Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 11% meðalhækkun á botnfisktegundum Samhljóða samkomulag í Verðlagsráði Á FUNDI yíirneíndar Verðlagsráðs sjavarútvegsins í gær- kvöldi náðist samhljóða samkomulag um nýtt íiskverð, er gildir frá áramótum. Samkomuiagið felur í sér hækkun á skiptaverði helztu botnfisktegunda, sem nemur að meðaltali 11%. Verð á þorski hækkar um 11%, á ýsu og keilu um 16%, ufsa og löngu um 10%, steinbíti um 13%, karfa um 7% og grálúðu um 4%, en jafnframt var ákveðið að greiða skuli línuuppbót á grálúðu og að greidd skuli 25% verðuppbót úr nýstofnaðri deild við aflatryggingar- sjóð á karfa og ufsa á árinu 1980, þó ekki ufsa veiddan í mánuðunum marz, apríl og maí. Meðal mikilvægustu forsendna þessa samkomulags eru þrenn lög, sem samþykkt voru á Alþingi í dag: 1. Lög um tímabundið olíugjald til fiskiskipa, þar sem gjald þetta er lækkað úr 9% í 5%. 2. Lög um breytingu á lögum um útflutningsgjald af sjávaraf- urðum og um ráðstöfun tekna af því. 3. Lög um breytingu á lögum um Aflatryggingarsjóð sjávarút- vegsins, þar sem m.a. er stofnuð sérstök verðjöfnunardeild við sjóðinn, sem m.a. skal standa undir verðuppbótum á fiskteg- undir eins og ufsa og karfa. Þegar tillit hefur verið tekið til áhrifa þessarar lagasetninar, má lýsa niðurstöðu fiskverðssamn- inganna að þessu sinni á eftirfar- andi hátt. 1. Skiptaverð til sjómanna hækk- ar um 11%. 2 Hlutur útgerðar í fiskverði hækkar um 5.5%. 3. Hráefniskostnaður fiskvinnsl- unnar hækkar um 7.3%. Verðið gildir til 31. maí 1980 en er uppsegjanlegt með viku fyrir- vara frá og með 1. marz 1980. Verðið var samþykkt samhljóða. I yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunnar, sem var oddamaður nefndarinnar, Árni Benediktsson og Eyjólfur Martinsson af hálfu kaupenda og Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarson af hálfu seljenda. Ríkisstjórnin um handtöku Sakharovs: Hámark herferðar gegn frjálsri hugsun ólafur K. Magnússon ljósmyndari Mbl. brá sér niður að Tjörn í Reykjavík í gær í góða veðrinu og þótt klakahröngl væri við bakka virtust endurnar og mæðgurnar á myndinni í vorskapi og léku við hvern sinn fingur. Greiðslur Reykjavíkurborgar til skólatannlækna: Allt að rúmum 2 millj. kr. á tannlækni í nóvember HÆSTU daglaun. sem Reykja- víkurborg hefur greitt skólatann- læknum í fullu starfi eru 84.190 krónur, en lægstu daglaun til slíks tannlæknis eru 45.415 krón- ur. Meðaltalsdaglaun tannlæknis í fullu starfi í september síðastliðn- um voru 70.241 króna. Meðaltals- daglaun skólatannlæknis i 80% starfi voru í þessum sama mánuði 89.231 króna, í 70% starfi 69.858 krónur og í 50% starfi 55.509 krónur. Á vegum Reykjavíkurborgar hef- ur verið gerð könnun á launa- greiðslum til skólatannlækna í nóvembermánuði og kemur þá í ljós að 24 tannlæknar hafa haft í laun þennan eina mánuð 26,5 millj- ónir króna í samtals 460 daga. Á lista yfir skólatannlækna má sjá, að einn þeirra, sem er í 50% starfi hefur haft 1.329.510 krónur í laun fyrir 21 dags vinnu og annar 1.425.040 krónur fyrir 