Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 — ferðast á hestum. í fyrstu tilraun flaug hann fram af hestinum, að fjölda fólks ásjáandi. Seinna hélt hann til Laugarvatns og fór þar einnig á hestbak og „gerði enskri stúlku bilt við, er hann hrópaði á hjálp." Hann brá sér austur í Múlakot, en að þessum ferðum frátöldum, dvaldi hann að mestu í Reykjavík fyrsta mánuðinn. Hann var ekki ánægður með íslenzkan mat, heit- ar sætsúpur vöktu sérstaka and- styggð hans og hann taldi að þær væru bragðbættar með brilljant- íni og kjötið fannst honum ólseigt eins og skósólar. En kaffið féll honum í geð og hann drakk mikið af því. „Eg hlýt að hafa drukkið um 1500 bolla á þessum þremur mánuðum," skrifaði hann undir lok dvalarinnar. Honum var ljóst, að hann var ekki „atvinnuferðamaður" af þeirri manngerð sem skrifar flest- ar ferðabækur. Hann hafði ekki heldur hugmynd um, hvers konar bók hann ætti að skrifa. Hann sagði, að sér væri innanbrjósts „eins og stráklingi, sem veit að hann á að fara í próf daginn eftir og hefur láðzt að undirbúa sig“. Honum fannst og flestar hefð- bundnar ferðabækur leiðinlegar, vegna þess þær sögðu alltaf það sama og slíkur frásagnarmáti höfðaði ekki til hans. En hann kynntist smátt og smátt íslenzk- um nútímabókmenntum og varð snortinn af því að „hver einasti maður með meðalmenntun virðist geta sett saman boðlega vísu.“ Hann keypti plötur með islenzkum þjóðlögum og hann var kynntur fyrir Árna Pálssyni, prófessor í sögu. Hann eignaðist vini meðal Twenty-eight years ago Three slept well here. Now one is married, one dead. Where the harmonium stood, A radio: — Have the Fittest survived? Louis Mac Neice. Auden tók þessa mynd á íslandi 1936. í bók Carpenters eru engar myndir af Auden í íslandsreisum sínum. KAFLI ÚR ÆVISÖGU SKÁLDSINS W.H. AUDEN W.H.Auden er mörgum íslendingum kunnur, bæði fyrir Ijóðagerð og kannski líka af persónu- legum kynnum við skáldið. í kaflanum hér á efftir segir frá fyrri íslandsferð Audens sumarið 1936. Hann kom aftur 1964 og um það segir m.a. svo í bók Carpenters: „Árið 1964 tókst Auden á hendur ferðalög til tveggja staða sem höfðu skipt hann miklu fyrr á ævinni, til íslands og Berlínar... Hann kom til íslands í apríl og var þar í tvær vikur og bjó á heimili brezka sendiherrans. Honum var haldið samkvæmi og hann hitti forseta landsins og forsætisráðherra. ísland þrjátíu árum eftir hans fyrri för hugnaðist honum um margt, sumt fannst honum hafa breytzt svo að hann hefði ekki þekkt það aftur. Reykjavík hafði alveg sérstaklega tekið stakkaskiptum, þar var nú allt úr steypu og stáli. En honum fannst sem fyrr að landið væri sér „heilagt vé“. Hann fór upp í Borgarfjörð og kom á Hreðavatn þar sem hann og MacNeice og Yates höfðu dvalið 1936 — og það hryggði hann að komast að því að í stað hestanna sem hann hafði vonast eftir að fá að fara á bak, var nú kominn traktor. í Ijóði um ferðina birtist angurværð Audens: HEIMSÓKN í „HEILAGT VÉ“ Audenbræóurnir Bernard, John og Wyatan. Skömmu eftir að Auden kom frá Portúgal brá hann sér í heimsókn til gamals vinar, Wilfred Cowleys. Meðan hann dvaldi á heimili Cowleys hitti hann og gamlan nemanda, Michael Yates, og bauð honum út í hádegisverð. — Meðan við sátum undir borðum, sagði Yates, er hann rifjaði þetta upp — spurði hann mig, hvort fjölskyld- an færi til Manar, eins og venju- lega. Ég játaði því, að því undan- teknu, að sjálfur færi ég með þremur skólafélögum og kennara okkar til íslands. Hann varð mjög hrifinn af því... Og svo ósvikin var hrifni Aud- ens, að hann stakk upp á því við útgáfufyrirtækið Faber & Faber, að þeir gerðu samning við hann um að skrifa ferðabók frá íslandi omikið fé fyrirfram til að fjár- magna ferðina. Forlagið gekk að þessu. Auden skrifaði síðan Yates til að segja honum, að hann ætlaði að leggja af stað til íslands í júní, eða nokkrum vikum áður en Yates og félagar hans kæmu, en Auden kvaðst vona, að kennarinn leyfði honum að slást í för með þeim þegar þeir kæmu til íslands, þar