Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐ'Ð, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 ÚR MINNINGUM VALTÝS PÉTURSSONAR UM KJARVAL „Þið œttuð að tjarga sinn á þetta við hann, en hann eyddi því og sagði aðeins: „Blessaður, þetta er forgengi- legt. Maður málaði mikið yfir á þessum árum. Það voru ekki efni til annars." Þetta var í algleymingi kreppunnar og mig grunar, að oft hafi verið þröngt í búi, jafnvel hjá Jóhannesi Sveinssyni Kjarval. Einu sinni brá svo við, er ég kom með Vísi, að gamli maðurinn var dálítið önugur, stóð á miðju gólfi í stórum frakka og með einn af sínum frægu höttum á höfði, með pensil í munni og báðar hendur fuilar af litatúbum, og fyrir framan hann var feikna mikið bretti, sem á var bólaður strigi. Á striganum var að myndast landslag, og það af þeirri gerð, sem maður gleymir ekki. Kjarval hnyklaði brýnnar og gretti sig ofurlítið ergilegur yfir þessari innrás minni og hreytti út úr sér með djúpri og skipandi röddu: „Komdu seinna, engir peningar í dag, enginn tími í dag, komdu seinna, komdu á morgun." Eg kastaði til hans blaðinu og sagði um leið og ég hljóp niður stigann: „Gerir ekkert til, þú borgar alltaf, þú borgar þetta bara seinna." Og þar með skildu leiðir að sinni. Daginn eftir stóð Kjarval í dyrunum á Austurstræti 12 og reykti sveran og langan vindil. Hann fór í vestisvasa sinn og sagði: „Borga skuldir sínar, þannig fær maður lánstraust." Það voru tvö blöð af Vísi, sem hann borgaði þann daginn, og síðan hvarf hann upp stigann og brosti kankvíslega í kampinn. Þannig lagði hann sinn skerf til uppeldis ótengdum blaða- strák, sem sá honum fyrir Vísi. Þetta er í sjálfu sér ekki merkileg saga, en viti menn, svo liðu sjálfsagt ein þrjátíu ár, og Kjarval fréttir, að ég sé í svolitlum fjárhagslegum vanda. Kvöld eitt kemur Sigurður Benediktsson listaverkasali og kveður dyra heima hjá mér. Hann segir að fyrir utan bíði leigubíll og þar sitji Jóhannes Kjarval. Hafi hann beðið sig að koma þessu bréfi til skila. Hann réttir mér bréfið, og ég verð meir en lítið hissa. Þar eru tíu þúsund krónur, sem var mikill peningur í þá daga. Ekki vissi ég til, að ég ætti neina peninga hjá Kjarval, en áður en ég vissi var Sigurður á bak og burt og Kjarval með honum. Næst er ég hitti Kjarval, sagði hann: „Þú áttir þetta hjá mér, þú lánaðir mér, þegar ég var blankur í gamla dagana, og þetta eru renturnar fyrir þitt Gilligogg." Ekki fékk ég að endurgreiða þessa upphæð, en ég man eftir einu svari, er ég minntist á endurgreiðslu. „Blessaður, vertu ekki að þessu, það fer þá bara í eitthvað annað, og rentur eru rentur.“ Þar með var það mál úr sögunni. Þetta með Vísi á sínum tíma var mér löngu úr minni liðið, en Kjarval mundi, og það heldur betur. Kjarval keypti einnig af mér mynd á sýningu fyrir mörgum árum, og ég held, að hann hafi borgað hana að minnsta kosti þrisvar sinnum, alltaf af einhverju sér- stöku tilefni: Eins og í tilefni afmælis fornvinar síns Guðbrands Magnússonar, en í það skiptið kom hann í heimsókn til Guðbrands heim að húsi hans með heilan karlakór til að syngja fyrir vin sinn á afmælinu. Jón Eyjólfsson, sem lengi var nokkurs konar sendiherra hjá Þjóðleikhúsinu og vel þekktur borgari í Reykjavík, var sonur Eyjólfs rakara frá