Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 27 Guðbjartur Þorgils- son — Minningarorð Á morgun fer fram frá Fossvogskirkju útför Guðbjarts Þorgilssonar, starfsmanns olíu- félagsins Shell. Hann lézt á Land- spítalanum aðfararnótt laugard. 10. þ.m. hátt á 63ja aldursári eftir nokkra vanheilsu síðustu árin. Guðbjartur heitinn var fæddur að Mýrarhúsum á Hvalnesi í Mið- neshreppi 11. maí 1916, sonur hjónanna Unnar Sigurðardóttur og Þorgils Árnasonar sjómanns, sem bæði voru Rangæingar að ætt. Þau eignuðust 12 börn, og var Guðbjartur hinn 8. í aldursröðinni. Fimm þeirra systkina eru nú látin. Þegar Guðbjartur var sex ára að aldri, fluttist fjölskyldan til Sand- gerðis og byggði þar íbúðarhúsið „Þórshamar" af miklum dugnaði og myndarskap, en litlum efnum. Var það þá annað húsið í þorpinu, sem byggt var úr timbri, og vakti því athygli, en föður barnanna naut ekki lengi við, því hann lézt fáum árum síðar, þegar Guðbjart- ur var aðeins 11 ára gamall. Féll þá í hlut ekkjunnar og barna hennar að halda hópinn án nokkurrar opinberrar fjárhags- aðstoðar. Gekk það vonum framar, því allt var þetta duglegt og harðskeytt fólk. Eins og tíðast var um unga pilta í sjávarþorpum landsins á þessum árum, hóf Guðbjartur sjóróðra næstum barn að aldri. Hugðist hann leggja sjómennskuna fyrir sig, og þá einkum vélgæzlu, sem hann snemma aflaði sér þekkingar á, og tók ungur vélstjórapróf hið minna. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum, og mun viðloðandi sjóveiki hafa átt drýgstan þáttinn í að horfið var að öðrum störfum. Tók Guðbjartur brátt bílstjóra- próf og tók að aka vörubifreiðum milli Reykjavíkur og Sandgerðis á vegum útgerðarfélagsins Miðnes. Hélt hann þeim starfa áfram í allmörg ár. Um þetta leyti kynntist Guðbjartur fyrri konu sinni, Magneu Þóreyju Kristmarsdóttir Þorkelssonar íshúseiganda ög út- gerðarmanns frá Vestmanna- eyjum. Þeim varð tveggja dætra auðið: Ágústu Óskar, sem gift er Hilmari Þorbjörnssyni lögreglu- varðstjóra, eiga þau tvö börn — og Unnar, skrifstofudömu hjá Flug- félagi íslands. Þau hjón bjuggu fyrstu búskaparár sín í Sandgerði, og áttu heima í Þórshamri, sem Guðbjartur hafði þá keypt af sínu fólki, en fluttust svo til Reykjavík- ur árið 1940. Fyrstu árin hér stundaði Guðbjartur ýmsa algenga vinnu — aðallega þó akstur — en réðst svo sem bifreiðastjóri til Shell lýðveldisstofnunarárið; miðsum- ars 1944. Stóð til, að hann yrði aðeins stuttan tíma í vistinni, en það átti eftir að sýna sig, að ekki var þá tjaldað til einnar nætur, því starfsárin hjá félaginu urðu nálega 35 að tölu. Talar það út af fyrir sig sínu máli um manninn, og þarf ekki útskýringar. Lengi ók Guðbjartur benzínbílum Shell til afgreiðslustöðva þess víðsvegar um landið. Síðar annaðist hann um margra ára skeið flugvéla- benzínafgreiðslu félagsins á Reykjavíkurflugvelli, unz heilsu- leysi fór að gera vart við sig hjá þessum annars hrausta manni, en þá voru honum látin í té léttari störf við verzlun og fjárvörzlu einnar benzínstöðvar Shell hér í Reykjavík. Öllum störfum sínum sinnti Guðbjartur af stökustu alúð, dugnaði og trúmennsku. Einstök samvizkusemi og áreiðanlegheit voru honum í blóð borin, og mátti hann ekki í neinu vamm sitt vita. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Einhver hefur sagt, að þessir fyrirferðarmiklu stúdentar séu stjórnleysingjar. Svo virðist sem þeir séu að reyna að sundra núverandi þjóðfélagskerfi. Teljið þér, að þeir séu stjórnleysingjar? Mér finnst vera hættulegt að skera alla niður við sama trog. Það væri ósanngjarnt að halda því fram, að allir stúdentar, sem vilja breytingar á menntakerfinu, séu stjórnleysingjar. En ég held, að ég geti lýst þeim, sem eru stjórnleysingjar. I fyrsta lagi beitir stjórnleysinginn ofbeldi. Ef litið er á sögu þjóðar okkar, sjáum við, að við teljum, að við eigum að lifa í friði og við getum verið ósammála, án þess að beitt skuli ofbeldi. Byltingarmaðurinn viðhef- ur ofbffldi til að ná marki sínu. Hann mælir með því og iðkar það. I annan stað trúir stjórnleysinginn sjaldan á Guð, því að Guð er Guð skipulags, og í stjórnleysi er ekkert skipulag. Stjórnleysinginn setur sér sjálfur reglur. Hann þekkir ekki gullnu regluna, heldur ræður vilji hans gegn öllum öðrum. I þriðja lagi hefur stjórnleysinginn venjulega snúið baki við siðgæði. Hann rís ekki aðeins á móti þjóðfélaginu. Hann vinnur gegn flestum viðteknum siðgæðisvenjum. Ég er ekki þeirrar skoðunar, að allir stúdentar, sem láta hrífast með í róttækar aðgerðir stúdenta, séu stjórnleysingjar. Alls