Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 „ He-fur Júundurinn í!it í dag?" ... að njóta þess að segja henni til. TM Reg. U.S. Pat Off.—atl rights reserved • 1989 Los Angeles Tlmes Syndicate POLLW Það er rétt að ég segi þér eins og er að ég hef áður verið gift ... HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu . . Tryggjum mannréttindi bama Helgi Benediktsson hringdi: Mig langar til að taka undir með „afa“, sem átti grein í dálkum þfnum þriðjudaginn 21. febrúar, „Bömin og valdið". Það er orðið löngu tímabært að ræða þessi mál. Og það eru ekki aðeins bamavemdarlögin og starfsað- ferðir bamavemdarráðs og bama- vemdamefnda, sem hafa löngu úrelst og þarfnast endurskoðunar, heldur einnig bamalögin. Mér fínnst það til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, hvemig traðk- að er á rétti bama, t.d. varðandi forsjá, þ.e. þegar böm eru svipt forsjá annars foreldris við skilnað. Og ég spyr: Hvers á bamið að gjalda? Það eiga að vera sjálfsögð mannréttindi bams að fá að njóta forsjá beggja foreldra, hvort sem "þeir búa saman eða ekki. Margir ragla þessum rétti bamsins sam- an við jafnréttisbaráttu kynjanna, þar á meðal málsvarar Kvenna- listans, held ég. Því miður eiga böm sér fáa málsvara. Af þing- mönnunum okkar man ég aðeins eftir einum, sem látið hefur sig varða málefni bama sérstaklega, og það er Guðrún Helgadóttir. Mig langar að skora á hana að beita sér fyrir því, að frumvarp um breytingar á bamalögum og frumvarp um umboðsmann bama verði lögð fram hið fyrsta á þessu þingi, svo að hægt verði að ræða þau vel og samþykkja fyrir þing- lok. Það er kominn tfmi til að framkvæma eitthvað á þessum vettvangi. í Fannafold íbúi í Fannafold hringdi: Hann litli dóttursonur minn fann lítið veski eða buddu héma við Fannafoldina í janúar, og ég hef hvergi séð lýst eftir því. I því eru lyklar, þar á meðal bíllyklar, o.fl., svo að ég held, að missir þess hljóti að hafa verið bagalegur fyrir eigandann. Hann getur hringt f síma 672154 og fengið nánari upplýsingar. Gleraugu fundust H. I. hringdi: Dóttir mín fann gleraugu í hvítu hulstri á Báragötunni á miðvikudagsmorguninn, þegar hún var að bera út Morgunbiaðið. Eigandinn, sem hlýtur að sakna þeirra, getur hringt f síma 622637 næstu daga eða snúið sér til lög- reglunnar eftir það. á Hljóðbylgjunni Utvarpshlustandi hringdi: Mig lángar til að þakka henni Hafdísi á Hljóðbylgjunni á Akur- eyri fyrir rólegu lögin á milli klukkan níu og tfu á morgnana. Ég vona, að hún haldi áfram með þennan þátt. Þá langar mig til að spyrja þá Stjömu-menn, hvað sé orðið af rólegu lögunum í mat- artímanum milli tólf og eitt. Gleymdi jakka á Hótel íslandi Ein sem gleymdi jakka hringdi: Ég fékk orðsendingu birta í dálkum þínum fyrir um hálfum mánuði vegna jakka, sem ég gleymdi á Hótel Islandi 7. febrúar sfðastliðinn. Orðsendingin bar árangur, því að skömmu eftir birt- inguna hringdi stúlka og sagðist vita um jakkann, en ég var svo óheppin, að ég var ekki heima, þegar hún hringdi. Þess vegna bið ég hana vinsamlegast um að hringja aftur. Síminn hjá mér er 42044. Víkverji skrifar Breskur rithöfundur og blaða- maður sem er svo óheppinn að vera