Herru, sem einnig var leikritaskáld. Jón heitinn var afar vinsæll meðal samborgara sinna, og sú var tíðin, að flestir borgarbúar voru málkunnugir þessum sérkennilega manni, sem stundaði blaðasölu í miðbænum um tíma. Jón hafði eitt sinn leikið lík á fjölunum í Iðnó, og þetta hlutverk varð Jóni til mikillar frægðar, og fólk stoppaði hann á götu og óskaði honum til hamingju með, hve vel hann hefði farið með hlutverk sitt, líkið í Iðnó. Kjarval var góðvinur Jóns, og tóku þeir jafnan tal saman, er þeir hittust í Austurstræti, en það mætti eiginlega halda því fram, að á vissum tíma hafi Austurstræti verið nokkurs konar mót- tökusalur Kjarvals. Hann stóð oft á tíðum á horninu fyrir framan Reykjavíkur Apó- tek og heilsaði upp á samtíð sína, bæði vinveitta og óvinveitta, eins og hann sjálfur komst að orði í eina tíð. Þar kom sögu, að Jón Eyjólfsson til- kynnti Kjarval, að fólk væri svo ánægt með leik sinn á líkinu, að sumir hefðu jafnvel fundið nálykt á öftustu bekkjum í Iðnó, og nú ætlaði hann að taka sér pensil í hönd og hefja málaralist. Kjarval lét sér þetta vel lynda og sagði fátt, lyfti hatti sínum og bauð gott kvöld. Svo liðu nokkrir dagar, og fundum þeirra Jóns og Kjarvals bar ekki saman, en Kjarval hafði komið að máli við Eyjólf rakara í millitíðinni og spurt, hvernig málverkið gengi hjá Jóni. Eyjólfur vildi sem minnst um það tala, en sagði, að Jón væri önnum kafinn við málverk. „Það var og,“ sagði Kjarval, lyfti hatti sínum og bauð gott kvöld. Enn liðu nokkrir dagar, og þá kemur Jón á mikilli ferð eftir Austurstræti og er æði fasmikill, þótt ekki væri hár í lofti. Kjarval stendur í dyrunum á Austurstræti 12 og kastar kveðju á Jón, um leið og hann bætir við: „Hvernig gengur að mála, Jón?“ Jón stanzar og gýtur augum á meistarann, en stærðar- munur þeirra var álíka og á steinbæ og Hallgrímskirkju. „Og minnstu ekki á helvítis púlið, maður, ég kemst ekkert áfram, ég er enn í botni Hvalfjarðar." „Það er nú allt í lagi, Jón minn, bara ef þú blífur þar, því það er sko verra, ef þú kemur til Reykjavíkur." Lengri varð sú ræða ekki, en lítið orð hefur farið af málverki Jóns Eyjólfssonar síðan. Þegar á blaðsöluárunum vakti það athygli mína, hvað Kjarval var nægjusam- ur og komst af með lítið. Það voru ekki þægindin í vinnustofu hans á þessum árum né heldur síðar. Ekki vissi ég til, að hann leyfði sér annan lúxus, eftir að fór að rofa til fyrir honum fjárhagslega nema þann, að hann hafði að jafnaði leigubifreið til taks fyrir sig, ef hann þurfti eitthvað að komast. En í þeim efnum var hann nokkuð stórtækur, eins og allir vita, er til þekktu. Þegar ég sé þær myndir úr vinnustofu Kjarvals, sem eru til húsa hér á Kjarvals- stöðum, get ég ekki að því gert, að mér finnst meiri regla þar á hlutunum en ég man eftir, og kom ég að minnsta kosti í fjórar vinnustofur, sem Kjarval hafði: í Áusturstræti 12, að Njálsgötu 71, í Blikksmiðju Breiðfjörðs við Sigtún og hjá Jóni Þorsteinssyni við Lindargötu, en þar hafði Kjarval sumar eftir sumar íþrótta- salinn til umráða, meðan kennsla lá niðri yfir sumarið. Minnisstæð er mér ein heimsókn i þann stóra sal að sumarlagi. Þannig var mál með vexti, að halda skyldi sýningu á vegum Norræna listbandalags- ins á verkum þriggja elztu og furðulegusta