Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 29 sem er kennt barni að lesa og skrifa. Við vitum þó öll að bæði heimilin og þjóðfélagið gera miklar kröfur til skólans sem uppeldisstofnunar. Það ætti því að vera keppikefli hverrar þjóðar að búa vel að æskunni og leggja traustan grunn. Þess vegna þarf að efla kennara- menntunina." „Ég vildi óska þess að athygli sú, sem beinst hefur að Kennaraháskólanum að undan- förnu verði til þess að opna uagu fólks og auka skilninginn á gildi góðrar kennaramenntunar." „Veita veröur KHÍ lífvæn- leg vaxtarskilyröi" „Að mínu mati sýnir sú mikla aðsókn, sem verið hefur að Kennaraháskólanum undanfar- in ár, að mikill áhugi fyrir kennarastarfinu er ríkjandi meðal ungs fólks. Þetta er góðs viti, en hvað verður ef stofnun- inni verða ekki veitt lífvænleg vaxtarskilyrði í framtíðinni? íslensk kennarastétt hefur alla tíð starfað við erfið skilyrði og er leitt til þess að vita að einmitt á barnaári skuli nú gengið harðar fram í því en oft áður að spara krónurnar til þeirra mála er snúa að velferð og uppeldi barna." A.K. „Búmannsháttur að barma sér“ Er séra Ingólfur var inntur eftir því hvernig búið væri að kennaramenntun í landinu sagði hann: „Það er alveg ljóst að Kennaraháskólinn hefur lengi átt í verulegum erfiðleikum og mætt miklu skilningsleysi þeirra stjórnvalda, sem hafa úrslitaáhrif um málefni skólans, og þá á ég sérstaklega við fjármálahliðina. Mikil óvissa ríkir líka um framtíð skólans, þar sem hann starfar eiginlega samkvæmt bráðabirgðalögum og kemur það mjög niður á ailri starfsemi hans. Hins vegar má alltaf deila um það hvaða að- ferðum skuli beitt til að bæta þetta ástand." „Oft hefur verið sagt að það væri búmannsháttur að barma sér, a.m.k. á meðan sæmilega gengur í búskapnum. Þegar ég leiði hugann að þeim aðgerðum, sem nemendur hafa beitt að undanförnu, til að vekja athygli á málefnum skólans, detta mér í hug orð ungs bónda, sem ég ræddi við fyrir stuttu og spurði ég hann hvernig búskapurinn gengi, hvort hann þyrfti ekkert að barma sér. Þessu svaraði hann á þá leið að nú væri ástandið svo slæmt, að hann hefði ekki efni á því að barma sér, þá fengi hann engin lán.“ „Að mínu mati getur það verið mjög tvíeggjað að auglýsa vesöld sína, þegar svona hart er í ári. En auðvitað verður eitt- hvað að gera til að vekja skiln- ing almennings og valdhafa á nauðsyn góðrar kennaramennt- unar.“ A.K. „Danska er ekki skyldu- grein í KHÍ” Rætt við Ásthildi Erlingsdóttur lektor í dönsku „í DANMÖRKU tekur kennaranámið fjögur ár.“ sagði Ásthildur Erlingsdóttir er blm. ræddi við hana um dönskunámið í Kennaraháskól- anum. Ásthildur hefur verið skipaður lektor við skólann frá því í maí 1973, en kenndi áður við gamla Kennaraskólann. „Danskan er ekki skyldugrein hér í skólanum, og er það óæski- legt, þar sem hún er skyldugrein frá fjórða bekk í grunnskóla. Ég segi óæskilegt vegna þess að reyndin er sú að bekkjar- kennara er oft gert að kenna dönsku í 4., 5. og 6. bekk án tillits til þess hvort hann hefur sérhæft sig í málinu eða ekki, en einmitt varðandi þessa aldurs- flokka ríður hvað mest á að kennarinn hafi gott vald á að tala dönsku, þar sem mikil áherslubreyting hefur orðið í