Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS »00, d>NlElTF=lNLErGl=l ER HHNN RNSI SPENNTUR" DANSHÁIfO DAHSKEHNmSAMMHDSIHS Aður auglýst danshótíð, sem fram ótti að fara 12. febrúar sl. en var frestað vegna veðurs, verður nú haldin á Hótel íslandi sunnudaginn 26. febrúar kl. 15. Húsið opnað kl. 14. Miðasala á Hótel íslandi í dag frá kl. 13-15 og á morgun frá kl. 13. Miðaverð kr. 350 fyrir fullorðna og kr. 250 fyrir börn. Nemendur úr dansskólum DSI sýna. Kynnir. Hermann Ragnar Stefánsson. Danskennarasamband íslands. ------------------------ Kiarvalsstofa íParís Platan endaði í ofhinum Ágæti Velvakandi. Það hefur áreiðanlega farið fram hjá fæstum hver nýjasta auglýs- ingabrellan er núna. Hún kemur aðallega fram í söngleikja- og hljómplötuauglýsingum og er — eins og svo margt annað — tekin beint frá Könum. Það er að sjálf- sögðu lýsingarorðið heitur. Hvar sem maður opnar dagblað núorðið rekur maður augun í þetta orð í furðulegustu samsetningum eins og „þetta er heitasta platan — heitasti söngvarinn í ár“, o.s.frv. Ég veit ekki hveijum í ósköpun- um hefur dottið í hug að þýða enska orðið hot, sem er oftast notað í svipuðum auglýsingum ytra, og nota það á þennan hátt. Það fýrsta sem manni dettur í hug gæti orðið: „Hvað er nú verið að fara, ætli sé verið að meina að viðkomandi plata hafi óvart endað inni í ofni í staðinn fyrir á græjunum eins og venjulega — og ætli greyið söngvarinn sé með svona mikinn hita ...? Nei, þeir sem fundu þetta upp hafa greinilega ekki lesið enskuna sína nægilega vel í grunnskóla. Flest börn læra það strax í 7.-8. bekk að orðið hot hefur fleiri en eina merkingu. Þeir sem hafa farið á mis við þá kennslu geta þó auðveldlega flett upp í orðabók og séð þar svart á hvítu að þetta litla orð hefur þar u.þ.b. 18 merkingar. Ein þeirra er t.d. notuð í orðasambandinu „a hot singer" sem íslenskir auglýsenda- fræðimenn myndu sjálfsagt ekki hika við að þýða sem „heitur söngv- ari“ — en þýðir þama spennandi, eða geysivinsæll söngvari. Það held ég að hljóti að vera tvennt ólíkt. Þess vegna bið ég þá sem vita þessa mjög svo frumlegu orðanotk- un upp á sig, að auglýsa ensku- kunnáttu sína í öllum bænum ekki frekar á næstunni — það er ekki hægt að hlæja að sama brandaran- um tvisvar. H.M. Jónas Jónasson Kristján frá Djúpalæk Þakkir fyrir frá- bæran samtalsþátt Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Kjarvalsstofa í Paris er íbúð og vinnustofa, sem æt- luð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkur- borg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsað- stöðu í Parísarborg með samningi við stofnun sem nefndist Cite Intemationale des Arts og var samning- urinn gerður árið 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parisar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjómamefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjómar Cit’e Intemationale des Arts, er tekur endan- lega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, er ákveðin em af stjóm Cite Intemationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess bún- aðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld em lægri en al- menn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cite Intemationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjóm Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjar- valsstofu, en stjómin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. júlí 1989 til 30. júní 1990. Skal stíla umsóknir til stjómamefndar Kjarvalsstofu, en stjómin mun á fundi sínum í apríl íjalla um af- not listamanna af stofnunni tímabihð 1. júlí 1989-30. júní 1990. Skal stíla umsóknir til stjómamefndar Kjarvalsstofu. Tekiö er á móti umsóknum til stjóm- amefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna í Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi um- sóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endumýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 22. mars nk. Reykjavík, 22. febrúar 1989. Stjómamefnd Kjarvalsstofu. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík Til Velvakanda. Ég get ómögulega látið vera að þakka Jónasi vini mínum Jónassyni og Kristjáni skáldi frá Djúpalæk fyrir frábæran samtalsþátt í sjón- varpinu að kvöldi 13. febrúar. Spumingar Jónasar voru, eins og hans er von og vísa, hlýjar, kurteis- lega ágengar og elskulegar. Svör Kristjáns fóm eftir því, hreinskilin og hjartanlega einlæg glettni, blönduð skiljanlegum mannlegum sársauka manns með stórbrotnu listamannaeðli. Sum svör hans hefðu getað komið beint frá mínum vömm, til dæmis í sambandi við orð hans um atómskáldaaldarfarið. í sambandi við það minnist ég þess að fyrir mörgum ámm barst mér eitt sinn í hendur ónaftigreint rit, gefíð út af ungskáldum, að mig minnir, en þar las ég þá yfírlýsingu að Davíð Stefánsson frá Fagraskógi hefði verið vel „hagmæltur". Það var víst ekki meirá. Hér þarf engr- ar skýringar við. Ég man bara hvað ég varð undrandi. Síðan hafa augu mín opnast' betur fyrir því sem var og er að gerast og fengið að kenna á því líka. Þess vegna skil ég svo vel skáldið frá Djúpalæk. Þökk fyr- ir skemmtilegu ljóðin þín, sem hafa gert íslenska menningararfleifð fjölbreyttari og ríkari. Með kveðju, Filippía Kristjánsdóttir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laug- ardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 25. febrúar verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamálanefndar og í stjórn Dagvistar barna, og Sólveig Pétursdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur og í stjórn félagsmálaráðs. Sg Sg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.