Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 19 Sprengingin mikla í Síberín 1908 Einhver mesta ráðgáta vís- indanna er gífurleg sprenging sem varð í óbyggðum Síberíu 1908. Tékkneskur vísindamaður hefur nú lagt fram nýja tilgátu um þessa sprengingu, sem er hin meeta er vitað er til að hafi orðið hér í heimi. Sprengingin varð í andrúms- loftinu nokkuð yfir mjög af- skekktu landsvæði í Síberíu hinn 30. júní 1908 og hún var svo öflug að tré tókust upp með rótum eða brotnuðu í allt að 50 km fjarlægð frá staðnum, hest- ar fuku um koll í allt að 500 km fjarlægð og íbúar verzlunar- stöðvar í um 75 km fjarlægð urðu fyrir slíku höggi af völdum loftþrýstings, að þeir rotuðust og hlutu húðbruna. Það hefur jafnan staðið rann- sóknum á þessu fyrirbæri fyrir þrifum að enginn vísindamaður komst á staðinn fyrr en 19 árum eftir að sprengingin átti sér stað og á þetta vafalaust sinn þátt- inn í því að ekkert fyrirbæri sögunnar hefur orðið raunvís- indamönnum jafnmikið tilefni heilabrota. Enginn hörgull hef- ur heldur verið á fræðilegum kenningum eða tilgátum um ástæður sprengingarinnar og hafa þær m.a. fjallað um að þarna hafi átt sér stað kjarn- orkusprenging af náttúrulegum toga, að þarna hafi sprungið geimfar frá fjarlægum hnetti og að sprenginguna megi rekja til hluta af halastjörnu, sem þarna hafi fallið til jarðar. Það er þessi síðastnefnda til- gáta sem nú hefur fengið styrk- ari stoðir með tilgátu L. Kresák frá slóvensku vísindaakademí- unni í Bratislava í Tékkóslóvak- íu, þótt fremur hljótt hafi verið um hana þar til nú. Hann hefur látið sér detta í hug, að spreng- ingin hafi átt sér stað þegar stóreflis úrhelli eins konar „hnullunga" frá halastjörnunni Encke kom inn í andrúmsloftið og sprungu þar. Dr. Kresák byggði þessa til- gátu sína meðal annars á því að sprengingin hinn 30. júní varð einmitt þegar árlegt loftsteina- regn var í hámarki. Slíkt regn „skotstjarna", eins og þessi fyr- irbæri eru stundum nefnd, á sér stað þegar jörðin fer í gegnum leifar eftir halastjörnu sem hefur að hluta til rifnað sundur vegna þess hversu braut hennar liggur nærri sólu, sem dregur til sín hluta úr stjörnunni í hvert sinn sem hún fer næst sólu. Halastjörnur eru í sjálfu sér ákaflega efnislitlar en stærðin hins vegar gífurleg auk þess sem vetnishjúpur umlykur þær og nær milljónir km út í geiminn. Þarna er mest megnis um að ræða gas og ryk, sem losnað hefur úr kjarna halastjörnunn- ar vegna sólarhitans. Kjarninn sjálfur er hins vegar varla meira en 10 km í þvermál og að líkindum lauslegt samsafn af ýmsum ístegundum, t.d. frosnu vatni, ammóníaki, methani, koldíoxíði og loftsteinum. Loftsteinaregn það sem er í hámarki 30. júní á upptök sín í nautinu og er álitið að þarna séu léifar Enecke, eins og áður segir, en það er sú halastjarna sem sækir okkar hluta himingeims- ins oftast heim og fer umhverfis sólu á 3,3 árum. Dr. Kresák telur, að hinir loftkenndari hlutar halastjörn- unnar, sem valda því að hún og hali hennar glóa, gufi upp jafnt og þétt vegna sólarhitans þar til einungis „hnullungarnir" standa eftir. Rekur dr. Kresák mikinn meirihluta geimhluta sem eru