Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 32
 Lækkar hitakostnaðiim SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 Grímseyingar yfir hundrad- ið með vorinu ÞAÐ VAR GOTT hljóðið í Alfreð Jónssyni oddvita og fréttaritara Morgunblaðsins er við slógum á þráðinn til hans í gær. Sagði Alfreð að mannlif væri með miklum hlóma og hugur í fólki í eynni. Heilsufar væri gott og menn hefðu á orði að þéttbýlisfólkið ætti frekar að kynnast menningu Grímseyinga en öfugt, því að fyrirbæri eins og streita og span væru óþekkt í Grímsey. — Það er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur og hreyfing á hlutunum, sagði Alfreð. — Nú eru skráðir hér 98 íbúar, en ætli við förum ekki yfir hundraðið í vor ef allt gengur að óskum. Hér hefur ekki orðið fjölgun síðan þríburarn- ir fæddust fyrir meira en ári síðan, en eftir því sem ég hef frétt þá verða væntanlega þrjár eða fjórar fæðingar með vorinu, sagði Alfreð og var hinn hressasti. Búnaðarþing hefst í Bændahöllinni á morgun BÚNAÐARÞING hefst á morgun, mánudag, í Bændahöliinni við Ilagatorg. Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags íslands setur þingið og Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra flytur ávarp. Á þessum fyrsta fundi þingsins verður einnig kosið í kjörbréfanefnd, en þingið mun standa í eina viku. Mörg mál verða til umfjöllunar á þinginu. Má þar fyrst nefna fasta liði svo sem gerð fjárhagsáætlunar. Þá verður rætt um endurskoðun reglu- gerðar um útflutning hrossa, lyfja- sölu til búnaðarfélaga, framlög til landgræðsluáætlunar og tillögur um breytingar á lögum og reglugerð um lóðdýrarækt. Þá verður rætt um breytingar á lögum um framleiðslu- ráð landbúnaðarins og tillögur Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingis- manns í því sambandi. Mikið tjón í eldsvoða í Siglufirði Siglufirði, 17. febrúar. MIKIÐ tjón varð, er eldur kom upp í fiskvcrkunar- og geymslu- húsi Henriksenbræðra neðan Að- algötu í gær. Húsið er þriggja hæða og kom eldurinn upp í þurrkklefa á efstu hæð og er hann ónýtur, en einnig eyðilögð- ust net og fleira, sem geymt var á hæðinni. Eldurinn kom upp um fjögur- leytið á föstudag. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og tók slökkvi- starf um klukkustund. Á neðstu hæð hússins er salt- fiskverkun og ýmsar geymslur á millihæðinni. Fréttaritari. Á búnaðarþingum er einnig fjallað um ársskýrslu búnaðarmálastjóra, Halldórs Pálssonar. Á búnaðarþingi eiga sæti stjórn Búnaðarfélags Islands, búnaðar- málastjóri, ráðunautur Búnaðar- félagsins og tuttugu og fimm fastir fulltrúar. Ljásm. 01. K.M. AÐALSKOÐUN bifreiða 1979 er hafin í Reykjavík og Hafnarfirði og að sögn Guðna Karlssonar forstöðumanns bifreiðaeftirlitsins er skoðun að hefjast vfðast hvar á landinu. Guðni kvaðst reikna með um 75.000 bílum til skoðunar og áætla að skoðanir yrðu samtals 110—112.000, þar sem alltaf þyrfti að skoða einhverja bfla oftar en einu sinni. Guðni sagði að ástand bflaflota landsmanna hefði mátt teljast nokkuð gott á sfðasta ári, en nú fyndist sé áberandi, hvað Ijósabúnaðurinn væri vfða í ólagi. Beitir kommana sömu aðferðum *■ og Guðnumdur I Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins munu aldrei meðan ég er utanrfkisráðherra fá að- gang að neinum þeim skjölum, er varða Nato og varnarmál íslands. Ég haga mér gagn- vart þeim eins og Guðmundur í. Guðmundsson gerði í sinni utanríkisráðherratfð. Á þessa leið mælti Benedikt Gröndal utanrfkisráðherra á fundi Varðbergs í gær. Tilefni þessara ummæla var fyrirspurn um það, hvers vegna Olafur Ragnar Grímsson þing- maður Alþýðubandalagsins væri varaformaður öryggis- málanefndar. Sagði Benedikt að sú nefnd væri eingöngu upplýsinganefnd, en kæmi hvergi til við mótun eða fram- kvæmd utanríkisstefnu Islands. Gísli Ámi tók niðri i innsiglingunni á Höfn Losnaði óskemmdur þremur tímum síðar — Mikil atvinna á Hornafirði frá áramótum Hornafirði, 17. febrúar. HINGAÐ eru nú komin talsvert á þriðja þúsund tonn af loðnu og hefur Gísli Árni komiö með um 1000 tonn af því magni. Er skipið kom hingað á fimmstudagsmorgun með 550—600 tonn tók skipið niðri í ósnum. Gísli Árni komst af strandstað af eigin rammleik