Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 Spánn sigraði Holland 1-0 SPÁNVERJAR sÍKruðu IIollendinKa í vináttulands- leik í knattspyrnu sem fram fór á Spáni í fyrradajj. Var þctta í fjórða skipti á 60 árum sem liðin mætast. Spánverjar sigruðu í leikn- um 1—0. SÍKurmark leiksins kom á 84. mínútu úr víta- spyrnu sem Dani fram- kvæmdi. Leikið var við erfið- ar aðstaiður, mikil rigning var á meðan á leiknum stóð. Spánverjar hafa sitfrað í þremur leikjum af fjórum milli þjóðanna. Innanhúss- mót Þróttar EINS ob undanfarin ár Kenjfst KnattspyrnufélaKÍð Þróttur fyrir firmakeppni í innanhússknattspyrnu oj? fer keppnin fram í Vo>ta- skóla ok hefst 16. eða 17. febrúar. Nánari daKsetninK verður ákveðin þe«ar þátt- taka er ljós. l>átttokutilkynninKar þurfa að herast til Guðjóns Oddssonar í Liturinn. Síðumúla 15, sími 33070, fyrir þriðjudaRskvöld 5. febrúar. l>átttökuKjald er kr. 30.000.00. Stefánsmótið í Skálafelli STEFÁNSMÓTII) á skíðum fer fram í Skálafrlli um heli;ina ok verður keppt í yn«ri flokkum á lauKardag. en í flokki 15—16 ára og kvenna og karla flokki á sunnudaK. Nafnakall hefst kl. 10 en keppnin kl. 11. háða dagana. Islenskir íþróttamenn eiga ekki að fara til Moskvu Íþróttasíðu Mbl. hefur birst eftirfarandi bréf frá Ágústi Ás- Keirssyni frjálsiþróttamanni, ok fyrrum Olympiufara. Eins og flestum er kunnugt, gerðist sá óheillavænlegi atburður á þriðja degi síðastliðinna jóla, að sovézkir hermenn gerðu byltingu í Afganistan, réðu þáverandi for- seta landsins af dögum og lögðu til atlögu við þjóðfrelsisöflin, búnir fullkomnustu vígvélum sem hugs- ast getur gegn heimamönnum sem höfðu lúna byssuhólka og hnífa að vopni. Síðustu fregnir herma, að á annað hundrað þúsunda rúss- neskra hermanna séu í landinu og hafi þegar tekið hluta stjórnsýsl- unnar í sínar hendur, og að meira standi fyrir dyrum. Þetta eru alvarlegir atburðir, ekki sízt fyrir þær sakir, að Afganistan var í hópi hlutlausra ríkja. Þessum freklegu aðgerðum Sovétmanna hefur verið harðlega mótmælt um heim allan og fjöl- mörg ríki hafa beitt þá refsiaö- gerðum. Upp á síðkastið hafa þær raddir og orðið háværari sem segja, að ekki beri að senda íþróttamenn til þátttöku í ólympíuleikunum, sem fyrirhug- aðir eru í Moskvu í sumar. Einnig að færa beri leikana burt frá Sovétríkjunum í mótmælaskyni við íhlutun þeirra í Afganistan. Kröfur þessar eru eðlilegar og eiga fyllilega rétt á sér. En hvað gerist hér á landi, og hver eru viðbrögð forystumanna íslenzku Olympíunefndarinnar. Meðan for- ystumenn íþróttasambandanna þegja þunnu hljóði, lætur forseti Ólympíunefndarinnar hafa eftir sér, að ekki beri að blanda saman íþróttum og pólitík, málið hafi ekki einu sinni borið á góma á fundum "nefndarinnar. Það er skoðun undirritaðs að okkur Islendingum beri að mót- mæla aðgcrðum Sovétmanna í Afganistan kröftuglega. Það verð- ur bezt gert með því að ganga í flokk með öðrum þjóðum og aflýsa þátttöku íslenzkra íþrótta- manna í Ólympíuleikunum. í það minnsta bæri okkur að krefjast þess, að leikarnir verði færðir burt frá Sovétríkjunum. - Allt tal um að ekki eigi að blanda saman íþróttum og pólitík er hégómi og samræmist ekki nútímanum, tímaskekkja. Undar- leg tímaskekkja, þegar haft er í huga að nokkrir af Ólympíunefnd- armönnum eru núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir vita það og betur en flestir hversu alþjóðasambönd íþróttanna skipt- ast í blokkir, pólitíkin skipar þar mjög háan sess, ekki sízt þegar kosið er til stjórna og ráða. Og hvað var það annað en pólitík sem kom í veg fyrir það lengi vel að Sovétmenn fengju að halda Ól- vmpiuleika? Það jaðrar því við einfeldni að afgreiða jafn voveiflegan atburð við sendum ekki okkar íþrótta- menn á leikana ef Alþjóða Ól- ympíunefndin heldur fast við að leikarnir fari þar fram. Fátt kæmi Sovétmönnum verr en að Ólymp- íuleikarnir yrðu teknir af þeim. Það er sterkur leikur til að mótmæla valdagirnd og árásar- hneigð ráðamanna í Kreml og þeirri kúgun, sem þeir beita þegna sína og þjóðir víðs vegar um heim, að taka af þeim ólympíuleikana. Þeir virða