Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 VERifLD Póllandl doðann í austri... ÞAÐ gerði vitlaust veður í Pól- landi um áramótin; grimmdar- gaddur og hríð og vindhraðinn allt upp í 60 — 70 km á klst. í mestu byljunum. Um morguninn 2. janúar tilkynnti þulur í sjón- varpinu að öllum starfsmönnum í orkuverum væri skipað að mæta til vinnu tafarlaust. En undir- tektir reyndust daufar; það mættu sárafáir og í nærfellt viku var Varsjá að miklum hluta raf- magnslaus, hita- og vatnslaus, og sömuleiðis f jölmörg sveitaþorp og bæir. Tilskipunin í sjónvarpinu var ágætt dæmi um stjórnunaraðferð- ir og hugsunarhátt pólskra emb- ættismanna. Undirtektirnar voru sömuleiðis ágætt dæmi um áhuga og vinnugleði pólsks almennings. í vetrarbyrjun hafði verið lesin í útvarp stutt samantekt um vinnu- mál, sem eflaust hefur farið fram- hjá flestum. En þar sagði meðal annars: „A hverjum degi láta 8% vinnufærra manna hjá líða að mæta til vinnu... Það er talið, að ef óeðlilegar fjarvistir frá vinnu, skróp, minnkaði um helming, þótt ekki væri meira, jafngilti það fullri vinnu 100 þúsund manna, og er fljótséð að það munar um minna... .. .En skróp fer ekki minnk- andi, það færist þvert á móti í vöxt og tímatap eykst uggvæn- lega í iðnaði, í byggingastarfsemi og reyndar í flestum eða öllum atvinnugreinum...“. Eftirfar- andi skrítla er til dæmis um þetta, ein af ótalmörgum: Gestur er að svipast um í verksmiðju. Honum verður starsýnt á menn sem aka hjólbörum framhjá hon- um og spyr: — Af hverju eru þeir þrír að keyra hjólbörurnar? — Af því sá f jórði er veikur og sá fimmti í fríi... bað má segja að allt atvinnulíf og samgöngur í landinu hafi legið niðri í nærri viku eftir að ára- mótaveðrinu slotaði. í blöðum f Varsjá sagði að jafnaðarlega Karlinn i Tunqlinuj Geimskutlan fer kl. 3.35 stæðu 2000 strætisvagnar inni í skýlum þótt ekkert væri að veðri — einungis vegna hjólbarða- og varahlutaskorts. En nú væri ekki nema þriðjungur vagna í Varsjá á götunum. begar menn tíndust loks aftur til vinnu sinnar var þeim skipað að verki þegar í stað og lá nú mikið við. En fæstir voru settir til þess sem þeir voru vanir heldur voru verksmiðju- og skrifstofu- menn drifnir út á götur að moka snjó og höggva klaka. Er talið að hundrað þúsund manns hafi verið settir í snjómokstur og klaka- högg í Varsjá einni, og hafði þó ekki fallið nema fetsdjúpur snjór. Jafnframt var farið að reyna að koma lagi á orkumálin og byrjað á því að keyra út kol því að þjóðarbúskapurinn í Póllandi byggist að mestu á kolum enn sem komið er. En það gekk erfiðlega að koma járnbrauta- kerfinu f gang þótt mörg þúsund manns væru sett til þess að hreinsa járnbrautaspor og þíða og höggva klaka af vögnum. Nokkrum dögum eftir að veðrinu slotaði var frá því sagt í útvarp- inu, að lest hefði fennt í kaf og hún verið grafin upp eftir þrjá daga. Ekki var tekið fram að þetta hefði verið vöruflutninga- lest eða kolalest, enda undarlega seint við brugðið ef svo hefur verið. bað er þvi almennt talið að þetta hafi bara verið farþegalest... - DAVID A. ANDELMAN. bær fregnir berast frá tungl- inu að atvinnulíf hafi verið ein- dæma fjörugt þar undanfarið, landburðir af flugfiski og varla hafzt undan þótt allir verkfærir menn af staðnum séu að og 100 milljónir aðkomumanna að auki. Sömuleiðis mun atvinna hafa verið mikil og stöðug á Mars, þótt ekki sé f eins miklum mæli; þar eru nú sjö milljónir aðkomu- manna í vinnu og búizt við fleir- um þegar kemur fram undir vor og geimfiskirí glæðist... Þannig er að ekki alls fyrir löngu birtist í gagnmerku riti „Af sjónarhóli vatnsberans", sem