Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Presturinn í Bolungarvík sló út alþjóð- lega sellóleikara Tschaikowskaja (í miðið) með nemendunum sex, sem hún valdi úr til kennslu. Til-vinstri við hana er rússneski túlkurinn hennar og næst henni Marta Gal, sem lék undir fyrir sellóleikarana. Hái pilturinn með sellóið var i hópi áheyrnarnema. Sr. Gunnar lengst til hægri. Maria Konstantinovna Tschaikowskaja sellóleikari frá Moskvu leiðbeinir Gunnari Björnssyni i Weimar. Úr kennslustund. Tschaikowskaja sýnir sellóleikara hvernig hún vill láta leika. PRESTURINN á Bolungarvík, sr. Gunnar Björnsson, sló i gegn á alþjóðlegu tónlistarmóti i Þýzkalandi i sumar, enda selló- leikari góður, sem kunnugt er. Þegar fréttamaður Mbl. rakst á sóknarprestinn við heimilisinn- kaupinn með ungum syni sinum i Einarsbúð i Bolungarvik, lá beint við að fá að fylgjast með honum heim á prestssetrið og fá nánari fréttir af þessu og myndir til birtingar. — Upphaf máls var að Anna Áslaug Ragnarsdóttir sagði mér frá þessu merkilega alþjóða tón- listarmóti, sem árlega er haldið í Weimar í Þýzkalandi en af því hafði hún fregnir gegn um erlenda vini sína, sagði sr. Gunnar, þegar við höfðum komið okkur fyrir í stofunni, þar sem sellóið stóð tii reiðu við opna nótnabók á miðju gólfi. — Það fylgdi sögunni að í sumar mundi ungverskur selló- snillingur Laslo Meszo verða með- al kennara. Ég skrifaði til Weimar og í svarbréfi sagði, að frá 9. til 22. júlí yrði haldið 22. alþjóðlega námskeiðið í þýzka Alþýðulýð- veldinu í Frans Lizt-tónlistarskól- anum í Weimar. Ég væri velkom- inn. Ég hafði haft af því áhyggjur að vera orðinn 36 ára og kominn yfir þau 35 ára aldursmörk, sem sett eru fram í pappírum. En ég hélt af stað, einn Islendinga. Það kom í ljós að íslendingur og Kúbubúi voru þarna í fyrsta sinn og virtist vekja athygli. — Námskeið eru á þessu móti í flestum greinum tónlistar og þátttakendur 550 hvaðanæva að úr heiminum. Ungverski selló- kennarinn var þarna að vísu ekki. En í stað hans komin María Konstantinovna Tschaikowskaja, prófessor við Tónlistarháskólann í Moskvu. Hún hefur aflað sér góðs orðstírs. Fékk til dæmis Pablo Cassals-tónlistarverðlaunin í Budapest 1968. Auk hennar kenndi á selló Finninn Erkki Rautio, sem íslendingar fengu að heyra á tónleikum í Norræna húsinu í nóvember sl. — Það höfðu 16 sellóleikarar sótt um hjá Tschaikowskaju, hélt Gunnar áfram. — Fyrsta daginn lét hún þá alla leika fyrir sig, til að velja sex úr, sem hún ætlaði að kenna næstu tvær vikurnar. En hinir yrðu að vera áheyrendur að kennslunni. Ég lék fyrir hana sellósvítu nr. 1 eftir Bach og hefi sjaldan orðið meira hissa en þegar ég var valinn einn í hópi þessara sex, því ég hafði mikið dálæti á þessari konu. Ekki nóg með það. Á þriðja degi tilkynnti frúin að tveir af þessum sex skyldu koma fram á tónleikum, sem haldnir yrðu i tilefni námskeiðsins og ég væri annar þeirra. Hitt var stúlka frá Austur-Þýzkalandi, Renate Kuv- isch að nafni. Ég átti að leika sónötu nr. 5 eftir Vivaldi og hún La Falia eftir 18. aldar manninn Marin Marais. Undirleik annaðist ungversk kona, Marta Gal að nafni, en hún hefur það fyrir atvinnu að leika undir hjá selló- leikurum, sem er nokkuð óvenju- legt. En í frístundum sínum þenn- an hálfa mánuð var hún að aðstoða ungverska sjónvarpið við að gera kvikmynd um Frans Liszt, sem átti heima í Weimar. Hennar