flughræddur lýsti því eitt sinn í bráðskemmtilegri blaðagrein hvað hann væri lítið hrifínn af því uppá- tæki flugstjóra að hlaupa frá stjóm- tækjunum og taka til við að rápa masandi um farþegarrýmið rétt eins og þeir væra með gestaboð heima hjá sér. Höfundinn fysti að vita hvað þetta herjans flakk ætti að þýða og hélt að þeim borðalögðu væra skammar nær að halda sig í stjómklefanum þar sem þeir hefðu áreiðanlega nóg að gera við að halda flugföram sínum á lofti. Það er óskandi að þessi starfs- bróðir Víkveija hafí ekki lesið frétt- ina um svefnpurkumar í háaloftun- um sem birtist fyrir skemmstu í ágætisblaðinu The Guardian. Þar er upplýst að breskir flugstjórar á landleiðavélum hafí nú fengið um það ströng fyrirmæli að útbúa eins- konar stundaskrá fyrir áhafnar- meðlimi sína þar sem greinilega sé tekið fram hvenær hver og einn megi fá sér blund. Astæðan að sögn blaðsins: Þeim tilvikum hefur stóram fjölgað upp á síðkastið þegar gervöll áhöfn risa- þotna — já, hver einn og einasti maður — hefur steinsoftiað samtím- is í miéju flugi. Ifréttinni segir meðal annars: „Þetta er orðið svo algengt vandamál að hjá mörgum flugfélög- um er nú til þess ætlast þegar langt er á milli áfangastaða að annað- hvort flugfreyja eða flugþjónn líti fram í stjómklefann á tuttugu mínútna fresti til þess að ganga úr skugga um að þar sé að minnsta kosti einn maður vakandi." Þá er vitnað í ummæli Geoffreys nokkurs Bennett, sem lýst er sem yfírmanni læknadeildar bresku flugmálastjómarinnar. Hann segir meðal annars: „Hér situr fólk í hlýjum, notalegum, hálf- myrkruðum klefa og við sífelldan niðinn frá hreyflunum. Er nokkur furða þótt því hætti til að detta útaf þegar líkami þess segir því að það sé orðið tímabært? Spurðu bara einhvem flugstjórann með svo sem tuttugu ára starfsreynslu að baki. Ég skal þá hundur heita ef hann hefur ekki að minnsta kosti einu sinni rokið upp með andfælum og uppgötvað að hver einasti maður í áhöfn hans hafði raunar steinsofnað með honum.“ XXX Við eram dálítið gefín fyrir það hér í dálknum, að nöldra vegna óskemmtilegrar meðferðar á tung- unni okkar. Og nú skal enn tekið til. Aðstandendur sjónvarpsþáttar- ins um matarvenjur íslendinga hér áður fyrr (í ask;ana iátið) mættu gjaman huga að skránni sem birt er í myndarlok og þar sem m.a. era tíunduð nöfn þeirra manna og stofnana sem lögðu þama hönd á plóginn. Það er dálítið leiðinlegt eftir allt þjóðlega átið sem þama fór fram og svo alla „þjóðbúning- ana“ að sjá Þjóðminjasafnið skrifað með ypsílon. Ennfremur fannst Vfkverja mið- ur um daginn að standa þjóðkunnan starfsbróður sinn og hinn liprasta penna að því að nota upphrópunina „En sorry" í biaðagrein þegar laf- hægt var að seilast til síst lakara orðalags á blessuðu móðurmálinu okkar. Hvað t.d. um: „En ékki al- deilis“ eða: „En það var nú eitthvað annað“ nú eða þá bara: „En því miður“? Og loks brenninetlur og það fleiri en eina til embættismannsins sem spjallað var við f ríkissjónvarpinu ekki alls fyrir löngu og vék við það tækifæri að því sem hann kallaði „not-in-your-back-yard-viðhorf“. Fyrr má nú rota en dauðrota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.