Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 31 I i Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Nú er einmitt sá tími, sem þorskhrogn blasa við okkur í hverri fiskbúð. Og þó það sé víst ekki góð nýting á þorskstofnin- um að borða hfognin, þá látum við slíkt ekki á okkur fá. Það heldur því reyndar enginn fram að hrognasóknir geri útaf við þorskstofninn. Hrogn eru herra- mannsmatur og flestir þekkja víst soðin hrogn, sem engan svíkja. En það má matreiða hrogn á fleiri vegu og hér á eftir koma nokkrar ábendingar. Ofnbökuð hrogn í stað þess að sjóða hrogn, má vefja þeim í álpappír og baka þau í ofni. Gott er að setja sítrónubáta, lauk og kryddjurtir með. Það bætir bragðið. Athugið að hrognin þurfa langan tíma. Hrogn handa fjórum þurfa um 1 Vi klst. við 175°. Þið losnið þannig næstum því við fremur hvimleiða hrognalyktina. Bökuð hrogn verða heH- urþþurrari heldur en þau oðnu, 8jý.tíAiOOi AejOúrWuO I HeÍKJT út oFoioun. áoeoAe. KAt-TÖPUMe. ÐÍU Me-9U*CTÍ . K£yj)JXÖ 3o>A úa. sýí.-dun íípóma se. fjjcT- LÖGrUð odr &ÓA (“iee ToKAT' SJOFtA S05A Efl. Aór^-T og henta því vel köld ofan á brauð og í réttina hér á eftir. Köld hrogn með sultuðum rauð- rófum, eru íðilgóð. Hrogna kæfa Víða um Bretlandseyjar tíð- kaðist áður fyrr að búa til rækjustöppu, stundum með heilum rækjum í og stöppuðum fiski. Reyndar má kalla þetta rækjukæfu. Þessi réttur var helzt búinn til í betri húsum, þar sem nóg var af vinnustúlk- um, því það var seinlegt og erfitt verk að stappa fiskinn. Ef kæfan átti að geymast, var hellt yfir hana glæru smjöri, en það er smjör serti er soðið lengi yfir hægum hita. Þá gufar vatn upp og hrein fitan situr eftir. Glært smjör var reyndar notað til að innsigla hvers kyns fysk- og kjötkæfu og ost líkt og niður- suða, eða lofttæmdar umbúðir er notuð í dag. Hugmyndin er að þessum hrognarétti er meðal annars komin frá svona fiskréttum. Kæfan hæfir vel sem forrétt- ur, á köldu borði, sem mið- nætursnarl, eða með kvöldteinu, eins og enska fyrirmyndin. Á þennan hátt nægir hún handa fjórum, en auðvelt er að stækka uppskriftina. Bezt er að bera kæfuna fram með þunnum og stökkum, ristuðum brauð- sneiðum. Þið skerið brauðið þá í þunnar sneiðar, sem þið þurkið svo og gyllið í ofninum. Athugið að ansjósan gefur seltu, svo þið skuluð salta var- lega. Afganginn af þeim má geyma lengi, ef þið setjið þær í lítið ílát og hellið svo olíu yfir, þannig að hún þeki örugglega. Þetta er reyndar hliðstæð aðferð við að hella glæru smjöri yfir mat, algeng í þeim löndum, sem nota yfirleitt olíu í stað smjörs. Ansjósuoiían er svo góð í mat, t.d. í hverskyns salöt. Rækjunum má sleppa, nema þið viljið hafa mikið við. Þær gefa einnig salt bragð. Látið renna vel af þeim, svo þær þynni ekki kæfuna. Masi er gamalt orð yfir það krydd, sem á ensku kailast mace. 200 g. ofnbökuð eða soðin hrogn 75 g. mjúkt smjör 1 ansjósa 1/4 tsk. steyttur masi, masa- duft. nýrifið múskat eða múskatduft 75 g. rækjur. nokkur korn af cayennepipar 1 Merjið ansjósuna vel, blandið öllu í skál, nema rækjunum, ef þið notið þær og hrærið vel í. Bezt er reyndar að þeyta, svo að kæfan verði létt of loftmikil. Blandið að lokum rækjunum varlega í. Berið fram kælt. Við Miðjarðarhafið innanvert er til réttur, sem kallaður er taraamasalata á tryknesku. Tarama er söltuð, þurrkuð og pressuð hrogn og salata þýðir salat. Einnig eru oft notuð reykt hrogn, svo ef þið útbúið þau, getið þið notað slíkt, en annars soðin eða bökuð hrogn. Ólífur eru góðar með þessum rétti, fyrir þá sem þykja þær góðar. Það getur verið gott að láta þær í kalt vatn, eða undir bununa, svo mesta seltan renni úr þeim. Þunnt ristað brauð er einnig sjálfsagt meðlæti, líkt og með hrognakæfunni. Tómatsósa og kryddsósur eru einnig góðar í hrognasalat. 