Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 lltoY&ttitlrlaMfr hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19. sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Net til að veiða frelsið í Sovétríkin eru mesta lögregluríki veraldarsögunnar. Um þaö blandast engum hugur. Líf einstaklingsins er þar hvorki meira né minna virði en kerfinu þóknast, þegar svo ber undir. Friöhelgi heimilis og einkalífs er engin og mönnum varnað að standa á rétti sínum, flytja mál sitt og skoðanir. Óhugnanlegast er, hversu grátt saklausir menn eru leiknir í þvílíku þjóðfélagi, ef yfirvöldunum þóknast svo þar sem þeir eru ýmist hnepptir í þrælabúðir austur í Síberíu eða lokaðir inni á geðveikrahælum, sérstakrar gerðar fyrir andófsmenn, en börnum þeirra er gjarna meinað að mennta sig. Undir þvílíkum kringumstæðum segir fátt af einum, einkanlega óþekktu almúgafólki. Það er miklu fremur, að kunnir menn eigi vörn í því, að heimurinn fylgist með örlögum þeirra og láti þau sig skipta. Sovétríkin hafa jafnan lagt mikið upp úr því að yfirborðið sé fallegt eins og kattarins, þegar hann er að snurfusa sig fyrir framan arineldinn, en gefur þó smáfuglunum gaum á meðan. I veraldarsögunni geymast dæmi þess, að einstakir menn hafi orðið ofurefli óvinnandi hers, þar sem hann stendur grár fyrir járnum. Þessir menn hafa ekkert sér til varnar nema óbugandi sálarþrek og góðan málstað, sem þeir vilja fórna lífi sínu og jafnvel fjölskyldu fyrir, ef því er að skipta. í Sovétríkjunum býr nú einn slíkur maður, Andrei Sakarov, sem fyrr á tímum var margsinnis sæmdur „hetju“-titli, meðan hann var í náðinni. Nú er búið að reyta alla þvílíka titla af honum ásamt öðrum heiðursmerkjum og fundið út, að hann sé „rigaþorskur í neti áróðursafla andkommúnista", um leið og hann er tekinn úr umferð og fluttur þangað, sem sízt er við því að búast, að frá honum fréttist. Það er ekkert einsdæmi, að Sovétríkin hagi sér með þessum hætti. Þvert á móti virðast yfirvöld þar í landi ævinlega þrjóskast við, ef einhver stendur upp úr andófinu. Ef þvílíkur maður vill vera um kyrrt eins og Solzhenitsyn, er hann óðara rekinn úr landi. Svo er öðrum bannað að fara, sem vilja það, eins og eiginkonu og syni Kortsnois. Forsætisráðherra Islands hefur skrifað Sovétmönnum bréf út af málefnum skáksnillingsins en ekki verið virtur svars. Að undanförnu hefur Sakarov lýst áhyggjum sínum yfir því, að hert skuli vera á ofsóknum Sovétmanna á hendur mannréttindahópum og minnihlutamönnum, enda hefðu a.m );. 100 slíkir verið handteknir á sl. ári og yfir þeim gengið dóm _r stundum og stundum ekki eins og gerist austur þar. Þá hefur Sakarov hvatt Sovétríkin til þess að draga herlið sitt til baka frá Afganistan og lýst samúð sinni með því sjónarmiði, að íþróttamenn mættu ekki til keppni á Olympíuleikana í Moskvu, eins og nú standa sakir. Og má raunar segja, að skírskotunin til Berlínarleikjanna 1936 sé býsna áleitin í þessu sambandi. Handtaka Sakarovs hefur vakið almenna reiði, ugg og kvíða um gervallan heim. Það má segja, að í frjálsum löndum sé hún fordæmd hvarvetna, jafnvel af þeim sem beygðu sig í duftið eftir innrásina í Afganistan eins og formaður franska kommúnista- flokksins. Jafnvel hann getur ekki lengur orða bundizt, svó harkaleg er framkoman gagnvart Sakarov og ögrunin sem í henni felst við þjóðir heimsins. „Ég hef engar sérskoðanir á þessu máli, en ég hef margsýnt minn hug í svona málum. En svona tilfelli er merki um eitthvað ákaflega bágt ásigkomulag