ekki stærri en metri til 100 metrar í þvermál til þess. Samkvæmt kenningum hans mundu hlutir af þessu tagi hitna svo á leið sinni gegnum andrúmsloftið að þeir springa í tætlur með hrikalegum hætti. Þegar aftur á móti stórir loft- steinar skella á jörðunni verður sprenging, sem er nægilega öfl- ug til að mynda gígi, en hins vegar myndaðist enginn gígur í sprengingunni í Síberíu og þá sennilega vegna þess að „hnull- ungurinn" var ekki nógu stór eða nógu efnismikill til að valda slíku. Vísindamenn hafa hin síðari árin veitt því athygli að spreng- ingunni 1908 svipar mjög til öflugrar kjarnorkusprengingar. I nýlegri grein í brezka vísinda- ritinu Nature er t.d. greint frá því að þarna á svæðinu hafi fundizt merki um minniháttar geislavirkni. Einnig hefur verið upplýst, að trén á „svæði núll“, þ.e.a.s. á svæðinu beint undir þar sem sprengingin varð, sprungu ekki í tætlur heldur stóðu á eftir án börks og greina líkust síma- staurum og samsvarandi áhrif á trjágróður urðu af völdum Hírósímasprengjunnar. Árið 1959 komust vísinda- menn Brezku kjarnorkunefnd- arinnar að þeirri niðurstöðu að ummerkjum sprengingarinnar mm svipaði mjög til þess sem bæri að líta eftir kjarnorkuspreng- ingu og hreyfðu því sem mögu- leika að þarna hefði í reynd orðið kjarnorkusprenging af náttúrulegum toga, hún hefði stafað af gífurlegri samþjöppun efnis sem kom með feiknalegum hraða inn í andrúmsloftið. Vitað er um kjarnkeðjuverkanir í náttúrunni áður en engin merki er um að þau hafi áður valdið sprengingu. Ýmsir vísindamenn og sér- fræðingar hafa dregið framan- greind kenningu í efa, þar sem þeim þykir erfitt að kyngja því að loftsteinn hafi nægilegt efn: — aðallega þau tvö form þung- vetnis sem leysa úr viðjum vetnissprenginguna — til að valda sprengingu með þessum hætti. Virtasta visindarit Sovétríkj- anna birti hins vegar 1967 nið- urstöður athugana Aleksei V. Zolotov frá eðlis- og verkfræði- stofnun Sovézku vísindaaka- demíunnar, sem einmitt hafði tekið þátt í leiðangri á staðinn og greindi hann þar frá því að ummerki eftir sprenginguna væru hliðstæð því og menn ættu að venjast eftir vetnissprengju. Hugmyndinni um kjarnorku- sprengingu var hreyft árið 1975 af prófessor Ari Ben-Menaheim frá Weizmannstofnuninni í ísrael en með nokkuð öðrum hætti. Hann kannaði gögn um skjálfta alls staðar að úr heim- inum bæði í loftinu og í jörðu og komst að raun um að öll jörðin hefði skolfið af völdum spreng- ingarinnar, enda þótt hún ætti sér stað töluvert fyrir ofan yfirborð jarðar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að sprengingin ætti sennilega rætur að rekja til kjarnorkueldflaugar utan úr geimnum og hefði hún verið að styrkleika um 10—15 megatonn eða sem samsvarar 10—15 milljónum tonna af TNf. I sumar sem leið fékk svo sú kenning að þarna hefði farizt kjarnorkuknúið geimskip byr undir báða vængi í sovézkum fjölmiðlum. Þrátt fyrir öll þessi rök um að þarna hafi átt sér stað kjarn- orkusprenging af einhverju tagi, þykir þó flestum vísindamönn- um sú tilgáta nokkuð langsótt og hallast þeir fremur að kenn- ingunni um að þetta fyrirbæri megi rekja til hraps leifa úr