dönskukennslunni á undanförn- um árum í grunnskóla. Nú er aðaláhersla í svonefndum fyrri áfanga námsins þ.e. 4., 5. og 6. bekk, lögð á að gera nemendur hæfa í að tala málið og skilja mælt mál, en áðúr var áherslan fremur á lestri og þýðingum." „Danskan er því einungis kennd hér sem valgrein og er hún eins og aðrar valgreinar sjötti hluti alls námsins. Kennslan hefst á vorönn fyrsta árs og dreifist á fimm annir. Sá tími sem ætlaður er dönskunni er mjög knappur, vegna þess að væntanlegir dönskukennarar þurfa mjög mikla þjálfun í málinu, einkum hvað snertir að tala málið, þar sem þeir hafa flestir lært málið áður við allt aðrar forsendur. Venjulega er tekið lokapróf í dönsku eftir eins til tveggja ára nám á fram- haldsskólastigi, þannig að liðin eru a.m.k. tvö og hálft ár frá því nemendur voru í dönskunámi, þangað til þeir koma í dönskuna hér. Þarna myndast því gat, sem j er dönskunni mjög í óhag og er I mikill vandi að koma fyrir því I dönskunámi, sem æskilegt er, á þessum stutta tíma. Ég vék að því hér áðan, að það gæti haft mjög óheppilegar afleiðingar að danskan er ekki skyldugrein hér, en ein meginástæðan fyrir því er einmitt hversu mikinn tíma nám í erlendu máli tekur og þar sem sá tími sem ætlaður er skyldugreinunum í náminu hérna þykir of naumur, gæti hlutur dönskunnar í kjarna að- eins orðið örstutt námskeið. Mín skoðun er sú að slík lausn komi alls ekki til greina, hún gæti meira að segja ef til vill leitt til þess að litið yrði svo á, að nýútskrifuðum kennurum væri þar með ekkert að vanbúnaði í dönskukennslu." „Einn stóran kost hefur það þó í för með sér að danskan er valgrein og hann er sá að ein- ungis þeir nemendur sem hafa ósvikinn áhuga á greininni velja hana.“ „Þyrfum að hafa hér málaver“ „Vissulega er það margt sem betur mætti fara hérna hvað dönskukennsluna snertir og mætti fyrst nefna að æskilegt væri að hafa hér málaver. Við höfum á undanförnum árum fengið aðstöðu í málaveri Nor- ræna hússins og hefur Peter Rasmussen lektor í dönsku við Háskóla íslands séð um kennsl- una þar. Þessu fylgja þó margir ókostir því oft hafa nemendur aðeins stundarfjórðung til að komast á milli og erfitt er að finna tíma í málaverinu, sem öllum hentar. Það sem þó bjarg- ar þessu við er að alla tíð hefur verið mjög góð samvinna milli þeirra aðila sem að þessu standa." „Að mínu mati myndi kennsla í málaveri nýtast mun betur ef það væri fyrir hendi hér í skólanum, þannig að nemendur gætu farið í málaverið eftir þörfum og þjálfað þau atriði, Sem þá fýsir hverju sinni.“ „Ennfremur höfum við lengi þráð að hafa hér sérkennslu- stofu, þar sem hægt væri að hafa allt á sama stað, svo sem námsgögn, bókakost og kennslu- tæki, en í erlendri tungumála- kennslu skiptir fjölbreytni í kennsluháttum mjög miklu máli.