar á Akureyri hefur tekið undir þau sjónarmið, sem fram koma f álykt- un VMSÍ frá 31. janúar, um að f komandi kjarasamningum verði megináhersla lögð á tryggingu Fyrirlestur fellur niður Fyrirlestur sá er vera átti í Mynd- "*listaskólanum á Akureyri í dag kl. 16.00 fellur niður vegna forfalla fyrirlesarans. Að sögn Helga Vii- berg, skólastjóra, ætlaði Hrafnhild- ur Schram, listfræðingur, að rekja sögu fáeinna íslenskra kvenna, sem stunduðu myndlistamám í Kaup- mannahöfn um síðustu aldamót. Af því getur hinsvegar ekki orðið vegna veikinda. hafnað. Samkvæmt áliti Bílstjóra- félagsins hefur það eitt einkarétt á leigubílaakstri á Akureyri. Að- standendur Glæsibíla hafí ekki fullrar atvinnu, Lífekjarajöfhun og að verðbólgu verði haldið f skeQ- um. Jafnframt sé það Ijóst að verkalýðshreyfingin þurfi að koma fram sem samstæð heild til þess að ná þessum markmiðum fram. í ályktun fundarins segir ennfrem- ur að tímabært sé orðið að ljúka inn- byrðis undirbúningi samningagerðar og heíja alvöru viðræður við viðsemj- endur, bæði vinnuveitendur og full- trúa rfkisvaldsins. Afleggja verði þann ósið að gera ekki nýja samn- inga fyrr en löngu eftir að þeir gömlu eru fallnir úr gildi. „Fundurinn leggur áherslu á, að með þeim samningum sem framund- an eru, verður að stöðva þá þróun, að kjörin verði sífellt lakari með hveijum mánuðinum sem líður og það ber að snúa vöm f sókn og leit- ast við að endurheimta þann kaup- mátt lægstu launa sem náðist við samningagerðina í apríl 1988," segir að lokum. atvinnuleyfi til leigubílaaksturs í bænum sem ótvírætt er krafíst í lögum. í fréttatilkynningu frá Glæsibíl- um sf. segir: „Komið hefur fram að lögbannsaðgerðin með úrskurði fógeta þann 29. janúar 1988, sem höfðuð var með réttarstefnu 9. febrúar 1988, var þá úr gildi.fall- in samkvæmt lögum. Hefur því kröfu Bflstjórafélagsins um stað- festingu lögbannsins verið vísað frá dómi. A þessu sést að lög- bannið var aðeins í gildi í eina viku, nánar tiltekið frá 29. janúar til og með 5. febrúar 1988. Glæsi- bflar hafa samkvæmt þessum dómi verið ranglega álitnir í lögbanni frá 6. febrúar 1988. Er því eðli- legt að spumingar vakni um hveij- ir beri ábyrgð á öllum þeim óþæg- indum, töfum og fjárhagslegu tjóni ásamt álitshnekki, sem Glæsibflar sf. og viðskiptavinir þeirra hafa orðið fyrir á þessu rúma ári.“ Freyr sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að Bflstjórafélagið færi fram á að sett yrði nýtt lög- bann. Hinsvegar yrði lögmaður félagsins þá að höfða málið innan vikutíma til að fá úr því skorið hver efnisleg afstaða dómsins yrði. Jónas Viðar sýnir í Gamla Lundi Jónas Viðar Sveinsson opnar sína fyrstu málverkasýningu í dag, laugardag, kl. 16.00 i Gamla Lundi. Jónas Viðar er Akur- eyringur, fteddur 1962. Hann útskrifaðist úr málunar- deild Myndlistaskólans á Akureyri árið 1987 og hefur síðan nær ein- vörðungu fengist við að mála. Á- sýningunni verða akrýlmálverk, öll ný af nálinni. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. mars nk. Hún er opin alla virka daga milli kl. 16.00 og 22.00 og frá kl. 14.00 til 22.00 um helgar. Framhaldsstofiifundur Félags áhugafólks um Kammerhljóm- sveit Akureyrar verður haldinn í Verkmenntaskólanum á Eyrar- landsholti á morgun, sunnudag. Fundurinn hefet kl. 16.00. Á fyrri stofnfundi, sem haldinn var þann 16. október sl., var kosin bráðabirgðastjóm, sem fékk það verkefni að gera tillögur um lög fé- lagsins, markmið þess og hlutverk, ásamt því að starfa að undirbúningi áætlana og tónleikahalds hljómsveit- arinnar veturinn 1988-1989. í þeim lagatillögum, sem lagðar verða fyrir fundinn á morgun, er gert ráð fyrir að tilgangur félagsins verði m.a. sá að efla tónlistarlíf og menningar- starfsemi á Norðurlandi. Kammerhljómsveitin hefur haldið tvenna tónleika það sem af er starfs- árínu, þá fyrri með tónlist frá bar- okktímanum í nóvember og þá síðari með verkum eftir Georg Gershwin í febrúar. Sé tekið mið af aðsókn og undirtektum þá á starf hljómsveitar- innar verulegan hljómgrunn. Á fund- inum á sunnudaginn flytur Einar S. Bjamason skýrslu bráðabirgða- stjómar og Ingólfur Ármannsson mun fylgja tillögum að lögum úr garði. Félagar úr Kammerhljóm- sveitinni munu annast tónlistarflutn- ing og einnig verður boðið upp á veitingar. Um það bil 100 félagsmenn hafa þegar látið skrá sig í áhugamannafé- lag Kammerhljómsveitarinnar og búast má við enn fleirum á stofn- fundinum. Að sögn Jóns Hlöðvers Áskelssonar, skólastjóra Tónlistar- skólans, hefur áhugamannafélagið nú þegar skilað hljómsveitinni veru- legum árangri og er það trú manna að Kammerhljómsveit Akureyrar geti lifað áfram með sameiginlegu átaki hljómsveitarmeðlima og áhuga- mannafélags. Þess má geta að með- limir hljómsveitarinnar eru einnig félagsmenn í áhugamannafélaginu. -----« ♦ «--- Lyftinga- menn halda bingó Lyftingaklúbbur Akureyrar heldur stórbingó á morgun, sunnudag, frá klukkan 15.00 til 17.00. Bingóið verður haldið i íþróttahöllinni. Með því er verið að afla fjár vegna lyftingakeppni við Norðmenn sem fram fer í Sta- vangfer í sumar. Spilaðar verða tíu umferðir í bingóinu. Verðmæti vinninga er 200 til 300 þúsund og á meðal vinninga er sólarlandaferð. Boðið verður upp á skemmtiatriði, happdrætti og fleira. Félagar úr lyftingaklúbbnum leika handbolta við valið lið lögreglu- manna og farið verður í reiptog við „kraftajötna" úr slökkviliðinu á Ak- ureyri. Eining á Akureyri: Tímabært að hefla viðræður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.