Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 MORö'Jfv- kawnj 4^ GRANI GÖSLARI Það var kona að hrinfíja til okkar os biðja um að opna fyrir sig kústaskápinn! Læknirinn sagði að mér væri óhætt að byrja aftur að reykja — svona hægt og hægt! Við ætlum að fá reikninginn. þjónn — og það borgar hver fyrir sig! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fellur grundvallar- reglan í skuggann? SNYRTILEGA fengnir tíu slagir leiddu ekki til ágóða þegar spilið í dag kom fyrir í leik tveggja sveita. A báðum borðum doblaði norður opnun vesturs á þrem tíglum en þá skildu leiðir. Vestur gaf allir utan hættu. Vestur Norður S. ÁD86 H. KD6 T. D82 L. Á64 Austur S. K52 S. G3 H. 104 H. G8752 T. KG109754 T. - L. 5 Suður S. 10974 H. Á 93 T. Á63 L. 1082 700 varð L. KDG973 Mínus niðurstaða á öðru borðinu þegar austur sagði fjögur lauf eftir dobl norðurs og suður doblaði með ásana tvo. Ekki beint glæsilegt enda ekki gæfulegt að segja annað en pass á spil austurs þó norður hafi doblað. Enda sagði austur pass á hinu borðinu og þá gat suður bjargað tapi sveitarinnar með því að segja einnig pass. En í stað þess stökk hann í fjóra spaða og varð það lokasögnin. Vestur spilaði út laufi. Suður dæmir það vera einspil, réttilega, og tók strax á ásinn. Útlitið var ekki beint glæsilegt en suður spilaði sig inn á hjartaás, svínaði trompdrottningu og tók á trompás og hjartahjón. Vestur trompaði ekki, lét tígul. Sagnhafi var þá orðinn viss í sinni sök. Upphafleg ályktun hans hafði verið rétt og vestur átti ekki annað eftir en tíglana og tromp- kónginn. Hann spilaði laufi frá blindum. Austur tók sína tvo slagi en varð síðan að spila í tvöfalda eyðu og suður léí þá tígul af hendinni og trompaði í blindum. En næsta slag fékk vestur á trompkónginn og aumingja maðurinn varð að spila tíglinum og gefa þar með sigur- slaginn á drottninguna. Þó svo að vinna hefði mátt spilið á annan hátt gat suður vel við unað. Sveit hans tapaði aðeins 7 impum á spilinu í stað 13 hefði það tapast. En spilið hefði líka getað fallið með því, að suður segði pass við þrem tíglum dobluð- um, svo að allt var þetta ýmist í ökkla eða eyru. Hvaö sjálfum mér viðvikur — hef ég aldrei þorað upp í flugvél! „Til kvenna á framabraut. Við erum hér nokkrar konur, sem langar að spyrja forystukon- ur samtakanna „Konur á frama- braut" nokkurra spurninga. Til- efnið er frétt um, að samtök þeirra ætli að gera tilraun til að ná samstöðu allra kvennasamtaka landsins um framboð konu til kjörs forseta Islands. Þær segjast ætla með þessari tilraun að ýta burtu landlægum fordómum um að konur séu al- mennt óhæfar í opinberar eða æðri stöður. í frétt í Mbl. 23. jan. sl. koma fram nokkrir æskilegir kostir, sem samtökin telja, að slíkur frambjóðandi eigi að hafa til að bera og þá vakna spurn- ingarnar: 1. Getur aldur kvenna talist kost- ur, þ.e. að 50—60 ár sé heppi- legasti aldur kvenna til þessa starfs. Stjórnarskráin tilgrein- ir aðeins lágmarksaldurinn 35 ár. Er þetta ekki mismunun kynjanna? Getur það verið líffræðilegur mismunur karla og kvenna sem samtökin hafa þarna í huga? 2. Einhver tungumálakunnátta? Hver? 3. Sé ópólitísk. Er það sama túlkun og að hafa afskipti af pólitík eða reikna konurnar í samtökunum með, að það sé kostur að konur almennt hafi ekki áhuga á pólitík og þar með kjörum og högum lands okkar og þjóðar? Er þetta ekki vatn á myllu þeirra, sem segja, að konur almennt taki ekki af- stöðu — séu óvirkar í þjóðmála- baráttunni? 