22ja daga vinnu. Tannlæknir í fullu starfi hefur haft 2.052.036 krónur fyrir 22ja daga vinnu. Aðeins þrír þess- ara 24 tannlækna vinna í fullu starfi. Þá er einnig yfirlit yfir tekjur skólatannlækna á 12 mánaða tímabili frá september 1978 til jafnlengdar 1979. Þar kemur fram að tannlæknir í hálfu starfi hefur haft allt að 9,1 milljón króna í tekjur fyrir vinnu unna á 212 dögum. Lægsta greiðsla til tann- læknis á þessu tímabili er 545.930 krónur, sem er 12 daga vinna. Hið íslenzka prentarafélag um kröfugerð ASI:_ Kröfurnar ganga gegn yfir- lýstu meginmarkmiði ASI Á FUNDI sínum í gær sam- þykkti ríkisstjórnin svohljóð- andi yfirlýsingu vegna hand- töku og útlegðar sovéska nób- elsverðlaunahafans Andrei Sakharovs. Á undanförnum vikum og mán- uðum hafa fréttir borist frá Moskvu um handtökur og brott- flutning margra þeirra hugrökku karla og kvenna í Sovétríkjunum, sem leyft hafa sér að gagnrýna þj óðfélagskerfi Sovétríkj anna og virðingarleysi valdhafanna fyrir almennum mannréttindum. Þessi herferð gegn frjálsri hugs- un hefur nú náð hámarki með aðför sovéskra stjórnvalda að merkisbera hennar, Andrei Sakh- arov, sem hlaut friðarverðlaun Nobels árið 1975 vegna baráttu sinnar fyrir auknum mannrétt- indum í heimalandi sínu. Aðgerðir sovéskra stjórnvalda varða ekki aðeins borgara Sov- étríkjanna. Þær eru skýlaust brot á alþjóðlegum skuldbindingum og steinn í götu þeirrar viðleitni A bæta sambúð ríkja í Evrópu og draga úr spennu í heiminum." „HÉR er að áliti fundarins enn einu sinni lagt af stað án raun- sæis og settar fram kröfur, sem ganga algerlega gegn því^ yfir- lýsta meginmarkmiði ASÍ, að hækka mest lægstu launin. Áfram skulu rangir kauptaxtar hafðir til viðmiðunar," segir í ályktun félagsfundar Hins íslenzka prentarafélags, sem haldinn var 17. janúar síðastlið- inn, þar sem kröfugerð Alþýðu- sambands íslands er harðlega gagnrýnd. í ályktuninni áskilur HÍP sér allan rétt til þess að leggja fram kröfur i komandi samningaviðræðum, sem byggist á hlutfallslegum vísitölubótum á öll laun innan ASÍ og annars konar kröfur um grunnkaups- hækkun. Er þetta í samræmi við afstöðu fulltrúa félagsins á kjaramálaráðstefnu ASÍ. í ályktun HÍP segir m.a.: „Þessi stefna, sem meirihluti kjaramála- ráðstefnunnar hefur nú ákveðið er beinlínis til þess gerð að lyfta verulega í launum ákvæðisvinnu- hópum, sem eru bæði innan raða verkafólks og iðnaðarmanna. Öðr- um hópum, sem ekki vinna í bónus- og ákvæðisvinnu, er ekki ætlað að fá nema 5% hækkun þótt digurbarkalega hafi verið rætt um sérstaka hækkun á lægstu laun- in.“ Síðar segir: „Áfram skulu rang- ir kauptaxtar hafðir til viðmiðun- ar. Hæstu laun koma ekki fram í dagsljósið en það bitnar mest á lægstu launaflokkunum, því ef rétt dagvinnulaun fengjust upp- gefin frá öllum launahópum kæmi fram raunverulegur launamis- munur, sem þá væri hægt að leiðrétta fyrir állra augum til hagsbóta fyrir láglaunafólk. Samþykktin um fyrirkomulag verðbóta gefur þá vísbendingu til stéttarfélaga, að þau verndi bezt afkomu umbjóðenda sinna með því að