út kemur í Bretlandi og snýst um fljúgandi diska og flytur utanjarð- artíðindi, frásögn af atvinnumál- um og uppbyggingunni á tunglinu og er eftirtektar- og umhugsunar- verð fyrir ýmissa hluta sakir. í upphafi er greint frá því hvernig frásögnin sé fengin. Maður er nefndur Andrew, skozkur og er um hálfþrítugt. Það var fyrir skömmu að hann var boðaður um miðnætti upp á hæðarbrún í Skotlandi einhvers staðar; það var geim- maður, Jay að nafni, sem boðaði hann og fundarstaðurinn og tím- inn valinn, að því er blaðið telur, „til þess að forðast óheppilegar bylgjur af hugsunum jarðarbúa". Nema Andrew kemur til fundar- ins, og er geimmaður þar fyrir. „Hann leit á mig“, sagði Andrew, „og benti svo upp í loftið. „Þarna, á tunglinu", sagði hann. Ég kveikti mér í sígarettu, leit upp í loftið og spurði hvað væri að sjá á tunglinu. „Það eru Rússar og Bandaríkja- menn þar,“ sagði hann; „þeir eru að bíða eftir aldamótunum.““ Andrew kveður þá hugsun hafa hvarflað að sér rétt sem snöggvast að maðurinn, Jay þessi, væri ekki alveg með réttu ráði. Andrew er sem sé enginn kjáni. Hann lét þó Sjónvarpl 13 milljonir Þjóóverja sáu myndina um þjoðarmorðið Sjónvarpsmyndaflokkurinn Holocaust, Gjöreyðingin, sem fjallar um þjóðarmorð nasista á Gyðingum í síðari heimsstyrjöld- inni, hefur verið sýndur í Vest- ur-Þýzkalandi undanfarið og vakið gífurlega athygli og margvísleg viðbrögð eins og vænta mátti. • Myndaflokkurinn var sýndur á þriðju rás svonefndri. Dagskráin á þeirri rás nýtur yfirleitt einna minnstra vinsælda. En nú brá svo við, að áhorfendafjöldinn marg- faldaðist og er talið að 13 milljónir manna hafi horft á fyrstu þrjá þættina. Sjónvarpið lét kanna viðbrögð áhorfenda við þáttunum og kom á daginn að fæstir vildu hafa misst af þeim; mönnum þótti yfirleitt mikið til um. Að öðru leyti voru viðbrögð margvísleg: t.a.m. tóku margir það sérstaklega fram, að þeir hefðu ekki haft hugmynd um ýmsa þá atburði sem frá segir í þáttunum, þeir hefðu yfirleitt alls ekki vitað af því að verið var að myrða Gyðinga milljónum saman á stríðsárunum. Aðrir töldu hins vegar nóg komið, og meira þó, af lýsingum á Gyðingamorðum nas- ista og einn sagði að sjónvarpið væri að „velta mönnum upp úr viðbjóði." Þá lýstu einhverjir yfir því að nasistar hefðu betur drepið Gyðinga alla, það hefði leyst ómældan vanda. Þeir síðast töldu voru þó örfáir sem betur fer. Foreldrar kvörtuðu nokkuð um það, að þættirnir væru of seint á dagskrá (þeir hefjast kl. 9 á kvöldin). Ekki væri hægt að börn sætu uppi og horfðu á sjónvarp svo lengi frameftir en það væri aftur á móti slæmt vegna þess að fjöl- skyldur þyrftu helzt að horfa á þættina saman og ræða þá eftir á. Þess má og geta að allmargir Austur-Þjóðverjar hringdu í sjón- varpið og kvörtuðu um það, að það sæist illa fyrir austan landamær- in. Margir þeirra spurðu líka hvernig stæði á því að austur-þýzka sjónvarpið hefði ekki tekið þættina til sýninga. Flestir Vestur-Þjóðverjar sem ég hef hitt að máli eru þeirrar skoðunar að myndaflokkurinn sannfærast þegar Jay sagði honum að geimmenn kölluðu til jarðar á geimbátabylgjunni kl. 2.30 á hverri nóttu og geimskutla legði upp frá skotstöð í Evergladefenj- unum í Flórída kl. 3.35 um nóttina hinn áttunda hvers mánaðar, hlað- in fólki. Síðar þá um nóttina er Andrew svo vakinn þannig að steini er kastað upp í svefnherbergisglugg- ann hans og er þar enn kominn Jay, í þetta sinn með þær fregnir að 12 manns hafi látið lífið í einhverju slysi og „stjórnendurn- ir“ heimti aðra í þeirra stað. Nokkru síðar hittast þeir Jay og Andrew í þriðja sinn. Er nú Jay