málara okkar í Stokkhólmi. Það var ætíð mjög erfitt að fá Kjarval til að velja verk eftir sig á sýningar, og iðulega vorum við komnir í mestu þröng með að ná saman sæmilegri heild að okkar mati. Jafnvel vorum við stundum vissir um, að ekki yrði hægt að útbúa verulega góða sýningu á verkum meistaráns, meðan hann hefði hönd í bagga með valinu. Hann átti það til að koma með einhverja mynd, sem oft var engan veginn í bezta gæðaflokki og uppástanda, að út frá þessu verki yrði að ganga með valið. Það voru stundum aðeins skissur, sem hann hélt svo stíft fram, en oftast endaði Ieikurinn þannig, að við fengum ráðið að mestu. Hvort honum var veruleg alvara með þetta, er ekki gott að dæma um, en galdurinn var sá að fá hann til að samþykkja, og eftir það var allt í lagi. Jæja, í þetta sinn var Kjarval afar lipur og bað okkur — að mig minnir þrjá — að koma upp í íþróttahús Jóns Þorsteinsson- ar, sem við og gerðum. Þegar þar kom, blöstu við okkur tugir málverka, sem Kjarval var að vinna að, og þótti okkur heldur erfitt að velja. Þarna voru mörg svo dýrðleg verk, að raunverulega hefði átt að senda þau öll á sýninguna, en takmarkað var, hvað senda mátti eftir hvern málara, svo óhjákvæmilegt var að velja þarna á milli. Þegar Kjarval sá, að ekki yrði valið á nokkrum mínútum, bað hann okkur fyrir- gefa andartak. Hann ætlaði að skreppa frá, en á meðan gætum við valið. Svo snaraðist hann út úr húsinu og læsti dyrum að baki sér. Við völdum, og ekki kom Kjarval. Tíminn leið, og ekki kom Kjarval. Klukkan varð sjö og átta, og ekki kom Kjarval. Loksins um tiuleytið birtist hann, og var þá farið að síga í okkur, en hvorki þorðum við að æmta né skræmta, þvi að verkin urðum við að fá á nefnda sýningu. Það stóð ætíð mikið til, þegar sýna átti verk eftir Kjarval, en það merkilega var, að þegar um yfirlitssýn- ingar var að ræða, eins og sjötugsafmæl- issýningu þá, sem Listasafn íslands hélt, var Kjarval afar hjálplegur og góður viðureignar. Það má því með sanni segja, að hann hafi verið dyntóttur, þegar um sýningar var að ræða. Það var eins og hann réði ekki við að koma saman sýningu á eigin verkum, en því má heldur ekki gleyma, að hvert verk Kjarvals hefur að jafnaði sinn sérstæða svip og verk hans eru stundum mjög ólík innbyrðis. Það er til að mynda langur vegur frá sumum landslagsmyndum hans að þeim hugmynd- um, sem lengi vel gengu undir nafninu fantasíur, en eru auðvitað fyrst og fremst skáldskapur, þar sem hann sameinar landslag og til dæmis þjóðsöguna. Kjarval var ekki aðeins sérvitur um val verka á sýningar, heldur gilti iðulega það sama um, hverjir fengju keyptar myndir hjá honum. Það var oft býsna einkenni- legur verzlunarmáti, er þá kom í ljós. Eitt sinn var ég af tilviljun viðstaddur sölu á mynd hjá honum, en svo mikill formáli og uppákoma var í sambandi við það, að ég hef ekki minni til að endursegja þá athöfn, en skemmtilegt var það, þó líklega aðeins fyrir þann, sem ekki var við málið riðinn. Einn góðan veðurdag kom mynd í dagblaðinu Tímanum, þar sem Jóhannes Kjarval situr undir stýri á lítilli skektu og siglir fyrir þöndum seglum inn Borgar- fjörð eystri. Þarna var sjálfur Gullmávur- inn á ferð, en svo hét farkosturinn. Hann var þannig til kominn, að Ásgeir