Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Gengið á vit fortíðar I>ar sem sumarið er senn á enda og áhuf>amál fólks breytast með fölnandi haustlitum er ekki úr ve«i að heimsœkja tvo staði i násrenni höfuðborKarinnar sem Keyma brot af söku liðinna kyn- slóða. Brot sem lítt hafa verið skráð á bækur, en Kefa þó nokkrar visbendingar um lif ok viðhorf iiðinna kynslóða. I. Kapellan Úfna hraunbreiðan, sem liggur milli Hvaleyrarholtsins og Straumsvíkur sunna Hafnarfjarð- ar er kölluð Kapelluhraun í dag- legu tali, en hún er einnig nefnd Nýjahraun sökum þess að hraunið mun hafa runnið á sögulegum tíma, líklega síðast á 13. öld eða á fyrri hluta þeirrar 14. Við gamla veginn, sem lá gegn um hraunið, stendur lítil rúst upp á hraunhól sunnanvert við steypta veginn Spölkorn út í buskann gegnt álverinu við Straumsvík. Samkvæmt gömlum munnmælum áttu danskir menn að hafa verið dysjaðir þar eftir að þeir höfðu verið drepnir til hefnda fyrir aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans. Sumarið 1950 fóru starfsmenn Þjóðminjasafnsins á þennan stað og rannsökuðu rústina. Þá kom annað í ljós en munnmælin hermdu. Við uppgröft fundu þeir m.a. járnnagla, skeifubrot legg af krítarpípu og síðast en ekki síst líkan af hinni heilögu Barböru sem var og er dýrlingur kaþólskra manna. Likanið er vel gert, teglt í gulgráan stein og rúmlega 3 cm á hæð. Þessi fundur þykir gefa ákveðnar vísbendingar um, að hér sé um rust af bænahúsi frá kaþólskum tíma að ræða, reist á hættusióð, þegar ganga þurfti yfir úfið, nýrunnið apalhraunið. Þá var það vegfarandanum andlegur styrkur að geta numið staðar smástund, ákallað dýrling sinn og beðið hann um vernd eða flutt honum þakkir fyrir örugga hand- leiðslu á stund örvæntingar og vonleysis. Þegar steypti veggurinn var lagður varð mikið jarðrask í kring um hólinn sem rústin stendur á. En honum var þyrmt. Rústin er nú friðlýst og í umsjá þjóðminjavarð- ar. Öllum er heimilt að skoða hana, en engu má spilla. Þannig er reynt að tryggja að hún fái að standa um ókomna framtíð. II. Búðasandur Hvern skyldi gruna, sem ekur meðfram Laxvogi í Kjós að á Rústir kapellunnar Amerískir hermannajakkar fóöraöir og ófóöraöir Stæröir 8—18. Stæröir XS, S, M, L, XL. Sendum í póstkröfu VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76, sími 15425, *— Hverfisgötu 26, sími 28550. Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi: Arleg sumarierð um næstu helgi ÁRLEG sumarferð Hverfafélags- ins með eldri borgara verður farin sunnudaginn 6. september næstkomandi. um Grafning á Þingvöll, þar sem verður drukkið kaffi á Valhöll. Að lokum ekið yfir Mosfellsheiði og heim. Farið verður frá Neskirkju kl. 13.30. Ekið verður um lágsveitir Árnessýslu, komið á Eyrarbakka og Stokkseyri, og Rjómabúið að Baugstöðum skoðað. Síðan ekið Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll við Háaleitisbraut, fyrir kl. 17 föstu- daginn 4. september í síma 82963. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.