Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 5 Atriði úr „Klerkar í klípu“, miðnæturglensi Leikfélags Reykjavíkur. Ragnheiður Steindórsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Guðmundur Pálsson í hlutverkum sínum. Miðnæturglens L.R. í Austurbæjarbíó: „Klerkar í klípu“ Annað kvöld hefjast sýningar á miðnæturglensi Leikfélags Reykjavíkur í Austurbæjarbíói. Að þessu sinni er það þekktur breskur ærslaleikur, „Klerkar í klípu“ eftir Philip King í þýð- ingu Ævars R. Kvaran. Sú hefð hefur skapast á undan- förnum árum, að Leikfélagið sýni á útibússviði sínu í Austurbæjar- bíói einhver gamanmál til að létta fólki skap í skammdeginu, og hefur þótt þakkarvert fyrirtæki af aðsókn að dæma. Nokkrir þekktustu leikarar Leikfélags Reykjavíkur bregða sér í leiknum í spaugileg gerfi og beita tækni sinni til að laða fram hlátur og kátínu. Með hlutverkin fara: Ragnheiður Steindórsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Jón Hjartar- son, Harald G. Haraldsson, Kjart- an Ragnarsson, Guðmundur Pálsson, Sigurður Karlsson og Slsindór Hjörleifsson. Leikstjóri sýningarinnar „Klerkar í klípu" er Sigurður Karlsson. Steinþór Sigurðsson gerir leiktjöld, en lýsingu annast Daníel Williamsson og Gissur Pálsson. Leikurinn verður nú um skeið sýndur á laugardögum um miðnæturleytið í Austurbæjar- bíói. I Iðnó eru um þessar mundir þrjár sýningar á fjölunum: „Ofvit- inn“ eftir Þórberg Þórðarson og Kjartan Ragnarsson, „Er þetta ekki mitt líf?“ eftir Brian Clark og „Kirsuberjagarðurinn" eftir Ant- on Tsjekof. Allar þessar þrjár sýningar hafa fengið frábærar viðtökur og undanfarið jafnan verið uppselt á öllum sýningum í Iðnó. Ráðstefna um geð- heilbrigðismál Geðverndaríélag íslands gengst í dag fyrir ráðstefnu um geðheilbrigðismál á Hótel Esju. Ráðstefnan ber yfirskriftina „staða og stefnur í geðheilbrigð- ismálum“. Reynt verður að gera úttekt á stöðu gcðheilbrigðismála á íslandi i dag og framtíðarstefn- ur í þcim málum ræddar. Meðal fyrirlesara er Jarl Jörstad, yfir- Iæknir við Ulleval-sjúkrahúsið í Ósló. Hann mun greina frá skipu- lagi geðheilbrigðismála í Noregi. Aðrir fyrirlesarar verða Jónas Helgason prófessor, Jónas Pálsson skólastjóri og Sævar Berg Guð- bergsson félagsráðgjafi. Þeir munu allir fjalla um stöðu og stefnur í geðheilbrigðismálum frá mismunandi sjónarhornum. Umræðuhópar verða um ýmsar hliðar þessara mála, alls sex. Um skipulag geðheilbrigðismála, geð- heilbrigðismál unglinga, geðheil- brigðismál aldraðra, vandamál að- standenda sjuklinga, geðræn vandamál líkamlega sjúkra og öryrkja og um fyrirbyggjandi að- gerðir í geðheilbrigðismálum. Ráðstefnunni lýkur á morgun með pallborðsumræðum og ályktun ráðstefnunnar. Til ráðstefnunnar er boðið sérmenntuðu geðheii- brigðisstarfsfólki auk annarra, sem einkum fjalla um þessi mál hér á landi. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁ ERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU afsláttur er veittur ut þennan mánuð DÆMI VERÐ AFSL. VERÐ N M/AFSL. Dömu- og herra- vattjakkar on nnn ■xfU.tJunr— 5.970,- 33.830.- Herraföt m/vesti 13.470.- 76.330.- Stakir jakkar 54reeo.- 8.240,- 46.660.- Dömu ullarbuxur •24^00:- 3.740.- 21.160.- Gallabuxur 4e^ee,- 2.390,- 13.510.- Herraskyrtur ^eeer- 2.400,- 13.500.- Dömudragtir J6r80er- 11.520,- 65.280.- Herravattjakkar 4.920.- 27.880.- Barnaúlpur 2SAQQ-.- 4.410,- 24.990.- Þetta eru aðeins örfá dæmi um hvað hægt er að gera góð kaup á góðum vörum nú. y£ £ Austurstræti 22 Sími frá skiptiboröi 85055 'íSi''lSji €jþ Wsm Laugavegi 20. Sírni ftí akipliborði 85055. W TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Austurstræti 22, 2. haeð. Síml 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.