Sigurðs- son, skipstjóri á strandferðaskipunum, hafði verið í förum til Noregs og keypt þar þetta fagra fley handa góðvini sínum, Kjarval. Lengi vel stóð þessi skekta með fulium reiða í vinnustofu Kjarvals á efri hæð í Blikksmiðju Breiðfjörðs við Sigtún. Þar var einnig á sama tíma mikill háfur, en aldrei vissi ég, hvernig á honum stóð. Þegar þessi mynd kom í Tímanum með frásögn af því, er Kjarval sigldi eigin skútu að landi í heimabyggð sinni, datt manni ósjálfrátt í hug, að hér hefði verið um gamlan óskadraum eða áheit að ræða. Hafði Jóhannes litli í Geitvík setið yfir fé og látið sig dreyma um eigið fley og skipsstjórn? Voru það frönsk segl, er markaði fyrir í fjarska, er komu hugar- flugi piltsins á hreyfingu? Eitt sinn sagði Kjarval frá því í útvarpsviðtali við Sigurð Benediktsson, að hann hefði farið í hvaða starf sem var, bara ekki þessi algengu búskaparstörf og bætti svo við: „Ég hefði jafnvel tekið að mér skósmíði — bara að komast burt, út í heiminn og verða að manni." Annað opinbert viðtal hóf hann með að lýsa því yfir, að „það er fullkomið ævistarf að vera rnaður". Ég get ekki að því gert, að mér vöknaði um augu, er ég sá meistarann sigla skipi sínu á myndinni í Tímanum. Þetta var að sumarlagi, og um haustið spurði ég Kjarval að því, hvort tilgáta mín um gamla drauma og fyrirheit væri rétt. Hann eyddi því tali og vatt sér í aðra sálma. Það var nefnilega eitt aðaleinkenni þessa merka persónuleika, hvað dulur hann í rauninni var. Þeir, sem ekki þekktu nægilega vel til hans og kunnu ekki að greina milli duttlunga hans, héldu, að hann væri opinskárri en fólk er flest, en það var mikill misskilningur. Það, sem raunverulega skipti máli, var iðulega falið vandlega að baki þess, er lítið eða ekkert gildi hafði. Það var því mikil íþrótt að spá í orðræður meistarans, og guð má vita, hve margir af samtíð hans voru þess megnug- ir. Sumt af spaugi hans varð að merkri speki, er meltingin hafði farið fram, en það gat tekið ár og daga. Kjarval var fyrstur manna gerður heið- ursfélagi í Félagi íslenzkra myndlistar- manna. Hann var að vísu ekki sérlega mikill félagsmaður, en kom þó stundum á fundi. Þá kom það fyrir, að hann bar fram tillögur, sem voru í nokkuð öðrum anda en þau mál, sem til umræðu voru í það og það skiptið, og ákaflega kjarvalskar, eins og við hinir félagsmennirnir kölluðum þær, ef svo bar undir. Einn fundur öðrum fremur er mönnum minnisstæður. Það er nokkuð langt um liðið, og þá voru venjulega nokkrar erjur milli félagsmanna. Oft voru það sýningar á erlendri grund er kveiktu í mönnum, og gekk þá á ýmsu. Það mun hafa staðið þannig á í þetta skiptið, að menn skipuðu sér í tvær herskáar fylkingar út af því, hver verk voru valin á sýningu, sem fara átti um Norðurlönd. Er ekki að lengja þá sögu, en áður en varði, voru sumir kappanna farnir að dangla hver í annan og orðbragð eftir því. Kjarval sat ánægður og brosti að mönnum, en fylgdist afar nákvæmlega með öllu, sem fram fór. Og nú hitnaði mönnum verulega í hamsi, og fylkingum laust saman, og upphófust hin fjörugustu slagsmál. Þá var Kjarval nóg boðið, og ruddi hann sér braut inn milli manna, lyfti hönd og sussaði á áfloga- menn. Hóf hann upp raust sína af miklu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.