staðar eru „góðir krakkar", sem vilja vera þar, sem eitthvað spennandi er að gerast, líka meðal stúdentanna. En að því kemur, fyrr eða síðar, að þeir heltast úr lestinni — og láta þá, sem eru haldnir óseðjandi eyðileggingarþörf, um að koma á glundroða. Ekki stóð hann alltaf með klukku í hönd til að passa upp á sekúndurn- ar sér í hag. Mun hafa verið miklu algengara, að Guðbjartur væri kominn allt að heilli klukkustund fyrr á vettvang og til starfa en að hann mætti mínútu of seint. Myndu vinnusiðferði og afköst á hærra stigu í landi okkar nú, ef fleiri fyrirfyndust af gerð og gæðaflokki hans. Guðbjartur missti fyrri konu sína árið 1955. Lézt hún á Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn eftir stutta sjúkdómslegu. Árið 1957 — 18. maí — kvæntist Guðbjartur síðari konu sinni, Unni Þorsteinsdóttur Einarssonar húsameistara frá Merkigarði á Stokkseyri. Hún var þá ekkja eftir Jón Bergsveinsson iðnaðarmann, ættaðan úr Breiðafjarðareyjum; að nokkru alinn upp hjá þeim fræga og gagnmerka garpi Snæbirni í Hergilsey. Þau höfðu átt tvö börn: Þorsteinn flugmann og Hildi. Unnur er hin glæsi- legasta kona, myndarleg og músí- kölsk, og mikil húsmóðir. Kom einkum í hennar hlut að umgang- ast börn þeirra beggja frá fyrra hjónabandi, en geta má nærri, að þar hefur oft orðið að sigla jafnvel stundum krappan sjó milli skers og báru í sambúðinni við ærslafull börn tveggja ólíkra fjölskyldna á viðkvæmum aldri. En allt tókst þetta vel, og lét Guðbjartur ekki sinn hlut eftir liggja. Reyndist hann börnum Unnar sem bezti faðir, einkum Hildi, og síðar henn- ar börnum, er litu á hann sem ósvikinn afa. Er mér óhætt að fullyrða, að þau voru honum ekki síður kær en hans eigin barna- börn. Er mér persónulega kunnugt um þetta, þar eð Gunnlaugur sonur okkar hjóna er kvæntur Hildi, sem nú á á bak að sjá góðum og umhyggjusömum stjúpföður, er í hvívetna sýndi fjölskyldunni samstöðu og ræktarsemi svo sem bezt varð á kosið. Voru þeir Gunnlaugur mjög samrýndir og undu sér vel hvor í annars návist. Hvar sem heimili þeirra Unnar og Guðbjarts hefir verið, hefir þeim alltaf tekizt að gefa því sérstakan þokka, enda bæði list- ræn, og hann hreinn völundur í höndunum. Þá ferðuðust þau mikið saman, bæði innan lands og utan, og höfðu mikla ánægju af. Fyrir rúmum tveim árum fóru þau hjón saman á bókbandsnámskeið, og varð það þeim báðum upphaf að skapandi og skemmtilegri tóm- stundaiðju, einkum þó honum, sem á örstuttum tíma sýndi sig að vera hreinn snillingur í iðninni, og það svo, að kennari Guðbjarts hvatti hann til að afla sér atvinnurétt- inda í henni og jafnvel leggja hana fyrir sig. Var hann búinn að koma sér upp öllum helztu tækjum til bókbands, og hafði prýðisgóða aðstöðu heima fyrir. Gladdist hann yfir hverri stund, sem hon- um gafst til að sinna hinni nýju tómstundaiðju sinni, og er mér i minni frá næstsíðustu heimsókn minni til hans á sjúkrahúsið, hversu hann hlakkaði til við um- hugsunina um að komast heim og rjála við bækur sínar, þótt séð væri fyrir endann á öðrum störf- um. En „maðurinn með ljáinn" var nærstæðari en við héldum. Guðbjartur Þorgilsson var myndarmaður í sjón; hár vexti, karlmannlegur og fríður sýnum. Að jafnaði var hann maður fámáll og hlédrægur en bjó yfir notalegri kímni og glettni, sem sjaldan missti marks, ef hann vildi það við hafa, og víst gat hann verið glaður á góðra vina fundum. Skapfestu- maður var hann og veifiskati enginn. Guðbjartur var frá- bærlega góður og umhyggjusamur heimilisfaðir og einkar sýnt um að hlynna að fjölskyldu sinni á hinn hugkvæmasta hátt, og kom ósjald- an á óvart í því efni. Nú að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Guðbjarti Þorgils- syni ánægjuleg kynni frá fjölmörgum samverustundum fjölskyldna okkar. Ótilkvaddur studdi hann og Unnur ýms sameiginleg áhugamál okkar, og spöruðu þá hvorki fé né yfirhöfn. Við hefðum kosið að eiga með honum lengri samfylgd, en um slíkt er ekki spurt, þegar kallið kemur. Við tregum hann. Hvað er þó eftirsjá okkar hjá sorg þeira, er næstir Guðbjarti stóðu; eiginkonu, dætra, stjúp- barna og barnabarna? Við hjón biðjum þeim öllum huggunar hans, sem „læknar mein og þérrar tár,“ en honum sjálfum fararheilla út á eilífðarlöndin. Baldvin Þ. Kristjánsson. AUGLÝ9INGASTOFA SAMBANDSINS Vlð höfum byggingavörurnar: Gólfdúkur Vandaöur vínyldúkur. Margir litir og munstur. Verð kr. 3.000—3.225 per. fm. Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 • Sirnar 82033 82180

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.