Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Stúdentar um Berlínarmúrinn: Guðrún Inga Haraldsdóttir tækniteiknari hjá Landsvirkjun Iaunagreiðslurog lán að auki Hún Guðrún Inga hjá Landsvirkjun fær laun sín greidd reglulega inn á reikning í Sam- vinnubankanum. Guðrún Inga getur því gengiðað hagstæðu Launaveltuláni hvenær sem hún þarf á að halda að uppfylltum á- kveðnum skilyrðum. Hvereru skilyrðin? Ef launaviðskipti Guðrúnar Ingu hafa staðið lengur en 6 mánuði, hún er skuldlaus við Samvinnubankann og hefur ekki lent í van- skilum, getur hún komið við í Samvinnu- bankanum, fyllt út umsóknareyðublað og fengið lánið lagt inná reikninginn sinn eftir tvo daga. Ekkert vinnutap, engir snúningar, engar á- hyggjur, enginn fyrirvari,- heldur sjálfkrafa lán fyrir fasta viðskiptavini Samvinnubank- ans. Náðu þér í upplýsingabækling í næstu af- greiðslu, eða hringdu og spurðu um Launa- veltuna. Samvinnubankínn Iaunavelta Harma örlög þess fólks sem býr í harðstjórn A-Evrópu Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frétta- tilkynning frá, Stúd- entaráði Háskóla Islands: Á fundi Stúdentaráðs Há- skóla íslands þann 19. ágúst síðastliðinn, var samþykkt eftir- farandi tillaga: „SHÍ minnir nú á stórafmæli stærsta fangelsismúrs heims, Berlínarmúrsins. Við, stúdentar í lýðræðisríki, hljótum að harma ólán þess fólks sem býr í löndum austur-evrópsku harð- stjórnarinnar." AlICI.VSINIíASIMINN ER: 22480 Jtivreunblab'b Minnismerki um Ara fróða afhjúpað Á SUNNUDAG afhjúpaði forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, minnismerki um Ara fróða Þorgilsson, en það stendur sunnan við kirkjuna i Staðarstað í Snæfellssveit. Um hundrað gestir voru samankomnir af þessu tilefni og hlýddu á messu séra Rögnvalds Finnbogasonar i kirkjunni á Staðarstað. Forsetinn flutti stutta ræðu i félagsheimilinu að Lýsuhóli, þar sem hreppsnefndin bauð upp á kaffiveitingar. Þennan sama dag var vígð ný sundlaug við félagsheimilið, en þarna hefur verið ölkeldulaug öldum saman. Minnismerkið er stór kross úr þremur grágrýtisblokkum og er Ragnar Kjartansson, mynd- höggvari, höfundur þess. í kross- inn hefur verið grafið nafn Ara Þorgilssonar. Fyrir neðan nafnið eru skráð orð hans úr Islend- ingabók: „Hafa skal það sem sannara reynist" og á bakhlið krossins er tilvitnun í Snorra Sturluson, þar sem segir að Ari fróði sé fyrsti sagnaritari á Norðurlöndum. Steinsmiðjan S. Helgason í Kópavogi sá um smíði minnismerkisins. Á eftir messu rakti Þórður Gíslason aðdraganda þess að minnismerkið var sett upp. Þar kom fram að Þórður Gíslason á Ölkeldu og séra Þorgrímur Sig- urðsson áttu hugmyndina að því að reisa minnismerki um Ára fróða á þessum stað fyrir fjórtán árum. Hugmyndin var síðan endurvakin fyrir fjórum árum og tókst þá að safna nægilegu fé, meðal annars með styrk frá Alþingi, Kaupfélagi Borgfirð- inga og sýslusjóði og var Ragn- ari Kjartanssyni falið að hanna minnismerkið. Um 150 fermetra sundlaug hefur verið gerð við félagsheim- ilið að Lýsuhóli og var hún vígð að afhjúpun minnismerkisins lokinni. 1 henni er ölkelduvatn og hefur verið þarna laug öldum saman, meðal annars er þess getið í Sturlungu að Þorgils skarði hafi laugað sig í henni. Guðmundur Sigurmonsson, skólastjóri, flutti ræðu við opnunina og Vilborg Guðbjarts- dóttir vígði laugina. Að þessu loknu nutu menn kaffiveitinga í félagsheimilinu að Lýsuhóli. Kristín Thorlacius, oddviti, bauð gesti velkomna. Dr. Björn Þorsteinsson flutti erindi um Ara fróða. Hanna Bjarna- dóttir, óperusöngkona, söng nokkur lög við undirleik Ásdísar Ríkharðsdóttur. Þórður Kárason lögregluvarðstjóri flutti erindi um Staðarstaðaklerka og Ragn- ar Kjartansson lýsti vinnslu höggmyndarinnar. Loks flutti forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, ávarp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.