4. Alúðlegt viðmót, góð tján- ingarhæfni, eðlisgreind og siða- vendni. Allt eru þetta góðir eiginleikar, sem við vonum, að sem flestir hafi til að bera. En við teljum, að það kæmi skrýt- Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslensku 28 Spurðu Janvier hvort hann hafi tíma til þess. Nei, það er aiveg satt. hann er örugglega upptek- inn. En kannski Lucas sé laus. Þegar hann var kominn á fætur fann hann að honum ieið nú ekki eins vel og þegar hann hafði teygt úr sér í mjúku rúminu. Hann svimaði og hon- um fannst hann vera skjálf- hentur þegar hann var að raka sig. — Eg vona þú komir heim í hádegisverð? Eg vona þér siái ekki niður. Auðvitað hefði hann átt að láta að vilja hennar og vera heima en hann gat ekki annað en farið. Hún rétti honum þykkan ullartrefil og hún fylgdi honum fram á stigapall- inn. — Góðan daginn. Lucas. Forstjórinn hefur líklega ekki spurt um mig? — Ég sagði honum í gær að þér væruð ekki frískur. — Ekkert að frétta? — Lapointe var úti allt kvöldið. I morgun Jagði hann af stað í býtið með listann sinn. Hvert á ég að keyra yður? — Til Quai de Charenton. Hann var farinn að kannast við umhverfið og hann gekk rakleitt upp og Lucas á hæla honum, en hann haíði ekki verið þarna fyrri. Hann barði að dyrum og Gíraffinn sat á sínum stað og pikkaði í ákafa á ritvél. — Ilér er ég aftur. Og þetta er minn elzti og reyndasti samstarfsmaður. Lucas rann- sóknarlögreglumaður. — Þér eruð þreytulegur. — Ég er Iíka þreyttur. IViig langar að spyrja yður fáeinna spurninga og sérstaklega er ein mikilvæg. Ilann settist i stói Chabuts við gamia skrifborðið. — Hver vissi á miðvikudag- inn að þér og yfirmaður yðar mynduð fara til Rue Fortuny? - Af fólkinu hér? — Bæði hér og annars stað- ar. — Hérna vissu það aliar. Oscar reyndi ekkert að fara dult með þetta. Þegar hann var búinn að vcrða sér úti um nýja ástkonu hafði hann unun af því að básúna það út um allt. — Fóruð þér með honum af skrifstofunni? — Já. Við stigum samtimis inn í hílinn hans.'sem er nokk- uð áberandi tryllita-ki. — Var það svo hvern mið- vikudag? — Svona hér um bil. — Vissi Louceck það? — Ég hef ekki hugmynd um það. Hann kom hér afar sjald- an. Það var Chabut sem venju- lega fór að finna hann á skrif- stofunum á Avenue de l'Opera. — Getið þér sagt mér hvern- ig venjulegur dagur var hjá honum? — Ég get náttúrlega bara sagt frá svona í höfuðdráttum. því að auðvitað voru engir tveir dagar eins. Venjulega fór hann ' þó að heiman frá sér um níuleytið — í Jagúarnum sinum. Hann ók sjáífur, en hann hafði bílstjóra i þjónustu sinni og ég held að hann hafi yfirleitt keyrt frúna í hinum bílnum þeirra — scm var Mercedes. Fyrst tyllti hann niður tá í Quai de Bercy og skoðaði sig þar um og fylgdist með pökkuninni. — Hver stjórnar þeirri vinnu? — Opinberlega er hún undir stjórn hr. Lepretre sem þeytist á milli kjallaranna og Quai de Brrcy, en það er vist eins konar verkstjóri þar. — Kcmur hann líka hingað? — Mjög sjaldan. — Vissi hann um samhand yðar við yfirmann yðar? — Það er mjög trúlegt að einhver hafi sagt honum frá því. — Hefur hann aldrei sýnt yður áhuga? — Ég held satt að segja hann hafi ekki einu sinni tekið eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.