Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 31 Meðalmennskan alls- ráðandi er Njarðvík- ingar unnu Stúdenta Gunnar Þorvarðarson — hittni hans var góð að vanda. Hann skoraði 18 stig fyrir UMFN. Einkunnagjöfin ÍS: Bjarni Gunnar Sveinsson 2, Gísli Gíslason 2, Ingi Stefánsson 2, Atli Arason 1, Albert Guðmundsson 2. ólafur Thoroddsen 1, Jón Iléðinsson 4, Jón Óskarsson 1, Gunnar Thors 3, Guðni Kolbeinsson 1. Lið UMFN: Jón Matthíasson 3, Snorri Traustason 2. Brynjar Sigmundsson 2. Jónas Jóhannesson 3, Ingimar Jónsson 1. Júlíus Valgeirsson 2. Guðsteinn Ingimarsson 1, Gunnar Þorvarðarson 4, Valur Ingimundarson 2. Victor var endurráðinn þjálfari ÍBV HANN er ekki burðugur körfuknattleikurinn sem lið stúdenta og Njarðvík- inga sýndu í úrvalsdeild- inni í gærkvöldi. Njarðvík- ingar sigruðu stúdenta nokkuð örugglega í íþróttahúsi Kennarahá- skólans, 76—65. En liðið syndi enga meistaratakta, fjarri því. Engu líkara virðist en Njarðvíkurliðinu hafi stöðugt farið aftur undanfarnar vikur. Þó að tvö stig hafi farið til Njarðvíkur í gærkvöldi þá er mér það stórlega til efs að liðið eigi nokkra raun- ÍS—Njarðvík 65—76 verulega möguleika á sigri í úrvalsdeildinni nema veruleg breyting til batn- aðar verði á leik liðsins. Stúdentar máttu enn láta í minni pokann í úrvals- deildinni og erfið fallbar- áttan heldur áfram. Stúd- entar náðu sér engan veg- inn á strik gegn Njarðvík- ingum en þeim má þó segja til vorkunnar að þeir voru án Bandaríkjamannsins Trent Smock og munar um rninna. Hann er nú meidd- ur en hefði hans notið við er næsta víst að bóka hefði mátt stigin til stúdenta. Þegar 5 mínútur voru liðnar af viðureign liðanna í gærkvöldi höfðu stúdentar náð þriggja stiga forustu, 13—10. En þá hljóp allt í bakiás hjá þeim, Njarðvík- ingar skoruðu hvert stigið af öðru 18 stig gegn 2 næstu 8 mínúturnar og lögðu þá grunn að sigri sínum. Stað- an breyttist úr 13—10 stúd: entum í vil í 15—28. í leikhléi var staðan 30—42. Njarðvíkingar byrjuðu vel í síðari hálfleik og þegar 5 mínútur voru liðnar af honum skildu 18 stig, 34— 52. Var nánast formsatriði að Ijúka leiknum. En stúd- entar neituðu þó að leggja árar í bát. Tíu mínútum síðar höfðu þeir minnkað muninn í sjö stig, á 15. mínútu var staðan 55—62. En nær komust stúdentar ekki. Þegar síðasta mínútan hófst var sami stigamunur, sjö stig 65—72 en Njarðvík- ingar skoruðu 4 síðustu Bjarni Gunnar Sveinsson — í gærkvöld, hafði hann flest á hornum sér en skoraði þó 11 stig. stigin og öruggur sigur var í höfn. Engir meistarataktar hjá þeim „grænu“ frá Njarðvík- um, en dýrmæt stig. Það kann að reynast Njarðvík- ingum dýrt að Guðsteinn Ingimarsson meiddist illa í viðureigninni við ÍR á dög- unum og hefur engan veg- inn náð sér. Lék hann sára- lítið með í gærkvöldi. Gunn- ar Þorvarðarson var að vanda traustur og hittinn, skoraði 18 stig. Ungu strák- arnir Jón Matthíasson, Val- ur Ingimundarson og Júlíus Valgeirsson sýndu allir góð tilþrif. Hins vegar var Ted Bee daufur — hann hefur engan veginn náð sér upp úr þeirri lægð, sem hann hefur verið í og er eins og hver annar meðalmaður í liðinu. Hjá stúdentum bar Jón Héðinsson af — geypisterk- ur leikmaður og undanfarið hefur hann sýnt af sér mun meira frumkvæði en oft áður. Þá reynist nýi liðs- maðurinn, Gunnar Thors, vel, en aðrir leikmenn náðu engan veginn að sýna nein tilþrif. Stig ÍS: Jón Héðinsson 22, Gunnar Thors 16, Bjarni Gunnar 11, Gísli Gíslason 5, Ingi Stefánsson og Atli Arason 3, Albert Guð- mundsson og Ólafur Thor- oddsen 2. Stig UMFN: Gunnar Þor- varðarson 18, Jónas Jó- hannesson 13, Jón Matthíasson og Valur Ingi- mundarson 10 hvor, Ted Bee 6, Júlíus Valgeirsson 9, Brynjar Sigmundsson og Snorri Traustason 4 hvor, Guðsteinn Ingimarsson 2. Dómarar voru Sigurður Halldórsson og Erlendur Eysteinsson. H. Halls. KNATTSPYRNURÁÐ ÍBV hefur endurráðið Victor Helgason sem þjálfara ÍBV. Eins og öllum er í fersku minni gerði Victor lið ÍBV að Islandsmeisturum siðasta keppnistimabil. Var hann síðan ákveðinn í því að taka ekki liðið aftur að sér vegna persónulegra ástæðna. En nú hefur það breyst og leikmönnum ÍBV var tilkynnt í gærkvöldi um ráðningu hans. Að undanförnu hefur verið orð- rómur í gangi um að Victor tæki liðið aftur og nú er endanlega frá því gengið. Þar með hafa Vest- manneyingar leyst þjálfaravand- amál sitt. Og nú eiga aðeins tvö 1. deildar lið, ÍBK og Víkingur, eftir að ráða sér þjálfara. — hkj - þr. Sundmót KR SUNDMÓT K.R. fer fram í Sundhöll Réykjavíkur 6. febrúar kl. 20.00. Keppt verður í eftir- töldum greinum: 1. 400 m skriðsund karla. 2. 100 m baksund kvenna. 3. 50 m bringusund sveina 12 ára og yngri. 4. 100 m bringusund karla. 5. 100 m bringusund kvenna. 6. 100 m baksund karla. 7. 100 m skriðsund kvenna. 8. 50 m bringusund meyja 12 ára og yngri. 9. 200 m fjórsund karla. 10. 4x100 m skriðsund kvenna. 11. 4x100 m skriðsund karla. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist í síðasta lagi 30. janúar til Erlings Þ. Jóhannsson- ar c/o Sundlaug Vesturbæjar. Þátttökugjald er kr. 300.- per. skráning og skal það fylgja með skráningu. Ráö ocrétti** iÉS NÝJASTA UPPSKRIFTIN-JANÚAR ’80 NR.16 ER KOMIN ÍBÚÐIR. LÁTIÐ NR.16EKKI VANTA IUPPSKRIFTABÓKINA. AUGLYSINGASTOFA SAMBANPSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.