Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 13 undir 50 manns voru fengnir til aö vera í kirkjunni meðan á upptöku stóð og allir voru klæddir upp í 30 ára gömul föt. Konurnar sem komu voru allar með sítt hár til að hægt væri að greiða þeim í samræmi við tízkuna sem þá ríkti og karl- mennirnir urðu að fórna hár- inu. Maður sá starx hverjir þeirra áttu að leika í kvikmynd- inni.“ —Hvernig heldurðu að tekist hafi til með gerð myndarinnar? „Mér finnst það hljóti að vera mjög áhugavert að sjá íslenzka kvikmynd, sem jafnframt er gerð af íslendingum. Það kem- ur ekki eins út ef útlendingar taka íslenzkar myndir. Þeir ná ekki þessum íslenzka blæ.“ —Hlakkar þú til að sjá myndina? ,.Ég kvíði svolítið fyrir. Ég urinn sem við ræddum við. „Ég fér með mjög lítið hlut- verk. Ég held ég sé nefndur bóndi 1 í handritinu. Það er einhver afdalabóndi, sem kem- ur fram í þremur hópatriðum, “ sagði Kristján. Kristján hefur áður leikið á sviði í Fjölskyldunni og Sauma- stofunni hjá Leikfélagi Dalvík- ur, og nú í vetur leikur Kristján í Gisl hjá sama félagi. „Það er tvennt ólíkt að leika á sviði og í kvikmynd. Ég kann nú eiginlega betur við sviðið. í kvikmyndaleik skiptist vinnan í níutíuprósent bið og tíuprósent upptökur." —Gætirðu hugsað að leggja þetta fyrir þig? „Auðvitað er maður alltaf spenntur fyrir nýjum hlutum. Það kemur samt aldrei til að ég leggi betta fyrir mig. Þátttaka menn í snjósköflum og kulda og endurtóku sömu setningarnar aftur og aftur. Nokkrir þeirra sem voru með í upptökunni voru í raun og veru í göngum en við hinir fórum til móts við þá með búninga okkar. Veðrið var þannig, að eiginlega var ekki hægt að klæðast öðru en hlífðarfötum úr gúmmíi. En við sátum þarna á hestum í þessum búningum og vorum satt að segja nær dauða en lífi er við komum heim aftur. Það kemur örugglega til með að sjást í myndinni hve stífir við erum af kulda í því atriði. Sem dæmi um það hversu slæmt veðrið var, þá átti mynd- in að byrja á því að það sæist inn dalinn og í því atriði átti bíll að aka yfir brú. Fjallasýnin hér þykir nefnilega ákaflega fögur í góðu veðri. En frá því að Mæðginin Sigríður Hafstað og Kristján Hjartarson í stofunni á Tjörn í Svarfaðardal. hef ekkert séð af henni og ég held að þetta geti ekki orðið merkilegur leikur hjá mér. Ég hafði mjög gaman af að taka þátt í gerð myndarinnar og ég held að minnsta kosti þeir, sem ekki leika í henni, hlakki til sýningarinnar. Ég hlakka til að sjá hina en ekki mig sjálfa," sagði Sigríður að lokum. Mun hafa augun vel á tjaldinu þegar mér bregður fyrir Kristján Hjartarson, sonur Sigríðar, er þriðji Svarfdæling- mín var aðallega til að kynnast kvikmyndagerð. Ég aðstoðaði líka Jón Þórisson, sem gerði sviðsmyndina, og kynnist þeirri hliðinni betur en sjálfum upp- tökunum. Mér fannst mjög gaman að sjá hversu færir menn vinna á þessu sviði. Það væri miklu fremur ef maður hefði áhuga á kvikmyndaiðn- aði, að fara út á þá braut. Það gerðist ýmislegt skemmtilegt meðan á upptök- unni stóð. Veðrið var eiginlega hábölvað allan tímann., Ég man eftir því við upptökur á göngum í Vatnsdal að þar stóðu myndatökumennirnir komu og þangað til þeir fóru kom einn góðviðrisdagur sem bauð upp á slíka myndatöku en þá bilaði bíllinn, sem fara átti yfir brúna, svo að það varð að breyta inngangi kvikmyndar- innar vegna veðurs." —Hlakkar þú til að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Ég hlakka ekki til að sjá sjálfan mig en ég held að það muni samt kitla mig talsvert að sjá mér bregða fyrir. Ég mun sennilega hafa augun vel á tjaldinu þegar ég renni yfir,“ sagði Kristján Hjartarson. Mæðrastyrksnefnd: Ráðstafaði 5,9 milljónum kr. til 243 bágstaddra HINNI árlegu jólasöfnun Mæðrastyrksnefndarinnar í Reykjavík er nú að heita má lokið að þessu sinni. Samtals söfnuðust kr. 5.411.639.00 en ráðstafað var kr. 5.897.665.00 til 243 bágstaddra aðila í Reykjavík. Þessa stuðnings nutu þar í meðal um 80 fjölskyldur en að öðru leyti rann gjafafé þetta til einstæðinga í borginni, einkanlega til einstæðra mæðra, öryrkja og aldraðra, jafnt karla sem kvenna. Auk þess var ráðstafað til þessara aðila miklu magni fatnaðar sem nefndinni barst einnig að gjöf fyrir jólin. Ofangreint söfnunarfé nemur hærri fjár- hæð samtals en nokkru sinni áður og kom allt í góðar og brýnar þarfir hjá þeim, sem þágu það að gjöf. Hið sama gildir að sjálfsögðu um fatn- aðinn. Eru því Reykvíkingum enn einu sinni færðar þakkir fyrir örlæti og drengskap í garð þeirra mörgu, sem minnst mega sín. Mæðrastyrksnefnd barst svo mikið magn fatnaðar fyrir jólin að enn er talsvert eftir. Er hér um hrein og góð föt að ræða, sem þeir geta fengið að gjöf, sem búa við þröngan hag og þurfa á þeim að halda. Verður hann afhentur á skrifstofu nefndarinnar að Njálsgötu 3 á morgun, fimmtudaginn 24. janúar og föstudaginn 25. janúar kl. 2—5 síðdegis. Mæðrastyrksnefnd. Þrjár skáldsögur eftir Indriða G. Þorsteinsson um mestu umbreytingartíma sem yfir ísland hafa gengið: LANP OG SYNIR — um baráttu og vanda sveitadrengs þegar heimskreppa og nýjar lífsskoöanir naga þúsund ára rætur íslenzks bændasamfélags. NORÐAN VID STRÍÐ — um hernámsárin í norölenskum kaupstað og hvernig stríöiö umturnar mannlífinu, breytir hægum skrefum t kapphlaup og sjálfsaga í stríösfíkn. 79 AF STÖÐINNI — um baráttu, vanda og vonbrigöi sveitadrengsins í borginni eftir aö stríöiö er gengiö hjá. Aftur veröur aldrei snúiö hve feginn sem þú vildir. Almenna bókaf élagið Skemmuvegur 36 sími 73055 Aueturstrœti 18 sími 19707

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.