halastjörnu inn í andrúmsloft jarðar. Aðrir eru ekki eins trúaðir á þetta svo sem Nóbelsverðlauna- hafinn dr. William Lybby sem hefur hafnað þessari kenningu á þeirri forsendu að ekki séu neinar heimildir um að sést hafi til halastjörnu sem nálgaðist jörðu á þessum tíma. Dr. Lybby og samstarfsmenn hans komu aftur á móti fram með þá skýringu, að fyrirbærið mætti rekja til hraps „andsteins" eða loftsteins úr andefni en það leiðir til hinna hrikalegustu hamfara ef efni og andefni mætast. Hver atómögn á sér tvíbura, sem er að öllu leyti eins og nema hvað hún er öndverð í sama skilningi og tveir and- stæðir rafpólar. Þegar ögn af andefni kemst í kast við efni, tortíma þau hvort öðru og í þeirri sprengingu sem þannig verur myndast gamma- geislar. Þar sem heimurinn' byggist á efni, þá myndi loft- steinn frá þeim hluta alheims- ins þar sem andefnið ríkir um- turnast um leið og hann kæmi inn í andrúmsloftið. Umrót af þessu tagi myndar einnig verulegt magn af geísla- virku kolefni og slíkt kolefni frá sprengingunni 1908 hefði átt að skilja eftir sig ummerki í ár- hringjum trjánna á svæðinu stuttu eftir sprenginguna. Dr. Lybby og samstarfsmenn fundu reyndar lítilsháttar af kolefni í hringjum tveggja trjáa frá 1909 en komust að þeirri niðurstöðu að magnið væri ekki nægilegt til að andefniskenningin fengi staðist. Dr. Robert V. Gentry sérfræð- ingur hjá rannsóknastöð í Tennessee er hins vegar á ann- arri skoðun og telur kolefnis- magnið nægilegt til að hlutur- inn hefði getað verið andefni en aðrir hafa með útreikningum sýnt fram á, að sprenging í andrúmsloftinu líkt og átti sér stað 1908 hefði að öllum líkind- um skilið eftir sig kolefni með þessum hætti enda þótt ekki hefði verið um kjarnorku- sprengingu að ræða. Enn ein tilgátan sá dagsins ljós hjá tveimur vísindamönn- um hjá Afstæðiskenningar- stofnuninni við Texasháskólann en þeir hafa sett fram þá kenn- ingu að þessar hamfarið í Síber- íu hafi orðið fyrir tilverknað orsmás svarthols, sem er nánast fræðilegt fyrirbæri en er með svo gífurlega samþjöppun massa að aðdráttarafl þess er slíkt að það hleypir ekki frá sér minnsta ljósbroti. Slíkt fyrir- bæri hefði farið gegnum jörðina samkvæmt þeim skýringum sem uppi eru. Þessi tilgáta vakti mikla athygli í fjölmiðlum og meðal fræðimanna og varð til þess að almennur áhugi vaknaði á svartholunum, sem enn eru aðeins vísindalegt hugtak, þótt nú séu uppi grunsemdir um hvar fyrsta raunverulega svartholið sé að finna í himingeimnum. Hins vegar verður ekki sagt að þessi tilgáta eigi að sama skapi miklu fylgi að fagna meðal vísindamanna. Þótt halastjörnukenningin sé ennþá sú sem sennilegust þykir til að skýra fyrirbærið í Síberíu, þá er ósennilegt að leyndardóm- urinn um það hvað þarna hafi verið á ferð skýrist nokkru sinni svo að öllum líki. Það væri þá ekki nema hliðstæður atburður endurtæki sig. Þá kann gátan endanlega að ráðast, en afleið- ingarnar geta orðið hroðalegar, sérstaklega ef sprengingin ætti sér stað yfir þéttbýlla svæði en þarna var árið 1908 og ylli þeim misskilningi að kjarnorkustríð væri hafið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.