Olympíuhiigsjónina að vettugi, og tilgangur þeirra með leikunum er allur annar en að heiðra hana. Leikarnir eru þeim ákjósanlegt áróðurstæki, ekki sízt gagnvart sovézkum þegnum, og þeir ákváðu að láta siglingakeppni leikanna fara fram í Tallin til að fá innlimum Eistlands viður- kennda inn á við sem út á við. Ólympíuhugsjónin er fögur, eins og fagurt ljóð, en sízt af öllum hafa Sovétmenn haft hana í heiðri, það veit íslenzk íþróttafor- ysta. Ég skil kannski betur en margir aðrir þá aðstöðu sem fjölmargir íþróttamenn, sem annaðhvort hafa þegar náð þeim lágmörkum, sem krafist er til þátttöku í Ólympíuleikum, eða eru við þau, eru í, og lagt hafa mikið af mörkum til þess eins að draumur þeirra um þátttöku í Ólympíuleik- um rætist. En eigum við að meta langanir okkar meira en samvisk- una? Er ekki full ástæða til að koma einarðlega fram við Sovét- menn, svo að við verðum ekki annars dregin til ábyrgðar þegar þeir halda áfram ofbeldisaðgerð- um sínum gegn öðrum smáþjóðum að leikunum loknum? Er ekki kominn tími til að þeir verði kveðnir í kútinn? Enginn leikur er sterkari til þess. ekki einu sinni kjarnorkuvopn, en að taka af þeim Ólympíuleikana. eða a.m.k. halda sig fjarri cf þeir fara fram í Moskvu. _ Ágúst Ásgeirsson og innrásina í Afganistan sem pólitík, að maður tali ekki um það ófrelsi sem sovézkir þegnar búa við. Að mínu mati er það alls ekki pólitík að mótmæla aðgerðum Sovétmanna í Afganistan með því að hætta við þátttöku í Ólympíu- leikunum. Það er ekki heldur pólitík að mótmæla þeim ofsókn- um sem andófsmenn eru beittir fyrir það eitt að segja það, sem þeim í brjósti býr, að láta á friðsamlegan hátt í Ijós óánægju sína með það ófrelsi til orða og athafna sem þeir búa við. Nei, hvort sem menn vilja kalla það pólitík eða ekki, þá eigum við að setjast á bekk með þeim sem vilja áð Ólympíuleikarnir verði færðir frá Sovétríkjununi- Við eigum a.m.k. að lýsa því yfir, að 1429 prósent verðbólga! SINDRA Fyrirliggjandi i bi STALHR ALPLÖTUR Hálfhert efni í þykktum frá 0,80 mm — 6,00 mm Plötustærðir 1200 mm x 2500 mm Borgartúni31 sími27222 ÞAÐ ER alltaf verið að tala um verðbólgu og dýrtíð á íslandi. Óhætt er að segja að þau fyrir- ba*ri finnast einnig á vestur- þýska knattspyrnumarkaðinum. Frá árinu 1966 og til 1979 hefur hæsta uppha'ð greidd fyrir dýr- asta leikmann hvors ársins fyrir sig hækkað um 1429 prósent. Árið 1966 keypti 1860 Múnchen landsliðsmanninn Friedl Lutz frá Eintrakt Frankfurt og borgaði fyrir 175.000 þýsk mörk. Var það óheyrileg upphæð í þá daga. Tveimur árum síðar, 1968 flutti Horst Köppel frá VFB Stuttgart til Borussia Mönchengladbach og borgaði síðarnefnda liðið 225.000 mörk fyrir. 1971 er Köppel enn á ferðinni og Stuttgart kaupir hann þá aftur. Kostar Köppel þá 440.000 mörk. Tveimur árum síðar, 1973 hefur hæsta upphæðin tvöfaldast, en þá borgar Bayern Múnchen FC Köln 805.000 mörk fyrir Jupp Kapel- mann. Milljónmarkamúrinn er síðan rofinn árið 1976, þegar Köln kaupir belgíska landsliðsmanninn Roger Van Gool frá FC Brugge fyrir slétta milljón. Þegar hér er komið sögu, fóru verðhækkanir á leikmönnum úr öllum böndum, sérstaklega varð- andi innflutta leikmenn. T.d. borg- aði Hamburger SV 2,3 milljónir marka fyrir Kevin Keegan árið 1977 og á síðasta ári borgaði Köln síðan 2,5 milljónir fyrir Tony Woodcock. Svo er talað um að verðhækkan- ir séu örar á íslandi. Ætli knattspyrnumenn í Vestur-Þýska- landi séu ekkert niðurgreiddir af ríkinu? Varla. • Horst Köppel hefur verið dýru verði keyptur í gegn um árin. Breyttar reglur við vítaspyrnum? KOMIÐ hefur fram tillaga frá alþjóða dómaranefndinni hjá FIFA að breyta dálítið reglum varðandi vítaspyrnur. Eru vafa- laust skiptar skoðanir hvort til- laga þessi nær fram að ganga. Það sem um ræðir, er sú regla, að markverðir mega ekki hreyfa sig fyrr en að spyrnan hefur verið framkvæmd. Vilja ýmsir að reglu þessari verði breytt á þá leið að markvörðurinn megi hreyfa sig að vild, meira að segja að leyfa þeim að hlaupa á móti andstæðingi sínum ef þeim sýnist svo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.