200 g. hrogn 2 skorpulausar heilhveiti- eða framskbrauðssneiðar vatn 1— 2 hvítlauksrif safi af 1—2 sítrónum u.þ.b. 3/4 dl. maísolía eða önnur oiía cayennepipar 1. Leggið brauðið í bleyti í vatni, þannig að það blotni rækilega upp. Kreistið síðan allt vatnið úr. Saxið hvítlaukinn og reistið sítrónurnar. 2. Blandið nú hrognunum, hvít- ÞerrA e«- ry«.kJN£5(A KAsJNJA. Hcíio KÍsJlO'O. OtttMg. Á, AvAhDAk) ba. ÆrrA-ö . lauknum og næstum öllum sítrónusafanum saman og þeyt- ið. Hellið síðan olíunni smátt og smátt í, líkt og við olíusósugerð (majones), þar til salatið verður að þykku og mjúku kremi. Bragðið nú á, bætið sítrónusafa í, ef ykkur lízt svo, og kryddið með cayennepipar, en varið - ykkur því hann er mjög sterkur. Berið fram kælt. Reykt Hrogn A.m.k. ein búð, sem selur laxveiði útbúnað, selur einnig sænska reykingapotta, sem eru afar handhægir og auðveldir í meðförum. Þessir pottar eru hitaðir með spritti, sem er e.t.v. ókostur, því það er stndum horft dálítið einkennilega á fólk, sem biður um stærsta skammt af brennsluspritti í apótekunum. En látið það ekki á ykkur fá, því úr pottunum má síðan fá alls kyns lostæti, og eitt af því eru reykt hrogn. Bezt er að reykja lítil hrogn, því þau soðna vel í gegn. Stráið u.þ.b. 2 msk. af grófu salti á hver hrogn, ásamt rifnu múskati og látið standa í 3—5 tíma í kæliskáp. Síðan skolið þið hrognin, þerrið og reykið samkvæmt leið- beiningum, sem fylgja pottin- um. Gott er að strá svolitlu af rifnu núskati og / eða þurrkuð- um kryddjurtum með. Hrognin eru góð heit með soðnum kartöflum og bræddu smjöri, með piparrótarrjóma og þá heit eða köld, á brauð, og í kæfu eða y salöt. Hrognin verða fremur þurr og alveg ótrúlega ljúffeng Biblíudagurinn Biblíuútgáfan 1912 endurútgefin 1980 — Rœtt Við Þóri Kr. Þórðarson prófessor BIBLÍUÚTGÁFA sú sem nú er notuð hér á landi var fyrst prentuð árið 1912 og hefur hún á þeim tíma sem síðan er liðinn verið endurprentuð alloft. Ljóst var fyrir nokkrum árum að ekki væri hægt að nota hina uppruna- legu setningu Biblíunnar í það óendanlega og að huga yrði að nýrri útgáfu. Hið íslenzka biblíu- félag, sem er elzta starfandi félag á landinu, sér um að jafnan sé til hiblíuútgáfa og er nú unnið á vegum þess að endurskoðun og nýrri þýðingu á Biblíunni. Einn þeirra er annast hefur endurskoðun biblíutextans frá 1912 er Þórir Kr. Þórðarson prófessor í gamlatestamentis- fræðum við guðfræðideild Há- skóla íslands. Til að fræðast nokkuð um á hvern hátt ný útgáfa Biblíunnar er undirbúin var gengið á vit prófessor Þóris og spjallað við hann: — Texti biblíuútgáfunnar frá 1912 er ákaflega vandaður og sú vinna sem ég inni af hendi í sambandi við Gamla testamentið er aðeins endurskoðun og smávægilegar lagfæringar, sagði Þórir. Við reynum að skipta efn- inu í smærri kafla en verið hefur og bæta inn í millifyrirsögnum. Fer endurútgáfa á Biblíunni fram reglulega? — Það er áreiðanlega einsdæmi að við skulum enn geta notað Biblíu, sem gefin var út árið 1912, óbreytta og það var mikið þrek- virki á sínum tíma að standa að útgáfunni þá. En tungumálið breytist mismunandi hratt hjá þjóðunum þannig að mjög er misjafnt hversu reglulega nýjar útgáfur þta dagsins ljós. — Þýðinguna sem út kom 1912 unnu þeir Haraldur Níelsson prófessor, Þórhallur Bjarnarson biskup og Steingrímur Thorsteins- son skáld og stóðu þeir þar á herðum Sveinbjarnar Egilssonar er annast