Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 Rætt við Svarfdælinga, sem leika í Land og synir Rannveig M. Níeisdóttir. biaðamaður Mbl. á DaJvík. Mér fannst ákaflega gaman í þeirri ferð.“ — Þú hefur kannski upplifað gamla tíma aftur? KVIKMYNDIN Land og synir sem gerð er eftir samnefndri sögu Indriða G. Þorsteinsson- ar verður frumsýnd á Dalvík og í Austurbæjar- bíói í Reykjavík í kvöld. Kvikmyndahandritið er eftir Ágúst Guðmundsson sem einnig er leikstjóri en Jón Hermannsson er framleið- andi. Leikarar eru um 100 talsins, flestir Svarf- dælingar, en myndin var tekin í Svarfaðardal í sumar. Með aðalhlutverkin fara Sigurður Sigurjónsson, Guðný Ragnarsdóttir, Jón Sig- urbjörnsson og Siglfirðingurinn Jónas Tryggvason. Átti ekki von á svo góðum landslagsmyndum Þeir Svarfdælingar sem fara með stærstu hlutverkin í Land og synir eru Sigríður Hafstað, Kristján Hjaltason og Hjálmar Júlíusson. Hjálmar er vélgæzlumaður í frystihúsi Kaupfélags Eyfirð- inga á Dalvík. I kvikmyndinni er hann í hlutverki gangnafor- ingja. „Þetta er afskaplega lítið hlutverk. Það er rétt svo að mér bregði fyrir,“ sagði Hjálmar í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins. „En þetta er nauð- synlegt hlutverk þar sem sagan byggist á göngum og réttum." Hjáimar hefur ekki áður leikið í kvikmynd en kveðst hafa leikið svolítið á sviði. „Þetta er tvennt ólíkt. Það skapast miklu meiri félags- skapur í kring um sviðsleik.“ — Var það ekkert erfitt að standa fyrir framan myndavél- ina? „Nei, það var ekkert sárt.“ — Er þér eitthvað sérlega minnisstætt frá upptökunni? „Það var afskaplega slæmt veður hér síðastliðið sumar og það var mjög ævintýralegt þeg- ar göngurnar voru teknar upp. Það má segja að ekki hafi verið hundi út sigandi. Til dæmis gafst hundurinn minn upp og við urðum að sækja hann síðar upp í Skíðadal. En þetta hafðist allt með hörkunni. Hluti af myndinni var tekinn uppi á fjöllum, i svokölluðum Vatnsdal. Þar vorum við í tvo daga með hundum og herkjum. Hjálmar Júlíusson á heimili sínu á Dalvík. Með honum er hundurinn hans, Lassí sem gafst upp í vonda veðrinu í upptökum. „Ég hlakka til að sjá hina en ekki sjálfa mig“ „Að sumu leyti gerði ég það. Við höfðum skrínukost með- ferðis og hrepptum mjög gott veður í það skiptið.“ — Setti myndatakan mikinn svip á bæjarlífið hér á Dalvík í sumar? „Það var mikið talað um hana hér en það er ekki hægt að segja, að hún hafi sett mikinn svip á bæinn. Hins vegar var svo í sveitinni þar sem mest bar á kvikmyndatökumönnunum.“ — Hefurðu séð kvikmynd- ina? „Já, ég sá hana óklippta og hafði mjög gaman af. Ekki síst landslagsmyndunum. Eg átti ekki von á þeim svo góðum.“ — Heldurðu þá að íslenzk kvikmyndagerð eigi fr.'rntíð fyrir sér? „Það held ég og ég vona að þeir gefist ekki upp sem hafa hafið hana. Kvikmyndagerð á erfitt uppdráttar, allt sem hana snertir er mjög dýrt. Það tekur kannski heilan dag að kvik- mynda einnar mínútu atriði." — Að lokum — myndir þú vilja taka þátt í gerð annarrar kvikmyndar? „Ég mundi að minnsta kosti hugsa mig um áður en ég neitaði slíkum félagsskap.“ Hin geysilega vinna sem liggur að baki myndarinnar kom mér á óvart Sigríöur Hafstað, húsfreyja á Tjörn í Svarfaðardal leikur Guðrúnu, konu Tómasar bónda, og móður ungu stúlkunnar. Sigríður lék í Sauíhastofunni eftir Kjartan Ragnarsson hjá Leikfélagi Dalvíkur á síðasta ári en er að öðru leyti óvön að leika. „Ég kem fram fjórum sinnum í myndinni og segi örfáar setn- ingar. Þó að hlutverkið sé ekki stórt var erfitt að komast inn í það, þar sem langt leið milli upptaka," sagði Sigríður. „Þegar kvikmyndagerðar- mennirnir komu hingað höfðu þeir ekki valið leikendur í minni hlutverk. Þeir voru aðal- lega að leita að hentugum stað fyrir upptökurnar. Þeim leist vel á staðinn hérna og þeir fundu hér einnig nokkra gamla bæi, sem þeir gátu notað. Síðan völdu þeir leikendur. Ég vissi að það hlutverk sem ég var beðin að taka að mér var ekki stórt en mér fannst spennandi að reyna við það. Ég vissi ekki fyrirfram hvernig staðið er að kvikmyndatökunni." — Var það öðruvísi en þú bjóst við? „Já, ég verð að segja það. Ég sá til að mynda ekki alla þá sem leika í myndinni og ég hef ekki ennþá séð þann sem leikur Ólaf, föður unga piltsins. Hann deyr í myndinni og var dáinn þegar ég kom til sögu í mynd- inni.