Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 ísafoldarútgerðin eignast nýtt skip Geysir heldur til makrflveiða í byriun næstu viku í BYRJUN næstu viku byrjar nýtt skip makrílveiðar írá Hirts- hals í Danmörku. Skip þetta heitir Geysir og eigendur þess eru þeir sömu og gera út ísafoldina, en það eru að jöfnu íslenzkir og danskir aðilar. Skipstjóri á Geysi verður Arni Gíslason, sem verið hefur með ísafoldina. Geysir er byggður í Álaborg, en hönnun skipsins er norsk. Það er bæði aetlað til nóta- og togveiða, en fyrst í stað er líklegt að skipið verði á makríl og síðan síldveiðum. Skipið er búið öllum fullkomnustu tækjum og aðbúnaður áhafnar þykir mjög góður. Sérstaka athygli hefur vakið hversu vel tókst til með að sameina byggingu skipsins fyrir hinar ólíku veiðar. Geysir er sömu lengdar og Grindvíkingur og Bjarni Olafsson, en meiri um sig. Sömu hönnuðir teiknuðu Geysi og ísafoldina, sem var smíðuð í Flekkefjord. Skipið var afhent fyrir viku, en nú er verið að útbúa það til makrílveiða. Það átti í gær að halda frá Álaborg til heimahafnar í Hirts- hals. Stjórn Dýraverndunarfélags Hafn- firðinga um framkomu formanns SDÍ: Hæpnar fullyrðing ar og gífuryrði í FRÉTT sem Morgunhlaðinu barst í gær lýsir stjórn Dýraverndunarfé- lags Hafnfirðinga furðu sinni yfir framkomu og yfirlýsingum for- manns Samhands Dýraverndunar- félaga íslands um háhyrningana ■ Sædýrasafninu. Segir í fréttinni að framkoma formannsins hafi ein- kennst af hæpnum fullyrðingum og gífuryrðum, sem algerlega séu ósamboðin samtökum eins og SDÍ. Samkvæmt lögum og öllum starfs- venjum SDÍ fari hvert aðildarfélag með dýraverndunarmál á sínu fé- lagssvæði. Stjórn SDÍ hafi þó ekki haft neitt samráð við Dýraverndun- arfélag Hafnfirðinga um þessi mál og málflutningurinn sé því með öllu óviðkomandi DH. Ennfremur segir í fréttinni að stjórn DH hafi skoðað aðstæður allar í Sædýrasafninu og haf: átt viðræður við brezkan dýralækni, sem sé ráðgefandi læknir við nokkra dýragarða í heimalandi sínu. Hann hafi sagt að vel væri hugsað um dýrin og aSbúnaður væri góður. Fréttatilkynningin er tilkomin vegna þess að DH „lætur sig miklu skipta alla dýravernd, bæði á félags- svæði sínu og annars staðar, en leggur ríka áherzlu á skynsamleg og heiðarleg vinnubrögð og að sannleik- urinn sé í heiðri hafður í hverju máli,“ segir í fréttatilkynningunni. Þá segir stjórn DH að flestar fréttir af háhyrningunum hafi verið æsifréttakenndar og ekki í samræmi við staðreyndir og ekki hafi verið haft samband við Dýraverndunarfé- lag Hafnfirðinga vegna þessara mála. -------»-.»■» Steingrímur fer ekki í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær segir að Steingrímur Hermanns- son dómsmálaráðherra muni sitja þing Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi í vikunni. Steingrímur hafði samband við Mbl. í gær og sagði að þessi frétt væri ekki rétt. Hann hefði aldrei ætlað á Norðurlanda- ráðsþingið og á því hefði engin breyting orðið síðustu daga. Er þetta hér með leiðrétt. Leiðrétting Á LEIÐARA blaðsins í gær birtist röng fyrirsögn. Rétta fyrirsögnin átti að vera: „Viðræður við Rússa um olíukaup". Röng dagsetning Nemendamót Verslunarskólans var í gær, en verður ekki í dag eins og stóð í frétt. 