Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980 25 fclk í fréttum ... alvarlegum augum, báðir + Hér eru tveir af foringjum kommúnista í S-Evrópu þeir Enrico Berlinguer foringi ítalskra kommúnista, og Georges Marchais foringi franskra komma. — Þeir félagar héldu fund um daginn á heimavelli Berling- uers, í Róm. Var umræðuefni þeirra m.a. innrás Sovétríkjanna í Afganistan. — Eftir þennan fund sagði franski kommúnistaforinginn, að þeir félagar hefðu tekið sömu afstöðu til innrásarinnar og foringjar kommúnista á Vesturlöndum, þ.e.a.s. að þeir líti báðir innrás Sovétríkjanna alvarlegum augum. Páfinn gaf bílinn Jóhannes Páll II. pafi gaf fyrir skömmu bíl, sem hon- um var gefinn í för hans til Bandaríkjanna á síðasta ári. Er hér um að ræða dýran farkost, Ford Lincon Conti- nental. Páfinn hefur gefið bílinn sveit sjálfboðaliða, sem nýlega hélt til hjálpar- starfs á vegum kaþólsku kirkjunnar, Caritas Itali- ana, í flóttamannabúðum í Thailandi. Þessi sveit, sem skipuð er læknum og hjúkr- unarfólki, hafði gengið á fund páfa áður en hópurinn lagði af stað austur. Fordinn mun Carits hafa í hyggju að nota í vöruskiptum, fá í skiptum fyrir hann bíla, sem starfsmenn sjálfboða- liðahópsins munu nota vegna starfa sinna. ... sérstöku hlutverki ... + Vestur í Bandaríkjunum eru myndir af trúarleiðtoganum Khomeini farnar að gegna sérstöku hlutverki. En þessi AP-fréttamynd er tekin í byssubúð einni í bænum Levittown í Pensylvaníufylki. Byssukaupmaðurinn í bænum, Jay Scheidecker, sýnir hér viðskiptavini sínum Khomeini-skotskífu. Hann hafði beðið Jay byssukaupmann um skotskífu fyrir 100 yarda fjarlægð. + .Vegna fyrirspurna um hvert „Fólk í fréttum" hafi sótt línur í myndatexta: „í útlöndum er ekkert skjól ..þykir við eiga að upplýsa að þetta er í ljóðlínu úr kvæði eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness, þriðja erindi í ljóði hans „íslenzkt vögguljóð“. — Erindið er svona: Sumir fóru fyrir jól — fluttust burt úr landi, heillum snauðir heims um ból hús þeir byggja á sandi. í útlöndum er ekkert skjól, — eilífur stormbeljandi. Það bezta i bænum ÞORRABAKKAR Útbúu m þorramat í hverskonar veizlur oy mannfagnaði. Á þorrábakkanum okkar eru 17 mismun- andi tegundir afúrvals þorramat. Kom ið og reynið. 5FIERRJAN SKÚTAN Strandgötu 1. Símar 52502 og 51810. U 1930 IFARAR BRODDI 1980 K3 HALFA ÖLD Diskótek í kvöld og annaðkvöld kl. 9—3. Fjölbreytt tónlist, kynn- ingar og rúmgóð salarkynni. Plötukynnar: Jón Vigfússon og Óskar Karlsson. 20 ára aldurstakmark — spariklæðnaöur nauðsyn- legur. ATH. að föstudaginn 1. febrúar og laugardaginn 9. febrúar neyðumst við til að hafa lokað vegna hefð- bundinna einkasamkvæma — en aðeins í þessi tvö skipti. Borðið — búið — dansiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.