hafði útgáfuna árið 1859. Haraldur Níelsson prófessor var mikill hebreskufræðingur og hafði hann kynnt sér það nýjasta í hebreskum textafræðum í Þýzka- landi og átti drjúgan þátt í þessu verki. Eru útgáfurnar endurskoðaðar af fleiri ástæðum en til að fylgja þróun tungumálsins? Próíessor Þórir Kr. Þórðarson — Já, handritafundir, forn- leifafundir og framfarir í mál- vísindum verða til þess að ástæða er til að endurskoða texta Biblíunnar og vissulega má segja að íslenzka biblíuútgáfan öll þyrfti gagngerðar endurskoðunar við. Nú fer fram endurþýðing á Nýja testamentinu, en það sem ég vinn að eru aðallega smávægilegar lagfæringar og ég reyni að hressa svolítið upp á íslenzkuna um leið. Hvernig fer endurþýðingin á Nýja testamentinu fram? — Að endurþýðingu þess hefur unnið nefnd sem í eiga sæti biskupinn hr. Sigurbjörn Einars- son, Jón Sveinbjörnsson prófessor, Björn Magnússon fyrrum prófess- or við Háskólann og í henni sat einnig Jóhann heitinn Hannesson prófessor. Lokið er endurþýðingu á guðspjöllunum og postulasög- unni og verður sú endurþýðing notuð nú þegar Biblían verður endurprentuð einhvern tíma á næsta ári. Hugmyndir um nýja biblíuþýðingu komu fram fyrir einum 20 árum og voru til umræðu í nefnd sem í sátu Ásmundur Guðmundsson biskup, Guðmundur Sveinsson skólameistari ásamt mér, en það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að framkvæmdir hefjast og hefur Hermann Þor- steinsson framkvæmdastjóri Biblíufélagsins átt þar mikinn hlut að máli varðandi skipulagn- ingu. Verða einhverjar sérstakar nýjungar í nýju útgáfunni? — Settar verða inn fleiri milli- fyrirsagnir og kaflaskipti, eins og ég gat um áðan til að gera ritin aðgengilegri aflestrar og annað sem nefna má er að Biblían verður sett í tvídálk, í stað eins áður, settar verða inn á stöku stað neðanmálsskýringar og reynt verður að taka upp tilvísanakerfi að franskri fyrirmynd. Með þessu er að nokkru hægt að koma til móts við þá er vilja skoða textann nánar, því hérlendis er lítið um skýringarrit sem almenningur hefur tækifæri til að kynna sér. Þórir Kr. Þórðarson sagði að þessi endurútgáfa Biblíunnar væri mikið starf og væri ráðgert að leita tilboða um prentun hennar innanlands. Ekki kvað hann fylli- lega frágengið hvenær útgáfan yrði tilbúin til prentunar, en þó væri stefnt að því á þessu ári og að hún gæti komið út á því næsta. Er hægt að segja eitthvað um framtíðaráætlanir várðandi biblíuútgáfu hérlendis? — Ljóst er að svo mikið verk sem endurþýðing Gamla testa- mentisins er og þeirra rita í Nýja testamentinu sem enn á eftir að endurskoða þýðingu á, er ekki á færi félags eins og Hið íslenzka biblíufélag er. Þar verður að koma til fjárstyrkur hins opinbera og benda má á í því sambandi að sænska þingið hefur styrkt endur- skoðun biblíuþýðingar þar í landi með miklum fjárupphæðum og vinna nú færustu grísku- og hebreskufræðingar Svía að þessu verki. Á sama hátt þyrfti að kosta nefnd sérfræðinga til að vinna að þýðingunni hérlendis og hefja það verk innan fárra ára. — Góð biblíuþýðing hefur ómetanlegt gildi fyrir þjóð og það má nefna að það var skoðun prófessors Steingríms J. Þor- steinssonar að hefðu íslendingar ekki átt Guðbrandsbiblíu þá væri íslenzkan vart til í dag. Norðmenn fengu t.d. á sínum tíma danska biblíuútgáfu og má segja að norsk- an sé svo dönskuskotin m.a. af notkun þeirrar útgáfu. Fyrir utan hin kirkjulegu not er því ómetan- legt að eiga vandaða biblíuþýðingu og við eigum útgáfu Guðbrands biskups mikið að þakka, sagði Þórir Kr. Þórðarson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.