í þjóðfélaginu þar sem það gerist," sagði Halldór Laxness í viðtali við Morgunblaðið í gær. Og svo fer mörgum öðrum mestu rithöfundum og 'listamönnum samtímans, að fordæming þeirra á hegðun sovézkra yfirvalda er algjör. Samtímis þessu rís ungt fólk upp eins og hér á landi, þar sem andófsnefnd hefur verið stofnuð í tilefni af handtöku Sakarovs, ef vera kynni að lítið lóð á vogarskálina hér uppi á íslandi skipti máli í baráttunni fyrir því, að í löndum kommúnismans sé litið á andófsmenn, — kyndilbera frelsisins, — eins og fólk. Steinn Steinarr talar á einum stað um net til að veiða vindinn í. Nú skrifa þeir austur í Moskvu um að Sakarov sé orðinn að „rigaþorski" og hafa þegar sett í það hönnuði, að ríða net til að veiða frelsið í. En þráin til frelsisins verður ekki drepin þótt einum manni sé komið fyrir, jafnvel þótt hann sé fyrirferðarmik- ill. Á eftir honum koma aðrir menn með sömu þrá í brjósti, sömu þjóskuna og sama sálarþrekið. Og svo hver á eftir öðrum, unz úr því fæst skorið, hvort manneskjan fyrirkomi sjálfri sér í þessum heimi eða heimurinn verði manneskjulegri svo að hver maður verði frjáls og njóti sín eins og öll efni standa til, ef við hlustum á menn eins og Sakarov. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins: Lúðvík hafnaði viðræðugrund- vellinum óséðum „RAUNVERULEGA hafnaði Lúðvík Jósepsson þessum umræðu- grundvelli óséðum," sagði Sig- hvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins í sam- tali við Morgunblaðið í gær, „og þá afstöðu kom hann með á viðræðu- fund með okkur af þingflokks- fundi. sem haldinn var í gær. Þeir telja sig ekkert hafa við okkur að ræða.“ „Það, sem við gerðum,“ sagði Sighvatur, „var að við ræddum við alla flokkana og báðum þá um að skýra afstöðu sína. Við gefum þeim allan rétt til þess að láta í ljós sína afstöðu, þó svo að Alþýðubandalagið hafi strax kveðið upp sinn dóm. Þeir tóku þá afstöðu að dæma viðræðu- grundvöll okkar áður en þeir sáu hann. Það þýðir að sjálfsögðu að úr sögunni á þessum grundvelli er nýsköpunarstjórn, því að það kom glögglega fram hjá Lúðvík, að þeir geta ekki hugsað sér að eiga aðild að ríkisstjórn, sem við værum í.“ Þeir segja þó, að þeir geti hugsað sér þjóðstjórn sem valkost gegn utanþingsstjórn. „Já, það virðist vera eina stjórnin, sem þeir gætu hugsað sér að eiga aðild að með okkur. Þeir hafna öllum öðrum möguleikum, sem Alþýðu- flokkurinn á aðild að,“ sagði Sig- hvatur og bætti við: „Út frá því sjónarmiði skilst mér að þeir líti svo á að Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lagið séu orðnar höfuðandstæðurnar í islenzkum stjórnmálum, hvorki meira né rninna." Þá er Stefaníumynstrið eftir og kannski viðreisnarmynstur? „Það getur nú verið fleira. Alþýðu- bandalagið orðaði það nú og raunar Lúðvík sjálfur, að eftir væri að kanna ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalags, en það væri að sjálfsögðu ekki á dagskrá í þessum umræðum, því að þær gætu að sjálfsögðu ekki átt sér stað með okkur í forsæti. Því eru fleiri stjórnarmyndunarmöguleikar eftir, sem ekki byggjast á aðild Alþýðu- flokksins." Hvað þýðir þetta svar alþýðu- bandalagsmanna fyrir ykkur í raun? „Það kemur okkur kannski svolítið á óvart,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson, „því að ég hélt nú, að við hefðum verið að tala við þá og nú síðast undir þeirra eigin verkstjórn. Þá fór að öllu leyti vel á með okkur, þótt allt í einu sé það nú komið upp á teninginn, þegar við óskum við- ræðna, að