“ Námsdvöl í Danmörku „Það er þó mikill kostur að eftir þriðja misseri í dönskunni gefst nemendum tækifæri til að fara í þriggja vikna námsdvöl til Danmerkur. Á undanförnum árum hafa nemendur í dönsku við HÍ og KHÍ átt þess kost að sækja námskeið sem haldið er sérstaklega fyrir þá í Árósahá- skóla auk þess sem þeir fara í1 ýmsar kynnisferðir um Dan- mörku. Prófessor Chr. Wester- gárd-Nielsen við Árósaháskóla hefur frá upphafi haft allan veg og vanda af Danmerkurdvöl nemenda og hefur hann unnið mikið og ósérhlífið starf til þess að dvölin mætti verða nemend- um bæði fróðleg og skemmtileg. Árangurinn hefur heldur ekki leynt sér, svo ég tali nú ekki um hversu ánægðir nemendur hafa verið með þessar ferðir." „Mjög erfitt hefur verið að fá styrki til þessara ferða frá íslenska ríkinu, en Danir hafa greitt dvöl og námskostnað, auk þeirra kynnisferða, sem farnar eru á meðan á dvölinni stendur. Menntamálaráðuneyti hefur lagt nemendum nokkurt lið og hlaupið undir bagga varðandi hluta af ferðakostnaðinum til Danmerkur. En hafa verður í huga að nemendur fara varhluta af sumarvinnu þann tíma sem þeir eru utan.“ „Mér finnst afar mikilvægt að slíkar ferðir verði fastur þáttur í náminu og helst ætti að lengjaj dvalartímann, þar sem slík námsdvöl er dönskunni mjög mikils virði.“ „Danska er hvergi í heiminum kennd sem erlent tungumál á sama grundvelli og hér, en af þvi leiðir að úrval kennslugagna er takmarkað. Hér í skólanum verðum við nær eingöngu að styðjast við bókakost og náms- gögn ætluð móðurmálskennslu í Danmörku og það segir sig sjálft, að þau henta okkur ekki alltaf, þar sem ekki eru sömu áherslur í kennslu móðurmáls og í kennslu erlends tungumáls." „Kennaraháskólinn er fjöregg Þjóðarinnar" „Að mínu mati er alveg óskilj- anlegt það tómlæti, sem ríkir meðal almennings um máleni Kennaraháskólans. Kennarahá- skólinn er í rauninni fjöregg þjóðarinnar, vegna þess að því betur sem búið er að kennara- menntuninni, þeim mun meiri von er til að sá grundvöllur, sem lagður er í skóla í bernsku reynist æskunni gott veganesti, óháð hverju hún hyggst taka sér fyrir hendur að loknu skyldu- námi. Sérstaklega er þetta tóm- læti furðúlegt ef haft er í huga að stór hluti þjóðarinnar eru foreldrar, sem eiga börn í skóla. Einnig virðist sá misskilningur vera mjög ríkjandi að því yngri sem nemendur eru, þeim mun minni menntun þurfi kennarinn að hafa. Langmesta ábyrgðin hvílir á þeim kennurum sem kenna í fyrstu bekkjunum, því þeir leggja undirstöðuna undir síðara nám. Ef einhver mismun- ur ætti að vera á menntun kennara þyrfti fyrst og fremst að hafa vel menntaða kennara hjá yngstu börnunum, en hingað til hefur þessu alltaf verið öfugt farið, því miður." „Allri menntun landsmanna stafar hætta af því fjársvelti, sem skólinn hefur þurft að búa við frá upphafi, Það er vitað mál að ef illa er staðið að byrjenda- kennslu getur það haft varanleg áhrif á nemendur og dregið úr getu þeirra, en það er varla það sem við viljum. Það er því stórhættulegt að spara svona mikið við þennan skóla, því að það gerir öllu skólastarfinu mjög erfitt um vik, og kemur í raun, þegar öllu er á botninn hvolft, verst niður á nemendum í grunnskóla." „Þegar slík breyting á skóla- stigum á sér stað, eins og þegar gamla kennaraskólanum var breytt í skóla á háskólastigi er alveg eðlilegt að gera ráð fyrir vissum aðlögunartíma, til þess að hægt sé að fóta sig og mynda ákveðna stefnu. Hins vegar, eins og ég vék að hér áðan, hefur það verið mjög til trafala, hversu litlu fjármagni hefur verið veitt til skólans á undanförnum ár- um.“ A.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.