starf var fólgið í því að leiðbeina leikurunum, sem áttu að vera að Ieika á hljóðfæri í myndinni. — Frúin kenndi daglega frá kl. 9—2 e.h. og hafði hvern nemanda æði lengi. Hún kennir samkvæmt svokölluðum rússneskum skóla, þar sem sellóleikarinn beitir sér mjög mikið. Til dæmis mikið lagt upp úr því að æfa sig með fullum tónstyrk. Líkamsþunganum er beitt, en ekki einstökum vöðvum. Ég er allur af mér genginn eftir átökin, því talsvert gengur á. Fyrri hluta dags var semsagt kennt, síðari hlutann þurfti að æfa sig og á kvöldin héldu kennar- arnir, sem voru hvaðanæva að úr heiminum, tónleika. Þetta voru glæsilegir tónleikar með vandaðri efnisskrá. Þar var m.a. Joannes Walter á flautu, Wladimir Lalenin frá Sovétríkjunum á fiðlu, Rautio á selló, og baritónsöngvarinn Giinter Leib, svo einhverjir séu nefndir. Það var mikið ævintýri að fá að hlusta á þá. — Allir tónleikarnir, okkar líka, voru í stórum hljómleikasal og áberandi hve vel þeir voru sóttir, þetta voru opinberir tón- leikar. Þeir sem voru að lesa hljómsveitarstjórn fengu þar stór- fína hljómsveit, Sinfóníuhljóm- sveitina í Iena, sem er fræg í austantjaldslöndunum. Kennari þeirra var Rolf Reuter. Hann tók svo við stjórninni, þá var eins og hljómsveitin breyttist í þetta magnaða hljóðfæri. Nemendurnir höfðu greinilega ekki á henni sömu tök. — Tschaikowskaja hélt í lokin ræðu og ávarpaði nemendur sína sex. Við mig sagði hún að ég hefði einstaka hæfileika, en þyrfti að æfa mig mjög mikið. Þegar ég sagði henni að ég æfði mig 2 klst. á dag, sagði hún að það væri mjög lítið. Þó ekki sem verst, miðað við það að ég þyrfti að gera það með fullu starfi. Og hún endaði á því að senda mig á fund rektorsins, til að spyrja hann hvort ég fengi að koma aftur. Mér leizt ekkert á það, því ég verð eldri með hverju árinu, og var því dauðfeiminn við að bera upp erindið. En hann tók mér ákaflega vel, sagði að ég væri velkominn svo oft sem ég vildi. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að eiga þetta tækifæri og að þeir ætla ekki í mínu tilfelli að binda sig við aldursreglurnar. — Freistar þessi uppörvun þín ekki, sr. Gunnar, að fara meira út í tónlistina? — Auðvitað væri freistandi að fá meiri tíma til æfinga, en það er alveg prýðilegt að hafa þetta svona með mínu starfi, svaraði presturinn. Sr. Gunnar heldur uppi miklu tónlistarlífi á Bolungarvík, svo sem kunnugt er af fréttum, stjórn- ar m.a. karlakórnum Ægi, sem fór söngför til Færeyja í sumar og er með í karlakvartett með meiru. Það hlýtur að vera upplyfting fyrir byggðarlag að fá svo hæfan tónlistarmann á staðinn. Áður en við skildum, sýndi sr. Gunnar fréttamanni stoltur kirkj- una, sem stendur sér og rúmt um hana, teiknuð af arkitektinum Rögnvaldi Ólafssyni. Þetta er sé- kennileg og ákaflega falleg gömul kirkja með tvöfaldri gluggaröð og predikunarstólnum hátt uppi inn- an við altarið. Kirkjunni er ákaf- lega vel við haldið og vissulega geta bæði presturinn og Bolvík- ingar verið stoltir af henni. - E.Pá. Nú geta allir varið lakkið á bílnum sínum með því að nota Blue Poly, — nýja gljáhjúpinn, sem skýtur öllu venjulegu bóni ref fyrir rass. Blue Poly hreinsar, gefur gljáa og lokar allt í senn. Fáðu þér upplýsingaþlað hjá okkur. Fæst á bensínstöóvum Shell Heildsölubirgöir: Skeljungur hf-Smávörudeild Laugavegi 180-sími 81722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.