þeir telja okkur höfuðand- stæðing sinn í stjórnmálum. Hefur oft verið reitt lægra til höggs. Því virðist komið „kalt stríð" víðar en úti í heimi. Ég man ekki eftir því að slík orð hafi fallið til Alþýðuflokks- ins í minni tíð. Hins vegar las maður um þetta hér á árum Kommúnista- flokksins. Þá voru alþýðaflokksmenn taldir höfuðandstæðingar verka- lýðsstéttarinnar. Það er þá heldur betur kalt stríð, sem upp er risið. Samt vil ég taka það fram, að við erum fylgjandi „detenté“-stefnunni, þannig að við lítum ekki á Alþýðu- bandalagið sem okkar höfuðand- stæðing." — mf. Nýjustu tillögur Alþýðuflokksins: Gjaldmiðilsbreyting v að eyða verðbólguh ALÞÝÐUFLOKKURINN aíhenti í gær fulltrúum hinna flokkanna „Hugmyndir varðandi stjórnarmyndun lagð- ar fram af formanni Alþýðuflokksins í janúar 1980“. í inngangsorðum segir, að fyrri tilraunir hafi byggst á því að ná samkomulagi milli fyrirfram ákveðinna flokka, sem skipa skyldu væntanlegt ráðuneyti. Hér verði hins vegar farin önnur leið. „Samin hafa verið drög að stefnuskrá í veigamestu málefnum og verða þau send öllum þingflokkum. Að undirtektum þeirra fengnum er tímabært að kanna möguleika til stjórnar- samstarfs milli flokka.“ Sagt er: „í drögunum, sem hér fylgja, er einnig höfð hliðsjón af hugmyndum og tillögum, sem fram hafa komið frá öðrum flokkum. Þetta er því í senn tilraun til málamiðlunar og tilraun til þess að koma nýrri hreyfingu á stjórnar- myndunarmálið. Þessar tilllögur Alþýðuflokksins eru hálf nítjánda vélrituð síða. Tillögunum, sem gerð eru skil á fyrstu blaðsíðunum má skipta í þrjá þætti. I fyrsta lagi er aðdrag- andi gjaldmiðilsbreytingar, sem al- þýðuflokksmenn vilja nota sem grundvöll þess að unnt sé að breyta þeim verðbólguhugsunarhætti, sem í þjóðfélaginu ríkir og á hann að standa til ársloka 1980. í öðru lagi eru tillögur um kerfisbreytingu til þess að bæta þjóðarbúskapinn og treysta nýj'u krónuna, en þær kæmu til framkvæmda þar á eftir. Og í þriðja lagi, „og þar með gæti hafist umbóta- og framfaraskeið. Ríkisstjórn, sem vill vinna að framkvæmd þessarar stefnu, verð- ur frá upphafi að ætla sér að sitja út kjortímabilið." Sýning í Listasaf ninu í tilefni árs trésins LISTASAFN íslands opnar á morgun sýningu á nokkrum listaverkum íslenskra myndlistarmanna í tilefni árs trésins og eru sýnd 39 verk 17 myndlistarmanna, eldri sem yngri. Höfundarnir sem eiga myndverk á sýningunni og eiga það öll sammerkt að sýna tré eða skóga í einhverri mynd, eru Ásgrímur Jónsson, Eggert Laxdal, Finnur Jóns- son, Guðmundur Thorsteins- son, Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Júlíana Sveins- dóttir, Kristín Jónsdóttir, Kristján Davíðsson, Ólafur Túbals, Snorri Arinbjarnar, Þorarinn B. Þorláksson, Þórð- ur Hall og Þorvaldur Skúla- son. Selma Jónsdóttir forstöðu- maður Listasafnsins segir m.a. svo í sýningarskránni: „Skógarhöll Kjarvals er fyrsta íslenska málverkið af skógi einum sér. Gildir, sterkir trjástofnar í þéttri þyrpingu opna okkur sýn inn í sannkallaða höll. Myndina málaði Kjarval í Danmörku 1918 af skógi, sem sýnilega hefur vakið hrifningu hans. Það er von mín að við Islend- ingar eigum eftir að eignast margar slíkar skógarhallir víðs vegar um landið. Og skyldu íslenskir listamenn finna þar skilningstré ættu þeir ekki að hika við að bragða ávexti þess. Tjái ég hér með virðingu mína öllu því fólki sem stendur að ári trésins.“ Þá rita Hulda Valtýsdóttir og Snorri Sigurðsson nokkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.