krefjast ekki hækkunar á laun, sem eru undir 300 þúsund krónur, heldur verði frekar lögð áherzla á að fá sem mest álög á umsamið kaup. Hér er enn einu sinni farið í frumskógaleik. Með tilliti til framanritaðs, og í samræmi við afstöðu fulltrúa fé- lagsins á kjaramálaráðstefnunni, áskilur Hið íslenzka prentarafélag sér allan rétt til að leggja fram kröfur í komandi samningavið- ræðum, sem byggjast á hlutfalls- legum vísitölubótum á öll laun innan ASÍ og annars konar kröfu um grunnkaupshækkun." Eyjaráð- stefnan hef st á morgun Á RÁÐSTEFNUNNI og borgara- fundinum um stöðu og stefnu Vest- mannaeyja í Eyjum n.k. laugardag og sunnudag munu um 20 framsögumenn úr ýmsum greinum flytja stutt erindi um útvegsmál. fiskvinnslu. bankamál og ýmis fleiri mál sem ofarlega eru á baugi í Eyjum. Gestir af fastalandinu munu sækja ráðstefnuna, m.a. Sverrir Hermannsson alþingismaður, for- stjóri Framkvæmdastofnunar, Bjarni Guðbjörnsson bankastóri Út- vegsbanka Islands í Reykjavík og Ólafur Helgason aðstoðarbanka- stjóri, Jón Jónsson fiskifræðingur og forstöðumaður Hafrannsókna- stofnunar, Karl Bjarnason frá Framkvæmdastofnun og nokkrir blaða- og fréttamenn úr Reykjavík. íslandsdeild Amnesty mót- mælir handtöku Sakharovs Formaður Islandsdeildar- innar afhenti þau í sovéska sendiráðinu ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational-samtakanna mót- mælti í gær handtöku nóbels- verðlaunahafans og andófs- mannsins Andrei Sakharov. Margrét Bjarnason. formaður íslandsdeildarinnar. afhenti mótmælin í sovéska sendiráðinu í Kær. Mótmælabréf samtakanna fer hér á eftir í heild sinni. íslandsdeild Amnesty Inter- national harmar þá frelsissvipt- ingu, sem sovésk yfirvöld hafa beitt hinn víðkunna baráttu- mann mannréttinda, Andrei Sakharov og konu hans, með því að flytja þau nauðug frá Moskvu til útlegðar í borginni Gorky. íslandsdeild Amnesty Inter- national vekur jafnframt á því athygli, að í fréttatilkynningu frá aðalstöðvum alþjóðasamtak- anna í London, sem birt var 15. þessa mánaðar, var frá því skýrt, að svo virtist sem yfir stæði víðtæk herferð gegn and- ófsmönnum í Sovétríkjunum. Hefðu meira en fjörtíu þeirra verið handteknir þar á síðustu þremur mánuðum fyrir að reyna með friðsamlegu móti að færa sér viðurkennd mannréttindi í nyt. Á sama tíma hafa talsmenn aukinna mannréttinda hlotið þunga fangelsisdóma og vitað er um a.m.k. tvo, sem lagðir hafa verið í sérstök geðsjúkrahús. Frá því í október sl. er sam- tökin Amnesty International birtu opið bréf til Leonids Brezhnevs, forseta Sovétríkj- anna, hefur handtökum og fang- elsunum fremur fjölgað en fækkað. Að vísu hefur einhverj- um föngum verið veitt uppgjöf saka í tilefni alþjóðlega barna- ársins, en ekki er vitað til þess Andrei Sakharov — íslands- deild Amnesty International mótmælti handtöku hans. að neinir pólitískir fangar hafi verið meðal þeirra, sem nutu góðs þar af. Stjórn íslandsdeildar skorar á stjórn Sovétríkjanna að endur- skoða afstöðu sína til mannrétt- indamála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.