kominn í bissniss og vill selja Andrew segulbandsupptöku af samtölum milli tungls og jarðar fyrir lítið, skitin 15 pund, — en þá hittist svo illa á að Andrew er blankur... Það Það er eins og þeim á blaðinu hafi dottið í hug að einhverjum kynni að finnast þetta ósennilegt og þeir skjóta því inn í að vitanlega hafi Jay ekki verið að sækjast eftir peninguih; „15 pund“ séu greinilega tilvísun í táknmál dulvísinda. Þess er ekki getið hvað þau muni eiga að tákna. En Andrew segir svo frá að Jay heimsótti hann í fjórða sinn þá er hann var einn heima, og sagði honum í óspurðum fréttum að 100 milljónir jarðarbúa væru komnar til tunglsins og sjö milljónir til Marz. Blaðið skýtur því hér inn í, að svo fremi sem þessar tölur eigi að skilja bókstaflega (þær gætu verið tilvísun í táknmál dulvís- inda) hafi fólksflutningar þessir sennilega farið þannig fram að menn hafi verið stífaðir einhvern veginn og þeim síðan staflað á hillur í geimskutlunum. Þeir muni svo eiga að vinna í 15 ár á tunglinu og eigi um ekkert að velja, það sé búið að svipta þá frjálsum vilja og auk þess kæmust þeir ekki langt þótt þeir vildu. Nú kann einhver að spyrja, því alltaf eru einhverjir sem hengja sig í smáatriði, til hvers sé verið að ferja allt þetta fólk til tunglsins. Það ætti hver maður að geta sagt sér sjálfur. Þannig er, að leiðtog- um risaveldanna er ljóst og hefur lengi verið, að eftir svo sem þrjár kynslóðir verða allir jarðarbúar dauðir úr geislavirkni. Og þeir eru að búa í haginn fyrir „útvalda" á öðrum hnöttum: byggja yfir þá, brjóta land til ræktunar o.s.frv. Þegar allt er tilbúið munu útvaldir kveðja og halda frá borði en afgangurinn af liðinu verður eftir og deyr kallinum í tunglinu. Ég fyrir mitt leyti hef alla tíð verið efahyggjumaður þótt skömm séfrá að segja (maður á ekki að tortryggja allt og alla, enda hef ég alltaf haft sektarkennd af þessu), og ég gerðist svo frakkur að spyrja Red Dutta, ritstjóra „Af sjónar- hóli vatnsberans", hvernig það mætti vera að 107 milljónir manna hefðu tapazt undanfarið en enginn tekið eftir því. Skýringin reyndist svo nærtæk að ég dauðskammaðist mín. Þetta fólk er mestan part fengið úr austurlöndum og Afríku, vanþróuðum löndum þar sem allt bókhald er gloppótt víðast hvar. En tæknimenntaðir eru aðallega komnir frá Bretlandi; þar hverfa 5000 manns á ári hvort eð er ... - MICHAEL PARKIN. F^ttamynd frá ’45 sýnir smáhorn af Belsen-búðunum. Misþyrmingar, gasklefar og sultur sáu fyrir milljónum f fangabúðum nasistanna. muni verða til mikils góðs, bæði sé mikil upplýsing að honum og svo muni hann valda víðtækum um- ræðum og hefur þetta reyndar þegar ásannazt. Gjöreyðingin er leikinn fram- haldsmyndaflokkur. Gagnrýnend- ur voru margir hverjir fyrir fram á móti myndaflokknum vegna formsins, töldu það of léttvægt fyrir jafnalvarlegt efni og þarna ræðir um. En þeir reyndust hafa á röngu að standa; efnið og boðskap- urinn kemst einmitt sérlega vel til skila fyrir sakir formsins en hefði áreiðanlega farið framhjá mörg- um í hátíðlegri búningi. Það er slíkur raunveruleikablær á mörg- um atriðum að erfitt er að ímynda sér að hægt hefði verið að færa mönnum betur heim sanninn um atburðina með öðru móti. Ég hitti til dæmis að nefna stjórnmála- fræðing, vellesinn í þýzkri nútíma- sögu og fróðan um Gyðingaofsókn- ir, sem tók undir þessa skoðun mína. Margir áhorfendur hringdu til þess að spyrjast fyrir um einstaka atburði er sýndir voru í þáttunum, einkum það hvort þeir væru sann- sögulegir;- margir spurðu t.d. um það er Gyðingasöfnuður er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.