1. vélstjóri Óskum eftir aö ráöa 1. vélstjóra á Dagfara ÞH-70. Upplýsingar í símum 41434 eöa 92-7448. Framleidslueftirlit sjávarafurda tók þátt í samningu reglugerðar segir dr. Sigurður Pé „FRAMLEIÐSLUEFTIRLITI sjávarafurða var vel kunnugt um gerð rcglugerðar um framleiðslu, eftirlit og útflutning á lagmeti og tók þátt í samningu hennar. Sjálfur átti ég fund með full- trúum þess,“ sagði dr. Sigurður Pétursson gerlafræðingur í sam- tali við Mbl. í gær, en' samtali sem birtist í Mbl. á föstudag, sagði Jóhann Guðmundsson for- stjóri framleiðslueftirlitsins að hvorki sjávarútvegsráðuneytinu né framleiðslueftirlitinu hefði verið tilkynnt um reglugerðina. „Um samganginn milii iðnaðar- ráðuneytisins og sjávarútvegs- málaráðuneytisins á þessum tima get ég þó ekkert fuilyrt," sagði Sigurður. Dr. Sigurður samdi reglugerðina ásamt Jóhannesi Guðfinnssyni lögfræðingi iðnaðarráðuneytisins, en Sigurður var deildarstjóri gerladeildar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. í bréfi til iðnaðar- ráðuneytisins, dagsettu 28. maí 1976, sögðu þeir Jóhannes og Sigurður: „Tillögu að reglugerðinni höfð- um við tilbúna í júní 1975 og var rsson gerlafræðingur hún þá af ráðuneytinu send Sölu- stofnun lagmetis og Framleiðslu- eftirliti sjávarafurða til umsagn- ar, en Sölustofnunin dreifði henni síðan til meðlima þeirra samtaka. Meðundirritaður, Sigurður Pét- ursson, mætti á fundum hjá báð- um þessum stofnunum þar sem farið var ítarlega yfir reglugerð- ina. Á fundinum hjá Sölustofnun- inni mættu auk hans Gylfi Þór Magnússon annar framkvæmda- stjóri þeirrar stofnunar, og Kristj- án Jónsson framkvæmdastjóri eig- in lagmetisverksmiðju á Akureyri. Á fundinum hjá Framleiðslueftir- liti sjávarafurða mættu Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri þeirrar stofnunar, og Guðlaugur Hannesson, gerlafræðingur. Auk þessa var þeim Birni Dagbjarts- syni, forstjóra Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins, og Jóni Ög- mundssyni, efnaverkfræðingi, gef- inn kostur á að gera sínar athuga- semdir við reglugerðina og tillögur til lagfæringar. Allar framkomnar breytingatil- lögur tókum við undirritaðir nú til athugunar og skiluðum reglugerð- inni þannig breyttri aftur til Sölustofnunar lagmetis í janúar s.l. Var þar enn haldinn fundur með þeim Gylfa Þór Magnússyni og Kristjáni Jónssyni, en að hon- um loknum sendi Sölustofnunin síðan reglugerðina til ráðuneytis- ins samþykkta til staðfestingar. Er það um leið hin endanlega gerð reglugerðarinnar frá okkar hendi, og höfum við staðfest það á fundi með iðnaðarráðherra þ. 20. maí s.l.“ Sjálfstæðisflokkur: Miðstjórnar- og þingflokks- fundi lauk í gær MIÐSTJÓRNAR- og þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins sem hófst síðdegis á föstudag lauk í gær. Á fundinum var einkum fjallað um efnahagsmál, og til- lögur Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum. Á fundinum var einnig ákveð- ið að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins skyldi haldinn dagana 3.-6. maí næstkomandi. r V / Kaupmenn — verslunarstjórar! / , AVEXTIRIÞESSARIVIKU Til afgreiðslu úr ávaxtageymslum okkar: Bananar Epli rauð Vínber blá Appelsínur Epli græn Perur Sítrónur Vínber græn Klementínur Grape-aldin ÁVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjánsson hf. Sundagörðum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.