Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 Selshreyfar og kindalappir aft- ur i trogunum Þorrinn blótaður í 22. sinn í Naustinu „SELSIIREYF AR og kindalappir verða aftur á boðstólum hjá okkur í Nausti á þorranum/4 saxði Ib Wessman. veit- ingamaður ok yfirmat- reiðslumaður í vi<StaIi við MorKunblaðið. „en þenn- an mat hefur ekki verið unnt að fá um nokkurra ára bil.“ Ib Wessman sagði, að Naust muni framreiða hinn hefðbundna þorramat nú í 22. sinn og að sjálf- sögðu í trogum sem fyrr. Hefst þorrablótið í Nausti í dag, föstudaginn 25. jan- úar og lýkur 25. febrúar. Allur súrmatur er út- búinn í Nausti og hóf Ib Wessman og starfsfólk hans undirbúninginn þeg- ar sl. haust. Oskammtað er í trogin og geta gestir fengið ábót að vild. Að þessu sinni eru 17 tegundir þorramatar í trogum Naustsins: Blóð- mör, lifrapylsa, bringu- kollar, lundabaggar, hrútspungar, svið, sviða- sulta, hákarl, súr hvalur, hangikjöt, harðfiskur, smjör, rófustappa, rúg- brauð og flatbrauð, auk þess sem fyrr segir að nú hefur tekizt á ný að fá selshreyfa og kindalappir. Ib Wessman með þorramatinn í Nausti. Ráðstefna um fullorð- insfræðslu DAGANA 26. og 27. janúar 1980 verður haldin í Hamra- görðum, Hávallagötu 24, í Reykjavík, ráðstefna um fullorðinsfræðslu á íslandi. Markmið ráðstefnunnar er að gera úttekt a fullorðins- fræðslu eins og hún hefur þróast til þessa dags í landinu og ræða um hvert skal stefnt í þessum málum. Til ráðstefnunnar eru boð- aðir þeir aðilar sem hafa fræðslu fullorðinna með höndum og munu þátttakend- ur verða um 40 talsins. Á ráðstefnunni verður rætt um framkomin frumvörp er varða fullorðinsfræðslu, Ánd- ri ísaksson prófessor mun fjalla um kennslu- og félags- fræði í fræðslu fullorðinna og Reynir Karlsson fulltrúi og Maj Britt Imnander rektor munu ræða um Norrænu lýð- fræðslustofnunina í Kungálv í Svíþjóð. Boðendur ráðstefnunnar eru menntamálaráðuneytið og undirbúningsnefnd aðila að fullorðinsfræðslu. Um leiö og þú skreppur á stórútsöluna sem er opin til kl. 10 í kvöld Kvartettinn á æfingu í vikunni. frá vinstri: Mark Reedman, Guðný Guðmundsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Carmel Russill. Myrkir músíkdagar: er tilvalið að líta á stærsta Kvartetttónleikar á Kjarvalsstöðum úrval landsins af svefn- herbergishúsgögnum sem er á 2. hæð í Sýningar- höllinni Sýningarsalurinn, Bíldshöfða 20, sími 81410 NÆSTSÍÐUSTU tónleikar Myrkra músíkdaga verða haldnir á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.30 og kemur þar fram kvartett sem skipa þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Mark Reedman fiðlu- leikari, Mark Helga Þórarinsdótt- ir lágfiðluleikari og Carmel Russ- ill sellóleikari. Á efnisskránni eru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Hjálmar Ragnarsson, Snorra Sigfús Birgis- son og Dimitrí Sjostakovits. Verk Þorkels heitir Hásselby-.kvartett og var það samið að beiðni menning- armiðstöðvar norrænu höfuðborg- anna í Hásselby 1968. Hjálmar H. Ragnarsson samdi verk sitt Move- ment sumarið 1976 og var það frumflutt í Reykjavík árið eftir. Stundaði hann tónlistarnám í Bandaríkjunum að loknu námi á ísafirði og Reykjavík og tók nýlega masterpróf frá Cornell-háskóla í New York. Strengjakvartett Snorra Sig- fúsar Birgissonar var saminn árið 1977 og frumfluttur í Amsterdam árið 1978, en er nú fluttur í fyrsta sinn hérlendir. Síðast á efnis- skránni er verk Sjostakovits, kvartett nr. 15 op. 144, sem hann lauk við að semja í október 1974 og mun hann vera næst seinasta tónsmíði hans, en hann er nú fluttur í fyrsta sinn hér á landi. Afmælisvaka Kven- réttindafélagsins KONUR í listum og vísindum verða kynntar á afmælisvöku Kvenrétt- indafélags íslands, sem verður haldin á Kjarvalsstöðum næstkom- andi laugardag. Rithöfundarnir Ása Sólveig og Auður Haralds munu flytja eigið efni. „Laugardagur í íshúsi" er heiti smásögu Steinunnar Eyjólfsdóttur sem kynnt verður á vökunni. Flutt verða ljóð eftir Þuríði Guðmunds- dóttur. Sigríður Erlendsdóttir B.A. greinir frá rannsóknum sínum á þátttöku kvenna í atvinnulífinu. María Jóna Gunnarsdóttir, bygg- ingartæknifræðingur ræðir um starfsvettvang sinn. Elísabet Eiríks- dóttir syngur við undirleik Jórunnar Viðar, m.a. lög eftir Jórunni. Elísa- bet Waage leikur á hörpu. Þrjár stúlkur úr skólakór Garðabæjar, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Marta og Hildigunnur Halldórsdætur, syngja nokkur lög. Gestum gefst kostur á að skoða ljósmyndir eftir Emilíu Björgu Björnsdóttur, blaðaljósmyndara, og keramikmuni eftir Borghildi Osk- arsdóttur. Myndlistarmennirnir Hjördís Bergs, Gerður Pálmadóttir, Ásdís Sigurþórsdóttir, Andrína Jónsdóttir og Kristjana Samper sýna verk sín. Afmælisvakan hefst klukkan 14 og stendur í 2 tíma. Öllum er heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.