sem hann langaði að hafa kafla um ferð þeirra í bókinni. Yates bar þetta undir kennara sinn, W.F. Hoyland, sem kenndi líffræði við Bryanston-skólann og var hann samþykkur þvi að Auden bættist í hópinn. Ýmsar ástæður lágu til þess, hversu mjög Auden langaði að fara til íslands. Ein var forvitni að sjá Island, sem hafði verið — eins og hann orðaði það „heilagt vé“ í hugarheimi hans fré bernsku, vegna þess að faðir hans hafði heillast af öllu sem íslenzkt var. En hann virðist einnig hafa alið með sér þá von, að með þessari ferð gæti hann komizt í holla fjarlægð — bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi — við það líf sem hann hafði lifað og hann vænti þess að tækist það, öðlaðist hann gleggri skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu. Svo að kannski má líka kalla þetta flótta að nokkru marki ... Auden sigldi áleiðis til Islands frá Hull í byrjun júní. Hann hafði um hríð gælt við þá hugmynd að fara til Finnlands, en hætti við það og ákvað að fara beina leið til Reykjavíkur. Ferðin tók fimm daga og honum leiddist og var stundum sjóveikur, en hann hafði ofan af fyrir sér með því að lesa Don Juan eftir Byron, og virðist það hafa verið í fyrsta skipti. Hann naut þess í ríkum mæli að fylgjast með þegar báturinn tók að nálgast land og lýsti þeim hughrifum í ljóði. Én þegar hann sté nú loks á land í Reykjavík fannst honum höfuðborg íslands heldur drunga- leg. „Megnið af húsum í bænum er úr bárujárni" skrifaði hann. „Þrjár helztu byggingarnar eru kaþólska kirkjan, hálfbyggt þjóð- leikhús og stúdentagarðurinn, sem er eins og flugvallarskýli." Og á stúdentagarðinum fékk hann sér svo herbergi. Þarna var hann nú kominn og fyrsta vikan var „mjög leiðinleg", m.a. vegna þess að allir þeir sem hann hafði hugsað sér að leita uppi og hafði bréf með til, voru í burtu. Hann sat á Hótel Borg, heldur fýldur, en Borgin var eina veitingahúsið í bænum þar sem var vínveitingaleyfi og drakk „fyrir offjár" og hlustaði á dans- músík úr næsta sal. Hann kunni ekki stakt orð í íslenzku, en komst að raun um að margir töluðu ensku og þýzku og smátt og smátt fór hann að kynnast fólki og skrafa við það vitt og breitt — honum var t.d. sagt að kynvilla væri sjaldgæf á Islandi. Hann skoðaði sig nokkuð um, fór í stutta ferð til Þingvalla og var þar eina eða tvær nætur. Meðan hann var þar spreytti hann sig á því að fara á hestbak í fyrsta skipti á ævinni, vegna þess hann vissi að það myndi koma í góðar þarfir, þar sem Bryanston-hópurinn hugðist Teikningar af Auden geróar af auaturríakum liatamanni, Anton Schumich, aíóaata kvöldió aem Auden lifAi, í Palaia Palffy, Vínarborg, 28. aeptember 1973. reykvískra námsmanna og lærði af þeim söngva og málshætti. En komst að þeirri niðurstöðu að nútíma íslendingar líktust lítið forfeðrum sínum. „Það er ekki hægt að ímynda sér að þetta fólk hegði sér né tali eins og persónur íslendingasagnanna, hvað þá að það höggvi mann og annan." Þann 13. júlí lagði hann upp í ferð um vestur- og norðurhluta landsins, sem stóð í tvær vikur og var afráðið að hann væri kominn suður aftur í tæka tíð til að hitta Bryanston-hópinn. Hann hafði orðið sér úti um leiðsögumann og ferðafélaga hluta leiðarinnar, ungan íslending, Ragnar Jónsson, og saman héldu þeir frá Reykjavík með áætlunarbíl. Auden tók með sér prófarkir að nýjustu ljóðabók sinni, sem Faber & Faber hafði sent honum. Bílferðin var ekki tiltakanlega skemmtileg. Margir farþeganna urðu veikir og bílstjórinn sagði honum, að bílveiki væri almenn meðal Islendinga. Auden og félagi hans fóru út úr bílnum í grennd við Hreðavatn og dvöldu þar nokkra daga. Auden lék á orgel, en það hljóðfæri er til á mörgum íslenzkum sveitabæjum og hann spilaði rommí við fjölskylduna. Hann og Ragnar fóru í bát út á vatn og í útreiðartúra og Auden var farinn að líta á sig sem harla góðan reiðmann. „Mér til mikillar ánægju fékk ég sprækan hest sem var viljugur og skemmtilegur." . r>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.