þremur tímum síðar og urðu engar skemmdir á skipinu. Ekki er talin nein hætta fyrir minni loðnuskipin að koma hingað með afla, en fyrir stærstu skipin er ekki vogandi að koma hingað inn og verður varla heldur eftir að dæluskipið Perla hefur lokið störfum hér. Loðnuskipin rista mjög djúpt og þó þau komist ekki hingað inn, þá hafa stór flutningaskip komið hingað eftir að Álafoss strandaði og gengið áfallalaust. Hér á Höfn hefur verið sérstak- lega mikið að gera alveg frá áramótum og hér er nú fleira aðkomufólk á vertíðinni en oftast áður. Er það mál manna að við höfum verið óvenju heppin með fólk í ár. Undanfarið hefur vatns- leysi háð okkur nokkuð og hefur þurft að haga vinnubrögðum í frystihúsinu öðru vísi en venju- lega. Hefur verið byrjað á að flaka 4 eða 5 á morgnana og síðan aftur á kvöldin þegar almennri vinnslu hefur verið hætt. Nú eftir að hlákan kom er hins vegar allt of mikið af vatninu og vatsnelgur um allar götur. Hægt hefur verið að aka á ís vestur yfir fjörðinn og suður yfir sanda án þess að vera nokkurn tíma á veginum. Skautavörur hafa stoppað stutt í verzlunum og fjöldi Vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár: Tíu virkianir — um 1600 MW LANDSVIRKJUN er nú ásamt ráðunautum sínum að undir- búa mynsturáætlun með tilliti til virkjanamöguleika á vatna- svæði Þjórsár og Tungnaár. í þessari áætlun eru tíu virkjan- ir samtals um 1600 MW. Þá hefur Orkustofnun hafið at- huganir á virkjunarmöguleik- um sunnan vatnasvæðis Tungnaár og er ljóst að tölu- vert vatnsafl er til virkjunar þar, m.a. í Skaftá og Hverfis- fljóti og Markarfljóti. Framkvæmdir við þriðju virkjunina á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár, Hrauneyjafoss- virkjun, eru nú hafnar, en fyrir eru Búrfellsvirkjun og Sigöldu- virkjun. Orkuframleiðsla þess- ara þriggja virkjana er þó að- eins um þriðjungur þess, sem talið er að megi fá af vatna- svæðinu öllu. Sú virkjun, sem á svæðinu er hugsuð næst á eftir Hrauneyja- fossvirkjun, er 240 MW virkjun á ármótum Þjórsár og Tungna- ár. Fyrstu hugmyndir um virkj- un í Efri-Þjórsá voru um 400 MW virkjun, en með tilliti til náttúruverndarsjónarmiða er stærð virkjunarinnar nú áætluð 260 MW. Fyrir ofan Sigöldu eru tvær virkjanir fyrirhugaðar, 60 og 50 MW, og í Þjórsá neðan Búrfells eru áætlaðar tvær virkjanir, 115 og 100 MW. Þá er tvöföldun Búrfellsvirkjunar inni í áætluninni. Sjá: Margir og miklir mögu- leikar fyrir framtíðina bls. 47, 48, 49 og 50. fólks stundað skautaíþróttina að undanförnu. Þá hefur óvenju mik- ill fjöldi fólks verið á skíðum neðst í Bergárdal, en þar var sett upp togbraut í vetur og verið vinsæl. Eftir einmuna tíð frá áramótum er nú bræla hjá bátunum hér og er þetta fyrsta tveggja daga brælan hjá bátunum á vertíðinni. Frá því í janúarbyrjun hafa borizt 80—110 tonn á land dag hvern, en 13 bátar hófu veiðar með línu í vertíðar- byrjun. Tveir gengu úr skaftinu vegna áfalla í ósnum, en hjá hinum 11 hefur meðalafli í róðri verið um 8 tonn. Þrír bátar eru á trolli, en hjá þeim hefur ekkert verið að hafa. Á land eru komin um 2300 tonn, en á sama tíma í fyrra var aflinn orðinn um 1100 tonn, en bátar voru þá færri. ____________________— Jens. Stórt ítalskt fhitningaskip í erfiðleikum STÓRT ftalskt flutningaskip átti í gær í erfiöleikum um 300 mflur suðvestur af Reykjanesi. Vont veður var á þessum slóðum og sveimaði flugvél frá Varnarliðinu yfir skipinu í gær. Þá voru norskt skip og bflaflutningaskipið Bifröst á leið til móts við skipið. Reiknað var með að norska skipið yrði komið á staðinn um klukkan 21 f gærkvöldi. Það var upp úr klukkan 5 í gærmorgun, sem ítalska skipið fékk á sig mikinn sjó og missti lúgu af lest og mastur brotnaði. Skipverjar náðu sambandi við strandstöð í Labrador, sem síðan tilkynnti Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli um erfiðleika skipsins, sem bað um aðstoð. Slysavarnafélagið var síðan beðið að koma skipum í samband við ítalska skipið og eins og áður sagði voru tvö skip á leið til þess í gær. Litlar upplýsingar voru í gær fyrirliggjandi um ferðir þessa skips, en það var talið 50—60 þúsund lestir að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.