“ — Hvernig fannst þér að standa frammi fyrir mynda- tökuvélinni?" — Mér fannst ég ekki verða mikið vör við vélina. Mér fannst það alls ekki ógnvekj- andi.“ — Hvað er þér sérlega minn- isstætt úr upptökunni? „Það var þessi eilífa endur- tekning — það tók kannski tvo tíma að taka upp örfáar setn- ingar. Mér kom það líka á óvart hve gífurlega mikil vinna liggur að baki einni kvikmynd. Bær- inn hér við hliðina var notaður í myndinni og áður en upptökur hófust varð að taka allt út úr stofunni og veggfóðra í stíl við þann tíma sem myndin gerist á. Heimilisfólkið varð að víkja á meðan en hafði bara gaman af eins og við öll sem tókum þátt í gerð myndarinnar. Síðar voru húsgögn og ýmislegt annað fengið að láni héðan og þaðan. Allt var gert til að skapa sem eðlilegast umhverfi. Kirkjan hér á Tjörn var notuð við upptökur í jarðarför- inni. Áður en það var gert þurfti að fjarlægja öll raf- magnsljós og snúrur og jafnvel slökkvararnir voru teknir. Upp „Notalegt að hlusta á líkræðu Indriða“ „ÞAÐ var býsna notalegt að hlusta á líkræðu Indriða G. Þorsteinsson- ar í hlutverki prestsins. Ég yrði hæstánægður ef ég fengi sjálfur svona góða líkræðu", sagði Jónas Tryggvason, einn af leikurum í kvikmyndinni Land og synir. Hann leikur þar Ólaf bónda, „Hann er að gefast upp á búskapnum og vill að sonur hans taki við kotinu. Strákurinn er ekki upprifinn af því, er stórhuga og vill flytjast á mölina. Svo veikist kall og deyr", sagði Jónas um hlutverk sitt í Land og synir. Jónas Tryggvason er 68 ára gamall og hann er bróðir hins landskunna leikara, Árna Tryggvasonar. Þú átt því ekki langt að sækja leikhæfileikana? „Ég býst ekki við því. Það er sagt að við Árni séum mjög líkir en mér finnst það ekki sjíafum, nema ef til vill að röddin sé svipuð. Hins vegar eigum við ekki langt að sækja leikhæfileika. Móðir okkar gat haft eftir hvers manns tungu ef hún vildi svo við hafa og fór þó aðeins sinni í leikhús um ævina." Hefurðu fengist mikið við leik- list? „Ég hef fengist nokkuð við að leika bæði á Siglufirði og í Fljót- unum. Setti upp stykki fyrir Leikfélag Siglufjarðar, gagn- fræðaskólana og tvö stykki fyrir Kvenfélagið í Fljótunum." — Hvað kom til að þú fórst að leika í Land og synir? „Ég veit það nánast ekki, tilvilj- un og þó. Jón Þórisson þekkti mig. Hann var með stráknum mínum í leikriti í gagganum sem ég setti upp. Síðan hugsaði ég ekki meira um það en svo hringdi Ágúst Guðmundsson leikstjóri og sagði að ég hefði verið valinn og ég yrði að taka hlutverkið. Ég var nú hálfnervös en kitlaði í hlutverkið, því til þess var nú leikurinn gerður og ég tók hlutverk Ólafs bónda. — Nú hefur þú leikið á sviði — er mikill munur að leika á sviði og standa fyrir framan myndavél- ina? „Mér finnst lítið líkt með þessu. Það er allt öðruvísi. Ég kann bara Jónas Tryggvason ... „ekkert líkur Árna nema ef vera skyldi röddin." Mynd Mbl. Kristján. betur við að standa fyrir framan myndavél. Þegar búið er að taka upp atriði þá er það líka búið, punktum, basta. Á sviði þarf maður kannski að tyggja upp setningar aftur og aftur og er kannski aldrei ánægður." — Þannig að myndatakan hefur gengið eins og í sögu? „Já, það gekk eins og í sögunni. Ég minnist ekki að neitt sérstakt hafi komið fyrir ... nema ... ja, jú. Ég gleymdi alltaf ákveðinni setningu, sem ég átti að fara með. Ég var orðinn öskuillur út í sjálfan mig þegar Ágúst Guð- mundsson kom til mín og sagði að það væri alltaf hægt að taka upp aftur. Það kæmi ekki að sök — þarna sérðu kosti myndavélarinn- ar.“ — Hver var þessi setning? „Eg gæti ekki farið með hana óbrenglaða." — Þú auðvitað fylgist með frumsýningunni — spenntur? „Ég er voða slæmur í maganum. Það er ekki furða, því vissulega bíður maður spenntur að sjá hvernig svo til tókst“, sagði Jónas Tryggvason að lokum. Rætt við Jónas Tryggvason, sem fer með hlutverk Ólafs bónda í Land og synir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.